Morgunblaðið - 21.09.1965, Qupperneq 28
20
MÖR ~ UN " *
Þriðjudagur 21. sept. 1P65
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
Ég var líka lagztur aftur á
bak á rúmið. Þetta siðferði henn
ar var ekki þannig vaxið, að
Iþað hefði verið hátt metið í-
klausturskóla. En það var ein-
kennilega róandi. Og það var
nærvera Lukku líka. Ég vatt
mér til, svo að andlitin á okk-
ur snertust næstum. Nú var
París orðin fjarlægari en hún
átti að vera — var komin eitt-
hvert austur á hálendi Asíu.
Monika hafði gefið mér inn-
blástur, en hefði hún nokkurn-
tíma jafnazt víð þetta? Og
hafði hún kannski græn augu?
Eða rautt hár? Ég fann, að ég
var farinn að leggja armana um
Lukku og hreyfa varirnar eftir
kinninni á henni.
— Lukka!
— Nicholas! Elsku Nicholas!
Varirnar á mér fundu munn-
inn á henni. Hún lofaði þeim að
stanza þar andartak, en síðan
dró hún sig frá mér.
— Svona nú! Þetta er vígslu-
kossinn fyrir Minningarsjóð
Anny Rood, morðingja. Mjög
andlegur koss, því að við verð-
um að vera andleg, er það ekki?
Þannig vildi elsku Monika víst
líka vera núna? Jæja, Nicholas,
taktu þig nú til og kláraðu bréf
ið þitt.
Ég var enn með handlegginn
utan um hana. — Fjandinn
hirði þetta bréf, sagði ég.
í þessu bili stakk Gino höfð-
inu inn um dyrnar. Fljótur,
Nikki litli, hún Anny vill finna
þig. Fljótur nú. Það á að gefa
mikilvæga yfirlýsingu. Fljótur
nú!
Hann glotti glettnislega og dró
sig síðan í hlé, Lukka stökk sam
stundis upp af rúminu.
— Mikilvæg yfirlýsing! Hún
ætlar þó ekki að fara að játa!
Ég lá þarna kyrr á rúminu og
fannst Anny Rood-félagið ekkert
aðlaðandi lengur. Nú var allt
orðið raunverulegt aftur og óró-
vekjandi.
— Komdu, Nicholas! Lukka
var að toga í handlegginn á
mér. Fljótur nú! Ef við miss-
um af einhverju af þessari mik-
ilvægu tilkynningu, skal ég éeta
af mér löppina!
Við hlupum niður stigann.
Allt fólkið, að mömmu undan-
tekinni, var samansafnað í stóru
stofunni, sem var svo feneyja-
14
leg, að mér fannst maður þurfa
að vera að minnsta kosti Fen-
eyjarhertogi til þess að eiga
þar nokkurn aðgang. Ronnie sat
í hnipri í einhverskonar hásæti.
Pam svældi sígarettu og stikaði
fram og aftur með Tray. Gino
sat á legubekk, ásamt Hans
frænda.
Pam kom auga á okkur og
kom þjótandi til mín. — Nikki,
hverjum sjálfum skollanum hef-
ur hún nú tekið uppá?
í sama bili kom mamma svíf-
andi inn. Hún hafði- farið úr
glæsilegu sorgarfötunum sínum
og í þessar venjulegu síðbuxur
sínar og blússu, og var með helj
ármikla kokkahúfu , á höfði. í
hendinni bar hún kampavíns-
flösku. Hún rétti hana að Gino,
en smellti englakossi á skallann
á Hans frænda.
— Gino, elskan, vertu nú
vænn og opnaðu hana. Náðu í
glös og þessháttar.......Ég er
búin að búa til sósuna. Hún þol-
ir að bíða dálítið.
Gino opnaði flöskuna og hellti
kampavíninu í glösin, sem stóðu
á fallegum ítölskum skáp, sem
hún notaði fyrir skenkiborð.
Mamma horfði á hann með vel-
þóknun. Hún drakk aldrei ann-
að en kampavín. Ég held, að
það hafi verið einhverskonar
timburmenn frá söngleikaárun-
um, þegar kampavín var há-
mark óhófsins, eitthvað, sem
hellt var í skóinn hennar, að
því er hún vonaði.
Gino rétti henni fyrsta glas-
ið, en við hin bröltum, eins og
bezt gekk, eftir okkar glösum.
