Morgunblaðið - 13.11.1965, Page 28

Morgunblaðið - 13.11.1965, Page 28
Lang síaérsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkuit annað íslenzkt blað 260. tbl. — Laugardagur 13. nóvember 1965 Löndunar- ið eystra S'uldarskipm sigla Raufarhafriar ENN ER mikil síld fyrir anstan. AfHnn í fyrrinólt var 69.270 mál, sem skiptnst á 58 skíp. Er orðin löndunarbið á öllum Austfjarða- höfnum. Og í gær fóru svo mörg síldarskipanna til Raufarhafnar, affi þar biðu 8 skip í gærkvöldi, en löndun gengur þar fljótt fyrir sig. I hverri höfn á Austfjörðum er hálfs annars til tveggja sólar- hringa löndunarbið. Síldarleitin á Dalatanga sagði um 10 leytið í gærkvöldi, að þau skip sem úti voru, væru farin að veiða, en lítill afli kominn enn. Veður var ágætt. Síidin fer nær öll í bræðslu núna, dálítið er þó fryst. Mbl. átti tal við fréttaritara sinn á Norðíirði í gær. Sagði hann að allt væri yfirfullt þar. Væri fryst eins og hægt er og brætt. Togar inn Jón Þorláksson var að lesta síld, sem var ísuð um borð og mundi skipið sigla með hana á hýzkalandsmarkað. Var gert ráð fyrir að einhverjir síldarbátar fengju að landa í Neskaupstað í dag. Kristmann Guðmundsson 28 milljón kr. verðtryggð spariskírteini gefin út Sala hefst n.k. mánudag 15. nóv. FJARMÁI.ARÁÐHERRA hefur ákveðið útgáfu verðbréfaláns að fjárhæð kr. 28 milljónir. Svo sem kunnugt er voru í maímán- uði sl. gefin út spariskírteini að upphæffi 47 milljónir króna en skv. lögum er ríkisstjórninni heimilt affi taka innlent lán allt að 75 milljónir króna. Verður þessi heimild því notuð að fullu nú. Sala skírtenanna hefst n.k. mánudag 15. nóv. Fréttatilkynning Seðlabank- ans um þetta fer sér á eftir í heild: í maímánuði s.l. voru stað- fest lög, sem heimiluðu ríkis- stórninni að taka innlent lán allt að 75 millj. kr. Notaði fjár- málaráðherra þessa heimild að hluta í maí með útgáfu spari- skírteina. samtals að fjárhæð kr. 47 milljónir. Fjármálaráðherra hefur nú ákveðið að nota eftirstöðvar nefndrar heimildar með útgáfu Torgið - ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson komin út í DAG kemur út hjá Bókfells- útgáfunni ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson, „Torg- ið.“ „Þetta er nýtizkuleg skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu,“ sagði Kristmann í samtali í Mbl. núna í vikunni. „Ég er sjálfur gamall Reykvíkingur og hef undanfarið átt heima hér, gjörþekki Reykja- víkurlífið, hef „stúderað“ það of an í kjölinn. Það er svo marg- ur bletturinn á borgarlífinu, þó sérstaklega drykkjusýki ýmissa manna, henni hef ég kynnzt í mörgum myndum." Þá segir höfundurinn að aðal- persónan í bókinni sé fráskilinn listmálari, en fjölmargar persón- ur aðrar komi við sögu, „menn- irnir, sem fráskildir leita á vit vínstúknanna í borginni, ýmist til þess að létta á einmanaleik sín- um, nú eða þá til að leita að maka, stundum aðeins skyndi- maka.“ „Um lifandi fyrirmyndir er ekki að ræða“, segir höfundur á öðrum stað, „en þó varð mér hugsað til kunningja míns, Vil- hjálms frá Skáholti, er ég bjó til skáidið og blómasalann Bót- ólf. Og auðvitað á samtíð rit- höfundar ætið nokkurn þátt í efnivið verka hans.“ Þetta er fyrsta bók Krist- manns, sem út kemur eftir að hann lauk við sjálfsævisögu sina. Bókin er 212 bls. að stærð. verðbréfaláns að fjárhæð kr. 28 milljónir, sem einkennt er 2. fl. 1965. Verða skuldabréf lánsins í formi spariskírteina með sama sniði og spariskirteini ríkssjóðs, sem gefn voru út fyrr á árinu. Hefst sala skírteinanna n.k. mánudag 15. þ.m. Seðlabankinn hefur með hönd um umsjón með sölu og dreif- ingu skírteinanna, en þau verða fáanleg hjá bönkum, bankaúti- búum, sparisjóðum svo og nokkr um verðbréfasölum í Reykja- vík. Helztu skilmálar hinna nýju skírteina eru þessir: I) Verffitrygging. Þegar skir- teinin eru innleyst endurgreið- ist höfuðstóll þeirra og vextir með fullri vísitöluuppbót sem miðast við hækkun byggingar- vísitölu frá útgáfudegi til inn- lausnargjalddaga. Þetta gefur skírteinunum sama öryggi gegn hugsanlegum verðhækkunum og um fasteign væri að ræða. 2) Skírteini eru innleysanleg eftir þrjú ár. Hvenær sem er eftir þrjú ár, getur eigandi skír- teinanna fengið þau