Morgunblaðið - 07.11.1965, Síða 17
Sunnuðagur 7. nóv. 1965
MOkGUNBLAÐIÐ
I
t
„Merkasti kennari
oj> \ísindamaður
við læknadeild*’
Prófessor Níels Dungals hef-
ur verið minnzt svo rækilega og
lofsamlega í blöðum nú við and-
lát hans, að þar verður ekiki um
bætt. Dr. Tómas ifelgason, nú-
verandi forseti læknadeildar,
sem er allra manna dóimbærast-
ur um þessi efni, segir í minn-
ingargrein hér í blaðlnu:
„Og nú er hann látinn, þessi
svipmikli og merkasti keni ari og
vísindamaður, sem starfað hefur
við læknadeild Háskóla íslands“.
Með þessu er mikið sagt, svo
margir ágætir menn sem við
iæknadeildina hafa starfað.
Prófessor Dungal var ekki
einungis svipmikill og merkur
kennari og vísindamaður, heldur
meiri fjársýslumaður, háskólan-
unum, þegar Tíminn taldi hinn
nýja forsætisraðherra Noregs,
Per Borten, vera Framsóknar-
mann, af því að hann hefði breytt
„íhaldssömum bændaflokki" í víð
sýnan framsóknarflokk. Aðalaf-
rek Bortens er það, að hann hef-
ur leitt flokk sinn úr einangrun
til þátttöku í borgaralegu sam-
starfi, þar sem íhaldsflokkurinn
norski, hægri flokkurinn, er
sterkasta aflið. E.t.v. er hér þó
ekkert gaman á ferðum heldur
kemur Tíminn hér upp um æðstu
hugsjón sína og Eysteins Jónsson
ar, sem sagt þá, að forða Fram-
sókn úr núverandi einangrun
með því að knýja Sjálfstæðis-
flokkinn til stjórnarsamvinnu við
Framsókn. Allar skammirnar um
„íhaldið" miði í raun og veru að
því, að fá mennina, sem 1958 var
fagnandi lýst yfir, að búið væri
að „setja til hliðar“, til að taka
upp samvinnu við Framsóknar-
flokkinn!
Stórlep;a drep;ið úr
verðbólguvexti
um til hags, en flestir eða allir
Þyrill í HvalfirðL Ljosm. Ól. K. M.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard 6. nóv.
starfsbræður hans við þá stofn-
un. Við upphaf styrjaldarinnar
1989 sá hann mann fyrstur fram
á, að henni munidd fylgja verð-
fall peninga, og beitti sér þess
vegna fyrir könnun á því, hvern-
ig koma mætti sjóðum háskólans
í öruggari verðmæti. Sú athugun
leididi ti'l stofnunar Háskólabíós,
sem a.m.k. lengi vel reyndist
háskólanum mjög arðbært. Eins
Og af þessu sézt og raunar al-
kunnugt er, batt Níels Dungal
huga sinn aldrei eingöngu við
sérfræði sína, þó að hann kæmist
þar lengra en nokkur annar
samtímamaður hans hérlendis.
Á ferðum sínum erlendis fylgdist
hann einnig vel með almennri
atburðarás og gerði sér, a.m.k.
einu sinni eftir slíka ferð, það
ómak, að ganga á fund ráðherra
til að vekja athygli hans á hversu
þeir, er hann hafði hitt, hefðu
óttazt, að til nýs ófriðar kynni
að draga, og hversu gagngerðar
varúðarráðstafanir væru í fram-
kvæmd þar, sem hann hafði far-
ið.
Níels Dungal var maður sí-
vakandi og vildi ætíð láta skyn-
semd sína verða íslandi til góðs.
