Morgunblaðið - 31.10.1965, Side 25

Morgunblaðið - 31.10.1965, Side 25
1 Sunnudagur 31. olctSSer 1965 A10RGUNBLAÐIÐ 25 • Gjafmildi málakeppninni sem haldin hefur Frá hinni miklu Ameríku ber- ast þær fregnir, að bandaríski kvikmyndaleikarinn, sem kunn- ur er af kvikmyndinni „77 sunset strip“ hafi orðið svo yfir sig hrifinn og ánægður, er kona hans fæddi honum son, að hann hafi í tilefni af því gefið henni tvær olíulindir í Oklahoma. I>ykir þetta hin álitlegasta gjöf þar vestra. li • Kvenréttindabarátta 1 Barátta kvenkynsins fyrir jafn rétti við sterkara kynið hefur nú gengið svo langt að jafnvel sumum konum þykir nóg um. Nú hefur 22 ára gömul stúlka frá Vestur-Indíum sannað, að konur standa karlmönnum sízt að baki hvað snertir líkamlegt atgervi. Stúlkan, sem hér sézt á myndinni lyfta andstæðing sín- um hátt á loft, heitir Zilma „Sheik Doll“ Diaz lagði andstæð- ing sinn, Anderson að nafni að velli í fyrstu skipulegu slags- verið milli karla og kvenna. Já, nú mega karlmennirnir aldeilis fara að vara sig. • Flutningar j f Kaliforníu fékk stórt flutn- ingsfyrirtæki það verkefni að flytja kirkju — Guðskirkjuna — úr öðrum bæjarhlutanum til hins. Risastórir flutningabílar, voru komnir á staðinn og það var byrjað að rífa niður glugga og hurðir, taka rafmagnið af o. fl., þegar presturinn Doyle Zachary kom hlaupandi og hróp- aði: — Ekki flytja kirkjuna mína. I>etta er Kristskirkja! Guðskirkj- an er þarna hinum megin við götuna. • Verðmiða á krókudíla? Yfirvöldin í Bandaríkjunum hafa líkt og hér, skipað kaup- mönnum a'ð hafa verðmiða á þeim vörum, sem þeir hafa á boðstólum. Mikil mótmælaalda hefur komið frá kaupmönnunum vegna þessa óg mörg rök lögð fram af þeirra hálfu gegn þessum fyrirmælum. Sterkustu rökin koma þá án efa frá dýrakaup- manninum, Henry Trefflich. Hann segir: — Ég skora á upp- hafsmann þessara laga að koma og hjálpa mér við að festa verð- miða á mínar. Já, mér þætti gaman að sjá hann festa vðrð- miðum sínum á krókudílana, slöngurnar, apa og fuglana mína. Sérstaklega sé ég fram á minnis- verða stund, er hann festir verð- miðann á svarta pardusinn minn. • Drekkið meiri mjólk Bóndinn Christian Auguste, sem býr í Frakklandi, kom fyrir nokkru að verðlaunakúnni sinni Rosette, þar sem hún var önnum kafin við að þamba perusafann hans, þar sem hann hafði lagt þar frá til að láta gerjast. Var kýrin orðin allþétt er bóndi kom að henni. Hann gerði þegar allar ráðstafanir til að láta hana sofa úr sér vímuna. Það fylgir sög- unni, að mjólkin sem fékkst úr henni fyrst eftir kendiríið hafi verið álíka áfeng og góður Burgundari. •Stjörnurnar tala í París býr maður einn, Georg Beau að nafni, og hefur hann komið fram með mjög athyglis- verða kenningu, sem mikið veð- ur hefir verið gert út af í frönsku blöðunum. Hann heldur því fram, áð maðurinn eigi eftir að þróast á jörðinni í 170 milljón ár í viðbót. Spádómurinri kemur fram í bók er Beau kallar „Stjörnurnar tala“ og er byggð á rannsóknum á afstöðu stjarn- anna o. fl. Þykir kenningin sér- staklega athyglisverð fyrir það, að flestir fyrri spádómar segja fyrir um, að heimsendir sé á næsta leiti. • Fálkamóðir Frú Malene Dybvik Nielsen, sem býr í Holbæk í Danmörku, — konan sem heldur því fram, að hún hafi verið hálfsystir Marilyn Monroe, hefur nú farið inn á það svið, sem hin fræga hálfsystir hennar fór örugglega aldrei inn á. Hún hefur nefni- lega gengi'ð þremur sprelllifnadi fálkaungum í móðurstað. Sonur hennar hafði orðið fyrir því óhappi að eyðileggja fálkahreið- ur, er hann var að safna saman tómum spörfuglahreiðrum. Er hann tók upp eitt hreiðrið, sem hann hélt að væri tómt, ultu út úr því þrír fálkaungár. Hann