Morgunblaðið - 21.09.1965, Síða 23
! Þriðjudig'ur 21. sept. 1965
MORGUNBLABID
23
Hlinning
ÞorvaSdur Baldvins-
son fiskmatsmaður
Fæddur 24. áeúst 1895.
Dáinn 25. ágúst 1965.
Þorvaldur Baldvins'son var
fæddur að Stóru-Hámundarstöð-
um á Árskógsströnd við Eyja-
fjör’ð.
Foreldrar hans voru hjónin
Snjólaug Þorsteinsdóttir og
Baldvin Þorvaldsson, búandi þar.
Foreldrar Snjólaugar voru
Ihjónin Margrét Stefánsdóttir og
Þorsteinn Þorvaldsson, sem
bjuggu fyrst á Litlu-Hámundar-
stöðum, en síðar á Stóru-Há-
| mundarstöðum.
Var Þorsteinn af hinni vel
þekktu Krossaætt, alþekktur
ekipstjóri og sægarpur eins og
margir fleiri í þessari ætt-
í „Skútu-öldin“ II. bindi, segir
Gils Guðmundsson nokkuð frá
Þorsteini. Segir þar m.a. að, leið-
arreikningar hans og staðar-
ékvarðanir á sjó hafi reynst svo
nákvæmar, áð hann hafi aldrei
orðið fyrir hrakningum, þótt úti
væri í mannskaðaveðrum.
Stærðfræðigáfa hefir verið á-
berandi séreinkenni á ýmsum í
þessari ætt. Sem dæmi má geta
(þess, að hinn þekkti stærðfræ'ð-
ingur og kennari Lúðvík Sigur-
jónsson frá Laxamýri, bróðir
Jóhanns Sigurjónssonar skálds,
var systursonur Þorsteins, og
(þeir bræ'ður- Þá var Jón
faðir bræðranna Jóhanns og Þor
steins „Eyfirðinga", einn bró'ðir
Þorsteins á HámUndarstöðum.
Annars er ég ekki nógu kunn-
ugur til þess, að ég treysti mér
tii að rekja ættir Þorvaldar Bald
vinssonar, en mér hefir verið
6agt af kunnugu fólki, að margt
merkiisfólk hafi verið bæði í
föður- og móðurættum hans-
Þorvaldur var aðeins barn að
eldri þegar hann missti föður
6inn. Var hann þá tekinn til
tfósturs af móðurbróður sínum,
Baldvin Þorsteinssyni, skip-
stjóra á Siglufirði og konu hans
Sólveigu Stefánsdóttur.
Þorvaldur átti 11 systkini og
ná'ðu 10 þeirra fullorðinsaídri.
Af þeim eru nú 4 á lífi, og eru
þau þessi:
1. Þorsteinn Baldvinsson, skip
stjóri, hafnsögumaður og fisk-
matsmaður í Hrísey. Hann er
kvæntur Ólínu Pálsdóttur.
2. Hanna Baldvinsdóttir, gift
Njáli Stefánssýni, framkvæmda-
stjóra í Hrísey.
3. Svanbjörg Baldvinsdóttir,
gift Sigurði Hannessyni, tré-
smíðameistara á Akureyri.
4. Vilhelmína Baldvinsdóttir,
gift Kristni Pálssyni skipstjóra
tfrá Hrísey, þau eru nú búsett í
Innri-Njarðvík.
Þorvaldur Baldvinsson byrj-
aði snemma að stunda sjóinn,
og byrjaði me'ð fóstra sínum.
Árið 1918 fór Þorvaldur í Sjó-
mannaskólanum, þar lauk hann
góðu prófi og gerðist stuttu síð-
ar _ skipstjóri á fiskiskipum.
Árið 1922 kvæntist Þorvaldur
eftirlifandi konu sinni, Sigfús-
ínu Sigfúsdóttur, sem er ættuð
úr Siglufirði. Stofnu'ðu þau heim
ili sitt í Hrísey, og þar bjuggu
þau til ársins 1938-
Þorvaldur var skipstjóri óslit-
ið til ársins 1936, er hann varð
að hætta því starfi vegna heilsu-
brests. Árið 1938 fluttu þau
hjónin til Siglufjarðar, þar gerð-
ist Þorvaldur aðalverkstjóri hjá
síldarverksmi'ðjunni Rauðku.