Þegar við vorum öll komin með
glas í hönd og fiðrildin í mag-
anum á mér voru tekin að ham-
ast, og reyna að brjótast út,
lyfti mamma glasinu sínu til
Ronnie með viðkvæmnisbrosi.
Ronnie minn, þú mátt ekki
halda að ég sé að ásaka þig
þegar ég segi, að við hefðum átt
að finna þetta upp fyrir mörg-
um vikum. En vitanlega var það
engum að kenna. Því að hvernig
hefði nokkurt okkar getað ver-
ið um annað að hugsa en vesl-
inginn hana Normu? En nú finn
ég, að við getum farið að hugsa
svolítið um sjálf okkur og það
með góðri samvizku.
Ronnie var álíka bjánalegur á
svipinn og við hin. Mamma setti
frá sér glasið sitt, og ljómandi
brosið, sem verið hafði á and-
litinu á henni, hvarf, en í stað-
inn skein út úr því d'ugnaður-
inn og framkvæmdasemin.
— Jæja, elskurnar mínar, nú
ætla-ég að skamma ykkur. Ekki
þig, vitanlega, Ronnie elskan.
heldur ykkur hin. Ég hef lengi
verið að hugsa um ykkur og það
er sannarlega skammarlegt,
hvernig þið hafið gleymt ■'sjálf-
um ykkur og látið reka á reið-
anum.
Pam tók andköf og leit á
mig, og ég tók líka andköf.
— Þú, sagði mamma og leit
fast á Pam, — þú varst hér áð-
ur fyrr ágætis hundatemjari, svo
að þar stóð þér enginn á sporði.
Hvað hefurðu verið að gera við
þennan hæfileika þinn allan
þennan eyðitíma? Ekkert! Alls
ekkert! Og Gino? Þegar mér
verður hugsað til þessara dásam
legu handahlaupa þinna í Man-
chester, hvað er orðið af þeim?
Þau grotna niður, já, bókstaf-
lega grotna niður, og þú ekki
nema þrjátíu og níu ára! Og
Hans frændi, blessaður Hans
frændi! Ég veit alveg, að 'það
er ekki þér að kenna. En ég
veit, að þú ert bezti jóðlari, sem
til er. Og hvað Nikka snertir ...
Nú kom að mer að verða fyr-
ir þessu blíðlega ásökunar-
augnatilliti. — Og þú, vesling-
urinn, að þjóta um þveran heim
inn og reýna að skrifa bók! Ja,
sei sei! Þú, sem ert faéddur dans
ari. Manstu, hv?að þú stóðst þi'g
vel í Dans- og skylmingaskól-
anum? Og svo lætureu þessa
hæfileika grotna niður! Og úr
því að við íórum að tala um
dans....
Nú kom að Lukku.
— Mér er sagt, að þú hafir
líka ætlað að leggja fyrir þig
danslistina. En hélztu því
kannski áfram? Hvað heldurðu,
að það hafi gagnað að setja
þessar gljáperlur á....já, það
getur nú verið sama. Jæja, ég
held ég hafi nú gert grein fyr-
ir skoðun minni og að það sé
tími til kominn að rífa sig upp
úr þessu dáðleysi. Og ég hef
séð fyrir þessu öllu ... öllu eins
og það leggur sig. Við byrjum
á morgun og þú, Gino, verður
fjóra daga í viku í leikfiminii
hjá K.F.U.M. í Santa Monica.
pg þið, Nikki og Lukka, farið
í námskeið hjá þessum ágaata
manni þarna í La Gienega. Og
þú, Hans frændi, þú jóðlar og
jóðlar, þangað til hálsinn á þér
er kominn í samt lag. Og þú,
Ptm ,skalt bretta upp ermarnar
og fara að æfa hann Tray. Það
er tilveg skömin að því, hvernig
sá hundur hefur verið vanrækt-
ur.
Ég efast um, að nokkurntíma
hafi komið meir á nokkrar fimm
manneskjur en okkur nú.
Loksins gat Pam stunið upp:
— Já, en ... Anny ... hvað .. .
til hvers?
— Viltu heyra ástæðuna. Vit-
anlega stafar þetta af þessu ei-
lífa mjálmi þínu um fjármálin
okkar, og það, að ég hugsi ekk-
ert um listræna velferð mína ...
