Morgunblaðið - 21.09.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1965, Blaðsíða 17
n I>riðjudagur 21. sepf. 1965 MORCUNBLAÐID 17 Rabb úr Rússlandsferð II. MOSKVUBÚAR VÆNTA MIKILLA FRAMFARA f. ru*kín ViíLaiarniO 4. eílchús Nrtónjatý.xX' 'jat'hb.a.utai'ítoí Kort yfir hjarta Moskvu. Eftir Margréti R. Bjarnason. HÓTEL „Nationai“ í Moskvu var reist til minningar um sig- ur Rússa yfir Napóleon á sínum tíma og er því komið til ára sinna. Er það að mörgu leyti úr sér gengið en ákaflega hreint og þökkalegt — og stendur í (hjarta borgarinnar við Marx- stræti og Manejnayatorg. Her- bergi og íbúðir gesta sem ferð- ast á 1. farrými hjá Intourist eru íburðarmiklar mjög og gefa smáhugmynd um glæsileik og munað keisaratímans. Herbergið mitt á 5. hæð var laust við allan íburð, en þó ljómandi gott, stórt og bjart, búið ágætum hiúsgögnum og síma. Ekki fylgdi bað, en vask- ur með volgu og köldu vatni. En tappi var enginn í vaskinum. og þegar ég bað um tappa varð fyrir svörum ungur og glaðleg- ur náungi, sem sagði, að þótt ég leitaði með logandi ljósi um öll Sovétríkin myndi ég ekki finna tappa í vaski. Hinsvegar væru oftast tappar í baðkörun- um — og var það óneitanlega töluverð huggun. I>egar ég hafði skipt um föt og losnað við ferðarykið var (hungrið farið að segja til sín allrækilega. Lét ég því verða mitt fyrsta verk að leita uppi veitingastofuna og settist þar við glugga, þar sem var skemmtiilegasta útsýn yfir Manejnaya-torgið og Kreml. Við blöstu turnar St. Basils kirkjunnar við enda Rauða torgsins og Alexanders-garður- inn vestan undir Kreml-múrn- um. Þar fyrir framan sýningar- skáli mikiill, sem eitt sinn var hesthús Kremlverja. Þar sem ég ihafði ekki tekið með mér bók að lesa, þóttist ég heppin að hafa sezt þarna, því að nú fór í hönd langur biðtími. Fyrst u.þ.b. 15 mínútna bið eftir mat- seðlinum, sem reyndist hinn fjölbreyttgsti og girnilegasti — or síðan rúmrar klukkustundar bið eftir matnum sjálfum. Mun ég hafa verið orðin heldur óþol- inmóð á svip, áður en lauk, því að tveir ungir bandarískir skólapiltar, sem sátu við næsta borð spurðu, hvort ég væri al- veg nýkomin til Rússlands: „Það er eins gott fyrir þig að sætta þig strax við að þurfa að bíða 1-2 klst. eftir hverri máil- tíð. Við ætluðum alveg út úr okkar góða skinni fyrstu dag- ana ,en erum nú orðnir vanir biðinni og látum hana ekki á okkur fá“. Gætti ég þess því það sem eftir var ferðarinnar að setjast aldrei bókarlaus að borði. Hinsvegar var jafnan svo margt um manninn við mál tíðir að þessar 2-3 klst., sem fóru í að borða, liðu fljótt við fjörugar samræður. Er sé siður í Rússlandi ,að menn geta sezt við borð hjá hverjum sem er. Og hafi eimhver sezt einn við borð, er hann venjulega beðinn að færa sig í laust sæti við borð hjá öðrum. Þetta er m.a. gert til þess að létta undir með þjón- ustufólkinu, sem ekki veitir af, þar sem það er yfirleitt of fátt og skipulag þjónustunnar svo þungt í vöfum að töfum veld- ur. Ekfki er á boðstólum neirtn sérstakur ,,réttur dagsins“, sem gæti flýtt mjög fyrir borðhald- inu, heldur geta menn valið úr tugum rétta — ,,á la carte". Þá var mér sagt, að svo háttaði til í eldlhúsinu, að þjónustufólkið keypti matinn sjálft — og yrði oft að standa í biðröð eftir hverjum rétti — og seldi síðan gestinum. Var því algengt að fá til dæmis ristað brauð 15-20 mínútum á eftir teinu og smjör ið e.t.v. ennþá seinna. Annars var matur yfirleitt góður og rjómais búa Rússar til Öðrum betur. Sagan segir, að Sir Winston Ohurchill hafi ein- hverju sinni á styrjaldarárun- um verið staddur í Moskvu að vetrarlagi í hörkufrosti og snjó. Sá hann þá langa biðröð fyrir framan búð eina og spurði eftir hverju fólkið væri að bíða: ,,Rjómaís“, var svarið — og á þá Ohurohill að hafa sagt: „Nei, það er víst áreiðanlegt, að þessi þjóð verður ekki sigruð“. ★ ★ ★ Næsta stigið á þessu ferða- lagi var að gefa sig fram við Fyrirgreiðsluskrifstofuna „Ser- vice Bureau“, sækja þangað gistingar- og matarmiða fyrir ferðina alla og hitta túlkinn að máli. Fyrirgreiðsluiskrifstofa er á hverju Intourist-hóteli og er eirtskonar miðstöð ferðamanna. Þar leita þeir allra upplýsinga. skipta peningum, leggja fram og sækja farmiða sína — sem abhugaðir eru og