Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 19. október 1965 ’ Bjarni Benediktsson: LAND OG LÝÐVELDI, síðari hluti, 262 bls. Almenna bókafélag- ið. Reykjavík 1965. I ALMENNA bókafélagið hefur nú sent frá sér síðari hlutann af ræðu- og ritgerðasafni Bjarna Benediktssonar. Skiptist það bindi í sex meginkafla eftir efni. Þeir heita: Sókn og sigrar í land- helgismálinu^ Atvinnuhættir og efnahagslíf, íslenzkt þjóðerni og menningarerfð, Reykjavik fyrr og nú. Um stjórnmálamenn og stjórnmálabaráttu, Menn og minningar. Aftast í bókinni er svo nafnaskrá íyriv bæði bindin. Útgefandi getur þess í for- mála, „að enda þótt reynt hafi verið eftir föngum að haga efn- isskipun eftir málaflokkum, þá er sú skipting engan veginn al- gjör.“ íslendingar hafa löngum ætl- azt til þess af forystumönnum þjóðarinnar, að þeir séu ekki að- eins stjórnmálamenn, heldur einnig menntamenn 1 orðsins fyllstu merkingu, húmanistar, fræðimenn, ræðuskörungar. Ekki skal reynt að dæma um, hvort sú óbeina krafa er yfirmóta sanngjörn. En hún er eðlileg og styðst við sögulega hefð. Jón Sig- urðsson var fræðimaður í fremstu röð. Hannes Hafstein var dágott ljóðskáld. Jónas Jónsson frá Hriflu gat sér orð sem óvenju ritfær blaðamaður. Ritgerðirnar í þeirri bók, sem hér er um að ræða, fjalla nátt- úrlega flestar um stjórnmál. En þar eru einnig greinar um þjóð- mál á breiðum grundvelli, mann- lýsingar og þsettir um skáld og bókmenntir. Langmestur hluti bókarinnar er saminn til flutnings í heyr- •nda hljóði vegna ákveðins tæki færis eða tilefnis. Verður að hafa þá staðreynd í huga, þegar bók- in er lesin. Með hliðsjón af þeirri staðreynd er þó næsta fátt af efni hennar, sem ekki er sígilt, sem hefur ekki annaðhvort sögulegt eða hagnýtt gildi, nema hvort tveggja sé. Þeim, sem líta á stjórnmálin tem skemmtun og íþrótt, kann a8 þykja fyrir, að höfundur er yfirleitt hlutlægur, heldur sér viB efnið, en lætur ekki gamm- inn geysa í hugarflugi um skýja- borgir. „Einskisvert fjas og bollalegg- Ingar um það, sem ekki verður um vitað, geðjaðist honum lítt,“ segir höfundur í minningargrein •inni um Einar Arnórsson. Ekki þarf að efa, að sú lýsing sé hár- nákvæm. En mundi hún ekki eins geta átt við höfundinn sjálf- an, ef dæma má af ritgerðum hans og ræðum? Bollaleggingar geta óneitan- lega verið skemmtilegar, jafnvel Þó einskis verðar séu, ef þeim er fram haldið af andríki og tilfyndnl Hitt er svo annað mál, að maður, sem svo er settur, að hvert orð hans er vegið og metið, getur ekki nema í litlum mæli leyft sér að fást við þess konar •kemmtun. Ég tilfæri hér til áréttingar Mtið dæmi úr erindi höfundar itm stjórnmálamanninn Hannes Hafstein: „Ég hef stundum furðað mig á því,“ segir hann, „að allar þær aldir, sem ísland var í fram- kvæmd óaðskiljanlegur hluti Danaveldis, skyldi enginn íslend- ingur komast til verulegra eða «.m.k. varanlegra valda í Dan- mörku. Því að ekki eru íslend- ingar Dönum þeim mun verr gefnir, að þeir séu ekki hlut- gengir á við þá. Sannleikurinn •r sá, að íslendingar héldu lengst af flestir hópinn og lifðu mest i •igin heimi í Kaupmannahöfn. Hugurinn var stöðugt á íslandi. „Heim allir girnumst vér“, segir Bjarni Thorarensen. Auðvitað voru frá þessu nokkrar undan- tekningar, en þær staðfesta ein- ungis regluna.“ Þarna drepur höfundur á atriði, sem hverjum manni er ljóst, þeim sem hefur að ráði kynnt sér sögu þjóðarinnar. Síð- an leitar hann þeirrar skýringar, sem er vissulega svo nærtæk, að allir hljóta á hana að fallast — að nokkru leyti. Hitt ræðir hann ekki, að fleiri ástæður og sumar þeirra hvergi veigalitlar kunni að hafa legið til þess, að íslendingar komust aldrei til meiri háttar metorða í Danmörku; að þeim var alla tíð haldið niðri í því landi. Ólíklegt er, að aðrir væru höfundi sjálf- um færari að geta sér til um þær ástæður. En þær munu teljast til þess, „sem ekki verður um vitað.