Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 25
Þriðjuíagtir 19. október 1965
MORCUNBLAÐID
25
Nei, og aftur nei. Ég heimta
lögfræding
Vísindamenn halda t>vi fram,
*ð maðurinn tali að meðaltali
10.000 orð á dag, sagði konan við
ciginmann sinn.
— Já, en þú mátt ekki gleyma
því kona góð, að þú ert langt
fyrir ofan meðallag.
— Hvernig stendur á því að
flest skip heita kvenmannsnöfn-
um?
— Ef þú vissir hvað það er erf
itt að stjórna svona skipum,
myndurðu ekki spyrja.
frlendingur nokkur hafði feng
lð starf á járnbrautarstöð en þeg
»r fyrsta lestin, sem hann átti að
taka á móti, rann inn á stöðina,
hafði hann allt 1 einu gtein-
gleymt hvað stöðin hét. Hann dó
þó hvergi ráðalaus, heldur kall-
aði hann:
( — Jæja, þá eruð þið nú hingað
Jtomin, sem hingað ætla að koma.
Allir, sem setla út hér, komi út
hér. Gjörið þið svo veL
Tveir særðir flugmenn, annar
þýzkur en hinn enskur, lágu sam
an á sjúkrahúsi i Sviss meðan
aeinna stríðið stóð yfir. Dag einn
•purði sá þýzki þann enska hvað
hann ætlaði að taka sér fyrir
hendur, þegar stríðinu væri lok-
iO.
I — Iðka íþróttir, svaraði sá
•nski, ég hef unun af þvL En
hvað ætlar þú að gera?
— Ég ætla að fara á reiðhjóli
kringum Stór-Þýzkaland.
— Einmitt, hvaraði Englending
urinn, hvað ætlarðu þá að gera
síðdegis.
Frúin: — Ég þekki yður, þér
eruð einn af sníkjugestunum,
•em ég gaf buffið í seinustu
viku.
Betlarinn: — Jú, ég er sá eini
sem er enn á lífi.
f — Það sem þér eigið að gera,
sagði læknirinn við sjúkling, sem.
var taugaveiklaður, er að hætta
•ð hugsa um sjálfan yður og
•ökkva yður ofan í verkefni yðar.
— Drottinn minn dýri, svaraði
maðurinn, ég er múrari og hræri
sement hvern einasta dag.
Ræðumaður: — Þið getið reitt
ykkur á það, að það hefur eng
in maður fæðzt ennþá, sem er
fullkominn. ,
! Áheyrandi úr salnum: — Það
•r auðheyrt, að þér hafið ekki
kynnzt fyrra manni konunnar
minnar.
SARPIDONS SAGA STERKA Teiknari: ARTHÚR ÖLAFSSON
Síðan hjó hann til vikingsins
og tók af skjaldarsporðinn og
fótinn af Tantilus. Hann féll
þá og niælti:
„Nú er ég særður, og vil ég
fá að leysa mig með silfri af
hólmi.“
Karbúlus svaraði: „Ég hef áð-
nr heitið þér, að þú skyldir fá
lausn fyrir ekkert,“ — og í
sama bili setur hann sverðið á
háls honum, svo af tók höfuð-
ið. Þá sló jarlsson með sínum
mönnum hring um berserkina
og hjuggu þá alla niður, svo
enginn komst undan, gengu svo
inn í borgina.
Konungur þakkaði þá jarls-
syni og Karbúlus þennan sigur
með mörgum fögrum orðum.
En litlu eftir þetta spyr Kar-
búlus, hvort konungur ætlaði
að efna við sig heit sitt og gefa
sér dóttur sína. Konungur
kvaðst að vísu orð sín efna, og
skyldi Karbúlus fá með henni
helming ríkis síns.
Þá mælti jarlsson: „Eigi skal
sonur yðar rænast erfðahlut sín
um, og skal hann halda öllu því
ríki, sem hann er arfborinn til,
en Karbúlus, félaga mínum, gef
ég allt það ríki, sem ég á að
erfa í Ungaría."
Konungur og Karbúlus þökk-
uðu jarlssyni þenna góðvilja og
var nú tekið að búast við brúð-
kaupi Karbúlusar og sú veizla
haldin með vegsemi og verald-
arprýði. En að henni þrotinni
bað jarlsson konung að leyfa
sér að fá þar lið nokkurt í
landi. Konungur kvað hann
skyldi fá svo mikið lið sem
hann þyrfti og vildi og sagði
hann skyldi öngvann starfa fyr-
ir því hafa.
JAMES BOND ->f ->f- Eftir IAN FLEMING
— Hár og grannur maður kom frá
London sama dag og við fundum þig.
Hann ætlar að sjá um að gert verði við
bifreiðina þína. Það virðist vera svo sem
hann sé yfirmaður Vesper. Hann talaði
lengi við hana og gaf henni fyrirskipanir
um að líta eftir þér.
— Það hltýur að vera yfirmaður leynl-
þjónustunnar. Þau eru áreiðanlega að und
irbúa móttökurnar þegar ég kemst heim.
JÚMBÖ — -K— —— -K— —-K— —-k— Teiknari: J. MORA
— Það var svo sannarlega glæsilegt
af gestgjafanum að bjóða okkur ókeyp-
is gosdrykk, sem við höfðum ekki einu
sinni pantað, sagði Spori og hellti í glös
þeirra. — Hættið, hættið, sagði Júmbó,
eitthvað verður að vera eftir handa sjálf-
um yður.
En í sömu andrá og þeir höfðu tæmt
glösin, steig gosdrykkurinn þeim til höf-
uðs og þeir urðu óskaplega syfjaðir. Hann
... hann hlýtur að hafa verið sterkur,
stamaði Spori. Ég er eitthvað svo skrít-
inn.
Nokkrum sekúntum síðar drúptu þeir
höfði og ultu fram á borðið. Þeir sváfu
eins og steinar og nú birtust nokkrir sjó-
liðar og skipstjóri í dyrunum. — Hcfjizt
hana drengir, sagði skipstjórinn, — flytj-
ið varninginn um borð og svo siglum við
á haf út. — Já, herra skipstjórL
KVIKSJÁ —X— — -K— •—k—< Fróðleiksmolar til gagns og gamans
HVERNIG ÞOKU ER EVTT —
Á stríðsárunum var þokan ein-
hver sú mesta plága, sem um
gat, því að það kom æði oft
fyrir, að hún legðist yfir fiug-
völlinn og kæmi í veg fyrir að
fiugvélar gætu hafið sig á loft
eða lent. Þoka myndast þegar
hitastig loftsins er lægra en
,;daggarmark“ það, sem loftið
inniheldur, og þess vegna má
leysa þetta vandamál með þvi
móti að hita upp flugvellina. Að
frumkvæði Churchills var málið
leyst á eftirfarandi hátt: Um-
hverfis flugvelli þá, sem hita
skyldi upp, var leidd allstór
beuzinpipa og á fimm metra
millibili var komið fyrir tveim-
ur rörum sem visuðu upp og
á ská hvort móti öðru. 1 opi
þeirra var svo komið fyrir raf-
magnskveiki. Þegar þoka byrj-
aði að leggjast yfir flugvellina,
var benzini óðar dælt út í rör-
in en síðan kveikti rafmangs-
kveikirinn í því, og örskömmu
síðar var flugvoilunnn um-
luktur logandi benzínbáii. Á
tæplega hálftima var svo þok-
an horfin með öllu. Þessa að-
ferð má að visu aðeins nota f
striði. þegar peningar skipta
engu máli, því að hún er að
sjálfsögðu geysilega kostnaðar-
söm.