Morgunblaðið - 01.10.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 01.10.1965, Síða 19
/ Föstucfagtir 1. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 UM þessar mundir standa yfir mestu heyflutningar, sem um getur í sögu þjóð- arinnar. Rúmlega 30 þús- und hestburðir, eða rúm 3 þúsund tonn af heyi, verða flutt frá Suðurlandi og Vesturlandi til Austfjarða. Heyflutningar í svo stórum stíl hafa aldrei fyrr tíðk- azt hér á landi. Það hefir heldur aldrei fyrr átt sér stað, að hey hafi verið flutt svo skiptir hundruðum tonna í senn í skipum hér við land. Fréttamaður blaðsins brá sér í heimsókn að forsetabúinu á Bessa- stöðum og fylgdist þar með Verið er að skipa heyinu um borð í Mælifell í Þorlákshöfu. Mestu heyflutningar, sem um getur hér á landi Gjafahey mest frá þeim, sem heyið selja bindingi heys til þessara flgtninga, svo og til Þor- lákshafnar, þar sem verið var að flytja hey í skip til flutnings austur. Það er síðari,hluta dags að við bregðum okkur suður að Bessastö'ðum. Þar er niú hægt að fá allmikið heymagn. til kaups þar sem kúabúið er niður lagt en við tekur hæsnarækt og holdanauta- rækt, þótt ekki séu holda- nautin enn komin þangáð á staðinn. Gert er þó ráð fyrir að þanigað verði fluttar 40 kefldar kýr af Galloway- blendingi frá Gunnarsholti. Við ræðum nokkra stund vi’ð Inga Antonsson bústjóra og segir hann ökkur m a. að í sumar hafi heyskapur á Bessastaðaibúinu verið um 200 tonn alls og þaðan muni nú verða seld til kalsvæð- anna á Austurlandi um 100 tonn. Af því eru niú þegar farin um 60 tonn, en þar fyrir utan voru farin af Álftanesi áður alls 65 tonn frá ýmsum bæj um. Heybindingsvél sú, er áð störfum var á Bessastöðum, afkastaði um 20 tonnum yfir daginn, þegar bundið var úr uppsettu heyi. Vél þessi er þó gerð fyrir að taka laust hey beint af töðuvelli og verður því, þegar sigið hey er tekið til bindingis, að hrista það sundur, ef það á að fara vel í baggana. Baggarnir reyn ast 30—40 kg. að þyngd. Við mælingu á böggunum kom í ljós að 12 baggar taka sem svarar 2,8 rúmmetrum. Gert var ráð fyrir að bind- ingi heysins á Bessastöðum, því er tekið yrði utanhúss, lyki daginn, sem vi'ð heim- sóttum staðinn. Eftir er þá að taka það, sem tekið verður úr hlöðum, en það er láti'ð bíða, ef veður skyldi spillast, en þá er hægt að koma við Þorlákshöfn áður en þáð fór að taka heyið, en þó var tals vert af fóðurbæti undir í skipinu, sem á að fara til Austurlands. Sem dæmi um hve rúmfrekt heyið er í flutningum má geta þess, að fullestáð tekur Mælifellið um 2600 lestir af stykkjavöru í lestir, en væri hey sett í lest- irnar kæmust aðeins um 500 tonn. Heyið, sem flutt hafði ver- ið til Þorlákshafnar fyrir nokkru, var þar í bröggum. Þar hittum við að máli Her- útskipunar í Þorlákshöfn. Auk þess hafa um 30 tonn verfð flutt til Reykjavíkur að austan til þess að fara þar í skip. — Heykaupin hafa gengið vel. Það stendur ekkert á að fá heyið. Hitt er erfiðara að nú eru svo miklar annir um allt Súðurland að vandræði er að fá fólk til að starfa við binding og flutnimg. Bílaskort ur er mikill, þar sem nú standa yfir fjárflutningar til slátrunar og mannafli er bund inn við göngur, réttir og í siáturhúsum. Bændur