Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1965, Blaðsíða 23
23 | I*riðjudagur 19. október 1965 í------------------------- — Fjárlagaræðan ♦ Framhald af bls.21 byggingar héraðssjúkrahúsa og ríkisspítala, er hækkað um sam- tals 3.2 milljónir, miðað við raun verulega fjárveitingu á yfirstand endi ári. Mun að auki verða að gera sérstakar ráðstafanir til að j afla fjár, vegna byggingar Lands ; apítalans, og fyrirsjáanlegt er, i að vangoldin framlög ríkissjóðs i til sjúkrahúsa, munu aukast mjög * á næsta ári, einkum vegna Borg- ersjúkrahússins í Reykjavík, en í borgaryfirvöldin gera ráð fyrir i að verja til byggingar þess um ; 100 millj. kr. á yfirstandandi og j næsta ári. Þá er og fyrirsjáan- legt á næstunni stórátak, vegna byggingar Kleppsspítalans. En Vegna fjárhagsörðugleika ríkis •jóðs nú, verða ekki í fjárlögum næsta árs gerð nein ný átök til að leysa þann vanda, en lengi verður því ekki frestað. Geigvœnlegt tap Skipaútgerðarinnar Reksturshalli Skipaútgerðar ríkisins hefur vaxið svo geigvæn lega síðustu árin, að við það verður með engu móti unað leng- ur. Fjárveiting til að greiða rekst tirshalla Skipaútgerðarinnar var hækkuð um 6 millj. kr. í fjárlög- um yfirstandandi árs, en því fer víðs fjarri, að sú 24 millj. kr. íjárveiting nægði til greiðslu reksturshallans. Varð hallinn í 1964 tæpar 38 millj. kr., horfur á, að hann verði svipaður í ár, ©g í fjárhagsáætlun Skipaútgerð- erinnar var hallinn á næsta ári éætlaður 35.6 millj. Skipulags- breytingar á rekstri þessa fyrir- tækis verður ekki lengur skotið á frest. Víðtækar athuganir hafa íarið fram á rekstri Skipaút- gerðarinnar siðustu árin og hafa hagsýslusérfræðingar talið auðið •ð draga mjög verulega úr rekstrarhallanum. Forstjóri Skipaútgerðarinanr hefur verið á nnnarri skoðun í sambandi við þær tillögur, og ekki hefur tekizt •ð fá fram neinar skipulags- breytingar. Nú enn einu sinni er .eérstök nefnd að athuga úrræði, til lausnar þessu mikla vanda- máli. Er tillagna þessarar nefnd- •r að vænta, áður en fjárlög verða endanlega afgreidd. En það er ákveðið min skoðun, að ©viðunandi sé að eyða fjármun- wm ríkissjóðs á þennan hátt, og verði að finna úrræði, til þess að gegna hlutverki Skipaútgerðar- innar með miklu minni tilkostn- •ði. í frumvarpinu er fjárveiting til Skipaútgerðarinnar áætluð hin sama og í fjárlögum þessa érs. Hafnir og flugvellir Greiðslur af hafnarlánum hækka um tæpar 5 millj. kr. Og eru þá útgjöld á þessum lið orðn- •r 16.8 millj. kr. Er hér um að ræða árgjöld af lánum, vegna landhafnanna og Þorlákshafnar, en í Þorlákshöfn hefur verið ráð- Izt í mjög kostnaðarsama hafn- •rgerð, sem út af fyrir sig er nauðsynleg sem eina viðhlítandi höfnin á Suðurlandsundirlend- inu, en sem því miður hefur ver- ið hafizt handa um að gera, án þess að nokkur fjárhagsgrund- völlur væri til staðar. Hafa þvi árgjöld af lánum hafnargerðar- innar fallið á ríkissjóð. Er óum- flýjanlegt að koma viðhlítandi •kipulagi á fjárhagsmálefni þess erar hafnargerðar sem allra fyrst. Þar eð fjáröflun til hafnargerða hefur verið tekin inn í fram- kvæmdaáætlun ríiksins, nú síð- wstu árin, hefur að þeim málum verið unnið á miklu auðveldari hátt, fjárhagslega, fyrir sveitar- félögin en áður. En engu að síð- ur eru þó fjárhagsmálefni margra hafnargerða á landinu etórt og sívaxandi vandamál, sem ekki verður lengur skotið á frest •ð gera sér grein fyrir. Virðast vaxandi erfiðleikar á því, að sveitafélög á ýmsum stöðum á landinu geti risið undir hluta •ínum af stofnkostnaði