Morgunblaðið - 31.10.1965, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 31. október 1965
Ctgefandi:
Framk væmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstrseti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ISLAND OG EFTA
Að undanförnu hefur staðið
** í Imatra í Finnlandi fund
ur forsætisráðherra Norður-
landa og forseta Norðurlanda-
ráðs. A fundum þessum hafa
að sjálfsögðu margvísleg mál-
efni verið rædd, en sérstaka
eftirtekt íslendinga á slíkum
fundum munu vekja umræð-
ur og upplýsingar, sem þar
koma fram um þátttöku hinna
- Norðurlandanna í Fríverzlun-
arbandalagi Evrópu.
Innan Fríverzlunarbanda-
lagsins og innan Efnahags-
bandalagsins er við margvís-
leg vandamál að etja um þess-
ar mundir. Innflutningsgjald-
ið, sem verkamannaflokks-
stjórn Wilsons setti á fyrir
rúmu ári hefur valdið mikilli
óánægju meðal annarra aðild-
arríkja Fríverzlunarbanda-
lagsins, en Bretar hafa nú
heitið því að fella það niður
áður en langt um líður. Inn-
an Efnahagsbandalagsins
hafa miklar deilur staðið milli
Frakka annars vegar og hinna
fimm aðildarríkjanna hinsveg
ar, og enn er ekki Ijóst hvern-
ig þeim deilumálum lyktar.
Meðan þessi tvö bandalög
eiga við margvísleg vandamál
að etja er ekki líklegt að um-
ræður um sameiningu þeirra
komist á raunhæft stig. Miklu
fremur má telja að ríki Frí-
verzlunarbandalagsins stefni
að því, að styrkja samtök sín
svo sem þau mega, og öll eru
> þau sammála um að samstarf
innan Fríverzlunarbandalags-
ins hafi verið þeim verulega
hagkvæmt.
Innan Fríverzlunarbanda-
lagsins eru nú þær þjóðir, sem
við höfum átt nánust sam-
skipti við, og eru sumar
hverjar meðal stærstu við-
skiptaþjóða okkar. Óumdeilt
er, að tollakerfi Fríverzlunar-
bandalagsins er farið að valda
okkur verulegum erfiðleikum.
Margar framleiðsluvörur okk
ar eru tollaðar hærra, en
samskonar framleiðsluvörur
Norðurlandaþjóðanna, og þar
sem tollamismunurinn mun
aukast jafnt og þétt, er fyrir-
sjáanlegt að erfiðleikar okk-
ar í þessu sambandi munu
enn vaxa mikið.
Því verður að telja tíma-
bært, að íslendingar taki til
gaumgæfilegrar athugunar
afstöðu landsins til þeirra við
skiptabandalaga, sem mynduð
hafa verið í Evrópu, fyrst og
fremst til þess að viðskipta-
legir hagsmunir landsins
verði tryggðir og að tollamis-
munurinn hrekji íslenzkar
framleiðsluvörur ekki út af
gömlum og hefðbundnum
mörkuðum okkar.
Öll rök mæla með því að
heppilegra sé að nálgast Frí-
verzlunarbandalagið heldur
en Efnahagsbandalagið. Bygg
ist það bæði á því, að innan
Fríverzlunarbandalagsins eru
þær þjóðir, sem við höfum
haft nánust og bezt samskipti
við, bæði í viðskiptalegum
efnum og á öðrum sviðum, og
einnig á hinu, að uppbygging
Fríverzlunarbandalagsins er
með þeim hætti, að auðveld-
ara er fyrir okkur að tengjast
því.
íslendingar verða að gæta
þess að lenda ekki algjörlega
fyrir utan þau tvö bandalög,
sem myndazt hafa í Evrópu á
síðustu árum. Það mundi hafa
mjög alvarlegar afleiðingar í
för með sér fyrir útflutnings-
atvinnuvegi okkar, og þótt
einhvers konar tengsl við Frí-
verzlunarbandalagið kunni e.
t.v. að hafa erfiðleika í för
með sér fyrir vissar greinir
íslenzks iðnaðar, er þess
einnig' að gæta að aðild að
Fríverzlunarbandalaginu gæti
einnig orðið lyftistöng bæði
gömlum og nýjum iðngrein-
um.
ÍÞRÖTTAMIÐ-
STÖÐ
íLAUGARDAL
ÍZ appsafhlega er nú unnið að
því að fullgera íþrótta-
og sýningahöllina í Laugar-
dal. Þegar hún verður tekin
í notkun, mun gjörbreytast
aðstaða til íþróttaiðkana inn-
anhúss hér á landi, og hægt
verður að stunda ýmsar þær
innanhússíþróttir, sem ekki
hefur verið aðstaða til hingað
til.
Þá er einnig fyrirhugað að
vörusýningar verði haldnar í
þessum miklu húsakynnum,
og mun það einnig gjörbreyta
viðhorfum iðnaðarins og ann-
arra þeirra, sem áhuga hafa á
vörusýningum hér á landi.
