Morgunblaðið - 01.10.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 01.10.1965, Síða 16
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. október 1965 16 jMwgjustlrlafrffr (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: ' ^stjórar: Ritstjórnaríulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstrseti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. BOKAUTGAFA J^ú er vertíð bókaútgefenda í landinu að hefjast. Sá slæmi siður hefur komizt á, að mikill meirihluti þeirra bóka, sem út eru gefnar hér á landi, koma á markaðinn síðustu mánuði ársins, ætláð- ar fyrst og fremst til jólasölu. Þetta er heldur hvimleiður siður, sem mun byggjast á því, að sala í íslenzkum bók- um er tiltölulega lítil á öðrum árstímum. Bókagerð hér á landi hefur tekið miklum framförum á síðustu árum, sérstaklega þó prentun bóka. Prenttækni hefur fleygt mjög fram og prentsmiðjur hafa kom- komið sér upp fullkomnum prentvélum, svo að prentun bókanna getur fullkomlega staðizt samanburð við erlend- ar bækur, ef vel er til hennar vandað. Á hinn bóginn hafa framfarir í bókbandi ekki orðið jafn miklar, og eru margar bækur gefnar út í allt of dýru bandi, sem að skað- lausu mættu koma út í mun ódýrari útgáfum en nú er. Bókbandsstofur virðast ekki hafa tæki til þess að binda bækur í ódýrasta band, en í bókaverzlunum eru til sölu er lendar bækur, sem eru mjög ódýrar, m.a. vegna þess, að bandið á þeim er einfalt. Æskilegt er, að breyting verði á þessu, svo að bókaútgefend- ur geti gefið bækur sínar út í mismunandi dýrum eða ódýr- um útgáfum, eftir því, sem hæfir efni bókanna. Talið er, að upplög bóka hafi farið minnkandi á undan förnum árum, og yfirleitt er það svo, að tiltölulega fáar bækur ná umtalsverðri sölu á hverju ári. Fróðlegt væri að vita, hve mikill eintakafjöldi á ári hverju selzt ekki og hafn ar í geymslum bókaútgefenda án þess að koma þaðan aftur, nema ef til vill á bókamark- aði mörgum árum seinna. Hér er vafalaust um að ræða meira magn en menn almennt renna grun í. Ástæða er einnig til að benda á, að margar bækur, sem vekja mikla eftirtekt er- lendis og seljast þar í stórum upplögum, eru mjög lengi á leiðinni til íslands, ef þær eru þá á annað borð gefnar út. Oft líða tvö til þrjú ár, þar til metsölubækur af erlendum markaði koma út í íslenzkri þýðingu ,og skal ósagt látið hver ástæðan fyrir því er. Annað hvort eru bókaútgef- endur rólegir í tíðinni eða fylgjast lítið með því, sem gerist á erlendum vettvangi í þessum efnum. En erfitt er raunar að skilja hvers vegna bækur, sem seljast erlendis í risastórum upplögum, geta ekki selzt hér á landi líka. Það er þannig ýmislegt ábóta vant í íslenzkri bókaútgáfu, þótt margt hafi verið þar vel gert á undanförnum árum, og væri æskilegt, að bókaútgef- endur og þeir sem vinna að bókagerð, legðu sig fram um að bæta úr þeim göllum sem enn eru hér á. HITAVEITAN TTvert sem litið er í Reykja- víkurborg má sjá miklar framkvæmdir við gatnagerð, hitaveitu, ýmiskonar bygging arframkvæmdir o. m. fl. Borg in hefur að verulegu leyti breytt um svip á stuttum tíma, ný hverfi hafa risið upp með ótrúlegum hraða, al- menningsgarðar og gras- blettir eru víða um borgina og eru nú betur hirtir en áð- ur. Reykjavík er alltaf að verða fallegri borg með hverju árinu sem líður. Ein þeirra miklu fram- kvæmda, sem nú standa( yfir og hafa staðið á þessu kjör- tímabili í Reykjavík, er lagn- ing hitaveitu í öll hús borg- arinnar. Því verki hefur mið- að vel áfram, og hitaveitu- áætlunin staðizt nokkurn veg inn, en gert er ráð fyrir, að verkefnum samkvæmt henni ljúki um mitt næsta ár. Með hitaveitunni sparast mikil út- gjöld vegna upphitunar hí- býla, og verða menn áreið- anlega varir við það, þegar hitaveitan er leidd í hús þeirra, að hitunarkostnaður stórlækkar. Um þessar mundir er ver- ið að tengja, eða búið að tengja húsin í Heimunum og Vogunum, í Langholtshverfi, og við Hálogaland, Múla- hverfi og Leitunum, við hita- veitukerfið. Ennfremur hverf ið milli Skipholts og Lauga- vegar frá Lækjarhvammi vestur að Rauðarárstíg. Er verið að vinna að tengingu húsa á þessum svæðum um þessar mundir. Eftir er að leggja hitaveitu í austurhluta Smáíbúðahverfisins og er ver ið að bjóða þá framkvæmd út nú. Nyrzti hluti Smáíbúða- hverfisins hefur þegar fengið hitaveitu og byrjað er á fram kvæmdum í miðhluta þess. Þess mun því skammt að bíða, að Reykvíkingar búi ai- mennt við hitaveitu. Með „Mér verða mjög sjaldan á mislök44 — sagði bankaræninginn, sem stal, er svarar 170 millj. króna, svo hvarf hann úr fangelsinu HANN YAR einn af