Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 17
f| Þriðjudagur 19. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 ÁÐUR en éj gerf grein fyrir fjárlagafrumvarpina fyrir árið 1966, sem nú er til fyrstu um- ræðu, mun ég að venju, í stórum dráttum skýra frá afkomu ríkis- ejóðs árið 1964 <*g jafnframt vikja nokkuð að horfum á yfir- standandi ári. Afkoma ríkissjóðs 7964 Á árinu 1964 varð mikil breyt- ing til hins verra á afkomu ríkis sjóðs. Um alllangt árabil hafði greiðslujöfnuður verið hagstæð- ur og var afkoma ríkissjóðs eink um mjög góð á árunum 1962 og 1963, en fyrra árið varð 161.6 millj. kr. greiðsluafgangur og síðara árið 138.9 millj. kr. £ieiðsluafgangur. Gerði sú hag- Magnús Jónsson flytur fjárlagaræðu sína á Alþingl í gær. Fjárlagaræða IVfagiMÍsar Jónssonar fjármálaráðherra á Alþingi stæða afkoma ríkissjóði kleift í senn að leggja allverulegt fé fram til þess að grynna á ógreiddum ríkisframlögum, m.a. til hafnargerða og sjúkrahúsa og jafnframt í fyrsta sinn að leggja fé í Jöfnunarsjóð ríkisins, til þess að mæta halla á erfiðleika- árum. Voru í því skyni lagðar til hliðar 100 millj. kr. Leiðir af- koma ríkissjóðs árið 1964 glöggt í ljós, hversu hyggileg sú ráð- stöfun var, Hinn hagstæði ríkis- búskapur síðustu ára, hefur verið einn jákvæðasti þáttur efnahags- kerfisins, enda skiptir greiðslu- hallalaus ríkisbúskapur mjög miklu máli í þeim efnum. Fjár- lög hafa af margvíslegum ástæð- um hækkað mjög mikið ér frá óri, og hefur fjármálaráðherra hvað eftir annað varað við ó- heillavænlegum afleiðingum óhóf legrar kröfugerðar á hendur rík- issjóði. Hins vegar er því ekki að leyna, að hinn hagstæði greiðslujöfnuður ríkissjóðs síð- ustu árin, hefur gert fjármála- ráðherra erfiðara um vik að spyrna gegn ýmiss konar nýjum kröfum á hendur rikissjóði, þar eð menn hafa talið, að hér væri um óþarfaúrtölur að ræða. Sú aðferð að miða tekjur ríkissjóðs alltaf við hið mesta góðæri og á- ætla ekkert fyrir vanhöldum, hlaut að hefna sin, enda reyndist órið 1964, alvarleg og dýrkeypt áminning. Greiðsluhalli ríkissjóðs á ár- inu 1964 var samtals 220.7 millj- ónir kr. Þar að auki varð á ár- inu lækkun á geymdu innheimtu fé um rúmar 32 millj. kr. Þannig að sé notuð aðferð Seðlabankans við ákvörðun greiðslujafnaðar, þá var greiðsluhalli á árinu sam- tals 253.2 millj. kr. Heildartekjur ríkissjóðs árið 1964 voru í fjárlögum áætlaðar 2696 millj. kr., en urðu 3009 millj. kr. og fóru þannig 313 millj. kr. fram úr áætlun, eða 16.1%. Árið 1963 fóru þær 17.3% fram úr áætlun. Munar þar mest um IVz viðbótarsöluskatt, sem á var lagður eftir að fjárlög voru afgreidd, til þess að mæta sér- stökum þörfum, sem síðar verður vikið að. Tekjur af rekstri ríkis- stofnana urðu 47 millj. kr. undir óætlun, m.a. vegna þess, að nokk- uð dró úr vindlingaslu Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar og vegna hins, að tekjuáætlun fyrir stofnunina var óeðlilega há. Aðr- ar tekjur fóru yfirleitt fram úr áætlun, en þó ekki að sama skapi og undanfarin ár. Innflutn- ingsverðmætið, án skipa og flug- véla, óx um 8.3% árið 1964, en um 19.1% árið áður. Hér gætir bæði áhrifa tollalækkunarinnar og mettunar markaðarins á sum- um sviðum. Aðflutningsgjöld í heild fóru því aðeins 7 % fram úr áætlun 1964, eða 113 millj. kr., en árið 1963 rúmlega 200 millj. kr. í>ar af fór gjald af innfluttum ingsuppbóta á landbúnaðarafurð bifreiðum og bifhjólum 2914 millj. kr. fram úr áætlun 1964, en 