Morgunblaðið - 07.11.1965, Side 6

Morgunblaðið - 07.11.1965, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. nóv. 1965 Höfðingleg gjöf frá IBM til Norður- landanna fimm og Hollands 137 millj. króna rafreiknir settur upp í vísindamiðstöð landanna ■ Danmörku Fréttabréf frá Gunnari Rytgaard VfSINDASTOFNANIR á fs- landi, Norðurlöndunum fjórum og í Hollandi, hafa fcngið kær- komna g.jöf frá bandaríska fyrir- tækinu IBM (International Bus- iness Machines). Gjöf þessi er rafreiknir, sem fyrirtækið hefur látið setja upp í danska tækni- háskólanum í Lundtofte, skammt fyrir norðan Kaupmannahöfn, en þar hefur verið sett upp vísinda- miðstöð, sem ber nafnið Nort- hern Europe University Compu- ting Center (NEUCC). Rafreiknirinn — eða réttara sagt rafreiknisamstæðan IBM 7090/1401 — býður þessum fimm löndum upp á einstæða möguleika varðandi vísinda- rannsóknir. í rauninni er hvergi í heiminum að finna fullkomn- ari rafreiknisamstæðu til frjálsra afnota við rannsóknir og kennslu. Vísindamenn, aðstoðar- menn þeirra og nemendur, sem hafa margvíslgane áhuga á ýms- um vísindalegum og tæknilegum viðfangsefnum, hafa lengi haft knýjandi þörf fyrir margvíslega upplýsingaúrvinnslu, en með til- komu þessarar rafreiknisam- stæðu er sá vandi nú leystur. Það eru ekki aðeins úrvinnslu möguleikarnir á ýmsum sviðum vísinda í þessum 6 löndum, sem hafa aukist við tilkomu þess- arar samstæðu, heldur hefur einnig opnast leið til að leysa úr fjölmörgum öðrum vanda- málum. Samtímis skapast einnig möguleikar á að nota rafreikn- inn við kennslu, og koma þannig á virkari hátt til móts við auknar kröfur, sem vísindi og atvinnulíf gera til hinna æðri menntastofnana í þessum grein- um. Fyrir almenna lesendur, er rétt að geta þess, að IBM 7090 getur lagt saman 13 millj. tíu- stafa tölur á mínútu. Fyrir þá, sem betur þekkja til þessara mála, kann það að þykja fróð- likur, að rafreiknir þessi hefur „geymslurúm“ fyrir milljón tveggja stafa tölur. í þessu tveggja talna kerfi, sem sam- stæðan notar við útreikninga sína, eru allar upphæðir tákn- aðar með tölustöfunum 0 og 1. 1 rafreikninum eru sérstakir segulhringar, sem hafa það verk efni að „muna" þessar tölur. Þessi einföldun á talnakerfinu kemur að mikium notum þegar unnið er við verkefni, sem krefj ast ílókinna útreikninga. Mörgum er það ljóst, að mað- urinn hefur hér undir höndum verkfæri, sem með sínum mikla vinnuhraða og minni, mun verða stórvirk hjálp við lausnir á veru legum hluta þeirra stærðfræði- verkefna, sem vísindamenn hafa vicf að glíma í dag. Aðalatriðið hér er það, að mikla og flókna útreikninga er nú hægt að fram- kvæma á mínútym og klukku- stundum en ekki á dögum, vik- um eða jafnvel mánuðum, eins og með ýmsum öðrum reikni- aðferðum. Hinn mikli vinnuhraði og fjölmörgu möguleikar rafreiknis ins þýða ekki aðeins, að hægt verði að framkvæma áður þekkf- ar reikniaðferðir á mun styttri tíma, með mun meiri nákvæmni • en áður, hldur einnig, að ýmis ný verkefni verður unnt að leysa þ.