Ef út í það er fftrið, er þetta
alltsaman þér að kenna, sem allt
af ert að heimta peninga.
Manstu ekki, hvprnig ég skamm
aði ykkur þarna forðum, þegar
hún Norma átti sem bágast? Vit
anlega hafðist ég þá ekkert að,
en þegar allt virtist komið í lag
hjá Normu, gat ég farið að
hugsa um ykkur. Veslings Pam,
hugsaði ég, það er skömm, að
hún skúli þurfa að hafa svona
miklar áhyggjur. Ég hafði nú
vonað að geta haft það dálítið
náðugt eftir áralangan þræfdóm.
En ég sá, að það gat ekki orðið.
Hún þagnaði og horfði á
mjúku hvítu hendurnar á sér,
rétt eins og fingurnir væru slitn
ir upp í kviku. En svo kom
brosið upp aftur.
— Þegar ég því var laus við
allar aðrar skuldbindingar, fór
ég að hefjast handa. Ef ég hætti
að vinna á annað borð, þá gseti
ég að minnsta kosti gert eitt-
hvað skemmtilegra en fara í
þennan kvikmyndaþrældóm ...
eitthvað, sem gæti látið ykkur
öll finna sjálf ykkur aftur. Ég
flaug því til Las Vegas <#: tal-
aði við þennan indæla Steve
Adriano, sem á blessaða litlu
ögnina, sem ég hélt undir skírn.
Pam gaf frá sér eitthvert hljóð
sem mátti heita ómennskt.
— Já, blessunin hann Steve!
sagði mamma. — Honum fannst
þessi hugmynd mín alveg frá-
bær ... alveg stórkostleg. „Anny
Rood og fjölskylda hennar“. Ég
ætla að syngja og dansa og gera
sitthvað fleira. Það er nú ekki
nema eðlilegt, að ég sé þarna
aðalnúmerið ,en þið fáið líka að
koma fram. Svona verður það.
Ofurlítið hopp og hí hjá bíl-
stjóranum ... eitthvað, sem ekki
er of erfitt, Gino minn, svolít-
ið hundanúmer hjá ritaranum,
svolítill mömmuleikur hjá syn-
inum og undirritaranum, og svo-
lítið jóðl í miðjunni hjá mér og
honum frænda. Steve segir, að
eins og fólk er gráðugt í upp-
lýsingar um einkalíf frægs fólks
þá muni þetta draga að sér á-
horfendur eins og sykurmoli
flugur. En vitanlega megum við
ekki flýta okkur ofmikið. Þetta
verður að vera sérlega vandað.
En við þurfum ekki að hafa á-
hyggjur af efni til að fara með.
Þennan dag, sem ég fór með
þessa blessaða munaðarleysingja
til San Diego með Billy Croft,
fékk ég Billy til að lofa okkur
að semja það fyrir okkur og
hann er hérumfoil búinn al því,
texta, söngva og allt. Það er
alveg dásamlegt. Sá drengur
hlýtur að vera hreinasti snill-
ingur. Hann bölvar sér uppá að
verða búinn með það á þriðju-
daginn, og svo getur hann meira
að segja sagt okkur til, fyrstu
tíu dagana, en þá verður hann
upptekinn á Broad-way, og ég
verð að taka við af honum.
Hún þagnaði og andvarpaði
ofurlítið. — Og svo er það vit-
anlega kjóllinn minn. Ég þarf
ekki nema einn, af því að Billy
vill hafa mig á sviðnu allan tím-
ann — bara einn kjól, sem líka
slær allt út. Ég býst við að ég
verði að fljúga til Parísar eftir
honum. Og það er leiðinlegt. En
,3almain mundi aldrei fyrirgefa
mér, ef ég léti nokkurn annan
sauma hann, og hann er svodd-
an engill, að hann hraðar hon-
um eftir föngum. Ég held, að
ef við vmnum eins og þrælar,
getum við verið tilbúin eftir sex
vikur.
Og svo sendi hún Pam þetta
dáleiðsiu-augnaráð. — Heldurðu
ekki að sex vikur verði nóg,
Pam mín? Ég vona það, því að
hann Steve bað mig, liggjandi
á hnjánum og koma fram í Tam
berlaine 15. júní. Það virðisi
vera góður mánuður í Vegas. Og
hann grátbað mig að hafa ráðn-
inguna til óákveðins tíma, en
vitanlega er ekki hægt að halda
mjög lengi út í Vegas . . í öllum
sandinum, sem þar er. Þess
vegna sagði ég honum, að ég
vildi ekki binda mig við meira
en þrjár vikur, til að byrja með.
