Morgunblaðið - 07.11.1965, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.11.1965, Qupperneq 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudafur 7. nóv. 1965 VINLANDS - KORTIÐ Lm efni bókarinnar og sögu í stuttu máli „Vínlandskortið hvatning til frekari rannsóknaéé HÉR FER á eftir áttunda og sí3 asta greinin um VÍNLANDS- BÓKINA og fjallar um túlkun George D. Painters á niður- stöðum vísindamannanna, er rannstíkuðu Vínlandskortið og Tartarafrásögnina og tengsl þeirra. Síðasti kafli bókarinnar heit- ir „The Tartar Relation and the Vinland Map, an Interpretat- ion“, eða „Tartarafrásögnin og Vínlandskortið, túlkun", eftir George D. Painter. Margt at- hyglisvert er um kafla þennan, en í honum setur Painter fram ýmsar skoðanir, sem stangast nokkúð á við þær sem sam- starfsmaður hans, R. A. Skelt- on, hefur iátið í ljósi fyrr í bók inni. Painter segir sjálfur i upp hafi kaflans: „Ég er þakklátur Mr. Vietor og Mr. Skelton' fyr- ír þá miklu uppörvun, sem þeir hafa sýnt mér með því að-bjóða mér að setja hé^ fram persónu- legar og stundum all-ævintýra- legar skoðanir mínar í þessari „túlkun“. Andspænis svo furðu legu skjali, svo flóknu og um- deilanlegu, sem Vínlandskortið er, virðist leyfilegt og jafn- vel gagnlegt, að kanna tiltekna möguleika til hins ýtrasta, en þó innan þess ramma er sann- anir heimila. Það má ljóst vera hverjum lesanda, að skoðanir þessar, að því leyti er þær bæta upp eða víkja frá skoðunum Mr. Skeltons á sömu fyrirbærum, eru hér fram bornar sem eins konar „eftirþankar“, eins og meira eða minna sennilegir möguleikar og án þess að ætl- unin sé áð vekja neinar deilur", Var höfundur Vínlands- kortsins Fransiskusarmunkur? Síðan gerir Painter frekari Grænlenzkt skip ber að ströndum Vínlands og áhöfnin býst til landgöngu. Skip norrænna manna til forna voru haffær í bezta lagi, eins og sjá má á því, a» árið 1893 sigldi yfir Atlants haf skip eitt gert að fyrirmynd víkingaskips frá 9. öld og fór með 11 hnúta hraða þegar bezt lét og reyndist hið nýtasta sjóskip. segir George D, Painter Böllaleggingar um höf- und kortsins, landnám norrænna manna í Ameriku og Vínlandsferð Eiríks biskups 117-1121 grein fyrir þessum skoðunum sínum og athugunum og vitnar m.a. fyrst í smáatriðum til Tart arafrásagnar Carpinis, en ekki verður farið út í þá sálma hér, enda ekki höfuðatriði í niður- stöðum bókarinnar. Þess má þó geta, áð Painter telur töluverð- ar líkur á því að höfundur Vín- landskortsins og skrásetjari Tartarafrásagnarinnar sem því fylgi hafi verið af reglu heilags Franz af Assisi „Hann hefur aðgang að sem næst týndri Tartarafrásögninni, handriti að frásögn Fransiskusarmunks, sem fært er í letur af öðrum Fransikusarmunki að frásögn þriðja Fransiskusarmunksins, yfirboðara hans úr reglunni. Kortið ber vitni sérstökum á- huga á trúboði og kristnum söfnuðum á hjara veraldar, í Mið-Asíu, á Grænlandi og Vín- landi, söfnuði Nestóríana í Kína, konungdæmi Prester John (sem í sögum var fyrst sett niður í Ethíópíu, en síðar í Indíalöndum) og Fransiskusar munkar höfðu alla tíð, allt frá því er reglan var stofnuð, látið trúboð til sín taka af meiri áhuga en nokkur önnur regla, jafnvel meiri en regla Dómini- kana. Hin týnda „Inventio For- tunatis" (handrit, sem fyrr er getið), er fjallaði um löndin langt í norðri, var einnig hand- rit Fransiskusarmunks, þó ó- líklegt sé reyndar, að höfundur Vínlandskortsins hafi stuðzt við þá ritgerð í nokkru. Ef til vill gefa orðin „fratres nostri ord- inis“ í skyn að kortahöfundur hafi einnig verið Fransiskusar- munkur. — Voru kannski Sögu spegill Vincents (frá Beauvis) og handritið áð Tartarafrásögn- inni afritað í einu og sama Fransiskusarklaustrinu í V- Þýzkalandi?