Morgunblaðið - 13.11.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 13.11.1965, Síða 17
Laugardagur 13. nóv. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 Hugrún skrifar r Ur ferð til Austurlanda Skrifað í Beirut í október 1965 Libanon fagurt lítið land. Minnst þeirra landa er liggja að Ibotni Miðjarðarhafsins, einn tíundi hluti af stærð íslands. Það er undrunarefni að líta yfir höf- uðiborgina, sem er mjög stílhrein og virðist ekki byggð af vanefn- um. Þar munu búa um hálf milljón manna, og af þeim eru taildir um það bil helmingur Ikristnir, hinir eru múhameðstrú- ar. Hafnir eru góðar og veður- sæld mikil og fólkið duglegt, Iþetta allt hjálpar til að gera land og þjóð að menningaraðila hins byggða heims. Þjóðin stendur á gömlum menningarstoðum, og frækileg- um siglingadugnaði hinna fornu Föníkíumanna. Býblos er talin elzta hafnarborg heims, og Trípoli er ein af hinum fornu borgum Föníkíumanna, en byggð ir þeirra lágu meðfram strönd- um miðjarðarhafs. Þar er stlitrótt undirlendi, skilið sundur af klettarönum. Líbanon-fjöllin eru mjög fögur, með blómlegum hlíð um, og djúpum giljum. Fjallgarð- arnir eru tveir, og á milli þeirra 1. grein liggur frjósamur dalur, sem heit ir Bekaa, þar eru miklir ávexta- akrar og menningarlegt um að litast. Úr sumum fjöllum Lítoa- nons leysir aldrei snjóa hæst uppi o.g er þar iðkuð skíðaíþrótt á vetrum. Gamlatestamenntið vitn ar oft til frjósemi og náttúrufeg- urðar Líbanons, einnig getur það Sedrusskógana frægu. Þaðan fékk Salómon konungur viðinn í musteri sitt og mikið af tilhöggnu grjóti sem flutt var alla þessa löngu leið til Jerúsalem. Einnig hjuggu Fönikíumenn skóginn til skipabygginga, og skal mann því ekki undra þótt auðnin sé mikil þar uppi, enda eru ekki eftir af þeim mikla skógi, nema 4—5 hundruð tré. í fyrri konungabók segir svo „Híram konungur í Týrus sendi þjóna sina til Saló- mons, því hann hafði heyrt að hann hafði verið smurður til konungs í stað Davíðs föður síns, en Híram hafði ætíð verið góð- vinur Davíðs.“ Vafalaust hefur hann sent þjóna sína til þess að óska honum til hamingju með konungdómin, og ennfremur seg- ir svo „Og Salómon sendi til Híraks og lét segja honum. „Þú veizt sjálfur að Davíð faðir minn mátti reisa hús í nafni Drottins Guðs síns, vegna ófriðar þess er hann varð að eiga í á allar hliðar, unz Drottinn lagði óvini hans undir iljar honum, en nú hefur Drottinn Guð veitt mér frið allt umhverfis, ég á enga mótstöðumann og ekkert er fram or að meini. Fyrir því hefi ég í hyggju að reisa hús nafni Drott— ins Guðs míns, eins og Drottinn sagði við Davíð föður minn, er hann mælti. „Sonur þinn er ég set í hásæti þitt í þinn stað, skal reisa hús í nafni þinu. Bjóð þú því að höggva sedrustré í Lítoan- on handa mér, og þjónar mínir skulu vera með þínum þjónum. Skal ég greiða þér kaup fyrir þjóna þína er þú sjálfur tiltekur, því þú veizt sjálfur að með oss er enginn maður er kunni til skógarhöggs, sem Sidoningar. iÞegar Híram heyrði orðsending Salómons, varð hann harla glað ur og sagði „Lofaður sé Drottinn í dag, er gefið hefur þjóðinni vitran son til þess að ríkja yfir fjölmennri þjóð, og Híram sendi til Salómons og lét segja hon- um: . „Ég hefi heyrt þá orðsendingu er