Morgunblaðið - 01.10.1965, Page 30

Morgunblaðið - 01.10.1965, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. október 1963 Félagsdámur: Verkfallið í Árbæj- arhverfi I GÆR var kveðinn upp í Fé- lagsdómi, dómur í máli því er Vinnuveitendasamband íslands höfðaði sin vegna og vegna Meist arafélags húsasmiða í Beykjavik gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Trésmiðafélags Reykjavíkur. Var málið höfðað vegna verk- falls Trésmiðafélags Reykjavík- ur við fiestar götur í Árbæjar- hverfi, sem hófst þ. 20. sept. s.l. Var Alþýðusambamd íslands fJi. Trésmiðafélags Reykjavíku rsýkn að af kröfum stefnanda í fálinu. í forsendum dómsins segir svo: „Telja verður, að framangreind vinnustöðvun Trésmiðafélags Reykjavíkur 1 Árbæjarhverfi, Km ágreiningslaust er, að sam- þykkt hafi verið og tilkynnt með lögmætum hætti, brjóti hvorki í bág við ákvæði II. kafla lága nr. 80/193ÍI né þau megin sjónar mið, sem hafa ber í huga, þegar nefnd ákvæði eru skýrð. Eigi lögmætt verður heidur talið, að hún sé andstæð öðrum þeim réttarregl- um, sem til álita koma í þessu sambandi. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að sýkna stefnda af dómkröfum steínanda. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostn aður fal'li niður“. Verkfall það, sem mál þetta spratt út af hófst sem fyrr segir hinn 20. sept. s.l. og nær til til- tekinna gatna í Árbæjarhverfi. Töldu vinnuveitendur verkfall þetta ekki lögmætt, þar sem það beindist aðeins gegn fáeinum fé- lagsmönnum Meistarafélags húsa smiða og engar sérkröfur á hend ur þeim. sem fyrir því urðu. Trésmiðir töldu hins vegar, að í lögum væru engin ákvæði er mæltu fyrir um ákveðna fram- kvæmd vinnustöðvunar, og væri verkalýðsfélögum því frjálst að haga henni á þann hátt, sem þau teldu sér hagkvæmast. „Opið hús“ — ffyrir unga fdlkið ÆSKULÝÐSRÁÐ, sem sumar sem vetur starfar ötullega að því að uppfylla óskir unga fólks ins hringdi til blaðsins í gær og bað okkur að leggja áherzlu á breytta starfsemi ýmissa flokka frá því sem verið hefði í sumar. Sú breyting verður á starf- inu að Fríkirkjuvegi 11, frá því sem verið hefur í sumar, að „Opið hús“ fyrir unglinga 15 ára og eldri verður eftir 1. okt. á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum frá kl. 8—11 og á laugardögum frá kl. 8—11,30. Á sunnudögum verður opið fyrir 13—15 ára unglinga frá kL 4—7. Áskilið er að ungling- ar beri nafnskírteini er sannað getað aldur þeirra. Eins og sl. vetur munu fjöl- mennir klúbbar og félög ungl- inga starfa að Fríkirkjuvegi 11. Þar verða og margvísleg nám- skeið haldin í tómstundaiðju, kvöldvökur, leiksýningar o. m. fl. ungu fólki til skemmtunar. Þegar Reynir Karlsson ’hringdi í Mbl. spurðum við hann hvað fælist í tilkynning. unni „Opið hús“. — Stundum er dansað, og það eru kvikmyndasýningar, byggðar eru upp ýmsar kvöld- vökur. Tækifæri gefst til að hlusta á tónlist, spila, lesa og tefla og inn á milli er einhver skemmtidagskrá þar sem ýmist unglingar koma fram eða stjórna þáttum. Tókíó Maru hleypt af stokkunum sl. mánudag. Stærsta olíuskipi heims hleypt af stokkunum Tókeo lifaru er 150.000 lestlr SL. mánudag var stærsta olíu- flutningaskipi heims, Tókíó Maru hleypt af stokkunum í Yokohama. Skipið, sem er hvorki meira né minna en 150,000 smálestir, mun sigla með olíu frá Persaflóa til Jap