Morgunblaðið - 31.10.1965, Blaðsíða 10
10
MOR.CU N BLAÐID
Sunnudagur 31. október 1965
Um efni bókarinnar
og sögu í stuttu máli
VÍNLANDS - KORTiÐ
Islenzkar heimildir og
ferð Eiríks Gnúpssonar
af í sagnaritun íslendinga og
hversu lauslega er á það drep-
ið vilja sumir fræðimenn, (s.s.
Gathorne-Hardy og H. Her-
mannsson) hafa til marks um
að málið hafi verið Islending-
um hversdagsleg vitneskja.
Onnur skýring og ekki ósenni-
legri er sú, að atburðir þessir
hafi þá verið orðnir svo fjar-
lægir. Engu að síður ber þetta
vitni sögulegri hefð, rótgróinni
og alþekktri sem nær allt aftur
til tíma Ara fróða og fyrsta
landnáms í Grænlandi.
Ferff Bjarna ein næg sönnun
Töluvert ber í milli með
Eiríks sögu rauða og Grænlend-
inga spgu og m.a. segir í hinni
síðari frá fimm Vínlandsferð-
sanna að norrænir menn hafi
fundið Ameríku“. Þessu til við-
bótarsönnunar eru svo textarn-
ir á Vínlandskortinu, þar sem
segir frá Bjarna.
í*að sem sögunvm ber mest
í milli er það, að Grænlendinga
bók getur ein ferðar Bjarna
Herjólfssonar og hvernig hann
fann Vínland fyrir þá tilvilj-
un," að harm hrakti af lcið og
segir síðan að Leifur hafi gert
sína för vestur í beinni afleið-
ingu af för Bjarna og með það
fyrir augum að kanna þar
land og nema. í Eiríks sögu
segir aftur á móti frá því,
hversu Leifur fann Ameríku á
mjög svipaðan hátt og fyrri frá
sögnin um Bjarna, hann hafi
borið af réttri leið frá Noregi
I.andsýn
Vinlands.
— Leifur heppni og menn hans úti fyrir ströndum
heldur skipaður að Görðum í
Grænlandi fyrr en 1124 og má
af því marka að Eiríki hafa ver
ið ætluð umsvif utan við form-
lega kirkjulega embættisskip-
an.
Áður hefur það verið al-
mennt hald fræ'ðimanna að Ei-
ríkur biskup hafi ekki komið
aftur úr vesturför sinni 1121
(eins og segir í annálum íslenzk-
um, en talin er hafa verið farin
1117, ef stuðzt er við það sem
á kortinu segir, og dánardægur
Pascals páfa, þess er gerði Eirík
út af örkinni, 1118) og G. Storm
gefur jafnvel í skyn að hann
hafi aldrei komizt til Vínlands.
En ef textinn á kortinu er tek-
in trúanlegur var ekki einasta
að biskup kæmist á leiðarenda,
heldur dvaldist hann á Vín-
landi í a m.k. eitt ár og kom
þaðan aftur heim með upplýs-
ingar um landið, sem hann hef-
ur getað haft með sér suður
á bóginn til Evrópu og sem ef
til vill eru frá runnar upplýs-
ingar er á byggjast textamir
á kortinu. Svo virðist sem her
séu komnar síðustu heimildir
um Vínland, sem okkur eru
kurtnar af frásögnum þeirra er
til þekktu allra staðhátta.
Hvaðan sá er Grænlandskort-
ið gerði hafði fróðleik sinn um
Eirík biskup Gnúpsson og hans
ferðir er ekki vitað, en við get-
um getið okkur þess til, að upp-
f SIÐUSTU grein um Vínlands
bókina var fjallað um Græn-
landsteikninguna á Yale-kort-
inu, sem fyrir sakir nákvæmni
•innar þótti að sumu leyti harla
tortryggileg þó sönnur yrðu á
það færðar, að allt myndi með
felldu um hana. Nú verður
áfram haldið frásögn Skeltons í
lauslegri þýðingu og endursögn
Mbl. og segir næst frá Vínlands
teikningunni á kortinu.
