Morgunblaðið - 01.10.1965, Qupperneq 3
MORCU N BLADID
3
! Föstudagur 1. október 1965
I
i
MÁNUDAGINN 4. október
opnar BanrlarLska Upplýsinga-
þjónustan geimferðasýningu í
Eðlisfræðistofnun Háskólans.
Sýning þessi nær yfir flest
svið geimrannsókna Banda-
ríkjamanna og stendur yfir í
tólf daga. i sambandi við sýn-
inguna verða kvikmyndasýn-
ingar daglega í Háskólabíói
og jafnframt bókasýning í
Ameríska bókasafninu við
Hagatorg.
Blaðamönnum var í gær
boðið að fylgjast með undir-
ibúningi að geimferðasýningu
Syncom-deildin. XiX vinstri er sjónvarpsskermur, sem sýnir kvikmynd um Syncom.
:
Geimferðasýning í Eölis-
fræðistofnun Háskólans
Upplýsinga'þjónustunnar í Eðl
isfræðistofnun Háskólans,
Gerðu þeir Don R. Torrey,
forstöðumaður USIS og Reub-
en Monson, fulltrúi, grein
fyrir sýningunni.
Sýningin' verður opnuð fyr-
ir almenning kl. 19 n.k. mánu-
dagskvöld. Verður hún í fimm
deildum, þar sem sýnd verða
ýms atriði úr geimferðasögu
Bandardkjanna. í einni deild-
inni verður sýnt líkan af geim
farinu Gemini. Þá verður sýnt
líkan af sjónvarpshnettinum
Syncom, geimferðabúningur,
Ijósmyndir, sem teknar hafa
verið úti í geimnum og margt
fleira. f einni deildinni verða
sýndar kvikmyndir allan dag-
inn og verður skipt um mynd-
ir daglega.
í Háskólabíói verða daglega
sýndar kvikmyndir um geim-
rannsóknir Bandaríkjamanna
og ýms atriði í sambandi við
þær. Þá flytur dr. Þorsteinn
Sæmundsson erindi um geim-
rannsóknir og sýnir skugga-
myndir föstudaginn- 8. okt. í
Háskólaibíói.
Hér á eftir verða taldar
upp þær kvikmyndir, sem
sýndar verða í Háskóla’bíói.
Sýningarnar fara fram kl. 20,
nema annað sé tekið fram.
Mánudagur . okt.: Desti-
nation Man (ísl. tal. í litum),
The Four Days og Gemini IV
(enskt tal. 1 litum), Banda-
rískir geimfarar á íslandi
(ísl. lit.). Sýningartími 59
min.
Þriðjudagur 5.: The World
Beyond Zero, Path of Venus
og Project Apollo. (Allar á
ensku og 1 litum). Sýningart.
68 mín.
Miðvikudagur 6.: Albove
Earth and to the Moon (e.sv./
hv.), Clouds of Venus (Marin-
er II) (e. lit.), Lunar Bridge-
head (e. sv./hv.). Sýningart.
70 mín.
Fimmtudagur 7.: Saturn,
Project Telstar og Atoms for
Space (e. lit.). Sýningart. 60
mín.
Föstudagur 8.: Fyrirlestur
með skuggamyndum: „Geim-
ransóknir“ eftir dr. Þorstein
Sæmundsson.
Sunnudagur 10.: Destinati-
on Man (ísl. lit.), Friendship
7 (e. lit), Bandarískir geim-
farar heimsækja Island (ísl.
lit.). Sýningart. 89 mín.
Mánudagur 11.: Survey of
Astronautios (ísl. lit.), Profile
of Gordon Cooper (e. sv./hv.)
X-15 (e. lit.). Sýningart. 78
min.
Þriðjudagur 12.: Lunar
Bridgehead (e. sv./hv.),
Above Earth and to the Moon
(e. sv./hv.), Project Telstar
(e. lit.) og Ranger VII (e.
sv./hv.). Sýningart. 68 mín.
Miðvikudagur 13.: Banda-
rískir geimfarar heimsækja
Island (ísl. lit.), Four Days
of Gemini IV (e. lit.), Desti-
nation Man (ísl. lit.). Sýning-
art. 59 mín.
Fimmtudagur 14.: Survey
of Astronautics (ísl. lit), The
World Beyond Zero (e. lit.) og
Þessi geimferðabúningur ‘
verður til sýnis á geim-
ferðasýningunni.
Project Apollo (e. lit.). Sýn-
ingart. 63 mín.
Föstudagur 15.: Saturn (e.
lit.), Clouds of Venus (e. lit.),
Path of Venus (e, lit.) og
Bandarískir geimfarar heim-
sækja ísland (ísl. lit.). Sýn-
ingart. 70 min.
Þess má einnig geta að sér-
stök sýning verður fyrir skóla
föstudaginn 7. október frá kl.
14-16.
Sýning Upplýsingaþjónust-
unnar í Eðlisfræðistofnun Há-
skólans verður opin frá 4. okt.
til 15. okt. daglega kl. 14-22,
nema laugardaga frá 14-19.
Þess má að lokum geta, að
ef sérstaklega er um beðið,
verður sýningin opnuð að
morgni fyrir skóla.
Svavar Hansson málar skllti, sem á að standa utan við
húsið. Skiltið er í laginu eins og eldflaug og á því stend-
nr „Út í geiminn“, en það nafn hefur sýningin hlotið.