an. Kjölur að skipinu var lagð ur 6. maí í vor, og liðu því aðeins 140 dagar þar til því var hleypt af stokkunum. Ýmislegt er eftir að vinna við risaskipið, en það mun hefja siglingar á fyrrgreindri leið í desembermánuði nk. eða skömmu eftir áramót. Tókíó Maru er 18.000 smá- lestum stærra olíuskip en það, sem nú til þessa hefur verið stærsta skipið, Nissho Maru. En hinsvegar mun Tókíó Maru ekki lengi halda stærðarmetinu, því Shell hef- ur í smíðum fjögur 165,000 tonna olíuskip, þar af þrjú í Japan. Indemitsuolíufélagið japanska mun brátt undirrita samninga um smíði olíuskips, sem á að vera 191,000 tonn. Aðeins 20 manna áhöfn Forstöðumenn Tokyo Tank- er Co., eigenda Tókíó Maru, segja að skipið sé ekki aðeins stærsta olíuskip í heimi, held- ur sé það einnig fullkomnara að öllum búnaði en nokkurt annað olíuskip. Sjálfvirkni er gífurleg í Tókíó Maru, og verður aðeins 20 manna áhöfn á skipinu, en til saman burðar má geta þess að 70 manna áhöfn er á Nissho Maru og 50 menn á flestum risaolíuskipum. Óskað eftir sím- svara um umferð FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig- I menn. Er gert ráð fyriryað sim enda hefir skrifað borgarstjórn svari þessi verði með svipuðum og farið þess á leit að komið hætti og símsvari veðurstofunn verði upp símsvara fyrir öku- I ar. Á hann að gefa upplýsíngar um veðurfar og færð víðsvegar á borgarsvæðinu, svo sem þoku, skafrenning, er snjókoma er, ís ingu ef um hana er að ræða, vatnsfilmu á vegum af völdum úrkomu og ýmislegt fleira er umferðina varðar. Erindi þessu var vísað til umsagnar umferða- deildar borgarverkfræðings. — Sóðaskapur Hvad segja jbe/7 / fréttum — Gólfteppin Framhald af bls. 17 • framleiðsluna í landinu. Við framleiðum mikið af teppum fyrir störbyggingar, hótel o.fl., en auk þes seljum við auð- vitað einstaklingum. Það hef- ur þó verið aUlangur af- greiðslufrestur á teppum hjá okkur vegna þess að við höf- um ekki getað haft við. Gólf- teppi eru dýr og fólk vill gjaman flá þau með afborgun- um, sem skiljanlegt er, en þar sem við getum ekki selt bönkunum afborgunarvíxla verðum við í Vefaranum að neita fólki um slíka þjón- ustu. Það er því mikil þörf á fyrirtæki sem keypti afborg unarvdxla af fyrirtækjum og •æi síðan um að innheimta þá. — Hafið þið reynt að flytja út teppi? — Já, við höfum kannað markaðsmöguleika í Englandi og Þýzkalandi, en höfum feng ið þau svör, að teppin okkar faUi viðkomandi kaupendum ekki vel í smekk. — Hvað starfa margir við gólfteppagerðina? J — Sem stendur eru 15 manns í vinnu -hjá okkur í verksmiðjunni Kljásteini í Mosfellssveit. Okkur hefur gengið erfiðlega að fá fólk í vinnu svo að vefstólarnir eru aðeins í gangi á daginn, en við hefðum fullan hug á að koma á vaktavinnu, ef nægi- legur mgnnskapur fengist. — Hvað er að segja um endingu íslenzku teppana? — Endingin fer auðvitað mikið eftir meðferð og svo á hvaða stað teppin eru. Ég tel að íslenzku teppin séu ekki eins endingargóð og þau hafa verið áður vegna þess, að húsmæður vilja ekki fitu í teppunum og við þvoum því ullina miklu betur en áður. Þetta veldur því hins vegar, að hornefnið í ullinni verður stökkt og brotnar, svo að teppið endist ekki eins vel. Jafnaðarlega er %% fita í teppunum, en var áður 2-2%% og þá var endingin betri. Annars álít ég, að koma þurfi á fót upplýsingastarf- isemi um gæði gólfteppa, því að fjárfesting fólksins er mik- il og það vill fá réttar og hlut lausar upplýsingar um gæði vörunnar. Framhald af bls. 17 sem íslendingar voru annál- aðir fyrir fyrr á öldum. Það væri hægt að telja upp all- mörg dæmi um slíkt, en það sem einkanlega vantar, er 'betri frágangur og betra eftir- lit með snyrtiherbergjum. 