“ Þess vegna sækir hann ekki lengra á þau mið. Mun ég nú víkja að meginefni bókarinnar. II Fyrsti hlutinn, sem fjallar um landhelgismálin á undanförnum árum, mun líklega vekja forvitni fæstra fyrir þá sök, að þar er að miklu leyti fjallað um mál, sem nú eru útrædd. Það er eins og að byrja á skemmtilegri sögu, en vita þegar í upphafi um enda- lok hennar. Öðru máli gegnir um annan kaflann, sem ber yfirskriftina Atvinnuhættir og efnahagslíf. Þar er sannarlega byrjað á byrjuninni, því höfundur víkur fyrst að bæklingi eftir Bjarna Thorsteinsson amtmann, sem út kom um það leyti sem Fjölnir hóf göngu sína. í þeim bæklingi er því sem sé haldið fram, að land- ið beri ekki aukinn fólksfjölda og „iðnaður og sjálfstæð verzlun sé ekki til á íslandi og muni naum- ast nokkru sinni verða til.“ Síðan kemur höfundur að hug- myndum Fjölnismanna um fjöl- breyttara atvinnulíf, víkur síðan að harðindunum á seinni hluta nítjándu aldar og fólksflutning- unum til Ameríku á því tíma- bili. í næstu ritgerðum ræðir hann svo málin, eins og þau horfa við nú á dögum. Kennir þar glöggt, hvernig hér hafa verið ríkjandi tvö ólík sjónarmið hin síðari ár varðandi atvinnu- og efnahags- mál. Sumir vilja, að ísland haldi áfram að vera vanþróað land, er byggi alla sína tilveru á mat- vælaframleiðslu eins og fátæk- ustu þjóðir heims, meira að segja á einni grein slíkrar framleiðslu. Aðrir vilja koma hér á fót stór- iðnaði að hætti þeirra þjóða, sem lengst hafa sótt fram til efnahagsöryggis og velmegunar. Höfundur dregur hvergi dul á, að hann fylgi sjónarmiði hinna síð- arnefndu. Raunar hefur hann sjálfur átt drjúgan þátt í að móta það sjónarmið. „Óveiddur fiskur, syndandi í djúpi hafsins, hlýtur ætíð að verða ótrygg höfuðundirstaða heils þjóðríkis,“ segir 1 ræðu, sem haldin var 17. júní á síðast- liðnu ári. „Mesta óráðsían er í því fólg- in að láta lengur renna engum að gagni til sjávar þaer auðlindir, sem bíða þess að færa okkur ljós og yl ásamt afli þeirra hluta, sem gera skal,“ segir í annarri Bjarni Benediktsson ræðu, sem haldin var um síð- ustu áramót. í fyrri tilvitnuninni er sann- arlega ekki dýpra í árinni tekið en reynslan hefur átakanlega margsannað. Hinni siðari kunnu einhverjir að svara í anda Bjarna amtmanns, að stóriðnaður á fs- landi „muni naumast nokkru sinni verða til.“ Slíkar mótbár- ur eru ávallt hafðir uppi gegn sérhverju framfaramáli. Hér langar mig að hnýta við persónulegum hugleiðingum um ritgerð Bjarna Benediktssonar um Einar Benediktsson, enda þó sú ritgerð sé ekki í þeim kafla, sem hér var á drepið, heldur í síðasta hluta bókarinnar. Rit- gerðin nefnist Höfuðskáld og brautryðjandi, og Tæðir höfund- ur þar meðal annars um hinar alkunnu stóriðjufyrirætlanir Ein ars, en þær fyrirætlanir hafa, sem kunnugt er, fengið mjög svo misjafna dóma. Sumir, sem ritað hafa um Ein- ar Benediktsson, hafa talið, að hann hafi verið mjög tvíþættur eða tvíhverfur persónuleiki: ann ars vegar stórskáld (óg því neit- ar enginn), hins vegar fjármála- spekúlant og stórgróðamaður, sem hafi verið reiðubúinn að selja hvaða landsréttindi, sem var, fyrir eigin hagsmuni, og hafi sá hluti persónuleikans átt lítið skylt við hinn hlutann: skáldið. Þessi skoðun held ég sé byggð á hrapallegum misskilningi. Ég hef ávallt litið svo á, að hvert orð Einars Benediktssonar stand- ist nákvæmlega samkvæmt sér- hverri athöfn hans. Hann