Morgunblaðið - 13.11.1965, Side 12

Morgunblaðið - 13.11.1965, Side 12
12 MORCUNBLAÐIO Laugardagur 13. nóv. 1965 Nýr fróðleikur um grasmjöl í fóðri mjólkurkúa eftir Gunnar Bjarnason á Hvanneyri um grasmjöl í fóðri mjólkurkúa ÉG skrifa all oft greinar um grasmjölsframleiðslu þessi árin, því að ég tel grasmjölið vera (beztu landbúnaðarframleiðslu ís lands til útflutnings í bráð og lengd og þar blasi framtíð þessa atvinnuvegar bjartast við. Einnig skrifa ég um grasmjölið til að vekja bændastéttina og forystu- menn hennar á Aiþingi og í bún aðarþingi til umbugsunar og að- gerða, og í þriðja lagi tel ég það skyldu að skrifa gegn og hrekja -ófræðilegar fullyrðingar og af- stöðu ýmissa búfróðra manna ium grasmjölsframleiðslu og gildi hennar fyrir islenzkan búskap. Þegar unnt er að sýna fram á, að 'það þarf miklu minni upp- foætur á hverja verðeiningu, sem fæst fyrir útflutt grasmjöl en á útflutt kjöt eða útfluttar mjó.lk- urvörur, hvers vegna er þá verið að stórskaða þjóðfélagið með því að binda vinnuafl í fram- leiðslu búfjárafurða úr jurta- fóðrinu í stað þess að stofna til framleiðslu grasmjöls til útflutn- ings? Það mun þurfa minna fjár- magn til stofnkostnaðar á gras- mjölsverksmiðjum en til bygg- inga á öllium þessum skepnuhús- um, sem búfjárframleiðslan krefst. Að vísu hef ég éKki hand bærar tölur hér til að gera sam- anburð, en ef rétt væri haldið hér á málefnum landbúnaðarins, séð frá framléiðslusjónarmiði og hagfræðilegu sjónarmiði, þá væri einhverjar af fræðimanna-stotfn- -unum landbúnaðarins látnar gera svona rannsóknir. Hins vegar er ljóst, að það þartf bæði áhuga, hugkvæmni og þekkingu til að stofna til skynsamlegra atvinnu- málarannsókna bæði í búskap og öðrum atvinnugreinum. Því mið- -ur er lítils að vænta í þessum efnum af rannsóknarstofnun landbúnaðarins eins og málum nú er þar komið, því að for- stöðumaður hennar hefur það sem eins konar hugsjón að vinna gegn notkun og útbreiðslu hins íslenzka grasmjöls í stað þess að gera á því rannsóknir. Nýlega sagði Mbl. frá merki- legum rannsóknum á gildi gras- mjöls í fóðri svína og alifugla, sem ég tók úr erlendum fræði- ritum. Þar minntist ég á um- ræður um gildi grasmjölsins i fóðri mjólkurkúa. Ýmsum er torskilið það reikningsdæmi, enda er það í mörgum liðurn. Mönnum dylst hið leynda tap, sem á sér stað í svo ríkum mæli bæði í jurtunum sjálfum, er líð- ur á þroskaskeið þeirra, þar sem meltanleiki prótína hraðminnkar og auðleyst kolhydröt breytast í torleyst trénissambönd, einnig dylst mönnum tapið við hirðingu og gerjun þurrheys- og votheys- verkunar. Ég hef verið viitni að því, að hátt settur búnaðarráðunautur héit því fram af áhugahita, að það borgaði sig miklu betur fyr- ir bændur að súgþurrka hey sitt með því að láta hitna í því og blása svo röku loftinu burtu en nota til þess hráolíu og þann út- búnað, sem til þess þartfnast. Dæmið lítur samt þannig út í einföldum reikningi: Hitinn, sem myndast við gerj- itn heysins, er unninn af gerlum úr auðleystustu og verðmætustu kolhydrötum og prótínum. Hvert kg af maísmjöli gefur um það bil 1800 kaloríur af þessum auð- meitu næringaretfnum. Hins veg- ar gefur 1 kg af hráolíu um 9000 kaloríur. Bóndinn þarf að kaupa 5 kg af maísmjöli í stað þeirrar orku, sem hann notar úr heyinu til að fá sömu hitaorku og fæst ur 1 kg af hráolíu. Hvert kg af hráolíu kostar nú um kr. 1,70 en 5 kg af maísmjöli kostar nú um kr. 30,00. Þessi hagsýni er svo sem í sam ræmi við aðra hagfræði ríkjandi landbúnaðarstefnu, sem einkenn ist atf verðmætasóun hvert, sem litið er tiltölulega fjölmennri bændastétt, sem samkv. hag- skýrslum er langtekjulægsta stétt landsins og verðuppbótum og