þú gjörðir mér, skal og gera að ósk þinni um sedrusviðinn og kýprusviðinn, mínir menn skulu flytja viðinn ofan frá Lítoanon til sjávar, og ég skal láta leggja hann í flota í sjónum, og flytja þangað er þú segir til um, þar læt ég taka sundur flot- ana er þú lætur sækja, en þú skalt gera að ósk minni og láta mig fá vistir handa hirð minni, og Híram lét Salómon fá eins mikið af við og hann vildi, en Salómon lét hann hafa vistirnar, vissan skammt á ári hverju af steyttum olíuberjum og hveiti. Og Salomon konungur bauð út hvaðarmönnum úr öllum ísrael þrjátíu þúsund mönnum, og hann s ndi þá til skiftis til Líbanon, tíu þúsundir á mánuði hverjum skyldu þeir vera mánuð í Líba- non og tvo mánuði heima hjá sér, og hann hafði sjötíu þúsund burðarmenn, og áttatíu þúsund burðarmenn í fjöllunum auk verkstjóranna sem voru þrjú þrjú þúsund og þrjú hundruð að tölu. Að boði konungs hjuggu þeir stora steina, ágæta steina, til að byggja musterisgrunninn úr. Smiðir Hírams og Salómons hjuggu þá til og undirbjuggu við inn og steinana til þess að reisa musterið.“ Þegar ég stóð þarna í þrjú þús- und metra hæð við leifarnar af skóginum, sá ég fyrir mér sveitta og þreytta verkamenn, sem voru aðframkomnir í steykjandi sólar hitanum, en mikið stóð til, þar sem reisa átti hið mikla musteri. Mannslíf eru virt að vettugi. Hvað munar um það þótt einn hnigi niður og rísi ekki upp aft- ur. Það verður að Ijúka hinu mikilvæga verki sem byrjað er á. Verk það er Salómon lét hefja varð fullkomið, veglegasta must- eri heims, og skip Föníkíumanna sigldu um höfin sterk og ramm- byggð, en á Líbanons fjöllum varð auðn. Skógurin fagri úr hinum dýrmæta viði var eyddur. Það litla sem eftir stendur er afgyrt og varðveitt. Elzta tréð sem mun vera 4—5 þúsund ára er ekki mjög hátt, en að sama skapi mik- ið að umrnáli, og gæti fleiri hundr uð manns staðið undir krónu þess til þess að fá skjól fyrir hitanum. Mikið af Sedrusviði mun líka hafa verið flutt til Eng- lands til byggingja hofanna, því alltaf var sótzt eftir dýrmætasta viðnum, en ekki hugsað um afleið ingar yfirgangs þeirra er mikið máttu sín. Egyptar hafa alltaf siglt til hafnarborga Líbanons og halda því enn áfram. Alþýðumenntun er góð í Líbanon. Talið er að 80 — 90 pr. séu læsir. f Kristni- boðs háskólanum í Beirút sem mig minnir að séu tveir hafa stúd entar frá mörgum löndum stund að nám. Frakkar hafa haft mikil andleg áhrif á þjóðina, og mun það mikið fyrir þeirra starf sem kristnin hefur. ekki farið meira halloka fyrir Muhamestrúnni, en hennar fylgjendur eru mjög heit- ir og rækja trúariðkanir sínar svo vel að kristnir menn eða öllu heldur nafnkristnir mættu blygð ast sín. Frægust mun borgin Blýbos fyrir það að þar fannst elzta eða næst elzta starf sem sötgur fara af. Borgin varð trúar- Frá Jiita leg miðstöð Sýrlendinga og Egyptar lögðu fyrir Kr. burð. Þar óx líka papírusjurtin. Úr henni gerðu Grikkir pappír, sem þeir kölluðu „bitolos“ Biblían er líka kend við borgina. í Býblos eru margar merkilegar fornminjar, gamalla bygginga. Tæplega á miðja vegu milli Beirút og Býblos er töfrandi fagur hellir, er Jiita nefnist. Sann kallað undur veraldar. Það vek ur furðu hvað stutt er síðan hann fannst, þegar komið er að honum verður