Morgunblaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 25
Föstudagur 1. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 SARPIDONS SAGA STERKA X- —X~ Teiknari; ARTHXJR ÖLAFSSON — Haldið þér að þér vilduð vek ja mik kl. 8 í fyrramálið. Ég sef á bekknum hérna á móti. Eitt sinn hérna áður fyrr, réði kaupmaður einn danskan mann í þjónustu sína til þess að inn- heimta reikninga. Fyrsta daginn •hafði hann eftirfarandi að segja húsbónda sínum: — Ég fara fyrst til Jóns og hann segjast borga þegar vertíð- in væri búin. Næst ég fara til Sig urðar og hann segjast borga í næsta mánuði og síðast ég fara til Halldórs og hann segjast borga á gamlárskvöld. — Jæja, ekki svo slæmt, sagði kaupmaðurinn. — Þetta er þó í fyrsta skipti sem Halldór lofar að borga. Ertu annars viss um að hann hafi sagt gamlárskvöld? — Ja, ég halda það. Hann segja að mikið þurfa að ganga á áður en hann borgaði þér og mig halda það vera gamlárskvöld. Halli húsasmiður fór á kendirí og vaknaði mjúkur morguninn eftir. Árangurinn varð sá, að hann fór í samfestinginn öfugan og datt svo til viðbótar niður af þakinu á húsi því sem hann vann við. Félagar hans hlupu til hans og epurðu hvort hann væri dauður. Kalli laut höfði og rak augun í bakhlutann á samfestingnum. —• Nei, ég lifi ennþá, sagði hann titrandi röddu, en ég er illa snú- inn. — Ég veit að ég er gamall en ég er vitlaus í þér, sagði milljóna mæringurinn við kvikmyndadís- ina. — Villtu giftast mér. — Hefurðu nokkra slæma ávana? spurði kvikmyndadísin. — Já, ég geng í svefni, ef þú kallar það þá slæman ávana. — Elskan mín bezta, auðvitað vil ég giftast þér. Og svo eyðum við hveitibrauðsdögunum á efstu hæð á einhverju háu og góðu hóteli. Eftir langa umhugsun gaf barnaskóladrengurinn eftirfar- andi skýringu á orðinu mæna: — Mænan er langt sveigjan- legt bein. Höfuðið situr á öðrum endanum en eigandinn á hinum. ■— Forstjórinn sæmdi mig þessari klukku í dag í tilefni jress, að það var í tvöhundraðasta skipti sem ég kom of seint á skrif- stofuna Ná ér «ð segja frá Serapus, að þá hann varð var við, að lið- ið dreif á land, mælti hann til manna sinna: „Gjörum eigi vart við oss, fyrr en þeir eru allir í land komnir. Hlaupum þá á milli þeirra og sjávarins, svo enginn þeirra geti snúið aftur til skipanna“. Þeir gjöra nú svo. En sem vík ingar sáu þá aftur koma í fjör- una, runnu þeir að þeim og gjörðu þeim harða hríð. Þeir Serapus tóku hraustlega á móti. En af því fjölmenni var að komið, lá við sjálft, að þeir yrðu bornir ofurliði. Serapus biés þá í lúður sinn. Kom þá jarlsson með menn sína að ofan- verðu. Urðu víkingar þá í kví- um og voru nú höggnir niður sem búfé, því flótta varð ekki við komið. Komst því enginn þeirra með fjöri undan. Var þá farið að lýsa degi. Ganga hinir heim til herbúða með sigri. Þá sagði jarlsson: „Nú mun- um við mega eta og drekka og hvílast í náðum ,því mig vænt- ir, að Hjörviður muni ekki mik- inn starfa drýgja daglangt". Og nú settust menn við drykkju og voru glaðir og kátir. Leið svo dagur að kveldi. KVIKSJÁ Fróðleiksmolar til gagns og gamans FLUTNINGTJR KAFFIJURTARINNAR Skömmu fyrir andlát sitt fékk Lúðvík 14. græðling af kaffijurt gefins frá borgarstjór- anum í Amsterdam, sem hafði fengið hann frá einni af ný- lendum Hollendinga. Græðling- nrinn óx í mörg ár í stórum grasgarði í París og 1720 skip- aði hinn ungi konungur Lúðvík 15. að tekinn yrði græðlingur af trénu og hann fluttur til karabísku eyjarinnar Martini- que, þar sem hann var gróður- settur. Framkvæmdastjóri gras- garðsins, hinn frægi vísindamað ur Antoine de Jussieux fékk ungan vin sinn, Declieux liðs- foringja í sjóhernum, sem sam- kvæmt fyrirmælum sigldi til Karabiskahafsins. En á leiðinni tafðist skipið mjög vegna mik- illa storma og brátt tóku vatns- birgðir að þrjóta. Var þá tektð til þess ráðs að skammta vatn til skipverjanna og auðvitað var þá ekki verið að hugsa um kaffigræðlinginn, sem að öllum iíkindum hefði dáið úr þorsta, ef Declieux liðsforingi hefðl ekki ávallt skipt vatnsskammti sínum milli sin og plöntunnac. J'ÖMBÖ Teiknari: J. M O R A Enginn aftraði þeim leiðar að svefn- salnum, en það var alls staðar ljós. Ef dyr hefðu verið opnaðar, hefði strax komizt upp um þá. — Hvar er þá þessi sími? hvíslaðí Júmbó. — Fyrir ofan stigann til vinstri, svaraði læknirinn. Júmbó gekk á undan, eins hijóðlega og honum var unnt — á svipnum mátti ráða, að hann hefði skyndilega fengið góða hug- mynd. — Á ég ekki heldur að vísa ykkur vegar? sagði læknirinn í hálfum hljóðum. — Jú, það er ágætt, svaraði Júmbó, —> en við verðum bara að tryggja för okkax til baka fyrst.. . . .. við verðum að minnsta kosti að geta stungið þá af sem elta okkur. SANNAR FRASAGNIR Til þess að geimfararnir venjist geimfarinu þjálfa tæknifræðing arnir þá. Þar eð breytingarnar eru geysilegar er ekki unnt fyr- ir sérhvern mann að sækja all- ar tækniþjálfunartíma. Þess vegna er sérhæfingin með geim- förunum töluverð, en allir fá þeir tilsögn í þeim nýjungum, er fram koma. Geimferðaþjálfuninni er stjórnað af miklum fjölda véla, sem mynda eins konar geim- ástand, svo að geimferðin líti sem eðlilegast út frá hendi geimfaranna. Geimfarinn getur jafnvel séð tunglið og stjörnur út um glugga geimfarsins, svo og jarðbunguna, svo nákvæmt gerða að þeir hafa getað gert allar nauðsynlegar athuganir á tungli og stjörnum. Þjálfunin hefur beinzt að þvi að gera geimfarana hæfa tii þess að gera allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir, komi eitt- hvað óvænt fyrir. Eins og í fyrri tilraunum munu öll Gem- ini-geimförin lenda á sjónum. Æfingar í lendingum eru fram- kvæmdar í Mexíkóflóa og starfa þá með geimförunum hóp ar manna, sem eru sérhæfðir i því að ná geimförunum úr sjón- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.