Erlingur átti hug-
myndina að
íþr óttamann virk j -
um í Laugardal
Fáir starfa að staðaldri jafnt
I almenningsaugsýn og lögreglu-
menn. I>eir eru þess vegna mjög
háðir gagnrýni, eru ýtnist sak-
•ðir um óhóflega afskiptasemi
eða aðgerðaleysi. Erlingur Páls-
son hefur nú nokkuð á fimmta
áratug verið yfirlögregiuþjónn
í ört vaxandii höfuðborg íslands.
Á þessum árum hefur hann þurft
að leysa óteljandi vandamál, og,
í bókstaflegum skilningi, átt í
höggi við fleiri, en í fljótu bragði
verði tölu á komið. Engu að síð-
ur er Eriingur fiestum mönnum
vinsælli hér í borg. Yfirgnæfandi
meirihluti borgaranna veit, að
hann hefur leyzt farsællega
þann vanda, sem á hann hefur
lagzt, og miklu fleiri hafa notið
verndar hans heldur en hinir,
sem hann hefur þurft að beita
valdi við. Erfitt hefur verið að'
bregðazt rétt við öllum breyting-
um, sem orðið hafa á þessum
mesta breytingatíma í sögu ís-
lendinga. Svo vel sem til hefur
tekizt, hefði þess vegna mátt
ætla, að Erlingi gæfist ekki tími
til að sinna öðru en sínu eigin-
lega Skyldustarfi. Saimleikurinn
er samt sá, að nafn hans mun
lifa í sögunni fyrir önnur afrek.
— Einkum fyrir hugmynd hans
um að gera Laugardalinn að
íþróttamiðstöð í borginni. Sú
hugmynd Erlings er nú þegar að
verulegu leyti orðin að veruleika.
Á næstu misserum verður hún
fullkomnuð með opnun nýrrar
sundiaugar og mikils íþrótta- og
sýningarskála.
Ekki marp;ra
mairna maki
Öðrum blöðum verður tíðrætt
um Reykjavíkurbréf og höfund
þess. Vissa þeirra um hinn
ímyndaða höfund er svo mikil,
að engu breytir þó að hann sé
staddur austur í Finnlandi,
Reykjavíkurbréfið er engu að
síður honum eignað. Tíminn og
Dagur láta sér m.a.s, ekki þetta
nægja, heldur hafa nýlega bætt
því við, að forsætisráðherra skrifi
Staksteina Morgunblaðsins, og
telja skoðanir þær, sem þar eru
settar fram tvímælalaust vera
hans kenningar. Ef Bjarni Bene-
diktsson samhliða embættis-
störfum sínum skrifaði allt það,
sem með þessu móti er honum
eignað, væri hann vissulega
margra manina maki. Fjarri fer,
að svo sé. Hið rétta er, að það,
sem nafnlaust er skrifað í blöð,
hvort heldur Morguntolaðið eða
önnur, er skrifað á ábyrgð rit-
stjóra. Eftir atvikum fer, hvort
þeir skrifa það sjálfir eða ein-
hverjir aðrir gera það. I>að er
engu að síður gert á ábyrgð rit-
stjóranna. Þetta er sagt til leið-
beiningar, af því að ætla má að
flestir vilji hafa það, sem sann-
ara reynist, en ekki af því að vit-
að sé um neitt ósamþykki milli
höfunda Reykjavíkurbréfs og
Staksteina — hverjir, sem þeir
eru hverju sinni.
Uppþotið út af
vep;askattinum
Eitt af því, sem menn munu
lengi eiga eftir að fura sig mjög á,
er uppþotið út af vegaskattinum.
Skoplegt er að sjá, hvernig sum-
ir, sem skattinum voru áður
eindregið fylgjandi og þora ekki
vegna eftirtímans að snúast al-
veg gegn honum, reyna nú að
velta ábyrgðinni yfir á aðra.