fyrir manni lítið op, en það er inngangurinn í þetta fjallamusteri. Vatnaniður berst manni að eyrum frá undir- djúpunum, og þegar inn er kom- ið getur að líta, lítinn yndislegan foss, sem myndast hefur við stíflu sem gerð er af mannahönd- um í mynni hyldjúps stöðuvatns, þar sem flatbotnaðir bátar eru á ferC fram og aftur með ferða- fólk, en stjórnendur standa tigul legir í stofni og fleyta bátnum — Utan úr heimi Framhald af bls. 14 bifreið frá næsta bæ, Dillen- burg, og flutti barnið á fæð- ingarheimili í Giessen. Þar var það þegar í stað sett í kassa og allar hugsanlegar ráðstafanir gerðar til þess að koma í það lífi. Á sunnudags- morgun fengu hjónin þær upplýsingar, að barnið væri ennþá lifandi og læknarnir hefðu smá von um, að lífi þess yrði bjargað. Þvi miður brást sú von, líf þess tók að fjara út næstu nótt og á mánudagsmorguninn var það dáið. Sara Kollmar, ljósmóðirin á fæðingardeild dr. Grasers segir svo frá fæðingu barns- ins: „Þegar ljóst var, að kon- an var að því komin að fæða, hafði ég símasamiband við dr. Graser og bað hann að koma. En rétt á eftir fæddist barn- ið, öllum að óvörum. Bamið fæddist lifandi en líf þess virtist fjara út og eftir r.okkra stund gátum við ekkert lífs- mark fundið með því. Barnið vó 650 grömm og var 30 cm á lengd. Reynsla lækna er sú, að börn hafi þá fyrst lífslíkur, er þau vega a.m.k. 1700 grömm“. Kvaðst ljósmóðirin harma, að þetta hefði gerzit og sagðist skilja viðbrögð föð- urins — það væri hörmulegt, að hann skyldi verða vitni að þessu. Aðspurð um skoðun sína á þvi, að barnið komst til lífs aftur, sagði ljósmóðir- in, að komið hefði fyrir, að börn kæmust til lífs aftur við hitastigsbreytingar, til dæmis við að lenda í miklum kulda. Hefði hún lagt barnið á bað- herbergisgólfið nokkxa stund áfram með einni breiðri ár. Úr | svip þeirrra má lesa stolt og hrifningu. Ljósin á olíulömpunum senda gullrákir yfir sægrænan vatnsflötin, á meðan augu píla- grímanna horfa í þögulli hrifn- ingu á alabasturslitar myndirnar í himinhárri hvelfingunni, og litauðugum hellisveggjunum. Risastór gerfikaktus ber í rauð- gylltan hamravegginn, Úlfaldi með barn á baki, ótal andlits- myndir og heil súla sem minnir ótrúlega mikið á sýlu kynslóð- anna í Vigelandsgarðinum í Ósló. Einstaka augu horfa óttaslegin inn í þetta undraríki og á bátinn, sem flytur forvitna ferðalanga lengra og lengra inn í fjallið. Fjallið sem opnaði sig og svalg mannfjöldann, en spúði honum þó út aftur eftir að hafði svalað forvitni sinni. Svalað forvitni segi ég. Spurningarnar eru áleitn ar. Hvernig hefur þetta undur gerzt? eða hvenær? Hvað djúpt eftir 'það fæddist — og væri þar eflaust að leita skýringar- innar. Hún var að því spurð, af hverju barnið hefði ekki verið sett í kassa strax og ljóst var, að lífsmark væri með því. Svaraði hún því til að faðirinn hetfði verið svo reiður, að hann hefði krafizt þess, að barnið yrði flutt á brotit. „Ef hann. hefði ósikað þess, hefðum við auðvitað þegar í stað sett barnið í kassa“, sagði hún. Þegar læknirinn dr. Graser var spurður hins sama, sagði hann, að ekki hefði verið rétt að setja barnið strax í kassa, því að hitaibreytingin hefði getað gert út af við það. Hann kvaðst hafa rannsakað barnið skömmu