innleyst með áföllnum vöxtum og verð- uppbót. Það sparifé, sem í skír- teinin er lagt, verður því aðeins bundið til skamms tíma, ef eig- andinn skyldi þurfa á því að halda. Auk þess er hægt að skipta stærri bréfastærðum 1 minni bréf við Seðlabankann.. Getur það verið hentugt, þegar eigandi vill selja eða fá inn- leystann hluta af skírteinaeign Framh. á bls. 27. Sendinefnd íslands hjá Sam- einuffiu þjóffiunum í sætum sínum í sal Allsherjarþings- ins. Fremri röffi frá vinstri: Hannes Kjartansson, sendi- herra, formaffiur sendinefnd- arinnar, Kristján Albertsson, Steindór Steindórsson. Aftari röffi: Niels P. Sigurffisson, Gunnar Gíslason og ritari nefndarinnar Halla Bergs. Stolið tdbobs- vörum fyrir nær 10 þús. kr. BROTIZT var inn í Seglagerð- ina Ægi og Sjóbúðina, sem eru í sama húsi á Grandagarði, að- faranótt funmtudags. Engu var stolið í Seglagerðinni, en farið þaðan niður á hæðina fyrir neð- an, iþar sem Sjóbúðin er. í Sjóbúðinni var stolið tóbaks vörum að verðmæti hátt á tíunda þúsund krónur. Það voru 20 pakk ar af King Edwards vindlum, 20 pakkalengjur af Camel sígarett- um, 5 lengjur af Chesterfield og 5 lengjur af Ralaigh sígarettum. Togararnir Ijúka veiði- ferðum og selja 6 hafa stöðvazt SÁTTASEMJARI hafffii ekki í gær boffiaffi fund í togaradeilunni. Á Akureyri var fundur í skip- stjórafélaginu á fimmtudags- kvöld, þar sem kjaradeila yfir- manna á togurunum var rædd og mætti fomviður Farmannasam- bandsins, Guðmundur Jensson á þeim fundi. Fjórir togarar hafa stöðvazt í Reykjavík og tveir á Akureyri. Mbl. fékk upplýsingar um hvaða reglur gilda um stöðvun togar- anna hjá Guðmundi H. Oddssyni, stjórr.armanni í Farmannasam- bandinu. Togurunum var leyft að ljúka veiðiferð, sem þeir höfðu hafið er verkfallið skall á, og Þakkarbréf til H C H frá Madagaskar FYRIR skömmu barst fram- kvæmdanefnd Herferðar gegn hungri bréf frá ráðherra landbún aðar, uppbyggingar sveita og matvælaframleiðslu og forseta landsnefndar Madagaskar um Herferð gegn hungri. Bréfið er svohljóðandi: Herra formaður. Ég sendi yður alúðarfyllstu þakkir í nafni íbúa Madagaskar, sem og í mínu eigin, fyrir örlæti það, sem hin íslenzka nefnd um Herferð gegn hungri hefur sýnt með því að taka að sér þann hluta áætlunar um Herferð gegn hungri, er nefnist „MAD. 12“ og felst í uppbyggingu fiskveiða við Alactra-vatn, byggingu nýtízku báta, öflun veiðarfæra og sköp- nýtízku veiðiaðfeiða. Þér megið treysta því, að vin- arbragð þetta mun sérstaklega verða metið af fiskimönnum við Alaotra-vatnið, sem búa við bág kjör, en munu nú géta útbúið sig veiðarfærum og komið veiði- aðferðum sínum i nútímahorf, til mikilla heilla fyrir Alaotra-hér- aðið. Það er mér sérstök ánægja að hugsa til þess, að fiskimennirnir við Alaotra-vatn fá stuðning frá raunverulegum „bræðrum“, þar sem þjóð yðar hefur stundað fiskveiðar frá aldaöðli, og hin mikla fjarlægð, sem skilur oss að, mun ekki koma í veg fyrir, að mikil vinátta skapist miHi þjóða vorra. Ég endurtek þakklæti mitt og votta yður virðingu mína. • F.h. forseta landsnefndar Madagaskar um HSH, framkvæmdastjórinn, AmieL sigla með afla sinn. Eins mega þeir bæta ísaðri síld við farm- inn í landi áður en þeir sigla út. Aðspurður hvort togararnir yrðu að koma beint í land úr söluferð inni eða gætu farið aftur á veið- ar, sagði Guðmundur, að þeir hefðu farið á veiðar með því að taka ís úti. 1 gær seldi Askur í Þýzkalandi 101 lest, mest karfa, fyrir 72.000 mörk. í fyrradag seldu nokkrir togarar. Bjarni ólafsson seldi 1 Bretlandi 100 tonn fyrir 8761 sterUngspund; Svalbakur seldi i Grimsby 97 tonn fyrir 10.315 pund og Víkingur seldi í Bremer haven 128 lest fyrir 109.400 mörk. Fyrr í vikunni seldu Haukur í Cuxhaven 10514 lest á 103.000 mörk. Og á mánudag seldu Marz í Bremerhaven 129 lestir, 'mest stórufsa, fyrir 137,000 mörk, Ing ólfur Arnarson í Cuxhaven 140 lestir, fyrir 91.000 mörk; og Þormóður Goði 125 lestir fyrir 82.000 mörk. Síldorírétt af Akronesi AKRANESI, 12. nóv. — Sóla- fari kom vestan úr koUuál kL 4 í nótt með 60 tunnur af ágætri síld og vax það saltað á Öskju- plani í morgun. Sólfari fór aftur út fyrir hádegi í dag. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.