var stórframkvæmdamaður í kveð- skap sínum. Og sem fram- kvæmdamaður var hann fyrst og fremst að ryðja skáldinu braut. Að vísu finnst okkur nú, að sókn hans hafi hvorki verið sigur- stranglega undirbúin né rökrétt, að hann hafi farið að eins og Napóleon, sem hugðist sigra Bretland með því að leggja und- ir sig Indland, að hann hafi of- metið kjark og áræði þjóðarinn- ar, sem hafði þá engan veginn áttað sig á möguleikum hinnar nýju aldar. _ • Markmið Einars var að ryðja íslenzkri menningu braut. Það var ósk hans, eins og annarra skálda, að láta til sín heyra. En hvernig gat íslenzkt skáld látið rödd sína heyrast í veröldinni um síðustu aldamót, í þann mund, er Einar kom fram á sjónarsviðið? Maður freistast til að gera hér örlítinn samanburð og tilfæra orð Bjarna Benediktssonar úr ræðunni Vandi íslendinga af fá- menni og strjálbýli. „Ég minnist þess,“ segir hann, „að fyrir mörgum árum var því hreyft í hópi utanríkisráðherra, þar sem ég var staddur, að Lux- emborgarmenn hefðu hug á að komast eitt kjörtímabil í örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna. Elzti og valdamesti utanríkisráðherr- ann, sem þar var og frá einu hinna hlutlausu landa, brosti, þegar hann heyrði þessa ósk, og sagði eitthvað á þá leið, að ríki á borð við Luxemborg væri naumast hægt að taka alvar- lega.“ Séu Luxemborgarmenn ekki teknir alvarlega nú á dögum — er þá sennilegt, að Islendingar hafi verið teknir alvarlega um síðustu aldamót; þjóð, sem var ekki einu sinni til fyrir augliti heimsins? Er hægt að gera sér í hugar- lund, hvernig það hefur átt við mann með hæfileiká og skapgerð Einars Benediktssonar að vera ekki, lands síns vegna, tekinn al- varlega? Einar Beneditksson var þess konar maður, að hann lét ekki blekkjast af orðum. Hann hafði yfrin tækifæri til að sannreyna, hvort fremur væri hlýtt á skáld, sem borið væri uppi af voldugu þjóðríki, eða skáld, sem ekkert átti að baki sér utan vesalt, á- nauðugt þjóðarbrot. Hann sá, að möguleikinn var aðeins einn: að efla þetta þjóðarbrot til auðs og valds. Þá fyrst, þegar það hefði tekizt, yrði tekið eftir menningu þess. Sú staðreynd stendur enn í fullu gildi. Einar var ekki draumóramað- ur, heldur fullkomlega raunsær, mér liggur við að segja maður hinnar köldu skynsemi. Áætlanir hans voru þaulhugsaðar. „Það er höfuðmisskilningur,“ segir Bjarni Benediktsson, „að Einar Benediktsson hafi verið skýjaglópur í fjármálaefnum. Á meðan hann var málflutnings- maður í Reykjavík hafði hann góðar tekjur og efnaðist vel. Ég hef enga tilraun gert til að gera mér grein fyrir þeim eignum, sem hann komst yfir um dag- ana. En hann átti ýmist einn eða með öðrum margar jarðir, m.a. í næsta nágrenni Reykjavíkur, svo sem Skildinganes og Korp- úlfsstaði og hvera j arðirnar Krýsuvík og Nesjavelli. Þá átti hann fossaréttindi víðsvegar. Sá maður, sem gerði sér grein fyrir þýðingu þessara eigna, hefur flestum betur haft vit á, hverj- ar eignir voru í raun og veru mikils virði á fslandi.“ Og síðar í sömu grein: „Sú ráðagerð, sem mistekst, kann þó oft að vera eins vel undirbúin og á jafnmiklu viti byggð, eins og hin, sem heppn- ast. Menn verða stundum fyrir minni óhöppum en heimsstyrj- öld, sem raskar flestu, sem áður hafði verið byggt á ■ í ráðagerð- um.