eiga því einkar erfitt um vik að afhenda heyið og hjálpa til áð koma því frá sér, sagði Hermann Guðmundsson- Og hann bætti við. — Allt hey, sem tekið hefir verið til þessa, hefir verið tekið úti, en ekkert faríð að binda úr hlöð um enn. Það er látið bíða þess tíma ef tíð færi að spiliast. Hér austan Fjalls eru tvær heybindingsvélar í gangi og afkastar hvor þeirra um 20 tonnum á dag, en ef víða er bundfð fer að sjálfsögðu tals- veður tími í flutninga milli staða. Auk þess þarf tíðin að vera góð, en nokkur mis- brestur hefir verið á því, þó ekki alvarlegur, enn sem kom ið er. — Nokkúð hefir borizt af gjafaheyi og peningum til heykaupa. Um gjaifaheyið er þó talsvert óvíst enn, því mest af því mun koma frá þeim bændum, sem selja hey til flutninga austur. Mun gjafa hey því fyrst og fremst koma fram við uppgjör við kaup- endur- Bóndi sem selur t.d. 15 tonn af heyi gefur kannske 1—2 að auki. Það kemur því ekki í ljós fyrr en heykaup- bindingi innan húss- Aústur í Þorlákshöfn var verið a'ð lesta Mælifellið með um 250 tonnum af heyi og er pað allt tekið af Suður- landsundirlendi. Við göngum fram á bryggju í góða veðr- inu, en svo vel vill til áð bæði er kyrrt og engin hreyfing við Þorlékshafnarbryiggju, en þar getur sem kunnugt er orðið óvært á stundum. Hey- lengjurnar sveiflast af bálun- um um borð og þar er bögg- unum hrúgað niður í lest. Ekki tími né mannafli til að ra'ða þeim, svo búast má við að eitthvað fari úr böndunum. Sigurður Guðbjartsson 1. stýrimaður á Mælifellinu er sá fyrsti, sem við tökum tali. Hann kvað áætláð að taka um borð í skipið um 250 tonn af heyi að þessu sinni. Skip- ið var fulllestað með fóður- bæti frá Ameríku, en hafði losað bæði í Reykjavík og Baggarnir koma úr heybindingsvélinni. Heyið bundið og setl í staaður þar sem það bíður flutn'/rgs. — Ljósm. Sveinn Þorm. mann Guðmundsson bónda, Blesastöóum á Skeiðum, en hann annast heykaup og stjórnar framkvæmdum á flutningum á þvá skipi fyrir kalnefndina. Hermann sagði heykaup- in og heyflutiiingana ganga í heild sinni vel, þó var mann ekla og skortur á bílum til flutninga erfiðast Viðureign- ar. Þetta er annar heyfarm- urinn, sem tekinn er í Þor- lákshöfn. Selá tólc þar, hinn 11. sept, 142 tonn. Með þessurn farmi, sem fór í Mælifell í fyrrakvöld og Dísarfell sama dag í Reykja- vík og Borgarnasi, eru nú alls komin um 660 tonn í skip af fyrrgreindum 3 þúsund tonnum, sem flytja á til Aust fjarða- Auk þess, sem tekið var úr bröggum í Þorláks- hiöfn voru heyflutningabílar á leið þangað með heyfarm ofan úr sveitum Árness- og Rangárvallasýslu. Hermann tjáði okkur, að talsvert væri til bundið atf heyi víðsvegar um Árnes- sýtslu, fyrir utan það sem þegar hefir verið flu'tt til unum er lokið hve gjafa- heyið ver'ður mikið. Að síðustu sagði Hermann á Blesastöðum: — Þetta er anzi þungt í vöfum hjá okkur. Sérstaklega hamla annirnar. En þetta hefst, og því fyrr sem tíð verður hagstæðari. Heyið er allstaðar gott. Það er eins og gengur tugga og tugga slæm, eins skemmast nokkrir bagg- ar ef heyið þarf að bíða, en það er nokkúð sem aldrei verður komizt hjá. Við von- um að allt fari vel að lok- um. — vig-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.