niðurgreiðslum sem gerir svipaða upphæð og nemur öllum launatekjum bændastéttarinnar. Þá vík ég aftur að grasmjöl- inu og gildi þess í fóðri mjólkur- kúa, en til að sýna á hvaða stigi umræður og athuganir um það mál eru á Norðurlöndum, ætla ég hér að þýða sem næst orð- rétt stutta grein um það eftir danska dýralækninn, R. Vind í Nexö, er birtist í september- hefti tímaritsins „Dansk Land- brug“, sem er málgagn samein- uðu dönsku búnaðarfélaganna (De samvirkende danske land- boforeninger): „Verksmiðjuframleiðsla þurrk aðs grænfóðurs er nú í hröðum vexti í Danmörku. Árið 1962 var heildarframleiðslan á grasmjöli (gxönmel) ca. 35,000 tonn, 1964 ca. 90.000 tonn og 1965 verður hún miklu meiri, ca. 115-120,000 tonn, og hafa verksmiðjurnar (törrestationerne) þurft að vísa frá miklu magni atf hráefni af 1. slætti þessa sumara, sem bændur höfðu ekki tryggt sér þuirrkun á fyrir fram. Auk gras- mjöls og grasköggla er nú einnig framleitt graskex (græsurikett- er) í vaxandi mæli, og einnig er þurxkaður úrgangur frá sykur- rófnauppskerunni. Þessi öflugi áhugi fyrir verksmiðjuverkun grænfóðurs vitnar um mikla þörf landbúnaðarins fyrir vinnu- sparandi framleiðsluaðferðir og er þessi framleiðsluaukning gras mjöls áþreifanleg staðfesting á gildi þessarar framleiðslugreinar á sviði jarðyrkjunnar. En búfjár- ræktin lýður einnig vegna mann eklu, og háir það mest nautgripa ræktinni eins og mönnum er kunnugt. Þessi mannekla ex bæði bein og óbein orsök minnk- andi þrifnaðar í fjósum og við mjaltastörf og versnandi heilsu- fars kúnna. Við núverandi tækni legar aðstæður og fóðrunarvenj- ur fær bóndinn alls ekki nógan tíma til að hugsa sem nauðsyn- legt er um þrifnað við fjósa- störf og mjaltir og um heilsu- gæzlu kúnna. Þetta kemur svo fram í lakari mjólkurgæðum og verra heilsutfari bústofnsins. Því miður verkar manneklan einnig á öðrum sviðum á mjólk- urgæðin og heilsufar, þar sem framleiðsla og geymsla gróffóð- urs og fóðrun með þurrheyi, vot- heyi og rófum gerist með of miklu handahófi og ónákvæmni. Illa geymdar rófur, slæmt vot- hey og illa verkað þurrhey eru staðreyndir, sem dýralæknar sjá daglega í störfum sínum. Það er minni hluti bænda, sem hefur nógu stórar og góðar geymslur til að geta framleitt 1. flokks fóður úr uppskerunni. Allt of víða eru mjólkurkýr • fóðraðar með allt of slæmu gróffóffri. Af- leiðingin er versnandi flokkun mjólkurinnar og heilsuleysi, sem enn eykur óþrifnaðinn, þegar þarmarnir veikjast (diarré). Af þessum sökum fá mjólkurbúin nú mjólk atf mjög misjöfnum gæðum, sem veldur þeim erfið- leikum, sórstaklega í ostafram- leiðslunni. Ekki er aðeins um að ræða aukningu á gerlafjölda, heldur koma til skaðlegri gerlar en áður og þetta finnst á bragði og lykt mjólkurinnar, sérstak- lega er hér um að ræða votheys- keiminn sem verður áberandi við slæma verkun votheysins. Ræktun og súrsun grænfóðurs, sem hefur komið í staðinn fyrir rófnaræktina að undanförnu, hefur leyst mikinn vanda mann eklunnar á akrinum, en þetta hefur svo á hinn bóginn haft í för með sér vandræði hvað snertir þrifnað, heilsufar og vinnslu mjólkurinnar á mjólkur- búunum. Og fyrir utan laus- göngufjósin hefur votheysverk- unin ekki bætt um vegna mann- eklunnar í fjósunum því að þar krefst það ekki minni vinnu en rótarávextirnir. Gunnar Bjarnason Fjárfrek jarðyrkja (intensiv plamtedyrkning) krefst sáð- skipta, og þar er nautgriparækt mikilvægur liður. Hvernig sem bollalagt er um nýtingu jurta í sáðskiptiræktinni, komum við ætíð að þeirri staðreynd, að nautgripirnir eru öruggustu og beztu kaupendur mikils hluta af uppskerunni og aukaafurðum jarðyrkjunnar. Veðurfar og jarð- vegsástand hér í Danmörku