Morgunblaðið - 31.10.1965, Blaðsíða 11
11
1 Súnnudagur 31. oktober 1965
MORCUNBLAÐIÐ
Einn helztl leifftogl nppreisnarmanna gegn ríkisstjóminni í Kongó er Gaston Soumialot. Ný-
lega kom upp orðrómur um að hann hefði verið fellður, en það reyndist ekki rétt. Soumi-
alot var >á staddur í borginni Dar-Es-Salaam í Tanzaniu, og boðaði þar fréttamenn á sinn
fund s.l. sunnudag. Var mynd þessi tekin við það tækifæri. Soumialot er maðurinn meff
húíuna.
BREF
ÚR SVEITINNI
Miðhúsum, 10 .október 1965.
VORIÐ var þurrt og kalt, gróð
ur kom því í seinna lagi. Sau'ð-
burður gekk vel, þó að flest ai
ánum bseru í húsi.
Hlunníndi munu víðast hvar
fcafa gengið í meðallagi.
Sumarið var þurrviðrasamt,
mikið um sólfar, en þó heldur
kalt.
Grasspretta var víðast ágæt,
en á harðbala túnum undir meðal
lagi.
Heyfengur er hér víðast hvar
með bezta móti og óhrakin. í>ó að
háarspretta hafi verið mjög léleg.
Kartöfluspretta var yfirleitt
Égæt þó-misjöfn eins og gengur,
en engir stórframleiðendur eru
hér í þessari búgrein. Þetta er
þriðja sumarið í röð sem berja
uppskera bregst hér og stafar
það af því að vorkuldarnir eyði-
lögðu blómin áður en frjógun
hafði farið fram.
Umferð hefur verið með svip-
uðu móti og síðast liðið sumar.
Nokkuð hefur borið á því sem
oftar áður að ekið sé á sauðfé og
það skilið limlest ftir við vegina,
en sumir eru það drenglundaðir
eð gera vart við þessi óhöpp sín,
evo hægt sé að stytta hinum
kvöldu skepnum aldur. Ég hygg
oð með aukinni fræðslu og leið
beiningum um það hvernig bú-
té hagar sér við þjóðveginn
mætti draga verulega úr þessum
elysum og er hér verkefni fyrir
dýraverndara, tryggingar og
elysavarnafélögin að annast
þessar leiðbeiningar í gegnum
blöð og útvarp.
Rekstur Hótel Bjarkalundar
hefur gengið með svipuðu sniði
og áður, en þó verður að átelja
Barðstrendingafélagið fyrir það
eð gefast upp við að halda sumar
hátíð sína í Bjarkarlundi með
nokkrum menningarblæ og æsku
fólk okkar er verðmætara en það
að hægt sé að gefa Mammoni og
Bakkusi alla dýrðina.
Aðalfundur Sambands breið-
firzka kvenna var haldinn að
Reykhólum dagana 1S. til 21. júní
6Íðast liðinn og þar skeði það
eð sambandið klofnaði í tvennt.
Bnæfellsnesskonurnar sögðu sig
úr en Breiðfirzkar stofnuðu sitt
eigið. Sú hugmynd bréfritara um
það að konur væru yfirleitt
miklu betur félagslega þroskað-
ar en karlmenn, varð fyrir áfalli,
€n kannski er hér aðeins um und
•ntekningu að ræða Fulltrúar á
Sambandsfundinum gáfu Reyk-
hólakirkju rúmlega 3000 kr. í
fánasjóð og þökk sé þeim.
Á þessu fundi flutti Helga
Halldórsdóttir ljóð til Reykhóla- j
sveitar og þar sem mér finnst
kvæðið fagurt og það eigi fullan
rétt á sér að fleiri lesi það en
þeir sem sjá fundargerð Sam-
bands breiðfirzka kvenna hef
ég skrifað það hér upp.
Til Réykhólasveitar
Reykhólasveit hér er fögur þá
sólargeislar blika
á sæ, er oftast blundar ef kári ei
hann vekur I
með eyjar sker og hólma er öll
af lífi kvika |
en auð til lands og sjávarins
mannsorkan þar tekur
Hér sofnar enginn maður við
sjávarniðinn þunga
Hér sést ei þegar hafaldan rífur ,
grjóti úr skorðum.
Við fjarðarströnd í hvíslingum
mælir marar tunga
líkt móður er við barnið sitt talar
kærleiksorðum.
Hér ræður særinn ríkjum en ekki
ægisdætur
Þær annarsstaðar skauta með
sín hvítu falda |
en straumsins þunga iða ei að
sér hæða lætur
hún allt vill niður draga I
sjávardjúpið kalda.
í suðvestri rís ásinn sem
fengurstur er fjalla
og forðum Verner réð klæða í
skáldlistanna hökul.