við hafn- •rgerðirnar. Leiðir það til vax- andi vanskila á hafnarlánum, sem falla þá á ríikssjóð, vegna ríkisábyrgðanna. Hefur ráðherra hafnarmála, eftir tilmælum mín- um, ákveðið að láta í ve'tur fram- kvæma heildarathugun á þessu vandamáli, því að ekki tjóar að halda áfram á þéssari braut, held ur verður að gera sér grein fyr- ir því, hvort óumflýjanlegt sé að auka aðstoð ríkisins við hafn- argerðir á vissum stöðum, þar sem óhjákvæmilegt er talið að byggja höfn, en tekjumöguleik- ar hafnarinnar litlir á næstu ár- um, og geta sveitafélaganna ekki nægileg. Talið er auðið að lækka all- verulega fjárveitingu til greiðslu viðhaldskostnaðar við Reykja- víkurflugvöll, en ekki þótti sann gjarnt að lækka sem þessu nam fjárveitingu til flugmála, þar eð fjárveiting til flugvallagerða er mjög óveruleg, miðuð við þau miklu viðfangsefni, sem þar eru framundan. En fjárveiting til flugvallagerða hækkar um 2.4 millj. kr., miðað við raunveru- lega fjárveitingu á þessu ári. Vegna Vestfjarðaáætlunar hefur verulegt nýtt fé komið til flug- vallagerða í þeim landshluta á þessu ári. Engin úrræði eru lengur til þess að skjóta sér und an að auka mjög verulega kostn- aðarhlutdeild fslands í greiðslu við rekstur veðurathuganaskipa á Norður-Atlanzhafi. Hefur Is- land undanfarin ár ekki greitt nema lítinn hluta af eðlilegri kostnaðarhlutdeild í þessari þjónustu, sem er fáum þjóðum nauðsynlegri en íslandi. Þrátt fyrir hækkunina vantar þó enn verulega á, að eðlileg hlutdeild íslands sé greidd. En ekki er þó talið fært að ganga lengra að sinni. Landbúnaður, sjávarútvegur o.fl. Gert er ráð fyrir, að óumflýj- anlegt reynist að hækka fjár- veitingu til landbúnaðarmála mála um rúmar 18.3 milljónir króna. Áætlað er að kostnað vegna sauðfjárveikivarna, megi lækka um rúmar 9 millj. kr. í von um að engin ný óhöpp verði á því sviði á næsta ári. En því miður fer þvi fjarri, að þessi sparnaður nægi til þess að mæta öðrum óhjákvæmilegum útgjalda auka á þessi grein. Áður hefi ég drepið á hina stórkostlegu aukningu garðræktarfram- kvæmda á síðastliðnu ári, sem mun leiða til nær 20 millj. kr. umframgreiðslna á yfirstandandi ári. Telur Búnaðarfélagið óráð- legt annað en gera ráð fyrir, að þessi þróun haldi áfram í ár, og með hliðsjón af því, eru fjár- veitingar til jarðræktar og fram- ræslu hækkaðar um nær 20 millj. kr. Þá hefur komið í ljós, að framlag ríkissjóðs til Stofnlána- deildar landbúnaðarins er mjög vanáætlað í fjárlögum þessa árs, og er fjárveiting á þeim lið hækk uð um 6.5 millj. kr., sem þó er vafasamt að nægi. Á síðasta Al- þingi voru sett ný lög um gróð- uvernd. Er þar gert ráð fyrir nýjum átökum á sviði sand- græsðlu, sem tvímælalaust er hið mesta nauðsynjamál. Er því lagt til að hækka fjárveitingu til sandgræðslustöðva og gróður- verndar um 1 millj. kr. Þá hefur því miður reyndin orðið sú, að stofnkostnaður við matsölu þá í London ,sem ákveðið hefur verið að setja upp til kynningar á ís- lenzkum matvælum, fyrst og fremst landbúnaðarafurðum, og ríkisstjórninni var heimilað að gerast helmingsaðili að í 22. gr. fjárlaga yfirstandandi árs, verð- ur sýnilega mun meiri en áætl- að var í upphafi. Aðrir hluthafa í fyrirtæki þessu, sem eru Sam- band í slenzkra samvinnufélaga, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Loftleiðir, hafa samþykkt að auka að sínu leyti hlutafé, til þess að mæta þessum viðbótar- kostnaði, og er þá talið óum- flýjanlegt, að ríkið gerði það einnig að sínum hluta og hækki hlutafjárframlag sitt í 4 millj. kr. Framlög