1 rauninni þarf einhver ákveð- inn starfsmaður hótelsins að að hafa umsjón með þeirn og sjá til þess að þau séu boðleg siðmenntuðu fólki. Hótelin úti á landi eru fæst byggð með hótelrekstur fyrir augum og þess vegna er aðstaðan slæm. Á Austurlandi er ástandið einna verst, en þar eru ein- ungis tvö eða þrjú gistihús, sem hægt er að mæla með. Eins og ég gat um áður, er hirðuleysi furðulegt á mörg- um stöðum. Sem dæmi get ég nefnt, að í einum bæ úti á landi er skolpleiðsla frá hótelinu lögð undir aðalgöt- una við fjöruna, mjög stuttan spöl, en á götubrúnni hefur skolpið flætt upp á götuna og sjálft opið á frárennslinu er rétt við brúnina og þar flæðir saur og annar óþrifn- aður um fjörugrjótið. Þetta mætti lagfæra með því að hafa frárennslisrörið það langt að það næði alltaf út í sjó. Og eitt af mörgum öðr- um dæmum um sóðaskáp landa vorra get ég nefnt, þó að það komi þessu máli ekki beinUnis við. 1 sýnishorni af kjötsagi úr kjötsög, sem tekið var til rannsóknar úti á landi, fannst fjöldi gerla, sem ann- ars finnast ekki nema í saur. Mér finnst, að bæjaryfir- völd á þeim stöðum, þar sem umferð ferðafólks er hvað mest, mættu Hka leggja áherzlu á, að hafa almennings salerni opin og mann tU að gæta þeirra. Eins þurfa heil- brigðisnefndir viðkomandi staða að auka eftirlit sitt. Það má segja, að víða sé pottur brotinn og þarf miklar breytingar til að ástandið sé viðunandi. Ég get nefnt sem dæmi, að starfsfólki veitinga- staða og gistihúsa er skylt að framvísa læknisvottorði, þeg- ar það sækir um atvinnu, en á ferðum mínum hef ég aldrei orðið þess var, að læknisvott- orð séu fyrir hendi, þegar ég hef farið fram á að fá að sjá þau. — Hefur gistihúsum eða veitingastöðum verið lokað vegna hirðuleysis? — Nei, enn sem komið er höf- um við reynt að forðast það, en hjá því verður ekki kom- izt, ef breytingar verða ekki til batnaðar. — Hafa ferðamenn kvartað undan þjónustu á hótelum? — Yfirleitt er Htið kvartað nema helzt af þeim ástæðum, sem ég hef þegar nefnt, hrein- lætisskorti og framkomu fram reiðslufólks. Maturinn er all- góður, en þjónustan er ekki alltaf til fyrirmyndar. Ég hef til dæmis orðíð vitni að því, að gestir á hóteli hafa ekki fengið morgunverð fyrr en rétt um níuleytið vegna þess að starfsfólkið svaf yfir sig. — Stendur flokkun sumar- gistihúsa fyrir dyrum? — Já, ég vinn nú að því að flokka gistihúsin og verða upplýsingar um þau settar í bæklinga handa ferðamönn- um, þ.e.a.s. upptalning á því, sem hvert hótel hefur upp á að bjóða. Ég styðst við sænska fyrirmynd í þessum efnum og vona að hún verði til þess, að frekari flokkun gististaðanna fari fram. — Verða gerðar einhverjar ■breytingar á kjörum hótelgest anna næsta sumar? — í ráði er að veita gestum á sumarhótelum 20% afslátt, ef þeir dveljast 2 nætur sam- fleytt eða lengur, og sömu- leiðis er fyrirhugað að veita 20% afslátt á ákveðnu tíma- bili á vori og hausti til að reyna að fjölga gestum þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.