“ Vel má líkja þeim saman Ein- ari Benediktssyni og Skúla fó- geta. Einar kom fyrirætlunum sínum aldrei í framkvæmd. Skúli kom að vísu sumum fyrir- ætlunum sínum í framkvæmd, en varð þó að lokum að horfa upp á þær framkvæmdir eyði- lagðar af öðrum mönnum. Rit- gerð Bjarna Benediktssonar um störf Einars Benediktssonar er ein af fáum, sem leiða til auk- ins skilnings á fyrirætlunum þess sérstæða manns. III Næsti kafli Lands og lýðveldis nefnist fslenzkt þjóðerni og menningarerfð. Hefst hann á er- indunum Hinn norski arfur ís- lands og fslendingar í Vestur- heimi. Hið síðarnefnda fjallar að nokkru um ferðir höfundar um fslendingabyggðir vestan- hafs. Dylst ekki, að það erindi er skrifað undir áhrifum þeirrar ferðar. Nú er brátt liðin öld, frá þvl vesturfarir hófust. Mætti því fara að skoða þá atburði í ljósi sögunnar án tilfinningasemi. En það hefur enn ekki verið gert, svo mér sé kunnugt. Enn er við- tekin venja, að ræða um vestur- f arirnar sem neyðarúrræði I öðru orðinu, en afrek í hinu orðinn án þess að grafizt sé"fyr- ir meginorsakir þeirra. Sannleikurinn er þó sá, að fæstir fluttu vestur um haf vegna aðsteðjandi neyðar fram- ar því, sem almennt tíðkaðist hér heima á Fróni í þá daga. Fólkið var lokkað vestur með skipulegum og ísmeygilegum áróðri, sem því færri vöruðust, að áróður var þá nýtt fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi. Árferði var illt; satt er það. Samt leið þjóð- inni betur en nokkru sinnj áður á hinum síðari öldum. Ég fæ ekki heldur séð, að það væri neitt afrek að lámast í burtu af landinu, í þann mund er þjóðin var að endurheimta sjálfstæði sitt og þurfti hvað helzt á öllu sínu fólki að halda. Því til stað- festingar mætti taka Einar Bene- diktsson kröftuglega til vitnis, þó ekki verði það gert að sinni. Um þjóðrækni VeStUr-íslend- inga, sem svo; eru kallaðir, má eflaust segja margt gott. Þó hygg ég, að þeir hafi ekki rækt þjóðerni sitt betur en önnur þjóðabrot þar vestra. Og ekki litu allir vesturfarar björtum augum til heimalandsins, eins og fram kemur í því, sem Bjarni Benediktsson segir frá ferð Ólafiu Jóhannsdóttur til Amer- iku: Hún „hélt fyrirlestra í fs- lendingabyggðum, sem góður rómur var gerður að, þó að sum um þætti Ólafía eigi dilla nóg Ameríku ,en halda gamla land- inu of mjög fram.“ í erindinu íslendingar í Vest- urheimi kemst höfundur svo að orði: „Vesturfararnir víkkuðu sjón- deildarhring þjóðarinnar, þeir rufu einangrunina, sem allt ætl- aði að kæfa.“ Þessum ummælum tel ég of- aukið. Þeir, sem hurfu vestur og áttu ekki afturkvæmt, kenndu harla fátt, þeim sem heima sátu. Og vesturfarar, sem heim sneru, höfðu ekki merkilegan boðskap að flytja, nema ef telja mætti ýmiss konar sértrúarkreddur, og 'hygg ég, að ekki fáist allir til að viðurkenna, að þær hafi til muna víkkað sjóndeildarhring þjóðar- innar. Vera má, að vesturfarirnar hafi glætt trú manna á mátt ein- staklingsframtaksins. Á hinn bóginn leiddu þær til vantrúar á landinu sjálfu meðal þeirra, sem heima sátu, þó sumir reyndu að herða sig upp í yfirspenntum, þjóðlegum metnaði. — En nóg um það. Næsti kafli Lands og lýðveldis heitir Reykjávík fyrr og nú. Hann er ekki sízt forvitnilegur fyrir þá sök, að höfundur var um nokkurra ára skeið borgarstjóri í Reykjavík og er því öllum þeim hnútum kunnugur. Þá koma kaflarnir Um stjórn- málamenn og stjórnmálabaráttu og að lokum Menn og minning- ar. Sá hluti bókarinnar, sem fjall- ar um einstaklinga og persónu- sögu, er að minni hyggju skemmtilegastur. Mannlýsingar höfundar eru svo skýrar og gagn orðar, sem framast má verða, og mun áreiðanlega verða lengi og víða til þeirra vitnað, þegar sagn fræðingar taka að f jalla ummenn þá, sem höfundur hefur lýst. Það er aðal stjórnmálamannsins að átta sig skjótlega, ekki aðeins á málefnum, heldur — og engu síð ur — á mönnum. Vel fer á því, að ritið endar á þrem stuttum þáttum um Ólaf Thors, einhvern eftirminnileg- Framh. af bls. 30 Land og lýðveldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.