til sjávarútvegsmála hækka lítið og gefa ekki tilefni til sérstakra skýringa. Menn MORGU N BLAÐIÐ •' munu vafalaust veita því athygli, að ekki er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir neinni sérstakri að- stoð við sjávarútveginn, hlið- stætt þvi, sem veitt var á yfir- standandi ári. Orsökin er ekki sú, að talið sé líklegt, að sú að- stoð geti með öllu fallið niður á næsta ári, heldur hitt, að at- hugunum á hag og afkomuhorf- um útgerðarinnar er enn ekki lokið, og löggjöf sú, sem þessi að- stoð byggist á, gildir aðeins fyr- ir yfirstandandi ár, og fjárveit- ing til þeirra þarfa er ekki í fjárlögum. Er á þessu stigi máls- ins því hvorki auðið, né heldur eðlilegt að taka nokkra sérstaka fjárveitingu í fjárlagafrumvarpið í þessu skyni. Hins vegar verð- ur að sjálfsögðu að gera sérstak- ar ráðstafanir um fjáröflun til að mæta þeim útgjöldum. í sambandi við raforkumálin er vert að vekja athygli á því, að gert er nú ráð fyrir, að, öll fjárveitingin til nýrra raforku- framkvæmda gangi til rafvæð- ingar í sveitum, en áður var þessi fjárveiting að hluta hag- nýtt til annarra framkvæmda. Verður því að afla fjár til óhjá- kvæmilegra framkvæmda Raf- magnsveitna ríkisins með lán- tökum . Vegna löggjafar frá siðasta Alþingi um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, verður allveru- leg breyting á uppsetningu fjár- veitinga til rannsóknastofnan- anna, og jafnframt hækka nokk- uð fjárveitingar til þeirra. Framlög til menntamála aukin Á útgjöldum til menntamála verða enn á næsta ári miklar óhjákvæmilegar hækkanir, svo sem verið hefur árlega, eða um 53 milljónir króna. Mesta hækk- un til einstakrar stofnunar er til Háskóla íslands rúmar 4 millj. kr. Hefur verið heimiluð ráðning 7 lektora og 4 prófess- ora og er þessi aukning starfs- liðs í samræmi við 10 ára áætl- um háskólaráðs um nauðsynlega eflingu Háskólans. Hefur varð- andi flesta útgjaldaliði verið far- ið eftir tillögum Háskólans. Fjárveiting til styrktar íslenzk- um námsmönnum hækkar um rúmar 2.5 millj. með hliðsjón af fjÖlgun námsmanna og hækkuð- um námskostnaði. Mest hækkun til annarra æðri skóla er til Menntaskólans í Reykjavík 2.5 millj. kr. og Kennaraskólans um 2.3 millj. Framlög til barna- fræðslu hækka um 18.8 millj. Þar af hækkar fjárveiting til bygg- ingar barnaskóla um 5.6 millj. Er þó gert ráð fyrir að fjár- veitingar verði ákvarðaðar eftir sömu reglu og raunverulega var gert á yfirstandandi, ári. Fram- lög til gagnfræðamenntunar hækka um 13.8 millj. Þar af til byggingar gagnfræða- og héraðs- skóla um 5.4 millj., einnig miðað við raunverulega fjárveitingu yfirstandandi árs. Óumflýjanlegt er talið að áætla 4 millj. kr. hækkun á fjárveitingu til greiðslu kostnaðar vegna yfir- vinnu fastra kennara eftirvinnu og eyðu í stundaskrá. Hin stöðugt vaxandi útgjöld vegna skólabygginga er vanda- mál, sem að verður vikið á öðr- um stað. Hér skal aðeins minnst á menntaskólana. Eru bygginga- mál þeirra sérstakt vandamál, sem nauðsynlegt er að leysa. Efst á blaði hlýtur að vera að skapa viðunandi - starfsskilyrði í þéim þremur menntaskólum, sem nú eru starfandi. Er nú ný- lokið við byggingu við Mennta- skólann í Reykjavík. Hafizt hef- ur verið handa um byggingu til að nýta betur möguleika Mennta skólans á Laugarvatni og hús- næðismál Menntaskólans á Ak- eyri eru í því öngþveiti, að talið er óumflýjanlegt að hefjast nú sem fyrst handa um bygg- ingu hliðstæðrar viðbótar við þann skóla og við Menntaskól- ann í Reykjavík. Þá er hafin bygging