á.m. hugsanlega fram- þróun ýmissa fyrirbæra. í sam- bandi við slík verkefni, getur hraðvirkur rafreiknir gert rann- sóknarmanninum kleift að sjá fyrir þróun ýmissa mála, eða aðferða, undir ' mismunandi kringumistæðum. í stað víðtækra og kostnaðasamra rannsókna á rannsóknarstofu eða í daglegu lífi, getur maður með hjálp stærð fræðiformúina, sem hann setur í rafreikninn, fengið hann til að útfæra þá þróun, sem hann hefur hug á að rannsaka. Með þvi að setja margar formúlur í rafreikninn, fær athugandinn jafnmargar útkomur og getur valið úr þeim þá úrlausn sem hagkvæmust þykir hverju sinnl Fylgireiknirinn IBM 140Í býr yfir ýmsum möguleikum aðal- reiknisins IBM 7090, auk þess er minni samstæðan búin hrað- rita, sem flytur niðurstöðurnar af segulböndum yfir venjulegt mál mep miklum hraða, eða 600 línur á mínútu (10 linur á sekúndu!), og fær því notandinn niðurstöðurnar í hendur með leifturhraða. Hin hraðvirka upplýsinga- úrvinnsla, sem rafreiknixinn er fær um að framkvæma, mun hafa sérstaklega mikla þýðingu fyrir læknisvísindin. Um þessa möguíeika rafreikn- isins, hefur yfirlæknirinn við amtsjúkrahúsið í Gentofte, dr. med. Morgens Jörgensen, þetta að segja: „Evrópsk, og þó sérstaklega skandinavisk læknavísindi standa í raun og veru jafnfætis banda- rískum, þó hið gagnstæða sé mjög útbreidd skoðun, og tækni- leg framþróun kemur evrópskum Framhald á bls. 8 Rafreiknisamstæðan IBM 7090/1401 i ðanska tækniháskólanum. IBM 1403. forgrunni hraðritinn Herferð gegn hungri 1 bréfi til Velvakanda segir einn lesandi m.a.: „Nú er að hefjast söfnun fyrir hungraða meðbræður okkar úti í heimi. Því er nú beint til okkar, að hver fjöl- skylda leggi af mörkum svo sem hiuidrað krónur. Vera má, að lítið muni um minna. Eftir að ég las í blöðunum, að 23 gjaldendur opinberra gjalda hefðu orðið að greiða 6 milljónir króna eftir að skatt- framtal þeirra var rannsakað. Sjálfsagt eiga margir 23 eftir ir eiga eftir að bætast við að komast í hið opinbera rann- sóknarljós — og háar upphæð- þessar sex milljónir. Væri ósanngjarnt að láta þessa fyrstu sektarupphæð óskerta til söfnunarinnar ,,Her ferð gegn hungri“? Er þetta fé ekki eign allrar þjóðarinnar? Ég vil ennfremur beina því til þeirra, sem forgöngu hafa um þessa söfnim og sjá um á- róðurinn, að þeir hvetji alla landsmenn til að fasta einn dag áður en framlagið er greitt. Þá fáum við að kynn- ast því lítilsháttar hvað það er að vera svaragur, aðeins svangur. Sulturinn er enn verri og hungrið hryllilegt.“ Þetta segir bréfritari — og satt er það, hungrið er hryllilegt. Ég er líka viss um að hann gæti sparað sér yfir hundrað krónur, ef hann svelti sig og fjölskylduna einn dag eða svo — og því sloppið vel, jafnvel þótt hann gæfi hundr- að krónur til söfnunarinnar, en mér skilst á bréfinu, að hann telji það fullmikið fyrir sig. Hver græðir þá? Hér kemur annað bréf um óskylt efni: ,,Byggingakostnaðurinn er að sliga þetta dvergþjóðfélag og þess vegna hafa menn á- huga á öllum nýjungum, sem e.t.v. gætu dregið úr þessum útgjaldalið. Nú er talað um að flytja inn verksmiðjubyggð hús. En hver á að flytja þau inn? Mér er kunnugt um, að á Norðurlöndum kosta ,,seríu villur“ helmingi minna en sam bærileg