Morgunblaðið - 31.10.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 31.10.1965, Síða 8
8 MORGU N BLAÐIB Sunnudagur 31. október 1965 FJÖLBREYTTARI MAT- VÆLAFRAMLEIÐSLA Aukssi vinnsSa hráefnas — Framleiðsla tilhuinna kjötrétta — Rætt við BngéSf Jónsson, landbún- aöarráðherra um matvælasýninguna í Köln og nýjungar í matvælaframleiðslu FYRIR nokkru var haldin í Köln í Þýzkalandi, stærsta og mikilvægasta matvælasýning heims, Anúka 1965, og stóð sýningin í rúma viku. Sýning þessi er haldin annað hvert ár og segja má, a'ð öll þau fyrirtæki og lönd, sem telja sig hafa eitthvað að bjóða á sviði matvæla, kappkosti að vera þáttatkendur 1 þessari sýningu. Að þessu sinni skipulagði vörusýninganefnd fyrir ís- lands hönd litla upplýsinga- deild á þessari sýningu og veitti Már Elísson henni for- stöðu. Viðstaddir opnun sýningar- innar voru m. a. landbúnaðar- ráðherra Ingólfur Jónsson, Pétur Eggerz sendiherra og Gunnar J. Friðriksson for- maður Vörusýningarnefndar. Ingólfi Jónssyni var sérstak- lega boðið til sýningarinnar ásamt landbúnaðar- og mat- vaSlaráðherrum ýmissa fleiri landa. Morgunblaðið átti fyrir skömmu samtal við Ingólf Jónsson um sýninguna og þann lærdóm, sem við Islend- ingar getum aflað okkúr á slíkum sýningum. FJÖEBREYXTARI MATVÆLAFRAMLEIÐSLA — Landbúnaðarráðherra ræddi í fyrstu nokkuð um sýn- inguna og sagði að margt er- lendra kaupsýlumanna hefði lagt leið sína í íslenzku sýn- ingardeildina og leitað upp- lýsinga um íslenzkar útflutn- ingsafurðir og útflytjendur. Höfðu kaupsýslumenn þessir áhuga á að kynna sér verð og afgreiðslumöguleika á ýmsum landbúnaðar- og sjávarafurð- um. Þegar komið væri á svo stóra sýningu, sem sýndi mestu fjölbreyttni í matar- gerð, sem þekkt er, væri ljóst, áð þeir, sem tala um þörf fyrir aukna fjöibreyttni í matvæla- framleiðslu hér á landi, hefðu mikið til síns máls. Enda þótt íslenzki maturinn sé jafnvel sá bezti, sem fáanlegur er og hollasti, þá er gott til þess að vita, sagði landbúnaðarráð herra, að möguleikar hér á landi til þess aSJ. auka fjöl- breyttni í matvælaframleiðslu eru fyrir hendi. Hægt er að framleiða ýmis konar rétti úr þeim hráefnum, sem við höf- um með nýjum hætti, og auka fjölbreyttni á þann hátt. Einnig eru margvislegir mögu leikar í því fólgnir, að hafa hráefnið fjölbreyttara en nú hjá viðkomandi sérfræðingum í búfjársjúkdómum, en þótt ekki séu flutt inn holdanaut, má bæta nautakjötsframleiðsl una frá því, sem verið hefur og sérstaklega er unnt að hafa á boðstólum alikálfakjöt af beztu tegund, sem lítið hefur verið af að undanförnu. Undir þetta er ýtt, sagði landbún- aðarráðherra, að þessu sinni með breyttu verðlagi á alí- kálfaköti og nautakjöti. TILBÚNIR KJÖTRÉTTIR Þá er vitanlega sjálfsagt, að Ingólfur Jónsson, landbúnað arráðherra Kölnar Dr. Lemmens. ásamt borgarstjóra hita þær upp. Með ýmis konar meðferð á kjöti er þannig oft hægt að framleiða eftirsótta vöru, þótt hráefni'ð hafi ekki verið fyrsta flokks. Við íslendingar eigum eftir að læra margt í þessum efnum, og ég vona, að með því að auka vinnslu hrá- efnisins og vinna úr því á tæknilegan hátt eftir nýjum aðferðum þeirra, sem lengst eru komnir í þessum efnum, Lúbke forseti V-Þýzkalands heimsótti íslenzku sýningardeildina og á móti honum tóku Gunnar J. Friðriksson og flugfreyja frá Loftleiðum, sem veitti upplýsingar í deild íslands- er, og hafa forustumenn land- búnaðarins fullan skilning á því. Holdanautastofn er fyrir í landinu, sem mætti útbreiða meira. Þá eru til lög, sem