nafntog- uðustu föngum, sem hafðir hafa verið í gæzlu í Miami, — ekki aðeins vegna þess, að hann stal á sínum tíma 4 millj. dala (um 170.000.000 ísl. kr.) úr banka í Montreal í Kanada, heldur einnig vegna handtök- unnar, sem var söguieg. í fjögur ár hafði George Lemay komizt hjá handtöku, eða þar til, að kanadiska lög- reglan lét sjónvarpa af hon- um mynd um gervihnöttinn „Early Bird“ í maí sl. Hafnar verkamaður í Fort Lauder- dale, Florida, sá myndina á sjónvarpsskermi sínum, og þóttist þar kenna René Ray, hraustlegan, frönskumælandi mann um fertugt, sem barst mjög á um þessar mundir. René Roy átti 46 feta langa skútu, en greiddi gjarnan skuldir sínar með 100 dala seðlum, en vöndul af þeim bar hann jafnan á sér. Hafnar- verkamaðurinn hafði á réttu að standa. René var George. Er lögregl an flutti hann til fangahúss- ins, var Lemay jafn rólegur og æðrulaus og jafnan. „Ég náðist ekki, fyrr en beitt var gervihnetti gegn mér“, sagði hann. Meðan unnið var að því að fá hann sendan úr landi, gift- ist hann Lise Lemieux, 28 ára gamalli vinkonu sinni, og kom þannig í veg fyrir, að hún gæti borið vitni gegn sér. (Eiginkona má ekki bera vitni gegn manni sínum). Lise hafði komið nokkuð við sögu bankaránsins, því að 1962 var hún dæmd til fangelsisvistar, þar eð hún hafði um skeið með höndum nokkurn hluta ránsfengsins. Fyrri kona Lemay hvarf með dularfull- um hætti fyrir 14 árum. Ráðamenn fangelsins höfðu reynt að koma í veg fyrir gift inguna, en Lemay hafði ráð undir hverju rifi, og fékk at- höfnina framkvæmda í skyndi í fangelsinu. Það duldist eng- um, að fanginn, sem nú var í höndum lögreglunnar, var sér stæður maður. Var hann annars í höndum lögreglunnar? „Hann er ekki í klefa sín- um“, tilkynnti einn lögreglu- mannanná í síðustu viku. „Það hangir kaðall frá glugga á sjöundu hæð. Við erum nær alveg vissir um, að hann hefur fiúið“. Það reyndist rétt. Rafmagns vír hékk út um gluggann. — Sjónarvottar að flóttanum lýstu honum þannig, að Lemay hefði fikrað sig niður vírinn, stokkið inn í hvítan bíl, sem beið á götuhorninu, og ekði burt í skyndi með þremur öðrum mönnum. Lise hvarf einnig. Lemmy Rannsókn leiddi í Ijós, að Lemay hafði yfirgefið klefa sinn á fyrstu hæð, þar sem vírnum hafði verið komið fyrir. Um síðustu helgi, voru þær sakir bornar á einn fangelsis- várðanna, og annan vörð lag- anna, að þeir hefðu aðstoðað Lemay við giftinguna og flótt ann. Hefði bankaræninginn heitið þeim 35.000 dölum — sem honum reyndar láðist að greiða í flýtinum. Leit hófst að nýju að Lemay og eiginkonunni. Tvær flug- freyjur þóttust hafa séð hann í flugvél á leið til Nassau, en Glugginn á 7. hæð það reyndist rangt, eins og all ar aðrar upplýsingar, sem lög reglan hafði fengið. Lögreglu- yfirvöldin minnast þó vafa- laust orða Lemay, er hann var handtekinn. Þá sagði hann: „Mér verða mjög sjaid- an á mistök“. Dessari f ramkvæmd hef ur mikið afrek verið unnið og borgaryfirvöld hafa lagt fram drjúgan skerf til þess að draga úr hitunarkostnaði heimila, sem var töluvert mik ill þegar notast var við olíu- kyndingu. í þessum efnum, sem öðrum hjá Reykjavíkur- borg, hefur verið unnið að málum af dugnaði og bjart- sýni, og mega borgarbúar vera stoltir af uppgangi og vexti Reykjavíkur, BRJÁLSEMI TTtanríkisráðherra kínversku kommúnistastjórnarinn- hefur nú lýst yfir því, að Rauða Kína vonist til þess, að Bandaríkin geri árás á landið. Ekkert bendir til þess að Bandaríkjamenn hyggist ráð- ast á kommúnista Kína, en yfirlýsingar á borð við þær, sem utanríkisráðherra kín- verskra kommúnista gaf um þetta mál, minna óneitanlega á hrokafulla framkomu evr- ópskra einræðisherra fyrir nokkrum áratugum. Svo virð- ist, sem kommúnistar í Kína geri sér ekki enn grein fyrir því, hvað kjarnorkustyrjöld mun hafa í för með sér. Þeir eru haldnir þeirri trú, að vegna fjölmennis kínversku þjóðarinnar hafi kjarnorku- styrjöld ekki svo alvarlegar afleiðingar í för með sér fyr- ir þá, eins og aðrar þjóðir. Hugsunarháttur Kínverja í þessum efnum stappar nærri brjálsemi, og undirstrikar þá hættu, sem er samfara því að kínverskir kommúnistar fái í hendur kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Kínverjar færa sig sífellt meira upp á skaftið og eru síðustu ögranir þeirra gagnvart Bandaríkjamönnum glöggt dæmi um það. Þeir virðast beinlínis vera að egna Bandaríkin til árása. Það er því ekki ofmælt, að stríðs- hættan í dag stafi fyrst og fremst frá Peking. Það eru undarlegir menn hér á landi og annars staðar, sem mæla valdhöfunum þar bót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.