Hann Indverjarnir guðdómsins
orkustöðvar kalla
en íslands goða tungumál
nefnir Snæfellsjökul.
Barmahlíð er falleg með laufsins
litum fríðum.
í ljósum orðum stórskáldin
vottað hafa þetta.
En mér er kærast skrautið í
háum jökulhlíðum
sem hraunið og gamburmosinn
og lyngið saman flétta.
Hér búa margskyns töfrar í
fegurð fjalla sala.
Hér finnst mér gott að hvílast
og láta hugann dreyma,
og við mig smáu fossarnir
tungum vina tala
þeir tilkynna mér sögur um
dulda álfaheima.
Vort land er töfra fagurt. Hver
sveit á sína prýði
og sínar auðsins lindir er hvetja
fólk til dáða.
Guð blessi þetta hérað. Guð
blessi þetta land og lýði
og láti jafnan kærleikans orku
gjörðum ráða.
Haustið hefur verið þurrviðra-
samt það sem af er, en september
mánuður var þá sérstaklega kald
ur og næðingssamur.
Sauðfjárslátrun er nú senn að
Ijúka og munu dilkar vera í
kringum meðallag.
Byggingarframkvæmdir eru
hér nokkrar. í byggingu eru 3
íbúðarhús, í Múla í Geirdal, Sím
stjórahús í Króksfjarðarnesi og
eitt íbúðarhús á Reykhólum. Auk
þess er í byggingu útíhús og
kaupfélag Króksfjarðar er að
stækka útibú sitt á Reykhólum.
Eitt af því sem menn eru yfir
leitt óánægðir með hér er vara-
hluta þjónustan frá þeim fyrir-
tækjum sem flytja inn landibún-
aðar vélar og veldur það bœnd-
um miklu tjóni, óþægindum og
margskonar leiðindum.
Þó ætla ég að Dráttavélar h.f.
eigi hér metið og er það mjög
leitt að jafn góðar vélar sem
þetta fyrirtæki hefur umboð
fyrir séu nær því óeigandi vegna
framúrskarandi lélegrar þjón-
ustu fyrirtækisins við viðskipta-
menn þess og kveður svo rammt
að þessu að afgreiðslufrestur á
varahlutum fer allt að 5 til 6 mán
uðum og auðvitað með tilheyr-
andi símkostnaði sem getur orð
ið meiri en varahluturinn kostar
Hér er vandamál á ferðinn sem
að dómi bréfritara verður að
koma á réttan kjöl og verður
Stéttarsamband bænda á að taka
hér i taumana og sýna þeim inn-
flytjendum á landbúnaðarvélum
sem ekki treysta sér að hafa vara
hluta þjónustuna í forsvaranlegu
lagi fram á það að umboðið verði
fengið þeim aðilum í hendur sem
hafa áhuga getu og vilja til þess
a inna þessa þjónustu af hendi
svo viðunandi sé.
Nú fara barnaskólarnir hér að
byrja og verða nú í vetur tveir
kennarar við barnaskólann á
Reykhólum og í því sambandi
mætti minna á það að fræðslu-
löggjöfin okkar er harla ^ein-
kennileg þar sem upprennandi
æsku sveitarinnar er raunveru-
lega refsað vegna þess að fpr-
eldrar þeirra eiga heima í sveit
eða sveitaþorpi. Það hljóta því
að vera skýlausar kröfur til
löggjafavaldsins að æskufólki
sveitanna verði veitt sömu mennt
unarskilyrði og æskufólki þétt-
býlisins og þetta má ekki drag-
ast lengur en til haustsins 1967
að þessu jafnvægi verði komið á.
Framleiðsluráð hefur mælt á
móti því að haldið verði áfram
með mjólkurbúsbygginguna á
Reykhólum og þar sem sú sága
öll, ef rakin verður, er lengri en
rúm er fyrir í einu fréttabréfi
véður látið hér staðar númið að
sinnL Sveinn Guðmundsson 1
Konur, ást og orö
TIL ERU þeir menn, sem standa á því fastar en fótun-
um, að það sé með öllu óþarft að þeir segi konum sínum
að þeir elski þær, það sé meira en nóg að þeir geri það.
Það fer oft illa fyrir þessum mönnum.
Konur þeirra eru nefnilega yfirleitt á annarri skoð-
un. Þeim er ekki nóg að vita — eða halda — að menn
þeirra elski þær, þær vilja heyra það af vörum þeirra og
ekki bara einu sinni heldur oft og mörgum sinnum. Þær
þreytast aldrei á því að heyra að þær séu dásamlegar
verur, sem eiginmenn þeirra dái og tilbiðji eins og frá
fyrstu tíð og skilji hreint ekki, hvernig þeir hafi verið
svo ótrúlega heppnir að eignast nokkru sinni fyrir konu.