Þeir, sem svo fara að, hafa ber-
sýnilega ekki það þolgæði, sem
gerir þá traustsverða. Með þessu
er engan veginn sagt, að fyrir-
komulag skattheimtunnar eða
hæð hennar sé komið í fast og
endanlegt horf. Hér er um ný-
mæli að ræða, sem auðvitað þarf
endurskoðunar við eftir því, er
reynsla segir til um. Einmitt
þess vegna ætlaðist Allþingi til
þess, að ríkisstjórnin fengi
ákvörðunarvaldið. Of svifamikið
væri fyrir Alþingi sjálft að
kveða hér á um.
Fróðlegt er að bera uppþotið
hér saman við það, sem nú er
mikið skrifað um í Bretlandi.
Þar þykir vegakerfið með öllu
ófullnægjandi fyrir hina miklu
umferð, enda eru daglegar um-
ferðatafir ótrúlega miklar. —
Brezka ríkisstjórnin segist ekki
hafa fé til nauðsynlegra umfoóta,
en stjórnarandstæðingar benda á
handtækt ráð, sem hvarvetna
hafi gefizt vel, þ.e. vegaskatt. f
einu fjöllesnasta blaði í London
var t.d. nýlega birt bréf frá les-
anda, sem gerði tillögu um
fjölgun ráðuneyta og sagði, að
enn skorti eitt ráðuneyti, þ. e.
„ráðuneyti heilbrigðrar skyn-
semi“. Ef slíku ráðuneyti væri
fcomið á, mundi meðal fyrstu
verkefna þess vera að stöðva
álestur og innheimtu rafmaigns
og gas, hvors í sínu lagi, og koma
á vegaskatti!
Viðfangsefnin
hvarvetna lík
Þó að sinn sé siður í landi
hverju, þá eru viðfangsefnin víð-
ast ótrúlega lík. Hvarvetna geng-
ur illa að forðast verðhækkanir
og halda réttu hlutfalli á milli
kaupgjalds og verðlags. í Finn-
landi horfði fyrir skemmstu til
stórdeilna milli atvinnurekenda
og launþega af þessum sökum. í
Danmörku gekk ekki saman á
milli hóps yfirmanna á farskip-
um og útgerðarmanna. Sáttatil-
laga var gerð og hún samþykkt
af launþegum, en felld t einu
hljóði eða því sem næst af út-
gerðarmönnum. Alþýðuflokks-
stjórnin danska vildi þá knýja
fram lögfestingu á sáttatillög-
unni. Borgaraflokkarnir neituðu
henni algerlega en kváðust geta
fallizt á gerðardóm. Verkalýðs-
hreyfingin danska, sem ríkis-
stjórnin styðzt mjög við er gerðar
dómum andvíg. Þó lét ríkis'stjórn
in strax í minni pokann og varð
við kröfu borgaraflokkanna um
lögfestingu gerðardóms.
Vilja þeir hlíta
fordæmi Breta
í Bretlandi er stöðug kröfu-
gerð verkalýðsfélaga, hvers á fæt
ur öðru, um kauphækkanir um-
fram það, sem ríkisstjórnin telur
samrýmast viðleitni til að tryggja
óbreytt gengi pundsins. Áskoran-
ir hennar um að gæta hófs í
kröfugerð hafa borið nokkurn ár-
angur, en engan veginn svo mik-
inn, að fullnægjandi sé talið. Þess
vegna hefur verið boðuð löggjöf,
sem á að draga úr óhóflegri kröfu
gerð eða a.m.k. gefa nægan tíma
til, að aðilar geti áttað sig á að-
stæðum, svo að ekki sé flanað í
verkföll að ófyrirsynju. Fyrir
okkur íslendinga er fróðlegt að
fylgjast með því hvað ofan á
verður í þessum efnum. Lær-
dómsríkt er að sjá hvort „vinstri
menn“ hér vilja í þessu taka sér
„vinstri stjórnina" brezku til
fyrirmyndar.
„Framsókn tapaði
New York“
Þegar úrslitin í borgarstjórnar-
kosningunum i New York voru
orðin kunn, varð gamansömum
manni að orði:
„Framsókn tapaði í New York“.