Má t.d. búast við að ýmis er-
lend fyrirtæki, sem viðskipti
hafa við ísland, mundu hafa
áhuga á að sýna vörur sínar
hér í stærri stíl, þegar slík að-
staða er fyrir hendi.
Laugardalurinn er nú smátt
og smátt að verða hin mikla
íþróttamiðstöð höfuðborgar-
innar, eins og fyrirhugað hef-
ur verið, og vissulega hefur
verið ánægjulegt að fylgjast
með þeim framkvæmdum,
sem þar hafa orðið, og sem
skapað hafa íþróttafólki okk-
ar allt aðra og betri aðstöðu
til að stunda íþróttir, en það
hefur fram til þessa haft.
RHÖDESÍA
TO7ilson, forsætisráðherra
** Breta, hefur að undan-
Breytingar í finnsk-
um stjórnmálum
• 1 Finnlandi eru á döfinni
ýmsar breytingar á sviði
stjórnmálanna, sem Aeiga ef-
laust eftir að auka á eftir-
væiTitinguna um úrslit næstu
kosninga þar í landi, sem
fram eiga að fara eftir tæj>t
ár. Ber þar hæst stofnun nýs
frjálslynds stjórnmálaflokks,
sem Samband frjálslyndra og
Finnski þjóðarflokkurinn
standa að £ sameinimgu.
Fregnin um stofnun þessa
flokks kom mjög á óvart í
Finnlandi en talsmaður
finnska þjóðarflokksins, Esa
Kaitila, f jármál aráðherra,
sagði, að hún væri til þess
ætluð að draga úr klofningn-
um í finnskum stjórnmálum.
En jafnframt er Ijóst, að
flokksstofnunin er mótleikur
gegn þeirri ákvörðun Bænda-
flokksins að breyta um nafn
— heitir nú Vinstri — og miða
stefnu sína í framtíðinni við
að efla sem mest áhrif sín
í þéttbýlinu.
Á núverandi þingi hefur
Finnski þjóðarflokkurinn 13
þingsæti og Samband frjáls-
lyndra aðeins eitt, ér fékkst
með samvinnu við Sameining
arflokkinn, sem er hægri flokk
ur. Er talið, að myndun nýja
flokksins muni hafa í för með
sér að það dragi úr fylgi
hægri manna, — en haft er
eftir talsmanni þeirra, að þeir
telji flokksmyndunina engum
breytingum valda á stjórn-
málasviðinu. Jafnframt legg-
ur flokkurinn áherzlu á, að
hann sé jafnan reiðubúinn til
samvinnu við flokkana tvo.
Finnski þjóðarflokkurinn og
flokkur frjálslyndra hafa báð-
ir talið sig arftaka Þjóð-*
lega framsóknarflokksins, sem
leystist upp árið 1951. Þjóðar-
flokkurinn tók við þingsætum
gamla flokksins og tókst að
auka fylgi sitt meðal mið-
stéttanna (Framsóknarflokkur
inn hafði- aðeins fimm þing-
sæti, þegar hann var leystur
upp). Þeir fylgismenn flokks-
ins gamla, sem gátu sætt sig
við stefnu hins nýja þjóðar-
flokks, stóðu síðan að stofnun
Sambands frjálslyndra, en það
bauð ekki fram í kosningum
fyrr en árið 1962. Leiðtogi
þess hefur um árabil verið
Teuvo Aura, aðalframkvæmda
stjóri Póstsparibankans.
Nýi flokkurinn verður ekki
endanlega stofnaður fyrr í
nóvemberlok, að afloknum
la'ndsstjórnarfundum flokk-
anna, sem að honum standa,
þvf að fyrir þurfa að liggja
flokkssamiþykktir beggja. Eng
in hætta er talin á, að upp úr
samningum slitni, því að mál-
ið er sagt vel undirbúið —
munu viðræður um það hafa
staðið yfir frá því snemma
sL vor. Er talið næsta víst, að
formaður nýja flokksins verði
Mikko Juva. prófessor í kirkju
sögu, og varaformenn Kaitila
og Aura.
Sem fyrr segir getur nýi
flokkurinn talið sér næsta ör-
ugg fjórtán þingsæti í kosn-
ingum. Hinsvegar benda leið-
togar flokkanna á, að atkvæða
fylgi þeirra hefur farið vax-
andi undanfarið. Hefur það
komið fram { bæja- og sveita-
stjórnarkosningum, sem haldn
ar hafa verið frá síðustu þing-
kosningtfm. Sem dæmi er
nefnt, að frjálslyndir fengu
aðeins 12 þúsund atkvæði árið
1962 en 27 þúsund atkvæði í
síðustu bæja- sveitastjórnar-
kosningunum.
Dagblöðin finnsku ræða að
sjálfsögðu mikið um þessar
breytingar og eru öll sam-
mála um, að nafn- og stefnu-
breyting Bændaflokksins sé
meginástæða flokksmyndunar
innar. „Helsingin Sanomat",
sem er óháð, skrifar, að varla
hefði orðið nokkuð úr flokks-
stofnuninni hefði Bændaflokk
urinn ekki ákveðið að beita
öllum ráðum til þess að fjölga
flokksfélögum sínum og kjós-
endum í þéttbýlinu og auka
áhrif sfn meðal almennra
launþega.