staðfestir á hverjum viðkomustað — og í nánu sambandi við skrifstofuna er minjagEipasala. Þjónusta í þessum skrifstofum er ákaflega mismunandi, reyndist okkur al- veg framúrskarandi góð i Kiev og Yalta, en miður í Leningrad og Moskvu, enda ferðamanna- straumurinn þar miklu meiri og annir eftir því. Voru stúlk- urnar þar greinilega ofihlaðnar störfum, sem stundum kom fram í slæmu skapi og stirð- legri framkomu. Ekki bætti úr skák, að talsímarnir áttu til að bregðast þeim, er sízt skyldi. Var ekki ótítt að sjá þær slá bylmingshögg í símana til þess að reyna að ná sambandi. Þá tafði það stúlkurnar mjög að þurfa að vera einskonar síma- bók gestanna. í borginni er símabók sjaldséður gripur. Á nokkurra ára fresti er gefin út skrá yfir helztu opinberar stofn anir en í svo litlu upplagi, að hún rennur út á svipstundu. eins og heitar lummur. Yfir einkasíma mun engin skrá til. ★ ★ ★ Moskva — fjórða stærsta borg heimsins — telur nú rúm- ar sex milljónir íbúa. Borgin er um margt mjög falleg — er byggð á sjö lágum hæðum, í hringi umhverfis hinn volduga kjarna — Kreml, (sem gerður verður að umtalsefni síðar). Kort af Moskvu líkist einna helzt köngurlóarvef. Áin Moekva hlykkjast um borgina, rennur sunnan undir Kreml- múrum, nokkru sunnar með- fram Gorky skemmtigarðium og framihjá Moskvuíháskóla og Lenín-íiþróttaleikvanginum mikla og gefur öllum þessum stöðum einkar fallegan svip. í eina tíð fóll önnur á vestan Kremlmúra, Ikallaðist hún Neglinka og rennur nú í pípum undir fallegum trjágarði — Alexandergarðinum — en breitt Manejnaya-strætið hefur verið lagt yfir árfarveginn. Moskva er um margt afar ólík stórborgum Vesturlanda — og það ekki aðeins vegna hins austurlenzka svipmóts, sem á henni er. Hún er byggð iárétt, ef svo mætti segja, tekur yfir víðáttumikið landsvæði, en byggingar yfirleitt ekki háar, utan einstöku háhúsa frá Stal- íns tímanum (brúðartertuhúsin frægu, Moskvuháskóli, Hótel Úkraina, Viðskiptamálaráðu- neytið og sambýlishúsið hjá Ustyinsky-brúnni) — cg fáeinar nýjar byggingar. Nóg er land- rýmið, því borgin er nær um- lukin víðáttumiklum skógum. Stræti og torg eru mjög breið og glæsileg, með fallegum trjá- reitum og er því laust við, að henni fylgi sama innilokunar- kenndin og mörgum vestræn- um stórborgum. Þar við bætist, að umferð er ekki mikil, hvorki gifreiða né gangandi fólks. Undir strætunum í mið- borginni eru víða breið göng og beinist umferð fótgangandi þar um. Var hálf undarlegt að koma úr fámenninu á götum uppi niður í manngrúann í' undirgöngunum. Hafði ég á til- finningunni, að þetta Væri ein- kennandi fyrir borgina og kynni mín af henni — að þar væri ekki allt sem sýndist og lang- an tima myndi þurfa til þess að kynnast lífi og hugsunar- hætti borgarbúa. Um það, sem ég sá af bílakosti Moskvubúa, er það eitt að segja, að á fs- landi má sjá ólíkt betri og falil- egri dæmi um rússneska bíla- framleiðslu en þar í bórg. Rí'kj- andi á götunum voru gamlir leigubílar og notar fólk þá mikið, því það er tiltölulega *f j ódýrt en einkabílar rándýrir. Einnig er ákaflega ódýrt að ferðast með neðanjarðarbraut- inni „Metro“ sem er eitt merki- legasta fyrirbæri Moskvu. Elztu „Metro“-stöðvarnar eru frá 1935. Síðan hefur stöðugt verið unnið að því að víkka járnbrautarnetið út og mun það nú vera 80 km tveggja spora braut með nær 60 stöðvum, sem eru hver annarri íburðarmeiri og glæsilegri. Eru stöðvarnar og brautargöngin eins og glæsi- legustu hallar- eða danssalir, þar sem margálma ljósakrónur speglast í marglitúm marmara — og m'ósaikveggjuux og lýsa upp litrík veggmálver’k. Raf- magnsstigarnir eru brattir og hraðfara og lestirnar sjálfar fallegar, þægilegar og örfljótar — meðalhraði ca 70—75 km á klst. — og umfram allt tandur- hreinar. „Metro“ er stolt Moskvubúa, enda hafa þeir lík- lega kunnað vel að meta glæsi- leikann og þrifnaðinn þfegar þeir í styrjöldinni) leitúðu þar skjóls undan sprengjuregni Þjóðverja. Fargjöld í lestunum eru aðeins 5 kópekar, hvort sem um styttri eða lengri vega- Fra/mhald á bls. 20. Stórverzluain „GUM“ við Bauða torgið. Af þessari mynd af einni nýjustu „Metro“ stöðinni i Moskvu má sjá að liúsagerðarlist þar tekur hröðum breytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.