58% millj. kr. árið 1963. Stimpilgjöld fóru 15 millj. kr. fram úr áætlun, tekju- og eignar- skattur rúmlega 4 millj. kr. og aukatekjur tæplega 4 millj. kr. Af vegalögum leiddi, að tekjur til ríkissjóðs af bifreiðaskatti og innflutningsgjaldi af benzíni falla niður, þó að þær væru ráð- gerðar í fjárlögum, en gjöld til vega á 13. gr. A falla einnig að miklu leyti niður. Heildargjöld voru í fjárlögum áætluð 2677 millj. kr., en urð,u 3268 millj. kr. og fóru því 591 millj. kr. fram þau útgjöld, er lögð voru á ríkis- úr áætlun, eða 22%. Árið 1963 Fyrri hluti fóru þau 12.2% fram úr áætlun. Munar þar einnig mest um þau útgjöld, er lögð voru á ríkissjóð eftir að fjárlög voru afgreidd, og hinn sérstaki söluskattur átti að mæta, svo sem nú skal nánar að vikið. Úfgjöld lögð á ríkissjóð eftir afgreiðslu fjárlaga Með lögum nr. 1 frá 1964 var gert ráð fyrir veigamikilli nýrri aðstoð við sjávarútveginn. Sam- kvæmt þeim lögum varð ríkis- sjóður fyrir nýjum útgjöldum á árinu 1964, sem hér segir: Greiddur var hagræðingar- styrkur til frystihúsa, að upphæð 43 millj. kr. Veittir voru nýir styrkir til togaraflotans, er námu 51 millj. kr. Greiddar voru til fiskileitar 4 millj. kr. og upp- bætur á fiskverð 59,5 millj. kr. og loks mótframlag gegn fram- lagi sjávarútvegsins til Fiskveiða sjóðs rúmar 34 millj. kr. Þá var, með lögum nr. 2 frá 1964, ákveð- in hækkun á bótum almanna- trygginga, sem kostaði ríkis- sjóð á árinu 26,8 millj. kr. Sam- tals var hér um útgjaldaauka að ræða, sem nam 218.4 millj. kr. Til þess að mæta þessum nýju útgjöldum, var söluskattur hækkaður um 2V2% og gaf sá tekjuauki ríkissjóði 248.8 millj. kr. Þótt hér hafi verið umfram- tekjur 30.4 millj. kr. bætti það ekki hag ríkissjóðs umfram áætl un fjárlaga, því að í Ijós kom, að niðurgreiðslur höfðu verið van- óætlaðar um 55 millj. kr. Þeir útgjaldaliðir fjárlaga, sem langmest fóru fram úr áætlun á árinu, voru framlög til niður- ir. Urðu umframgreiðslur á þessum liðum samtals um 188 millj. kr. Niðurgreiðslur á vöru- verði voru auknar mjög verulega á árinu 1964 í því skyni að halda niðri verðlagi. Svo sem kunnugt er var vísitölutrygging á laun aftur upp tekin með júnísam- komulaginu við verkalýðsfélcj;- in. Námu viðbótarútgjöld rriia- sjóðs, vegna hækkaðra niður- greiðslna síðari hluta árs 1964, um 68 millj. kr. Var gerð tillaga um að afla fjár, til þess að standa straum af þessum mikla útgjaldaauka í sambandi við hækkun söluskatts á síðasta þingi, en þar sem verkalýðsfélög in töldu þá fjáröflun brjóta í bága við júnísamkomulagið, var fallið frá þeirri tillögu, en afleið ingarnar birtast að sjálfsögðu í auknum greiðsluhalla, svo sem fjármálaráðherra varaði við. Samtals kostuðu niðurgreiðslur á vöruverði ríkissjóðs á árinu 1964 363,8 millj. kr. Voru rúmar 206 millj. af þeirri fjárhað nið- urgreiðsla á mjólkurafurðum. Útflutningsuppbætur á landbún- aðarafurðir hækkuðu mjög á ár- inu, og urðu 217.3 millj. Stafar hækkunin bæði af verðhækkun þessara vara á innanlandsmark aði og auknum útflutningi, eink- um mjólkurafurðir, en söluverð þeirra á erlendum markaði er mjög óhagstætt. Útflutningsupp- bætur á kjötafurðir urðu 77.3 millj. kr., en 139.9 millj. kr. á mjólkurafurðir Umframgreiðslur á eignahreyfingum Helztu umframgreiðslur á eignarhreyfingum voru þessar: Til þess að gera Ríkisábyrgða sjóði kleift að standa undir greiðslum vanskila á ábyrgðalán um, var sjóðnum veitt lán, að upphæð 41,7 millj. kr. Nam þá framlag ríkissjóðs