í upphafi kaflans segir hann:
Afrit það af Vínlandskortinu,
sem okkur hefur nú borizt í
hendur, var gert tæpum fjórum
áratugum eftir að farin var síð-
ust ferð mili Noregs og Græn-
lands, og kannske hafa enn
verið strjálar ferðir til Græn-
lands er gert var kort það, er
við nú höfum eða frumrit þess.
Þó eru allar líkur á, að frum-
kortið hafi verið töluvert eldra,
Og nákvæm, teikningin af vest-
urströndinni er sennilega frá
því áður en Vestribyggð lagð-
ist í eyði á fyrri hluta fjórt-
ándu aldar.
í>að er nokkuð athyglisvert,
að Konungsskuggsjá, sem sam-
in er um 1250 minnist ekki á
Vínland eða aðra landafundi
vestanhafs á víkingaöld, og lýs-
ir það dável tímamismun þeim
á heimildum er skrásetjarinn
hafði úr að moða um Grænland
og Vínland. Ferðir norrænna
manna til Hellulands, Mark-
lands og Vínlands höfðu verið
farnar meira en fjórum öldum
áður en teiknað var afrit það
af kortinu, er við nú höfum
með höndum. Þeim var lokið
um 1030 (í síðasta lagi) og
höfðu ekki í för með sér neitt
varanlegt landnám eins var t.d.
um Grænland. Aðeins er getið
landtöku í Ameríku þrisvar síð
ar og ekki sannað mál). Fjög-
ur hundruð ára bilið fram til
þess er Vínlandskortið var gert,
er því aðeins brúað í íslenzk-
um heimildum um atburði tí-
undu og elleftu aldar.
í>ó sögur þær, sem eru helztu
heimildir okkar fyrir Ameríku-
fundi norrænna manna hafi
ekki verið færðar í letur fyrr
en á fjórtándu öld, er efni
þeirra vafalaust byggt á frá-
aögnum, sem gengið höfðu
mann fram af manni allt frá
víkingaöld. Minnast má í þessu
sambandi orða Bretans Gat-
horne-Hardy (sem m.a. þýddi
„Gullna hliðið'* á ensku) um
„sannleika, hlutleysi og ná-
kvæmni“ í söguflutningi þess-
um tíma þann er leið áður en
sögurnar voru færðar í letur.
Allt um það er bilið töluvert,
tæp öld eða þrjár kynslóðir.
Vínlands er fyrst getið í
skráðum heimildum í bók
Adams biskups af Brimum ár-
ið 1070 eða þar um bil og má
af því marka, að eitthvað hafa
evrópskir menn þá um landið
vitað þó biskupinn geti ekki
ferða þangað. í íslenzkum heim
ildum er Vínlands fyrst getið i
íslendingabók Ara fróða (c.
1124) þar sem hann drepur á
að í Vínlandi búi sama þjóð og
áður hafi byggt Grænland, en
síðan fer af því fáum sögum,
fyrr en koma til skjalanna
Eiríks saga rauða og Græn-
lendinga saga. Það hversu fátt
er um Vínland skráð framan
um er á leiðarenda komust og
einni er mistókst, en í Eiríks
sögu segir frá tveimur ferð-
um er höfðu erindi sem erfiði
og einni er fyrir fórst. Sumir
fræðimenn (s.s. H. Hermanns-
son og G. Storm) telja að ekk-
ert mark sé á Grænlendinga
sögu takandi sökum ýmislegs
ósamræmis og frávika og frá-
sögnum af yfimáttúrulegum at-
burðum, en aðrir (s.s. Hov-
gaard og Gathorne-Hardy, sá
er áður sagði frá) fara bil
6. Vín-
lands-
grein:
4í
beggja og fá úr báðum eina
samfellda sögu sem ber saman
við hvoruga í öllu. Segja þeir
að það sé eðlileg söguleg þró-
un, að saman renni fleiri ferð-
ir í eina og ekki sé hægt að
hafna Grænlendinga söfU. fyrir
það eitt, að sitthvað í henni
geti ekki verið satt. Eins segir
hún mjög nákvæmlega frá því,
er Bjarni Herjólfsson fann
Ameríku 986, en þess er ekki
getið í Eiríks sögu. Gathorne-
Hardy segir um þetta, að „hvað
sem þeir fræðimenn hafa haft
við ferð Bjarna a'ð athuga, sem
ekki hafa getað komið henni
fyrir innan -ramma ' enninga
sinna ......er það víst, að ef
við ættum engar heimildir aðr-
ar um Vínland mundi ferð þessi
ein saman nægja til þess að
heim til Grænlands. í Grænlend
inga sögu er sagt frá ferð Þor-
valds Eiríkssonar, bróður Leifs,
vestur og dauða hans þar í
bardaga við Skrælingja, en í
Eiríks sögu er Þorvaldur sagð-
ur skipsmaður Þorfinns karls-
efnis og hafi látið lífið í þeirri
ferð. Þá segir Eiríks saga ekki
frá vesturför Freydísar, systur
Leifs, sem Grænlendinga saga
lýsir.