Og hvað er því til fyrirstöðu, að þær fái að heyra
það eins oft og þær langar til? Hvað er indælla en segja
eiginkonu sinni eða ástkonu að maður elski hana, hversu
lengi maður hafi elskað hana og hversu mikið, og síðast
en ekki sízt, hvers vegna maður elski hana? Auk þess er
hún vís til að slá manni sínum forláta gullhamra í stað-
inn. Ekki lét Salómon konungur sig muna um að syngja
stúlkunni sinni lof og dýrð forðum daga og þó við séum
ekki allir skáld á þorð við Salómon, eru stúlkurnar okk-
ar vísastar til að taka viljann fyrir verkið og meta ljóð
okkar öðru mati en bókmenntagagnrýnendur og Biblíu-
skýrendur.
Ég hef þekkt fjölda manna, sem gátu ekki, annað
hvort af feimni eða af fyrirlitningu á „þvílíkum barna-
skap“ fengið af sér að „daðra“ við konur sínar eins og í
gamla daga, þegar þau voru ung, menn, sem fannst allt
hjal um ást og indælar minningar „endemis þvætting-
ur“ eða „bölvaður kjánaskapur". Kannske gekk þeim til
staurblinda á eðli kvenna, ellegar þeim var óvenju stirt
um mál, en rnikils var þeim — og konum þeirra — í misst
fyrir bragðið. Þetta er ekki eins ðskaplega erfitt við-
fangs og sumir virðast haida. Eitt hrósyrðið leiðir af sér
annað og fyrr en varir er svo komið, að bæði eru orðin
svo örugg um sig, að þau geta farið að úthúða öðrum og
þá er markinu náð.
Robert Louis Stevenson sagði einhverju sinni, að
allar samræður elskenda mætti stytta í þrjár setningar
og þær harla stuttar, sem sé: „Ég er ég. Þú ert þú. Allir
aðrir eru ómögulegir11. Og þetta er hreint ekki svo f jarri
lagi — þó ég vilji að vísu gera eina undantekningu, þar
sem eru vinir þeggja aðila. Fyrst í stað kunna þeir að
valda einhverjum erfiðleikum og jafnvel vekja afbrýði-
semi á stundum, en er frá líður verða vinir annars vinir
hins og þá er hægt að tala fram og aftur um þá líka.
En þess gerist kannski ekki einu sinni þörf. Það er
lengi hægt að tala um sjálfan sig. „Ég er ég“, er dágott
efni : framhaldssögu. Að vísu skirrist maður yfirleitt
við að tala mikið um sjálfan sig, ýmist af meðfæddri
hæversku, ótta við að verða til athlægis eða þeirri stöku
tillitssemi við náungann að vilja ekki valda honum
syfju sökum leiðinda. En þegar ástin er annars vegar
þurfum við ekki að bera kvíðboga fyrir neinu slíku.
Konan, sem elskar okkur, hefur að sjálfsögðu ekki á
öðru meiri áhuga en einmitt á okkur og umburðarlyndi
hennar eru tæpast nokkur takmörk sett — a.m.k. ekki
til að byrja með. Hún hlustar á sömu sögurnar upp
aftu; og aftur og hefur meira að segja ánægju af þeim
hverju sinni, því alltaf finnur hún eitthvað nýtt og for-
vitnilegt, annaðhvort í sögunni sjálfri eða frásagnar-
mátanum eða einhverju öðru, sem kannski á ekkert
skylt við söguna, en grípur hug hennar fanginn einmitt
þessu sinni.
Og þá er „þú ert þú“ ekki síðra umræðuefni. Það
jafnast fátt á við að hljóta langþráða viðurkenningu,
að heyra sjálfum sér sungið lof, finna einlægnina og
hlýjuna í röddinni, sem slær okkur gullhamra, sjá sjálf
okkur í nýju ljósi með augum þess er við elskum. Það
er meira að segja hægt að koma við smávegis umvönd-
unum eða gagnrýni, ef með þarf, koma á framfæri ein-
hverju, sem okkur þykir ábótavant, þegar þannig stend-
ur á, því ástin dregur fjöður yfir það allt saman og
færir til betri vegar.
Seint og um síðir, þegar svo er komið kynnum
elskendanna, að þeim finnst þau hafa sagt hvort öðru
allt og þekkja hvort annað út í yztu æsar, geta þau
leyft sér þann munað á samverustundum, að segja
hreint ekki neitt, láta hugsanirnar einar um að fylía
kyrrláta þögnina þeirra í milli. En til þess að svo megi
verða, má mikið vatn til sjávar renna og margar sólir
upp rísa. Konur, ást og orð eiga saman langleiðina til
þessarar seinunnu, indælu þagnar, sem sumir kynnast
aldrei af eigin raun. Þeim er vorkunn, en þeir geta
sjálfum sér um kennt, orðin eru öllum föl.