til Ríkis- ábyrgðasjóðs á árinu alls 87.7 millj. kr. Vegna sérstakra örðug- leika og óhappa á atvinnusvið- inu, sem ýmis byggðarlög urðu fyrir á árinu, veitti ríkissjóður Atvinnubótasjóði 10.5 millj. kr. aukaframlag, og varð heildar- framlag ríkissjóðs til Atvinnu- bótasjóðs á þessu ári þannig 20.5 millj. kr., sem er hæsta framlag til sjóðsins á einu ári. Til um- bóta á húseigninni Borgartúni 7, þar sem margar ríkisstofnanir hafa nú aðsetur sitt, var varið 8.3 millj/ kr. og auka varð rekst- ursfé ríkisstofnana á árinu um 25.7 millj kr. Þá voru veitt lán um 12 millj. kr., að,allega Raf- magnsveitum ríkisins. Af greiðsluafgangi ársins 1963 var um þriðjungi ráðstafað á árinu 1964, eða tæplega 45 millj. greiðslna á vöruverði og útflutn- kr., þar af 19.9 millj. kr. til sjúkrahúsa, 20 millj. kr. til hafn- argerða og 4.9 millj. til Atvinnu- bótasjóðs. Greiðsluhalli ríkissjóðs árið 1964 og ráðstöfun hluta af greiðsluhagnaði ársins 1963, olli því, að aðalviðskiptareikningur ríkissjóðs í Seðlabankanum var yfirdreginn um 221 millj. kr. um síðustu áramót, en 64 millj. kr. innstæða var á honum í árs byrjun. Aðrar umfram- greiðslur og orsakir þeirra Hér skal í stuttu máli gerð grein fyrir öðrum umframgreiðsl um á árinu og orsökum þeipra. Alþingiskostnaður fór 8,2 ínillj. fram úr áætlun. Er meginástæða sú, að eftir að fjárlagaáætlun var samin, voru sett ný lög um þingafararkaup alþingismanna. Var jafníramt ákveðið, að þau lög skyldu gilda varðandi síðari helming ársins 1963 og færðust þau útgjöld á árið 1964. Reyndist iþingfararkaup því vanáætlað um 4 millj. kr. Laun annarra starfs- manna voru einnig of lágt áætl- uð, og ennfremur útgáfukostn aður Alþingistíðinda og viðhalds kostnaður og eftirlaunagreiðslur. Útgjöld vegna Stjórnarráðsins urðu 9.4 millj. umfram áætlun. Stafa 2.5 millj. kr., af þessari fjárhæð, af launahækkunum, 1.3 millj. vegna kostnaðar við kjara samninga, 1 millj. vegna kostnað ar við Ráðherrabústað á Þing- völlum, og 3.5 millj. kr. vegna vanáætlunar. Er reyndin sú, að um margra ára skeið hefur kostn aður við Stjórnarráðið ætíð ver- ið áætlaður of lágt, og því árlega farið verulega fram úr áætlun. Eru þau vinnubrögð að sjálf sögðu á engan hátt til góðs, því að afleiðingarnar hljóta að koma óheillavænlega í ljós eftir á með umframgreiðslum, sem gefa al- menningi ástæðu til að draga þær ályktanir, að minna hóf sé í útgjöldum til Stjórnarráðsins en til annarra ríkisþarfa, en því fer fjarri. Utnríkismál fóru 1.8 millj. kr. fram úr áætlun, vegna ýmissa útgjaldahækkana, sem urðu eftir samþykkt fjárlaga. Umframgreið.slur á 11. gr. A til dómsmála, urðu 10.8 millj Stafar svo að segja öll þessi upp- hæð af auknum tilkostnaði við Landhelgisgæzluna, eða 9.6 millj kr. Hagnaður Bifreiðaeftirlitsins var 2 millj. umfram áætlun, en reksturskostnaður sýslumanna- embætta 2 millj. umfram áætlun Kostnaður við innheimtu tolla og skatta, reyndist 10.4 millj. kr. umfram áætlun. Kostnaður við tollgæzlu varð 2 millj. kr. um- fram áætlun, en aðalumfram- greiðslan 7.7 millj. kr. var vegna vanáætlunar á kostnaði við skattstofur. Það er ótvírætt, að' sú skipulagsbreyting að leggja niður allar skattanefndir, en setja í þess stað upp stór skatt- umdæmi með sérstökum skatt- stofum, hefur verið til mikilla bóta varðandi alla starfshætti í sambandi við skattálagningu og skatteftirlit. Það hefur hins veg- ar komið í ljós, að upphaflegar áætlanir um mjög verulegan beinan útgjaldasparnað af