Morgunblaðið - 21.09.1965, Page 25

Morgunblaðið - 21.09.1965, Page 25
Þriðjudagttr 21. sept. 1965 MORGU N BLAÐID 25 Óþolinmóður maður fyrir utan almenningssímaklefa. — Heyrið þér, frú, getið þér alls ekki fundið númer það, sem þér ætlið að hringja L Unga frúin: — Óh, ég er ekki að leita að númeri. Ég er að leita að fallegu nafni 4 litla drenginn minn. ★ — Heyrðu, þú skalt ekki kyssa konuna þína út við glugga, eftir að tekur að skyggja og ljós er inni, eins og þú gerðir í gær- kveldi. — Hvað er þetta maður. Ég var alls ekki heima í gærkveldi. ★ — Mamma, byrja öll ævintýri á orðunum: „Einu sinni var“? — Nei, nei, bamið mitt. Sum byrja á orðunum: „Ég er hrædd- ur um að ég komi ekki fyrr en seint í kvöld heim, því ég verð að vinna frameftir á skrifstof- unni. SARPIDONS SAGA STERKA —*« - r * - •-K'— Teiknari: ARTHUR OLAFSSON Sá konungur nú ófarir sinna manna og varð afar reiður. Hjó hann þá og iagði á tvær hend- ur, og hné margur maður fyrir honum. Konungi fylgdu kappar tveir, sem hétu Kastor og Valn- ir. Þeir voru mestu hetjur og felldu lið þeirra fóstbræðra hrönnum. Og er jarlsson sér at- gang þeirra, mælti hann við Serapus: „Ekki mun oss verða sigurs auðið, meðan þessir menn leika í tómi, og förum á móti þeim.“ Serapus kvaðst þess albúinn. Nú stefnir jarlsson móti Kast- or, en Serapus ræðst á móti Valni. Kastor höggur til jarls- sonar og sniður nefbjörgina af hjálminum. Hrökk þá sverðið á herðarnar og skar í sundur brynjuna, og nam blóðrefillinn herðarblaðið, og var það lítið sár. Jarlsson vóð að honum og rak sverðið í gegnum hann, og féll hann þá dauður niður. Þeir mætast í annan stað, Serapus og Valnir, og höggur Serapus til Valnis og klýfur allan skjöldinn, og fær Valnir mikið sár á höndina. Hann högg ur þá aftur til Serapus og af honum allan skjöldinn. Sækjast þeir um langa stund, og verða báðir sárir, þar til Sarpidon kemur dð þeim og höggur á háls Valnis, svo höfuðið fauk af bolnum. Þá var Serapus bæði sár og móður. JAMES BOND ->f— ->f ->f— Eítir IAN FLEMING — Niður með hyssurnar, piltar. Náið Bond út úr bílnum, ég mun standa vörð á meðan, ég vil ná honum lifandi. Flýt- ið ykkur nú, það er að birta til. — Það er allt í lagi, hann er lifandi. Hann er harður í horn að taka, þessi. — Takið af honum byssuna, bindið hann og setjið hann síðan í bílinn hjá stúlkunni. J Ú M B (5 — —K—■ *—)<— *—)<— '—)<—• Teiknari: J. M O R A ★ Það er sögupróf í skólanum og kennarinn, sem var frægur fyrir ómanngleggni, kallaði einn pilt- anna í stofunni upp að töflu. — Hvenær fæddist Jón Ara- son? Ekkert svar. j — Hvenær var hann líflátinn? [ Aftur ekkert svar. [ i— Hvar voruð þér í gærkveldi? — Ég sat að drykkju með nokkrum félögum mínum. — Hvernig dettur yður í hug að þér komist í gegnum prófin með því að liggja í óreglu, ungi maður. — Mér hefur aldrei komið það til hugar. Ég er hér bara til þess að gera við rafmangsleiðslu í skólanum. ★ — Ha, hvaða merkisdagur er í dag? Nei, það man ég ekki. Hinn ókunni leiðsögumaður veifnði hatti sínum himinlifandi í hvert sinn, sem hermennirnir, sem gengu alltaf sama hringinn í garðinum, gengu fram hjá. — Þetta er glæsileg sjón, finnst ykkur ekki? sagði hann. — Já, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt á ævi okkar, sagði Júmbó og það var sannleikanum sam- kvæmt. — Ég held ekki að við þurfum að vera bangnir við þennan her, hvislaði Spori að prófessornum. — Nei, en þeir eru margir og það getur reynzt okkur erfitt að sleppa héðan, svaraði Mökkur. Allt í einu brá Spora, svo að hária risu á höfði hans. Einhver tók í sokka- bandið hans. — Uss, segðu engum, vaf hvíslað. SANNAR FRÁSAGNIR K— K— —- Eftir VERUS JARÐSKJÁLFTAR — Nærri 95 af hverjum 100 jarðskjálft- um koma fyrir á tveimur mikl- um svæðum, Kyrrahafsbelt- inu og Miðjarðarhafsbeltinu. Þessi svæði eru sýnd á kortinu, sem fylgir þessum línum. Flest virk eldfjöll eru einnig innan þessara svæða. Stundum getur gos valdið jarðskjálftum. Flest- ir mannskæðustu jarðskjálftar hafa verið í Kína. Árið 1556 fórust 830.000 manns í Kína í jarðskjálfta og 1920 fórust þar 200.000 manns. Jarðskjálftum fylgja oft miklir eldsvoðar og flóðbylgjur. Einhver hörmuleg- ur j Bandaríkjunum varð í San nærri algjörlega eyðilögð og það skiptið var eldur valdur að asti jarðskjálfti, sem orðið hef- Francisco árið 1906. Borgin var yfir 700 manns misstu lífið. í mestum skemmdum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.