Fræðimenn greinir mjög á
um, hvar norrænir menn muni
hafa komið að landi í Ameríku
og verður enn ekki sagt til um
það með neinni vissu. Það hef-
ur síðast verið lagt til þeirra
mála er Ingstad hinn norski
reit um fornminjafundina í
L‘Anse-aux-Meadows, skammt
frá Bauld-höfðanum á Ný-
fundna landi, og verður ekki
farið nánar út í þá sálma, enda
mikið mál að rekja allar vanga
veltur fræðimanna um það.
Trúboðsferð til Skrælingja?
Frá Vínlandsferð Eiríks bisk
ups Gnúpssonar segir á Vín-
landskortinu all-ítarlega og leik
ur mikill vafi á, hver verið hafi
tilgangur ferðar þessarar, hvort
biskup hafi haldið vestur að
þjóna þar kristnum mönnum,
er þar hafi dvalizt eða hvort
honum hafi verið ætlað að boða
skrælingjum trú.
Textinn á Vínlandskortinu
rennir ótvíræðum stoðum und-
ir „trúboðskenninguna“ (er H.
Hermannsson heldur fram), þar
sem segir m.a. frá stöðu biskups
og umboði úr páfagarði þeim
orðum, að augljóst er að honum
hafi verið falið að útbreiða
kristna trú utan endimarka
Grænlands. Hann er sagður le-
gáti páfa eða sendimaður á
kortinu, en þess er ekki getið
annars staðar. Biskup var ekki
Góð bók
FYRIR allmörgum árum kom út
bók ein ágæt, er ég las þá mér
til mikils fróðleiks og ánægju.
Síðan hef ég oft litið í bók þessa,
ýmist lesið mikinn hluta hennar
eða kafla úr henni.
Bók þessa gaf Leiftur h.f. út
1952. Hún nefnist Ævi Jesú og er
samin af dr. theol. Ásmundi Guð
mundssyni, sem þá var prófessor
en síðar biskup íslands, svo sem
kunnugt er. Þetta er stór bók,
alls um 390 bls. í stóru broti og
fylgja henni 20 myndir vandlega
prentaðar (í sex litum) eftir mál
verkum hins fræga málara Carl
Block og 3 uppdrættir. Yfir höf-
uð er afar vel frá bókinni geúg-
ið, letur og pappír ágætt og próf-
arkalestur vandaður.
Þar sem hér er um strangvís-
indalegt rit að ræða, gert af há-
lærðum, gáfuðum og prýðilega
ritfærum manni, kom mér nokk-
uð á óvart, er ég í dag talaði við
forstjóra h.f. Leifturs, að frétta,
að enn er nokkuð óselt af riti
þessu. Enda hef ég ekki séð það
í gluggum bókaverzlana undan-
farin ár — ekki einu sinni fyrir
jólin. Ef til vill hefur fólk ekki
gert sér grein fyrir því, að hér
er um sagnfræðilegt rit að ræða,
ævisaga Jesú Krists, sem byggð
er á öllum tiltækilegum rann-
sóknum á handritum og skoðun-
um sagnfræðinga, jafnvel einnig
getið ýmissa fáránlegra getgáta,
svo sem að Jesús hafi aldrei ver-
ið til (A. Drews, Brandes o.fl.)
en nútíma vísindamenn hafa al-
runalegar heimildir fyrir þvl
eins og fyrir landfundi Bjarna
Herjólfssonar séu íslenzkar.