Þau bjuggu svo á Siglufirði til
ársins 1953 að þau fluttu suður
til Reykjavíkur og bjuggu þar
síðan. Gerðist Þorvaldur nú
fiskmatsmaður og því starfi
gegndi hann til dauðadags.
Ég kynntist Þorvaldi Baldvins-
syni fyrst á „Sandshorninu" í
Hrísey, vorið 1934. Þá var ég
unglingur þar, langt að kominn
og öilum ókunnugur. Ég var þá
háseti á bát, sem hét „Sporður“,
en Þorvaldur var þá skipstjóri á
bát sem hét „Pálmi“. Báðir bát-
arnir sóttu á sömu mið og lögðu
upp aflann við sömu bryggju.
Skipstjóri minn 'var Jóhannes
Haldórsson, og voru þeir Þor-
valdur og hann góðir kunningj-
ar-
Það fór ekki framhjá neinum,
að menn tóku tillit til Þorvald-
ar, sem var máður vel greind-
ur, fróður og reyndur í ýmsu.
Hann var gleðimaður, spaugsam-
ur og léttur í lund, og var þvi
jafnan kærkominn gestur í hvers
I konar félagsskap og var vinsæll
af félögum og samstarfsfólki.
Það var þá siður í Hrísey, eins
I og víðar þar nyrðra, að áha.fnir
bátanna verkuðu sjáltfar fiskinn
• sinn. Þá unnu línustúlkurnar,
I landmennirnir og sjómennirnir
saman að því að fá sem bezta
endanlega útkomu út úr hlutn-
um sínum, með því að vanda
| svo verkunina, að sem mest
' magn af fiskinum ‘kæmist í
hæstu vei'ðflokika. Leiðsögumenn
irnir við verkunina voru þá
1 skipstjórar og landformenn.
Þau Sigfúsína og Þorvaldur
voru ekki aðeins hjón, heldur
j voru þau óvenjulega samhent og
miklir félagar, sem stóðu saman
í blíðu og stríðu. Þetta kom
mest áberandi fram í veikindum
þeirra beggja og í erfðileikum
þeirra, er af veikindum leiddu,
bæði fyrr og síðar. ■
Þau áttu tvö börn, sem bæði
eru nú uppkomin, gift og búsett
hér í bænum.
Þau eru:
Margrét, sem er gift Svein-
birni Egilssyni fulltrúa, og Þor-
steinn, útvarpsvirki, sem er
kvæntur Margréti Þorvaldsdótt-
ur og Sigrfðar Eyjólfsdóttur frá
Dröngum á Skógarströnd-
Nokkur undanfarin ár lifðu
þau Þorvaldur og Sigfúsína að
miklu leyti í skjóli barna sinna
og tengdabarna. Þau bjug-gu í
húsum þeirt'a og nú síðast hjá
Þorsteini og Margréti.
Þorvaldur Baldvinsson var
slíkur þrekmaður, að veikindi
hans, þó alvarleg væru og lang-
vinn, náðu aldrei að buga létta
lund hans og bjartsýni á lífið
' og tilveruna. Ekki dró heldur
hin mikla líkamlega vanlíðan úr
andilegum þroska hans, fremur
hygg ég hi'ð gagnstæða. Hann
sagði mér fyrir rúmu ári
að hann gerði sér það ljóst, að
„Bleikur gamli myndi nú brað-
i um fara að koma“, og „þá þýðir
engum áð malda í móinn“, sagði
| hann. Þorvaldur taldi sig hafa
verið mikinn gætfumann í lífinu,
og mun þar fyrst og fremst
| hafa átt við samferðafólk sitt,
einkum konu, börn, tengdabörn
og barnabörn, sem honum þótti
; mjöig vænt um. Hann mun alla
I tíð hafa haft yndi af börnum,
og þótti gaman að kenna þeim
, þulur og kvæði og annan fróð-
Dritvík.
sem síðar rak frá ana horfit þafa ok byggt þar
stóran helli, þvá at þat var meir
— Skyggnzf um
Framh. af bls. 10.
höfðu hrundið elztu dóttur hans
út á hafís,
landi. Segir síðan í sögu hans:
„Etftir þetta hvarf Bárðr í burtu
með allt búferli sitt, ok þykkir
mönnum sem hann muni í jökl-
ætt hans at vera í stórum hellum
en húsum, því at hann fæddist
upp nreð Dofra í Dofrafjöllum.