Málgagn Bændaflokksins
„Suomenmaa" skrifar, að ótt-
inn við að stefna Bænda-
flokksins kynni að skerða
kjörfylgi Þjóðarflokksins hafi
leitt til myndunar nýja flokks
ins. Bætir blaðið því við, að
sízt bæri þó að harma þótt
fylgi flokksins minnkaði —
það yrði þjóðinni eflaust til
blessunar. Á hinn bóginn geti
hinn nýi flokkur orðið til
góðs, svo framarlega sem
hann verði í raun og veru
frjálslyndur, en láti ekki
hægri öfl frjálslynda flokks-
ins ráða of miklu um stefn-
una.
Hægri blaðið „UUsi Suomi“
segir, að ákvörðunin um
flokksmyndunina hafi komið
mjög á óvart, — ekki aðeins
flokkunum, sem utan hennar
standa, heldur einnig innan
hinna flokkanna tveggja, m.a.
hafi einn þingmanna þjóðar-
flokksins ekki vitað, hvað til
stóð fyrr en rétt áður en mál-
ið var opinbert.
Loks segir Huvudsstads-
bladet“, að gengi hins nýja
flokks muni fyrst og fremst
byggjast á því, að hve miklu
leyti hann reynist nýr flokk-
ur — til þessa hafi „frjáls-
lyndið" verið að heita má
heimilislaust í finnskum
stjórnmálum og þvf verði
fylgzt af eftirvæntingu með
þessari breytingu og stefnu
flokksins í framtíðinni.
BRIDGE
LEIKURINN milli Finnlands og
Svíþjóðar í opna flokknum I
Evrópumótinu var mjög spenn-
andi og skemmtilegur. í hálfleik
var staðan 69:41 fyrir finnsku
sveitina og leiknum lauk með
finnsku sigri 83:60 eða 6—0.
Hér kemur skemmtilegt spil
frá þessu leik.
Norður
A —
¥ Á 10 8 6
♦ K D G 10 9
« 9 7 5 3
Vestur
A G 10 9 6
5 4
¥ 4 3
♦ 5 4 2
«84
Austur
♦
«
K D 8 7
3 2
K G 7
5 2
7 6
Suður
« Á
¥ D 9
♦ Á 8 3“
* Á K D G 10 6 2
Þar sem sænsku spilarnir sátu
N.—S. gegnu sagnir þannig:
Suður Vestur Norður Austur
2 Lauf Pass 2 Grönd4 Spaðar
6 Lauf 6 Spaðar7 Lauf Pass
Pass 7 SpaðarPass Pass
7 GröndPass Pass Pass
Sænsku spilararnir áttu ekki
í erfiðleikum með að vinna 7
grönd þar sem að minnsta kosti
14 slagir standa í háspilum.
Finnsku spilararnir á hinu
borðinu komust einnig í al-
slemmu og gengu sagnir þánnig:
Suður Vestur Norður Austur
1 Lauf Pass 1 Tígull 1 Spaði
3 Grönd4 Spaðar6 Lauf 6 Spaðar
7 Lauf 7 SpaðarDobl Pass
7 GröndPass Pass Pass
Árangur varð sá sami á báðum
borðum. en ekki er hægt að segja
annað en sagnir séu hressilegar.
förnu dvalizt í Rhódesíu, og
reynt að finna lausn á deilu-
málum Rhódesíu og Stóra-
Bretlands. Samkomulag hefur
tekizt um skipun þriggja
manna nefndar til þess að
fjalla um málið og hefur þar
með tekizt að vinna dýrmæt-
an tíma.
En greinilegt er, að Rhó-
desíumálið er eitt alvarleg-
asta deilumál sem nú er við
að etja, og erfitt er að gera
sér grein fyrir afleiðingum
þess, ef Rhódesíustjórn lýsir
yfir sjálfstæði landsins án
samþykkis Breta.
Leiðtogar ýmissa Afríku-
ríkja hafa haft við orð að
senda her til Rhódesíu ef lýst
verðúr yfir sjálfstæði lands-
ins án þess að réttindi blökku-
manna þar verði tryggð, og
ýmsar efnahagslegar og póli-
tískar refsiaðgerðir hafa ver-
ið boðaðar gagnvart Rhódesíu
stjórn.
Bretum hefur tekizt ótrú-
lega vel að leysa upp hið
mikla nýlenduveldi sitt, og
yfirleitt hafa þeir haft náin
tengsl við fyrri nýlendur sín-
ar, eftir að þær hafa fengið
sjálfstæði. Það er óneitanlega
hlálegt að það skuli vera hvít-
ir menn í Afríku, sem nú
valda Bretum mestum erfið-
leikum við að losa þá við síð-
ustu leifar nýlenduveldisins,
en eins og málum er háttað
nú, verður ekki við það unað,
að fámennur hvítur minni-
hluti í Rhódesíu virði rétt-
indi hins blakka meirihlúta
að engu.