En svo vitanlega, þegar Ronnie
sagði, að hann þyrfti að fá mig
í Ninon, varð ég að hringja til
Steve og segja honum, að við
yrðum að láta þetta biða þangað
til myndin væri búin. En svo
hringdi ég aftur í hann áðan,
úr eldhúsinu, og hann ætlaði al-
vi-e að sleppa sér af kæti. Svo
að þettá verður 15. júní.
Hún var enn að horfa á Pam,
með áhyggjusvip.
— Þrjár vikur! Og fjörutíu
og fimm þúsund á viku! Finnst
þér það nóg, elskan? Vitanlega
hefði ég átt að taka þig með.
Þú ert hvort sem er viðskipta-
fræðingurinn í fjölskyldunm, en
ég vildi bara ekki láta neinn
trufla okkur þá, vegna þess að
ég hélt, að við þyrftum á öilu
okkar að halda að hugsa um
hana Normu. Og svo er bað nú
alltaf leiðinlegt að vera að
þjarka um peninga!
Ég var smám saman að vakna
af þessum leiðsludraumi min-
um. Allt þetta kjaftæði um, að
ég þyrfti að koma heim til þess
að fylgja henni Normu til graf-
ar! Þarna kom rétta ástæðau til
þess að mamma þurfti að vera
að draga mig heim! Og þarna
var líka rétta ástæðan til þess,
að hún hafði verið að sækjast
svona mikið eftir henni Lukku.
Hana vantaði dansmey. Og svo
eina græneygða og rauðhærða til
að halda mér rólegum heima!
Sem snöggvast var ég mömmu
sárgramur fyrir það að sigra
alltaf í hverri keppni, og svo
kom sár kvíði fyrir því að þurfa
að fara að koma fram opinber-
lega, en brátt jafnaði ég mig af
þessu, því að ég hugsaði sem
svo:
Mamma hafði haft þetta í bí-
gerð vikum saman og löngu áð-
ur en Ndrma datt. Og ekki ein-
ungis hafði hún haft það i huga,
heldur hafði hún líka Steve
Adriano, sem átti Las Vegas og
Billy Croft, sem var kauphæsta
undrabarnið í öllum kvikmynda
iðnaðinum, örugglega á hend-
inni. Við Lukka höfðum því haft
á hörmulega röngu að standa.
JÁMES FISHER hrósar
Animals
-HINU HEIMSÞEKKTA TÍMARITIUM DÝRALÍF
Fuglafræðmgurinn James Fisher, sem er heimskunnur vísinda-
maður, og hefur starfað hér á landi, segir m. a. um ANIMALS:
„Sem ráðunaut.ur ANIMALS eru mér vei kunnugir erfiðleik-
arnir á útgáfu myndskreytts vikurits um dýralíf heimsins og
tryggja í senn, að þar sé rétt með farið, og að efnið sé smekk-
legt og fróðlegt. Ritstjórn og öðrum starfsmönnum hefur samt
tekist þetta Ég veit ekki hvernig, en allir, sem ég hef talað við,
ljúka upp einum munni um þetta — og ekki sízt um ágæti lit-
myndanna. sem hafa tekið öllu öðru fram, sem ég hef séð.
Prentun er líka til fyrirmyndar. En mest finnst mer þó til þess
koma hversu fjölþætt efni þessa eftirlætistímarits míns hefur
verið frá upphafi vega. Boðskapur ANIMALS um náttúruvernd
er mjög tímabær, og heimurinn hefur þess vegna þörf fyrir
að fleirk fólk lesi ANIMALS að staðaldri.
ANIMALS birtir vikulega greinar og myndir um margvíslegar
hliðar dýraJífs um allan heim, breytingar þeSs og þróun, marg-
breytileika þess og fegurð. í hvferju hefti eru 16 litmyndasíður,
og a. m. k. jafn margar svarthvítar.
ANIMALS er áreiðanlegt heimildarrit, bví að viðurkenndir
dýrafræðingar og náttúruunnendur um allan heim sjá því fyrir
efni.
Kaupið hefti af AllÍmalS strax í dag.
Fæst hjá bóksölum um land allt.
verð kr. 21,50