Var hann tröllum ok líkari at
afli ok vexti en mennskum
mönnum,, ok var því len'gt nafn
hans ok kallaður Bárðr Snæfells- .
áss, því at þeir trúðu á hann
náliga þar um nesit ok höfðu
hann fyrir heitguð sinn. Varð
hann ok mönnum in mesta bjarg-
vættr.“
Yzt á Snæfellsnesi ekki langt
frá Gufuskálum ber við himin
hæsta mannvirki í Evrópu, sem
er mastur Loranstöðvarinnar þar.
Sést það víða að enda tæpir 200
m að hæð. Stingur þetta mastur
allmjög í stúf við hina ósnortnu
náttúru.
Við komum við á Sandi, I
Ólafsvík og töku.m nú að spretta
úr spori, því að helgarleyfið
styttist óðum.
Þegar við komum heim til
Reykjavikur er tekið að húma.
í vestri er sólin að setjast og
Snæfellsjökull, dumblár í roða
sólarinnar vekur með okkur
sælar minningar um skemmti-
lega ferð og við minnumst orða
skáldsins, sem fæddist á Arnar-
stapa:
Stórkostlegur mun standa
storðar neú á, -
sem bleyöum vilji banda
ky&gðum sinum frá,
yzti vörður við unnir ’blár,
höfuð það, sem er fjalla fremst,
fylkir Snæiells hár.
m. f.
AÍHUGIB
að bor.'ð saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunbiaðinu en öðrum
bjöðum.
Frá Stapa. Stuðlabergiff geislar út frá miffju gangsins.
leik, sem hann var óvenjuvel að
sér í og kunni mikið af.
Þrátt fyrir veikindi sín stund-
áði Þorvaldur vinnu sína af
slíikum dugnaði og karlmennsku,
að hann hvarf fyrst fró matsborði
sínu 3 dögum fyrir andlát sitt.
Þá fór hann á sjúkrahúsið og
þar hélt hann upp á 70- afmælis-
daginn sinn, með náustu ástvin-
um sínum, daginn áður en hann
dó. Hann stóð alltaf á meðan
stætt var, í hverju sem var.
Ég minnist Þorvaldar Bald-
vinssonar sem trausts vinar og
samstarfsmanns, drengskapar-
manns, er aldrei brást.
Kristján Elíasson.
t
í straumnum hann fast hafði
staðið,
studdur af guðsríkis von.
Þrekmennið þræddi vaðið,
hann Þorvaldur Baldvinsson.
f hretviðrum hann var alinn
á harðbýlli norðurs slóð.
Og hvergi var dugurinn kalinn,
en kólnandi lífsins glóð.
Við þjáning hann þunga stríddi
og þrautin var einatt sár.
Hann þrautir með þolgæði
skrýddi,
en þar féllu engin tár.
Hann störf vildi alltaf inna,
þó andstaðan væri þröng.
Söm var ætíð hans sinna,
þótt sönglaði líkaböng. —
Með glaðværð og glettni í svörum
hann gugnaði alls ekki neitt,
þó finndi að hann væri „á för-
um“
og fengi því hreint ekki breytt.
Gott er þá minning að geyma,
um göfgi, drenglund og þor.
Hér eigum við aðeins heima
eftir hann fögur spor.
Hann var okkur dáðadrengur,
með dulmagnað trúarþor.
Við biðjum hans framtíðar
fengur,
sé frelsi og dýrðlegt vor.
K. S.
Sendisveinn
óskast á ritstjórnarskrifstofu blaðsins.
Vinnutími kl. 6—11 e.h.