eftir fæðingu, en ekiki fundið með því minnsita lifs- mark og því tjáð móðurinni, að það væri andvana. Siðan var barnið látið liggja á borði við rúm hennar nokkra stund, en er það ekki bærði á sér, var það tekið burt. Bæði stað- hæfðu iþau læknirinn og ljós- móðurinn, að faðirinn hefði í örvæntingaræðinu, sem greip hann, beðið þau að gefa 'barninu banvæna innspýtingu, til þess að koma í veg fyrir, að það liði þjáningar. Því hefðu þau að sjálfsögðu neit- að afdráttarlaust. Það, sem fyrst og fremst vekur reiði fólk vegna þessa máls, er að læknirinn og hjúkrunarkonan reyndu í upp hafi að leyna því, sem gerzt hafði og neituðu, að um mis- tök hefði verið að ræða. Þar við bættist, að bæjaryfirvöld- in í Frohnhausen, þar sem Wæg-hjónin bjuggu, neituðu þeim um leyfi til þess að jarðsetja barnið í kirkjugarði bæjarins, án þess að gefa er vatnið? Skvampið sem heyr- ist þegar stjórnandinn stingur árablaðinu í vatnið lætur í eyr um sem tónar frá hörpustrengj- utan úr fjarskanum, eða hvísl horfinna kynslóða, í eyru þeirra sem í dag eru ennþá á ferð til þess að kanna, hvað sé á bak við fjallið, hvað sé handan við hafið bláa. Bátarnir snúa við. Mig lang ar til þess að fara lengra, sjá meira. Sigla í gegnum fjallið ef það væri mögulegt. Þetta stund ina er litli báturinn, fleygið sem er á leið með mig burtu frá vaf- stri veraldar inn í þögnina, sem fær mig til að gleyma að ég sé í raun og veru til, sem persóna, ég er bara lítil loftbóla á hafi tímans. Jiita: Þú undur veraldar. Stolt Líbanons. Perlan á strönd- inni. Eitt af verkum hins mikla skapara, sem aldrei verður hægt að gefa lýsingu af sem fullkomin verður. í þessum örfáu lýsingar- orðum mínum, verður þú aðeins svipur hjá sjón. nokkra skýringu á neituninmi. Þá reyndu þau að fá barnið jarðsett í Saohshelden, þar sem faðir móðurinnar var grafinn, en því var neitað á þeirri forsendu, að foreldirar þessu væru þar ekki búsett. Að lokum fór svo, að barnið var jarðsett í Wissenbach 1 grafreit frænfcu móðurinnar. En þar með var máli þessu ekki lokið. Hjónin Barbara og Manfred Weg hafa kært málið til saksóknarans í Lim- burg og krefjast þess að dr. Graser og frú Kollmar svari til saka fyrir manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu. Byggju þau kæru sína fyrst og fremst á því að sannazt hafi, að barnið var látið ligigja í a.m.k. 50 mínútiur eftir fæð- inguna algerlega umhirðu- laust, og að aldrei voru gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að halda í því lífinu. Tals- maður . lögregluinnar í Lim- burg hefur látið svo um mælt. að atburður þessi sé með ölílu óskiljanlegur. Þarna hafi ekki verið gerðar neinar þær ráð- stafanir, sem þykja sjálfsagð- ar, þar sem um er að ræða fæðingu svo langt fyrir tim- ann — hvorki hafi verið til reiðu hita- og súrefniskassi né önnur tæki, er hefðu e.t.v. getað bjargað barninu, ef nógu snemma hefði verið til þeirra gripið. Hefur lögreglan og látið að því liggja, að kæra Weg hjónanna verði e.t.v. ekki eina kæran, sem læknir- inn og ljósmóðirin verða að horfasf í augu við á næstunni. Starfsferill þeirra og rekstur sjúkrahússins allur verður tekinn til gagngerrar rann- sóknar. (Þýdd úr AKTUELT)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.