nýs menntaskóla í Réýkjavík, þar eð gamli Mennta- skólinn hefur^ þegar brotið af sér öll bönd. Á síðasta þingi var samþykkt að reistir skyldu menntaskólar á Austurlandi og Vestfjörðum. Að sjálfsögðu kem ur ekki til mála að hefja bygg- ingu þeirra skóla fyrr en við- unandi ástand er fengið í sam- bandi við starfsemi hinna mennta skólanna. Engu að síður hefur þótt rétt að taka upp nú í fjár- lögum næsta árs byrjunarfjár- veitingu til þesssara væntanlegu skóla auk nokkurrar hækkunar á fjárveitingum til framkvæmda við hina menntaskólana og er þá gengið út frá, að fyrst um sinn verði þessum fjárveitingum var- ið til að hraða þeim framkvæmd um sem í gangi eru en síðan end- urgreiddar, þegar hafizt verður handa um byggingu nýrra menntaskóla. Fé það til alls konar styrktar- starfsemi, sem veitt hefur verið í 14. gr. B. fjárlaga hefur lengi verið hálfgert vandræðamál og bæði í ráðuneytinu og fjárveit- inganefnd rætt um nauðsyn þess að gera víðtæka skipulagsbreyt- ingu á þeirri grein. Þar er að finna fjölda persónulegra styrkja, sem vægast sagt eru harla handa- hófskenndir og ekki eiga allir mikinn rétt á sér, en reyndin hef- ur orðið sú, að erfiðlega hefur reynzt að fella niður styrk, sem einu sinni hefur verið upp tek- inn, enda þótt allar aðstæður hafi gerbreyzt. Hér er ekki yfirleitt um fjárhæðir að ræða, sem veru- legu máli skipta fyrir fjárhag ríkissjóðs, en þ^ssar nafnbundnu styrkveitingar eru á ýmsan hátt harla ógeðfelldar og veldur stöð- ugri gagnrýni hvers vegna einn fær styrk en annar ekki, þótt um fullkomlega sambærilega aðr stöðu sé að ræða. Lagt er nú til í frumvarpinu að sameina alla hina persónulegú styrki í heild- arfjárveitingar á 2 liðum, ann- ars vegar styrk til ritstarfa, út- gáfustarfsemi og rannsókna- starfa, hins vegar styrk til tón- listarstarfsemi og verði fénu síð- an ráðstafað samkv. ákvörðun menntamálaráðuneytisins eða menntamálaráðs. Fjárveitingar eru hinar sömu og í fjárlögum yfirstandandi árs og ekki geng- ið út frá því fyrirfram, að neinir tilteknir þessara styrkja verði raunverulega niður felldir, en þó reynt að styðja þá styrkari rök- um en nú eru fyrir hendi í ýms- um tilfellum, og styrkirnir ekki veittir nema raunverulega sé um einhver styrkhæf menningar- framlög að ræða á þessum svið- um. Þessi skipulagsbreyting hef- ur verið gerð i fullu samráði við menntamálaráðuneytið. Töldu ráðuneytin sér skylt að eiga frumkvæði um þessa breytingu, en að sjálfsögðu verður svo fjár- veitinganefnd Alþingis að meta það, hvort hún getur einnig fyrir sitt leyti á hana fallizt. Mikil hœkkun til félagsmála Langmesta hækkun á einstök- um fjárlagagreinum eru fjárveit- ingar til félagsmála, sem hækka um 106 millj. kr. Raunveruleg hækkun er þó nokkru minni eða sennilega um 90 millj. því að aukafjárveiting er á 19. gr. fjár- laga yfirstandandi árs til að mæta útgjaldaauka vegna 3% launahækkunar. Lartgmestur hluti þessarar útgjaldaaukningar er hækkun framlaga til al- mannatrygginga, sem nánar er gerð greiri fyrir í greinargerð frumvarpsins. Framlag til at- vinnubótasjóðs er hækkað um 5 millj. kr. og er það í sarriræmi við fyrirhugaða löggjöf um efl- ingu þess sjóðs. Uppbætur á líf- eyri hækkar um 13.1 millj. kr. Niðurgreiðslur á vöruverði 559 millj. Miðað við óbreyttar niður- greiðslur á vöruverði á hverja einingu mun sá útgjaldaliður hækka um 16 millj. kr. og verð- ur þá 559 millj. kr. Er hér um geigvænlegan útgjaldalið að ræða og augljós þörf skipulags- breytingar í þessum efnum, en úrlausn þess vanda