Allt um það, segir Skelton
rennir kortið stoðum undir þá
ályktun, að tæpri öld eftir vest-
urferðir víkinganna, hafi verið
svo komið sögu, áð engin byggð
norrænna manna hafi verið i
Vesturheimi og týndar hafi
verið siglingaleiðir þangað.
(Næsta grein birtist í blaðinu
á þriðjudag).
Athugasemd:
Vegna mistaka í umbroti
birtust ekki réttir textar með
tveimur myndanna í greininni
um Grænlandsteikninguna á
Yale-kortinu (5. grein) og text-
ar þeir, er settir voru við mynd
irnar höfðu ruglast — eins og
lesendur hafa vafalaust gert
sér grein fyrir. Réttir mynda-
textar fara hér á eftir:
Efri myndin: Samanburður
Grænlandsteikningarinnar á
Vínlandskortinu og uppdráttar-
ins af Grænlandi á nútíma
korti. Tölurnar vísa til eftir-
talinna staða: 1. King William
Land, 2. Liverpool Land, 3.
Scoresbysund 4. Cape Dan, 5.
Kangdlersuak 6. Angmagssalik,
7. Cape Farewell, 8. Juliane-
haab (Eystribyggð), 9. Godt-
haab (Vestribyggð), 10. Diskó-
flói, 11. Umanakfjörður 12 Up-
ernavik, 13. Melvilleflói, 14.
Cape York, 15. Kane Basin, 16.
Petermannfjörður, 17. Peary
Land.
Neðri myndin: Sjóleiðin til
Grænlands á miðöldum. B. tákn
ar Bergen, F. Færeyjar, R.
Reykjanes, S. Snæfellsnes, G.
Gunnbjarnarsker, H. Hvarf, E,
Eystri byggð, W. Vestribyggð.
Efri leiðin og sú gleiðstrikaðri
er sjóleið Eiríks rauða, sem far
in var fram eftir 12. öld, sú
neðri er sjóleiðin er síðar var
upp tekin, þegar ísar urðu far-
artálmi á hinni fyrri.
veg kveðið þessar getgátur niður,
má þar t.d. nefna Will Durant
í hinni ágætu bók Rómaveldi
(Menningarsjóður 1963-1964 þýð.
Jónas Kristjánsson).
Það sem kom mér til að rita
þessi fáu orð, er, að nýlega er
komin út ensk þýðing á Æfi
Jesú. Nefnist bókin í ensku þýð-
ingunni The supreme life, þýðing
gerð af dr. Kristni K. Ólafsson,
forseta lúterska kirkjufélagsins i
N.-Ameríku. Dr. Kristinn var
mikill lærdómsmaður og er það
næg trygging fyrir því að hér er
um vandaða þýðingu að ræða og
einnig eykur það hróður höfund-
arins, dr. Ásmundar Guð-
mundssonar' að bókin er talin
þess virði að þýðast á eitt víð-
lesnasta mál veraldar. En geta
má nærri að margar bækur um
ævi Jesú Krists eru til fyrir á
ensku.
Það er kunnugt að margir Vest
ur-íslendingar og afkomendur
þeira, er ekki kunna lengur ís-
lenzku ,eru miklir kirkjunnar
menn. Virðist mér það tilvalið að
frændur og vinir þessara kristnu
Vestur-íslendinga sendi þeim
The supreme life. Eins og áður
er sagt, er hér um bæði fróðlega
og skemmtilega bók að ræða og
að öllu leyti þess verð að vera
lesin með athygli.
Einnig vil ég leyfa mér að
benda á það að bókaverzlanir
ættu að hafa bókina á íslenzku á
boðstólum nú fyrir jólin því ég
hygg að það hljóti að vera af
vangá að þessi prýðilega ævisaga
er ekki fyrir löngu seld upp í
einni eða fleiri útgáfum.
21. 10. ‘65.
Þorsteinn Jónsso-