heimila innflutning holda- nauta, en þeim hefur ekki verið framfylgt einkum vegna þess, áð meðmæli fást ekki hafa kjúklingarækt og svara innlendri eftirspurn eftir kjúklingakjöti og öðru fugla- kjöti, sem spurt er um. Geta má þess, að á sýningunni var sýnt hvernig unnið er úr kjöt- inu, þannig áð húsmæður geti keypt ýmsar kjötvörur tilbún- ar til að borða. aðeins þarf að sé bæði hægt að auka veúð- mæti kjötvörunnar og full- nægja kröfum neytenda. AUKIN TÆKNI I VINNSLU HRÁEFNIS Ljóst er, að möguleikar ís- lenzks landbúnaðar til þess að standa á eigin fótum í fram- tíðinni, fara mjög vaxandi vegna aukinnar tækni í vinnslu hráefnisins, sem hefur í för með sér mjög mikla verð- mætisaukningu. Með gjörnýt- ingu hráefnis og vaxandi þörf fyrir matvæli í heiminum ættu Islendingar að geta gert iandbúnað sinn að styrkari at- vinnuvegi, sem veitir tugþús- undum manna atvinnu vi’ð iðnað úr landbúnaðarvörum og þjóðinni vaxandi gjald- eyristekjur. SÝNINGAR HAFA MIKLA ÞÝÐINGU FYRIR ÍSLAND Þá sagði landbúnaðarráð- herra, að upplýst væri, að hjá mörgum hinna stóru landbún- a'ðarþjóða væri landbúnaður- inn styrktur af almannafé, og hjá flestum þjóðum meir en hér gerðist. Þótt ekki hafi farið mikið fyrir islenzku sýningunni, verður að telja, að það hafi mikla þýðingu fyrir íslend- inga áð vera með á alþjóða- sýningum, þar sem fjöldi manna kemur frá flestum þjóðum heims. Enda hafa for- stöðvunenn íslenzku sýningar- deildarinnar gefið fjölda manna upplýsingar um ís- lenzka framleiðslu, bæði sjáv- ar- og landbúnaðarafurðir, og er þess að vænta, að ýmsir kaupsýslumenn erlendis setji sig í samband vi'ð fyrirtæki hér vegna þeirrar kynningar og upplýsinga. A myndinni sjást mju Gunnar J. Friðriksson, Már Elisson og hvgolíur Jónsson. Aðálfundur Fél. háskólamennt- aðra kennara NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Félags háskólamenntaðra kennara í 2. kennslustofu Há- skólans. Var fundurinn fjölsótt- ur og mikill einhugur ríkjandL Formaður félagsins var kjör- inn Njörður P. Njarðvík cand. mag. menntaskólakennari. Aðrir í stjórn: Ingólfur A. Þorkelsson B.A., Gestur Magnússon cand. mag., Guðmundur Hansen B.A., Lýður Björnsson cand. mag. í varastjórn: Gunnar Finn- bogason cand. mag., Flosi Sigur- björnsson cand. mag. Fulltrúi félagsins í fulltrúaráð Bandalags háskólamanna var kjörinn Njörður P. Njarðvík. Fyrrverandi formaður félags- ins, Jón Böðvarsson cand. mag., gaf eigi kost á sér til endur- kjörs, og voru honum færðar miklar þakkir félagsmanna fyrir ötula félagsstjórn. Á fundinum flutti dr. Bjarni Guðnason prófessor erindi um breytta tilhögun náms við heim- spekideild Háskóla íslands. Félag háskólamenntaðra kenn- ■M ara telur nú 68 meðliini, og eru þeir allir starfandi kennarar við Háskóla íslands, menntaskóla. kennaraskóla, verzlunarskóla, tækniskóla, auk gagnfræðakenn- ara. BRIDGE FIRMAKEPPNI Bridgesambands íslands er lokið og urðu .þessi fyrirtæki í efstu sætunum: 1. Breiðfjörðs-blikksmiðja (Lárus Hermannsson) 767 st. 2. Sælgætisgerðin Freyja hf. (Sigríður Guðmundsd.) 767 —■ 3. Sighvatur Einarsson & Co. (Karl Tómasson) 755 —■ 4. Gefjun—Iðunn (Bjartmar Ingimarss.) 750 — 5. Steindórsprent (Sveinn Helgason) 743 — 6. Verzlunin Vísir (Vigdís Guðjónsdóttir) 742 —• 7. N. Mancher & Co. (Þorgeir Sigurðsson) 732 — 8. Hótel Saga (Elín Jónsdóttir) 725—• 9. Otto Michaelsen hf., IBM á íslandi (Ásmundur Páisson) 705 —* 10. N. C. Register (Júlíana ísebarn) 702—<

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.