fór með þá heim til móður sinnar, sem sfðan hefur annazt þá. Hún segir að þeir séu afskaplega mat- vandir, vilji bara nýtt fuglakjöt, og verði hún því öðru hverju hverju áð grípa til loftbyssunar og skjóta handa þeim gráspörva. Frúin: — Þú talaðir upp úr svefninum í nótt. Mér þætti gam an að vita, hvaða Lotta þetta er, sem þú varst að tala um? Hann: — Það er bara meri, sem ég veðjaði á á kappreiðunum hér um daginn. Skömmu síðar þurfti maður- inn að skreppa í burtu úr bæn- um og þegar hann kom aftur spurði hann konuna sína, hvort honum hefðu borizt nokíur bréf. — Já, svaraði konari æf af vonzku, það var bara bölvuð mer in hún Lotta, sem skrifaði þér tvö bréf. — Mér fannst penlngaeyðsla að nota ekkí stöðumælatímann all an. svo ég skrapp í búðir á með- an. Þáð var hérna um árið, að mik- ið var talað um fljúgandi diska, sem fólk þóttist allstaðar vera að sjá. Eitt sinn kom maður á Ak- ureyri að máli við annan mann og spurði hann álits á þessum fljúgandi diskum. Sá svaraði: Diskar líða nm loftið breitt, Iikt og fljúgi af boga örin, á þá vantar ekki neitt, orðið, nema hnífapörin. Forvitinn: — Hvaða málverki mynduð þér helzt bjarga, ef eld setti að safninu. Safnvörðurinn á málverkasafn inu: — Án efa því, sem næst væri útgöngudyrunum. Náungi í heldur slæmu ásig- komulagi sat í strætisvagni og reif dagblað, sem hann hélt á í smábúta og henti þeim út um gluggann. Gömul kona sem sat við hliðina á honum sagði: — Fyrirgefið, en mér leikur forvitni á að vita hversvegna, þér rífið blaðið í tætulr og hendið þeim svo út um gluggann? — Það geri ég til þess að fæla burtu íílana. — En ég get ekki séð neina fíla, svaraði konan brosandi. — Áhrifaríkt, finnst yður ekki? sagði sá drukkni þá JAMES BOND —Eftir IAN FLEMING Bond og Vesper eiga saman yndisleg an sólarhring. JÚMBÖ — < — J<— —'J<—* >—Teiknari: J. MORA Eftir dágóðan tíma höfðu Júmbó og vinir hans öðlazt það mikinn styrk að þeir voru færir um að komast upp stig- ann. — Farðu varlega, sagði Spori að- varandi, það geta verið einhverjir verðir til staðar. En skipið virtist yfirgefið ____og það leit jafnvel út fyrir að ekki hefði sála stigið um borð í það í heila öld. — Það getur skollakornið ekki verið stormur- inn sem hefur breytt því svona, sagði prófessorinn ihugulL — Halló, halló. Er nokkur hérna. hrópaði Júmbó en fékk ekkert svar. — Björgunarbáturinn er horfinn, sagði Spori. — Kannski hefur áhöfnia siglt í burtu þegar skipið strandaði. SANNAR FRÁSAGNIR —J<~ —-J<- X— Eftir VERUS ANTONIN DVORAK IOWA — Til þess að vinna bug á heimþrá sinni eyddi Dvorak sumrinu 1893 í lieim- kynnum innflytjanda frá Bæ- heimi í Iowa. Hann átti svo margt sameiginlegt með þessu fólki og þar kom allt honum svo kunnuglega fyrir sjónir. Þarna gat hann líka talað móð- urmál sitt í stað þess að vera í stöðugu basli með enskuna. — Andrúmsloftið hafði mjög góð áhrif á sálarlíf hans. NÝI HEIMURINN — Það var í Iowa sem Dvorak lauk við eitt af frægustu verkum sinum, sinfóníuna Frá nýja heiminum. í þetta dásamlega verk notaði Dvorak negrasöngva og stefið úr Hiawatha eftir hið fræga bandariska skáld Longfellow. Þó þetta verk sé mjög banda- riskt í anda. þá er það þó mjög alþjóðlegt. Að lokum — Dvor- ak, sem var maður blátt á- fram og trúði á Guð, ástina og föðurlandið, dó árið 1904. Enn þann dag i dag gleðajst milljón- ir er þeir hlusta á þetta fagra verk. 1 Bandarikjunum einum eru til yfir 50 plötuútgáfur af synfóniunni Frá nýja heimin- um. — Þó að bessi synfónia gæti haldið frægð hans á lofti um ókomna framtíð,, er þó fjöldi verka eftir hann, sem lifa með- al fólks um allan heim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.