þess- um sökum hafa ekki verið raun- hæfar. Eru reyndar sífellt að falla til ný verkefni, sem lögð eru á skattstofurnar. Skattstof- urnar verða að hafa þeim mann- afla á að skipa, að þær geti með eðlilegum hraða unnið úr skatt- framtölum, m.a. til þess að út- svarsálagning þurfi ekki að tefj- ast, og ennfremur þurfa þær að geta unnið að viðhlítandi eftir- liti með íramtölum og rannsókn skattamála. Það hlaut að taka nokkurn tíma að fastmóta þetta nýja skipulag, enda er það naum- ast enn farið að verka, svo sem ' til er ætlazt. Mun ég síðar víkja að skattamálunum í einstökum atriðum og skatteftirlitinu, en það þýðir ekki að blekkja sig með óraunhæfum tölum í því sambandi. Útjöld vegna heilbrigðismála stóðust áætlun. Vegna skipulags- breytinga á vegamálaframlögum, verður samanburður á þeirri grein óraunhæfur, þar er ekki umframgreiðslur um að ræða, og verður nánar gerð grein fyrir þeim samanburðartölum í sam- bandi við meðferð ríkisreiknins. Samgöngur á sjó hafa farið óhugnanlega fram úr áætlun, eða 20.6 millj. kr. Er þar um að ræða reksturshalla á Skipaútgerð rík- isins. Er skipan þeirra mála al- gerlega óviðunandi og mun ég síðar víkja nánar að framtíðar- horfum í því efni. Vita- og hafn- armál stóðust áætlun, en útgjöld til flugmála sýna 8.1 millj. kr. umframgreiðslu. Raunveruleg umframútgjöld eru þó ekki nema um 3 millj. la-„ því að um 5 millj. kr. eru fyrningar, sem ekki koma til útgjalda, og eru aðeins bókhaldsatriði. Hafa verið bók- færðar fyrningar þessar hjá flug- málastjórninni um allmargra ára skeið, sem gefur villandi mynd, þar sem ekki er um neina fyrn- ingagreiðslur að ræða. Mun þessu verða breytt, því að ekki er um hliðstæðar bóhaldsfyming ar að ræða hjá öðrum fram- kvæmdastofnunum ríkisins. Veð- urþjónustan fór lítið eitt fram úr áætlun og ennfremur Skipaskoð- un ríkisins, sem fyrst og fremst stafar af því, að skipaskoðunar- gjöld urðu 900 þús. kr. lægri en áætlað var í fjárlögum. Útgjöld til kennslumála urðu 5.5 millj. kr. undir áætlun, en útgjöld á 14. gr. B til safna og listastarfsemi, urðu 1.8 millj. kr. umfram áætlun, sem fyrst og fremst stafar af auknum kostnaði á ýmsum rekstrarliðum. Útgjöld til kirkjumál| reyndust 1.1 millj. kr. undir áætlun. Útgjöld vegna landbúnaðar- mála urðu 9.4 millj. kr. umfram áætlun. Er meginorsökin sú, að jarðræktarframlög fóru 6.3 millj. kr. fram úr áætlun, vegna meiri jarðræktarframkvæmda en gert hafði verið ráð fyrir. Ennfrem- ur varð að greiða styrki til fram ræslu^ 1.9 millj. kr. umfram áætlun. Kostnaður við sauð- fjárveikivarnir varð 500 þús. kr. umfram áætlun og ýmsir aðr ir útgjaldaliðir á 16. gr. A 700 þús kr. umfram áætlun. Framlög til sjávarútvegsmála á 16. gr. B, urðu 14 millj. kr. um- fram áætlun. Kostnaður við fiski leit varð 6.6 millj. kr. hærri en gert hafði verið ráð fyrir, og framlög til Aflatryggingasjóðs voru vanáætluð um 6.4 millj. kr. Ennfremur fór kostnaður við fisk- og síldarmat 1 millj. kr. fram úr áætlun. Framlög til iðnaðarmála urðu 400 þús. kr. undir áætlun. Fram- lög til raforkumála stóðust áætl- un og framlög til rannsókna í þágu atvinnuveganna urðu 1.5 millj. kr. undir áætlun. Afkomuhorfur ríkissjóðs 1965 Þá skal ég í stuttu máli víkja að horfunum um afkomu ríkis- sjóðs á árinu 1965. Er útlitið, því miður, engan veginn gott, og all- ar líkur til að mjög verulegur greiðsluhalli verði einnig hjá ríkissjóði á þessu ári. Undanfar- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.