“ spyr Painter. Hann heldur áfram: „Nokkrir hinna lengri texta á Vínlands- kortinu eru teknir beint úr Tartarafrásögninni og einstaka setningar'úr henni er að finna á því víða. Afstaða höfundar- ins til ritaðra heimilda skiptir miklu máli er við hugleiðum kortaheimildir hans. Breytti hann kortaheimildunum til samræmý Við Tartarafrásögn- ina eða frásögninni til samræm- is við kortaheimildirnar eða jafnvel hvorttveggja? Höfund- ur gengur framhjá Tartarafrá- sögninni, sem hlutlægri heim- ild af einstaklega óvísindalegu skilningsleysi, en tekur aftur á móti. þótt undarlegt kunni að virðast, víða upp úr henni orð- rétt heilar setningar og lengri klausur". Þá segir Pair.ter, að í Vín- landstextanum sé höfundur augsýnilega trúverðugri en ráða megi af því sem hann segi um Gamla heiminn, aftur á móti sé kort hans af Gamla heiminum mjög trúverðugt af- rit og ætla megi, aö sama muni gilda um teikninguna af Vín- landi og Grænlandi. Með öðrum orðum, Painter heldur'því fram, að á teikningum kortsins sé meira að byggja en á meðfylgj- andi textum. En hann bætir því við, að þó höfundur Vínlands- kortsins hafi umgengizt korta- heimildir sínar af trúmennsku og kortaafrit hans sé skilmerki lega unnið, sé ekki þar með sagt, að heimildarkort hans hafi sjálf ven.ð trúverðug afrit af frumkortinu. Hana bendir á, að útlínur Grænlands muni senni- lega litlum stakkaskiptum hafa tekið í meðförunum, ef dæma megi eftir því hversu ótrúlega nákvæmar þær séu og nærri lagi, en aftur á móti sé teikning in af Víniandi, að því er virðist, lokastigið á löngum ferli sí- ýktra útlina. Segir Painter, að □---------------------□ VIII. og síðasta Vínlands- grein □—--------------------□ mikið ríði á að „endurskapa" hina upprunalegu Vínlands- teikningu, frumkortið, sem hann telur leitt af sögulegri hefð og muni hafa verið laus- legur uppdráttur án stuðnings við landfræ'ðilega reynslu. Segir ekki til um staðsetningu landafunda norrænna manna í Ameriku Þá víkur Painter að því, hverjar líkur séu fyrir því að til hafi verið slíkt „frumkort“ Vínlandskortsins og segir: „Ef til er nokkur slík sönnun, er hennar aðeins að leita á kort- um (Sigurðar skólameistara) Stefánssonar og (Hans Poulson) Resens, þar sem þessi kort ein geta gert nokkurt tilkali til þesc að hafa haldið við nor- rænni kortagerðarhefð fyrir daga, „endurfunda“ norðaustur- stranda Ameríku á fimmtándu og sextándu öld, að Vínlands- kortinu einu undanteknu. Síðan lýsir Painter þessum kortum tveimur nokkru nánar og verður það rakið hér laus- lega. Segir hann, að á báðum kortunum sjáist útlínur land- anna þriggja í Ameríku er norraenir menn fundu og svipi i þeim mjög til útlína þeirra á Vínlandskortinu og bendi til þess að kortin eigi sér sameig- inlegan uppruna. Resen blskup segi sjálfur tvívegis að hann hafi gert kort sitt eftir íslenzku korti, sem hann telji vera „margra alda gamalt“. Aftur á móti sé töluverður munur á útlínum korta þessara og bendi til mismunandi uppruna þeirra, sem og sú staðreynd, að fló- arnir tveir eða • víkurnar, sem aðskilja lönd þess eru breiðar og grunnar á korti skólameistara og virðast því nær upprunalegu myndinni, sem Vínlandskortið hefur vik- ið frá, þar sem aftur á móti dýpri og þrengri vikurnar á korti Resens biskups eru nær hinni ýktu mynd á Vínlands- kortinu. Til þess að mæla 1 mót þess- um ályktunum yrði að færa fyrir því rök: a. að kort Resens biskups sé afrit af korti Sigurð ar skólameistara, þrátt fyrir mun þann sem á þeim er og þrátt fyrir skyldleika korts Resens og Vínlandskortsins, b. að sú staðhæfing Resens, að hann hafi þarna afritað fornt íslenzkt kort sé ó- sönn (og er tæpast árennilegt, þó umliðinn sé töluverður tími, að ásaka æruverðugan kirkj- unnar mann um að fara með fleipur, segir Painter) og c. að Sigurður skólameistari hafl gert kort sitt eftir skráðum heimildum og d. a’ð skyldleiki þess við Vínlandskortið sé því tilviljun ein. Painter minnir á, að Skelton hafi leitt sterkar líkur að ofan- greindu fyrr í bókinni og það sé ekki á hans færi að hrekja kenningar Skeltons, en engu að síður vilji hann setja hér fram aðra kenningu, sem sé þá, að kort Sigurðar skólameistara og Resens biskups eigi sér ekki sameiginlegan uppruna tvö ein en aftur á móti séu þau bæði og Vínlandskortið einnig af sömu rótum runnin. Síðan heldur Painter áfram samanburði korta þesssara og segir m.a. að mun þann sem sé á útlínum strandlengjunnar ímynduðu er tengi norð-austur Grænland Rússlandi sé auðveld Framhald á bls. 12 Blað úr Hatiksbók, snjáð og slitið, þar seia skráð er F.iríks saga rauða. Á blaði þessu seg- ir frá þvi er d arðanmenn sigldu suður og hitU fyrir ,Jjöld húð- keipa“ sem ro»ð' v*r „dökkleit- um mönnum, stóreygum og breiðleitum“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.