er betur fallið til framleiðslu á grösum og gróffóðri en til korn ræktar. Menn undrast, að mjólkurbúin hafi ekki meir en raun ber unr vitni reynt með ransóknum og fjárhagsaðgerðum að hafa áhrif hér á til úibóta. Að vísu hafa mjólkurbúin haft nóg um að bugsa við sína eigiin skynvæð- ingu (rationaliseringu) og sam- einingu mjólkurstöðvanna, en það verður takmarkað gagn af nýrri tækni og bættum vinnu- brögðum á mjólkurvinnslustöðv- uinum, þegar gæðum mjólkiurinn- ar frá bændum er venjulega áfátt. Þessi fjölþættu vandamál (kompliserede problemstilling) hafa leitt framsækna mjólkur- framleiðendur og ræktendur nautgripa (mere avancerede kvægbrukskredse) inn á leiðir verksmiðjuverkaðs fóðurs. Þessi mikli áhiugi fyrir veríksmiðju- verkuðu fóðri meðal framsæk- inna bænda var kominn í Ijós, áður en nokkrar tilraunaniður- stöður lágu fyrir frá opiniberum rannsóknarstöðvum. Þeir höfðu sjálfir gert nok-krar rannsók.n- ir og athuganir á málinu á und- an tilraunastöðvunum. Svo breiddist áhuginn fyrir þessum fóðurtegundum út um landið að samtalsleiðum (Nabovirkning). Áhrif verksmiðjufóðurs á heil- brigði nautgripa og gæði bús- afurða (levendsmiddelkvalitet). Það er örugg reynsla fyrir því, að heilbrigði kúnna hefur batn- að til miuna, þar sem verksmiðju þurrkað fóður hefur verið tekið í notkun, og tekjuaukning, sem það gefur búinu greiðir oft auka kostnaðinn við þessa fóðuröflun. Hér er dæmi tekið: Á kiúabúi, þar sem fóðrað hafði verið með sykurrófnaleifum, salassa, súrs- uðu rófnakóli og votheyi veikt- ust 7 kýr á einum vetri af „slæm- um súrdoða" (klinisk ketose), 6 kýr veiktust af föstum hildum eftir burð og mikið bar á skotu (diarré), og þurfti dýralæknis- aðgerð í einu slíku tilviki. Næstu 3 vetur á eftir, þegar skipt hafði verið um fóður og gefið verksmiðjuverkað græn- fóður í staðinn fyrir súrfóður og rófur, veiktist á þeim tíma að- eins ein kýr af skotu (nýbæra, offóðruð á nýju rófnakáli), tvisvar á þessum þremur árum kom fyrir, að kýr losnuðu ekki við hildir og súrdoða varð aldrei vart. Nú vita menn, að þegar 7 kýr í 30—40 kúa fjósi fá slæman súrdoða á einum vetri, þá hafa margar aðrar liðið af „leyndum súrdoða" (subklinisk ketroes). („SuJbkliniskir sjúk- dómar leynast mönnum og koma þeir í ljós í lækkaðri nyt kúnna, lömuðum vexti ungviðis, slæmri fóðurnýtingu og öðru slíku). Það er ekkert vafamáli, að fóð- urumskiptin í þessu fjósi hafa greitt ríkulega fyrir aukin út gjöld við vélþurrkun fóðursins. Líti menn á heilbrigðisástand danskra nautgripa í heild, þá er ljóst, að umbætur á fórðrunar- aðferðum og fóðurgæðum er brýn nauðsyn. Því miður hefur fjárhagslegt tap af völdum kúasjúkdóma ver- ið algerlega órannsakað mál fram á síðustu ár. Mat á þessu verður að fara eftir ágizkunum að nokkru leyti, opinberum skýrslum og umimælum dýra- lækna samkvæmt reynslu þeirra í daglegum störfum. Um sjúkdóma nautgripa höf um við þó nýlega fengið mikil- vægar upplýsingar vegna rann- sókna Landbúnaðarháskólans Horsens-héraði. Var haldin ná- kvæm skýrsla yfir störf dýra lækna og sjúkdómsgreiningu þeirra á svæði, sem nær yfir 2,7% af kúastofni landsins. Tafl- an hér á etftir er gerð eftir þessum rannsóknum, en reiknað er út fyrir alla Danmörku: í því sambandi reksturútreininga búsins byggða á jarðræktartil- raunum, tækni- og vinnurann- sóknum eða á fóðurtilraunum, sem eingöngu taka tillit til orku- gildis í þungaeiningu fóðursins •og orkuþarfa kúa við ýmsar að- stæður, heldur verður einnig að taka með í þennan reikning áhrif fóðursins á heilbrigði kúnna og gæði og hreinleika búfjárafurðanna til vinnslu og neyzlu (de animalske ravarers hygiejniske kvalitet). Þegar rætt er um hagfræðina