Morgunblaðið - 21.09.1965, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.09.1965, Qupperneq 21
Þriðjudagur 21. sept. 1965 MORGUNBLAÐID 21 Guðrún Sigurðar- dóttir —- Minning „f grandvarleik hjartans vil I ég ganga um í húsi mínu“. Þessi orð koma mér í huga nú, er ég | minnist kynna minna aí Frú Guðeúnu Sigurðardóttur, Skóla- vörðustíg 41. Hún lézt á sjúkrahúsi þann 29. égúst s.l., eftir vanheilsu, um inokkurt skeið. Ég hygg það eigi ofmælt, að í grandvarleik hjart- ans hafi hún sína lífsbraut gengið hiljóðlátlega, ljúfmann- lega og skilningsrík, einlæg í trú feðra sinna. Það var ljóst að hún óskaði, að leita sannleikans og forðast Villuna- Ekki var það í samræmi vi'ð lífsskoðun Guðrúnar að ekifta sér mikið af högum ann- arra, en væri til hennar leitað, voru ráð hennar holl og traust, mótuð af einurð, skapfestu, breinskilni og sannri vináttu greindrar konu. Gleði hennar var jafnan hóg- látleg, hugarró og æðruleysi I Ihverjum vanda. Með virðingu og þakklæti minnist ég hjálpar (hennar og einlægrar vináttu vi’ð móður mína. Með þakklátum huga hugsa ég til þeirra mörgu góðu stunda, sem ég átti á heim- ili hennar sem unglingur, er ég dvaldi þar oft í lengri eða skemmri tima. Börnum sínum var hún án efa góður leiðbeinandi, sanngjörn og umburðarlynd, svo hverjum einum fannst sinn hlutur góður. Heimili hennar var hennar vettvangur, þar og hvergi ann- ars staðar vildi hún fyrst og fremst starfa. Þar lagði hún fram óskipta krafta sína til þess síð- asta. Fórnfýsi og umhyggju Guð- rúnar fyrir heimili sitt, eigin- mann og börn, var heil og sönn. Hún óskaði að geta glaðst yfir velferði þeirra- Það voru hennar laun, fyrir þau laun sem hún fékk, var hún mjög þakklót. Guðrún Sigurðardóttir fæddist 8. febrúar 1899 í Barðsvík Grunnavíkurhreppi. Hún kvæntist 1924 eftirlifandi manni sínum Jóni Bjarnasyni, sjómanni, síðar starfsmanni Reykjavíkurborgar um árabil. Þeim varð fjögurra barna auð- ið, sem öll eru á lífi, en þau eru: Aðalsteinn efnaverkfræðingur ókvæntur, Svava gift Stefáni Þórðarsyni bankafulltrúa, Sig- urður símvirki kvæntur Hjördísi Guðmundsdóttur, Hör'ður efna- verkfræðingur, kvæntur Þor- gerði Brynjólfsdóttur. Öll sam- vistarár sín áttu þau hjónin heimili sitt í Reykjavík. Var sambúð þeirra í rúm fjöru tíu ár, grundvölluð á gagn- kvæmum og traustum trúnaði, sem aldrei skyggði á. Af fyrirhyggju, ráðdeild og dugnaði byggðu þau upp heim- ili sitt, stóðu um það trúan vörð og studdu börn sín til þroska og mennta. Það hefur færst skuggi yfir friðsælt hamingjusamt heimili- Góð eiginkona, móðir, tengda- móðir og amma, gengur eigi lengur um hús sitt. Hún hefur hafið ferð sína, hina síðustu hér. Söknuðurinn er mikill, hugg- un mannanna oft ófullkomin, en hugþekkar ljúfar minningar megna að milda hann. Þær munu verða okkur, sem kynntumst henni mikilvægur og óbrotgjarn minnisvarði um langan tíma. „Sælir eru þeir, sem breyta grandvarlega". Ég trúi að þa’ð séu sannindi, að þeir sem svo breyta hljóti milda hvíld og frið Guðs hinna sólufegri heima. Ég votta öllum hennar nán- ustu innilegustu hluttekningu. B- Ó. 4ra herb. íbúðarhæð Höfum til sölu 4ra herb. íbúð á 3. hæð í villubygg- ingu við Goðheima. — Stórar svalir. — Tvöfalt gler. — 3 svefnherbergi. — Séi hiti. Skipa- og fasteignæalan sS“ívsio“„,„ AðstoðarstúEka óskast á tannlæknastofu um næstu mánaðamót Tilboð er greini aldur og fyrri storf sendist blaðinu merkt: „Stundvís og rösk — 2278“. Vinna Óskum að ráða húsgagnasmið og nokkra lagtæka menn til iðnaðarstarfa. Stálhúsgögn Skúlagötu 61. Stúlka óskast við afgreiðslustörf strax. — Upplýsingar á skrifstofu SÆLA CAFÉ Brautarholti 22 í dag og næstu daga. / GOOD^ÍEAR GáunÍSAB Áratugum saman hafa Goodyear verksmiðjurnar verið í fremstu röð gúmml framleiðenda. Nú hafa þær einnig tekið forystu í Vinyl fiamleiðslu. GOOD YEAR Vinyl gólfflísar eru heimsþekktar fyrir gæði. Fjölbreytt litaval — auðveld hirðing — þarf ekki að bóna. aðeins gœðavara frá, GOOH/VlAIÍ; MALNING-& JA’RNVÖRUR LAUGAVEGI 23 SIMI 11295

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.