Það er að vonum að menn
hafi það að háði og spotti, hvern-
ig Framsóknarmenn tileinka
sér flesta þá, sem ofan á verða
víða um lönd. Engum skyldi þess
vegna koma á óvart, þó að af-
staða Framsóknar til demókrata
í New York færi nú að verða
nokkuð tvíátta. Það kæmi á dag-
inn áður en langtum líður, að
hinn nýi borgarstjóri sé í raun
og veru Framsóknarmaður! Ekki
var síður skoplegt að sjá á dög-
Eitt af þvi, sem að dómi stjórn-
arandstæðinga á að sýna ófarnað
í tíð núverandi ríkisstjórnar, er
það, að á valdadögum hennar
hafi verðbólgan vaxið meira en
nokkru sinni áður. Ríkisstjórnin
hefur aldrei mælt á móti því,
heldur sjálf marglýst yfir því, að
henni hafi ekki tekizt að stöðva
verðbólguvöxtinn sem skyldi, og
skorað á öll þjóðholl öfl um að
leggjast með henni á eitt um
lækning þess meins. Þó að betur
megi gera en enn hefur tekizt,
þá er fráleitt að telja það til sönn
unar mistaka ríkisstjórnarinnar,
að á valdatíma hennar hafi verð-
bólga vaxið meira en á valda-
tíma fyrri stjórna. Þessi ríkis-
stjórn hefur setið miklu lengur
að völdum en nokkur önnur á
landinu. Að sjálfsögðu verður að
taka tillit til þess þegar um þessi
efni er dæmt. Ekki tjáir að bera
saman fjölda vísitölustiga, því að
gildi þeirra minnkar eftir því,
sem fjöldinn eykst, heldur miða
við aukningu hundraðshl. Þegar
þetta er gert og rétt reiknað, þá
verður Ijóst, að verðbólgan hefur
í tíð núverandi stjórnarflokka
vaxið mun minna að meðaltali á
ári, en á því tímabili, sem Fram-
sóknarflokkurinn var samfleytt í
stjórn. Það eru þess vegna síður
en svo líkur til þess, að endur-
koma Framsóknar í valdastólana
mundi gera hægara um vik í þess
um efnum. Það, setn á þarf að
halda er malefnalegt samstarf
milli ríkisvalds, ríkisstjórnar og
Alþingis og helztu almannasam-
taka. Núverandi ríkisstjórn hefur
einmitt tekizt betur en áður —
þó að enn betur mætti takast —
af því, að hún hefur lagt áherzlu
á að ná slíku málefnasamstarfi,
en ekki hirt um pólitískt sam-
starf á slíkum óheilindagrund-
velli, sem vinstri stjórnin var
reist á og til allsherjarógæfu
leiddi.
Engum á óvart
Reynt var að láta menn bíða í
ofvæni eftir yfirlýsingu de Gaulle
Frakklandsforseta um framboð
hans til forsetadæmis að nýju.
Yfirlýsingin mun þó hafa komið
fáum eða engum á óvart. Fyrir
löngu var ljóst, að de Gaulle
hafði engan hug á því að sleppa
völdum sínum. Enginn efi er á
því, að de Gaulle er mikill og
merkilegur maður. Allar líkur
benda þó til þess, að hann reisi
sér hurðarás um öxl, ef hann
ætlar að splundra Atlantshafs-
bandalaginu. Utan Frakklanis
gera allir sér grein fyrir, að
Frakkar biðu ósigur í síðari
heimsstyrjöldinni, og fáir eða
engir telja styrk þeirra nægan
til þess, að tryggja áframhald-
andi frið. Atlantshdfsbandalagið
hefur reynzt vel, svo vel, að
meira en lítið þarf að breytast
til þess að þeir, sem notið hafa
friðar í skjóli þess, vilji eiga Und-
ir óvissunni sem skapazt hlyti, ef
það væri úr sögunni.