í sambandi við að fóðra mjólkurkýr með verksmiðjuþurrkuðu græntfóðri, er oft bent á, að slík fóðrun sé vafasöm, þar sem hvert kg. af þurrefni þess sé nokkru dýrara en kg. þurr'efnis í votheýi, þar sem orkugildið er sama í báðum tilvikum í þurrefnisþunga samkv. dönskum rannsóknum. Slík rök- færsla er haldlítil án nauðsyn- legra athugasemda. Þegar meta skal nothæfni verksmdðjuverk- aðs grænfóðurs í framtíðinni í nautgriparæktinni verður að taka tillit til að meta fjölþætt atriði, og skulu þessi nefnd. hér sér- staklega: 1. Hirðingar- og geymslukostn- aður. 2. Þurrefnis- og næringar- efnatap við hirðingu og geymslu. 3. Vinnutímafjöldi og vinrtu- kostnaður við framkvæimd fóðr- unar og hirðingar. 4. Stofnkostnaður í vinnuvél- um og bygginigum. 5. Næringargildi við ólíkar að- stæður. 6. Áhrif fóðursins á heilbrigði dýranna og gæði búfjárafurð- anna til vinnslu eða neyzlu. Verksmiðjuverkun grænfóðura sparar vinnu á akrinum, veldur miklu minni hirðingar- og geymslutapi og minni rýrnun næringarefnanna. í fjósinu er þurrkað grænfóður miklu léttara í meðförum, sparar vinnu og auðveldar notkun vinnuvéla. Það krefst ein-nig miklu minna geymslurúms í hlöðum, það er hreinlegt í meðförum og eykur hreysti búfjárins og er mjög hollt, nema gefið sé óhóflegt magn af graskögglum í einu. Það, sem hér hetfur verið bent á, hefur glætt vonir manna um, að verksmiðjuverkun nautgripa- Sjúkdómsgreiningar á dönskum kúm árið 1963: 1. Fjöldi mjólfcurkúa ca. 1.400.000 2. Sjúkdómsgreiningar allls — 900.000 3. Júgur- og spenasj úfcdómar — 460.000 4. Fæðingarhjálp — 60.000 5. Fastar hildir — 100.000 6. Meltingartruflanir og efna skáptingar — 125.000 7. Kálfsburðarsótt — 90.000 8. Klauía og fótaaðerðir — 35.000 9. Aðrir sjúfcdómar — 35.000 Þessar 900.000 sjúkdómsgrein- fóðurs bæði úr grænfóðri og ingar af 1.4 millj. kúa svarar til að 60—6ö% af kúm landsins þarfnist læknisaðgerða á ári hverju. Það er fullkomlega víst, að miklu fleiri kýr en hinar töldu 125 þúsundir líði á hverju ári af efnaskiptasjúkdómum og meltingartruflunum. 1 fyrsta lagi er alls ekki algengt að kalla á dýralækni, þótt kýri fái efna- skiptasjúkdóm og skotu, og í öðru lagi eru leyndir efnaskipta- sjúkdómar og leyndar meltingar- truflanir mjög algcngar, þar sem fóðrað er mifclu af rófum og meðalgóðu eða slæmu vot- heyL Þessir efnaskiptasjúkdóm- ar eru alvarlegir, þar sem þeiir eyðileggja mótstöðu l únna gegn öðrum sjúkdómum og smituin, s.s. föstum hildum, ótfrjósemi, kálfaláti o. fl. Þessir sjúkdómar eru líka afdirifaríkir í sambandi við fjósþrifnaðinn og gæði mjóik urinnar, sérstaklega þegar afleið- ing þeirra verður júgurbólga, legbólga eða skota. Heiibrigði búfjárins og gæði búsafurðanna eru í dag þættir, sem hafa örlagaþýðingu fyrir hagkvæman rekstur kúabúanna og mjólkurvinnslustöðvanma. Þessir örlagaþættir búskaparins hatfa svo mikið gildi, að það þartf að endurskoða afstöðuna til framleiðslu á, s-k- ódýru gróf- fóðri handa mjólkurkúm. Þetta vandamál er þess eðlis, að það dugir ekki eingöngiu að athxuga rófnaleifum geti hjálpað til muna við að leysa núverandi vandamál nautgriparæktarinnar. Þesisi mál þurfa því öll að rannsakasit saman á víðtækum grundvelli, og hér í landi eru í vændum miklar líffræðilegar og hagnýtar rannsóknir, sem munu skera úr um, að hve miklu leyti fóðra beri dansikar kýr á verksmiðj uverk- uðu grænfóðri, að einhverju leyti eða að öllu leytL Hingað tid. hafa athuganir og reynsla bændanna sjálfra verið svo jákvæð, að hún kreíur nú og kallar á hraðar athuganir og rannsöknir“. j i höudl tntnni. að auglýsing f útbreiddasta blaðlnu borgar sig bczt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.