hús hér — en ef sömu aðilar og nú stunda íbúða- byggingar tækju að sér að flytja inn þessi hús, setja þau upp og sjá um sölu þeirri, er ég hræddur um að útkoman úr dæminu yrði svipuð fyrir kaupendur. Gróði bygginga- mannanna mundi hins vegar stóraukast. Þeir, sem greitt hafa á- kvæðisvinnutaxta telja þetta ekki ástæðulausa svartsýni. Okrið er nefnilega óhugnan- legt. Ef þetta ætti að koma almenningi í þessu landi að haldi yrði að gefa framieið- endum húsanna kost á að seja þau hér upp, en innkaupastofn anir hins opinbera yrðu að sjá um innflutninginn — og aðeins að heimta inn útlagðan kostn- að að viðbættum vinnulaunum. Sennilega eru það um 3% þjóðarinnar, sem árlega þurfa að fá nýtt húsnæði — en auk þess er stöðug vaxandi þörf fyrir nýbyggingar til alls kyns þjónustustarfsemi svo og fyr- ir skóla, sjúkrahús o.s.frv. En undanfarinn áratug hefur ver- íð leikinn hér ljótur leikur þar sem ákveðnir hópar í þjóðfé- laginu hafa notíært sér neyð unga fólksins, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Mál er, að þeirri fjárplógsstarfsemi linni“, segir bréfritari að lok- um. Framboð og eftirspurn Ég veit ekki hversu mikið hald yrði í því, að hið opin- bera yrði milliliðurinn. Ef „verksmiðju-húsin“ yrðu langt um ódýrari yrði að fullnægja eftirspuminni til þess að bjarg ráðið næði tilætluðum árangri — að því er mér virðist í fljótu bragðL Annars skapaðist tvö- falt vandamál: Hverjum ætti að úthiuta húsunum? (Yrði það ekki hálfgert ,,bílaley£a- brask“?) I öðru lagi gætu þeir sem hrepptu ,,bílaleyfi“ selt húsið umsvifalaust á gang- verði — og værum við ekki jafnilla settir? Hæpið ér, að verðlag á íbúð- um komist í eðlilegt horf fyrr en jafnvægi skapast milli fram boðs og eftirspurnar — og það er æskilegasta og eðlilegasta lækningin á meinsemdinni. Að byggja í stórum stíl með ný- tízku tækni hæfilega stórar, þægilegar, en íburðarlitlar í- búðir hlýtur að vera svarið — hér, eins og annars staðar. „Verksmiðju-hús“ eða eitt- hvað annað? Það er aukaatriðL En sjálfsagt er að reyna allar nýjar leiðir. Ef reynslan leið- ir í ljós, að „verksmiðjuhús'* valda jákvæðri breytingu á verðlagi á íbúðarhúsnæði hlýt ur að vakna sú spurning, hvort ekki sé hægt að framleiða slík hús hérlendis í stað þess að flytja þau inn. í rauninni ætti Reykjavíkur. borg að afmarka og skipuleggja ákveðið svæði þar sem þeim, er áhuga hefðu á aS keppa I ódýrum byggingaraðferðum, yrði leyft að reisa sín „model- hús“. Þá yrði það á færi al- mennings að dæma. Og bygg- ingarmeistarinn gæti sagt: Eitt hús kostar þetta margar krón- ur, en ef ég fæ hundrað pant- anir gæti ég byggt hvert hús fyrir svo og svo miklu lægra verð. Þá gæti fólk tekið sig saman og gert þeim, sem býð- ur hagkvæmasta verðið miðað við gæði og stærð, fært að byggja hundrað hús. En e.t.v. hafa byggingar- meistarar meiri áhuga á einu stigahúsi en hundrað íbúðum. Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta yfi\------------,yS Raflilöður fyrir veturinn. Bræbumir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. ' Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.