Síldin skánar aftur
skipin verið að vinna talsvert 1
geer og mörg kastað en nokkuð
illa gengið að nó síldinni, sem
SAMKVÆMT skýrslu Lands-
sambands íslenzkra útvegismanna
í gær vax góð veiði i fyrradag
og tM M. T í gærmorgun 90 míl-
ur undan landi í Norðfjarðar-
dýpi og 60 mílur í Reýðaifjarða-
dýpi.
Samtals fengu þá 71 skip
73.690 miál og tunnur. í fréttum
frá Dalatanga í gærkvöldi höfðu
var stygg. í gær hötflðu 30 skip
tilkynnt afla, alls 36.700 tunnur
og mál. Veiðisvæðið færðist i
gær aðeins suður á bóginn og
sildin sem veiddist var heldur
betri til söltunar en í fyrradag.
Inflúenza
Akranesi, 30. sept.
INFLÚENZA er að ganga' hér
í bænum.
Línubátarnir öfluðu í gær frá
4,5 — 5 tonn á bát. Aflahæstur
var Reynir með 5 tonn. Landlega
er hjá bátunum hér í dag. Gufu-
rok er úti á miðum af suðaustri.
— Oddur.
STAKSIEINAR
Einar að hætta?
Svo virðist sem Einar Olgeirs
son, hinn gamii og tilfinninga-
heiti boðberi kommúnismans á
íslandi, muni láta af for-
mennsku Sósíalistaflokksins. og
ef til vill einnig þingmennsku *
innan næstu tveggja ára. A.m.k.
benda fregnir nr herbúðum
kommúnista eindregið tU þess,
og eru menn ýmist þeirrar skoð
unar, að Einar hyggist hætta af
eigin hvötum, eða áhrifamikil
öfl innan flokksins ætli að boia
honum í burtu. Átökin í Sósíal-
istaflokknum siðustu ár hafa
auðvitað valdið formanni hans
margvíslegu hugarangri. Hanu
hefur ekki verið þar sá valda-
maður, sem margur hefur ætl-
að. í Reykjavíkurdeild kommún
ista hafa Brynjólfur Bjamasou,
Jón Rafnsson og gömul klika
harðsnúinna kommúnista f
kringum þá, verið honum yfir-
sterkari. en Einar hefur reynt
að halda flokknum saman meS
því að styðja á víxl hinar ýmsu
klikur flokksins. En einmitt fyir'
ir þann leik hefur hann hlotiS
ámæli margra áhrifamikilla
manna kommúnistaflokksins.
Það er því ekki óeðlilegt aS
ætla, að senn muni ljúka stjóm
málaferli Einars Olgeirssonar,
sem leiðtoga kommúnista hér á
landi. Þá ris sú spurning hver
verða muni eftirmaður hans.
Hvað verður
um Lúðvík?
Lúðvík Jósepsson er nú vara-
formaður Sósíalistaflokksins, og
er því í sterkri aðstöðn til þess
að gera tilkail til formennsku
í flokknum. Lúðvik hefur jafn-
an verið mjög volgur í stuðn-
ingi við hina svoköiluðu Al-
þýðuhandalagsmenn í þessari
fylkingu, og hvorugur aðili tel-
ur sig geta treyst Lúðvík. Orsök
in fyrir þessari hálfvelgju Lúð-
viks Jósepssonar er auðvitað sú^-
að hann hefur augastað á for-
mennsku í Sósíalistaflokknum,
og hefur ekki viljað sleppa
þeirri aðstöðu, sem hann hefur
haft til þess að komast í hana.
Hitt er ljóst, að Lúðvík hefur
mjög takmarkaðan stuðning
kommúnista hér í Reykjavík, og
jafnvel þótt hann næði kjöri,
sem formaður Sósíalistaflokks-
ins á flokksþingi, mundi hann
vera valdalítill sem slíkur, þar
sem Sósíalistafélag Reykjavík-
ur er langsterkasti aðilinn í
Sósíalistaflokknum og getur sett
flokknum stólinn fyrir dyrnar.
Þar ræður Brynjólfur enn ríkj-
um, og mundi vafalaust gera
Lúðvík lifið leitt ef til kæmi.
Krónprínsirm
Þá er einnig á það að líta,
að Einar Olgeirsson hefur fyrir
löngu útnefnt sinn krónprins í
kommúnistaflokknum, og sá er
Magnús Kjartansson, ritstjórl
Þjóðviljans. Er ekki ólíklegt að
ætla, að Einar hyggist arfleiða
Magnús að þingsæti sínu i
Reykjavík og formennsku f
flokknum. Verði Magnús Kjart-
ansson arftaki Einars í Sósíal-
istaflokknum má búast við,
að deilurnar við Alþýðubanda-
lagsmenn harðni enn ef kosn-
ingabandalag þetta verður þá
ekki klofnað, en hitt «r
meiri spurning, hvernig hlnar
ýmsu klíkur mundu bregðast^
við formennsku Lúðviks Jóseps-
sonar. En ljóst er af öllu, að
þegar er hafin harátta fyrir því
að ryðja Einari Olgeirssyni nr
formannsstóli með góðu eðá
illu á næsta flokksþingi
kommúnistaflokksins. sem vænt-
anlega verður næsta haust,
og fylgismenn Lúðvíks Jósepst-
sonar og Magnúsar Kjartansson
ar munu vafalaust vinna að því
af vaxandi krafti ,að tryggja sínt-
um manni formannstítii.