er ekki auð- veld eftir að verðtrygging launa hefur verið upp tekin að nýju. Miðað við 10% verðhækkun land búnaðarafurtða verður að gera ráð fyrir 26 millj. kr. hækkun á fjárveitingu til uppbóta á út- fluttar landbúnaðarafurðir, og eru þær uppbætur þá í hámarki, enda má gera ráð fyrir að út- flutningur landbúnaðarafurða verði það, miðað við sl. ár og horfur á þessu ári. Ríkisábyrgðarlán Hin miklu útgjöld ríkissjóðs vegna vanskila á ríkisábyrgðar- lánum hafa lengi verið mikið vandamál. Fóru þær greiðslur vaxandi ár frá ári og leiddu til þess, að sett voru lög um ríkis- ábyrgðarsjóð, þar sem reynt var að fastmóta betur reglur um veitingu ríkisábyrgða. Sú veiga- mikla breyting varð, að ábyrgð ríkissjóðs skyldi þar eftir yfir- leitt vera einföld ábyrgð og Seðlabankanum jafnframt falið að kanna tryggingar fyrir á- byrgðarlánum og annast inn- heimtu, Hefur reynslan af þess- ari löggjöf verið mjög góð, sem ljósast kemur fram í því, að ríkisábyrgðir, sem veittar hafa verið samkv. hinum nýju regl- um hafa ekki leitt til neinna vanskila á síðustu 3 árum, að, undantekinni ábyrgð til eins fyr irtækis, sem varð gjaldþrota. Hins vegar hafa haldið áfram stórfelld vanskil á fyrri ríkis- ábyrgðarlánum, sem flest voru sjálfskuldarábyrgðarlán, og hafa þó öll tækifæri verið not- uð til þess að ipnheimta um- rædd vanskil og breyta vanskila skuldum í samningsbundin ný lán. Þetta hefur skilað þeim árangri að vanskilin hafa farið minnkandi. Árið 1962 voru út- borganir úr ríkisábyrgðasjóði vegna vanskila 140.5 millj. kr.r innborgaðar vanskilaskuldir 11.1 millj. og nettóútgjöld sjóðsins vegna vanskila þannig 129.3 millj. Árið 1933 voru útborguð vanskil 135.1 millj., innborganir 17.4 millj. og nettóútgjöld vegna vanskila 107.7 millj. kr. Árið 1964 voru útborganir vegna van- skila 147.9 millj. innborganir 45.7 millj. og nettóútgjöld sjóðs- ins vegna vanskila 101.3 millj. Árið 1962 lagði ríkissjóður rík- isábyrgðasjóði 49 millj. kr. auk 40 millj. kr. lántöku i Seðlabank anum. Árið 1963 var fjárlaga- framlag til sjóðsins 38 millj. og greiðsla umfram fjárlög 55.7 millj. eða alls 93.7 millj. kr. Á árinu 1964 var fjárveitingin 46 mill. og umframgreiðsla 41.T millj. eða alls 87.7 millj. Ekki er enn vitað um útkomuna í ár, en hún ætti þó að verða mun betri og óhætt þykir að ákveða fjárveitinguna 1966 50 millj. kr. í trausti minni vanskila. Er auð- vitað óviðunandi að þurfa að greiða fyrir ótal aðila, ekki sízt einkaaðila, stórar fjárhæðir ár- lega af opinberu fé á þenn* hátt. Á grundvelli fenginnar reynslu af starfi ríkisábyrgða- sjóðs er nú unnið að undirbún- ingi reglugerðar til að fastmót* starfshætti sjóðsins, en hin stór- felldu vanskil á ríkisábyrgðar- lánum um langt skeið er glogg ábending til meiri varfærni um ríkisábyrgðir en oft hefir verið ráðandi. Unnið er nú að undirbúningi framkvæmdaáætlunarinnar fyr- ir árið 1966, og er lögð áherzl* á að hraða því verki. Þarf m.a. að afla fjár til vissra fram- kvæmda á sviði skólabygginga, sjúkrahúsa og flugvallagerða, og verður væntanlega leitað eft ir lántökuheimildum f þessu skyni, áður en fjárlög verða af- greidd. Hœkkanir á takmörkuðum sviðum Ef auðið átti að vera að af- greiða greiðsluhallalaus fjárlög, án almennra skattahækkana, varð óhjákvæmilega að grípa til margvíslegra úrræða, sem auð- vitað hlutu að koma við þjóð- félagsborgarana með ýmsum hætti, en þó ekki verka eins ó- heppilesa, eins og almenn hækk un söluskatts, verðtolls eða Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.