Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 3
f J>rif53U#9gOT 16. nðv. 1965 jur a b r. ii m » i aaia • v=i >W <w W MM *»—w —»■ a aw 3 „VIÐ erum ákaflega bjart- sýnir þarna vestur í Bolunga- vík. Við höfum næga atvinnu, byggjum okkur hús sjálfir o * þurfum raunar líti'ð' að leita til annarra. Bolungavík er vax- andi staður, og hcfur svo verið í mörg ár. Fólksfjölgunin er jöfn og stígandi. Árið 1953 var í Hólshreppi 756 manns, í ár nálgast talan þúsundið, eða nánar frá skýrt 970 manns“. Það er Jón Friðgeir Einars- son byggingameistari í Bol- ungavík, sem þannig mælti við blaðamann Morgunblaðs- ins, þegar hann hitti hann au máli fyrir helgi. Jón Friðgeir var á ferð hér í bænum til útréttingar og við gripum hann glóðvolgan og báðum hann að segja okkur frá ýmsu, sem er efst á baugi í Bolunga- vík í dag. Jón Friðgeir Ein- % arsson rekur í Bolungavík Loftmynd af Bolungavik. Bjartsýni ríkir í Bolungavik Samtal við Jón Friðgeir Gunnarsson, byggingameistara stóra trésmiðju, og vinna hjá honum um 25 menn. Fyrir utan að smíða hús, hefur hann stofnað plastframleiðslu og um þessar mundir er hann Jón Friðgelr Einarsson. að koma upp fullkomnu verk- stæði til að smíða innihurðir í fjöldaframleiðslu. Við beinum talinu fyrst að plastiðjunni. „Jú, það er rétt, einaiwgrun- arplastið, sem við framleið- um, fulJnægir algerlega þörf Vesitfjarða í þeim efnum. Plastið hefur stórlækkað, enda hverfur við þennan plast iðnað í Bolungavík megnið af flutningskostnaðL Hjá mér vinna við bygg- ingar núna 25 menn bæði úti og inni og á eftir að aiukast, <þvi að um þessar mundir er að hefjast framleiðsla í stór- um stíl með fullkomnum vél- um frá Þýzkalandi á- inni hurðum, spónlögðum, og er það fyrsta verksmiðja simn ar tegundar á Vestfjörðum. Auk þess framleiðir verkstæði mitt að sjálfsögðu útihurðir og allar aðrar innréttingar í hús, t.d. eWhúsinnréttingar og fleira“. „Hvernig er um byggingar i Bolungavík, er þar unnið í tímavinnu eða í ákvæðis- vinnu?“ „Það hefur færzt mjög í vöxt, að hús séu byggð í ákvæðisvinnu, þannig, að ég tek að mér að byggja húsin fyrir fast verð, bæði hvað við- kemur efni og vinnu. Fólkið fær húsin fulllbúin og virðist þessi byggimgarmáti njóta mikilla vinsælda. Fóikið veit þá, að hverju það gengur. Það er auðvitað þungt á met- unuim, að þetta virðisit vera mun ódýrara fyrir fólkið. Sumir vilj,a auðvitað fá hús sin fokheld, og slíku sinnum við að sjálfsögðu líka. Ég held ég megi segja, að í sumár hafi engin hús verið byggð með öðrum hætti. Fyrir utan það að hafa öll nýtízku tæki til húsasmíða, getum við annað öllum smíð- um öðrum. I sannleika sagt stendur aðeins á mönnum til þessara húsbygginga. Verk- stæði mitt er 1200 fermetra að stærð.“ „Hvað hefur verið mikið byggt í Bolungavik undanfar- ið?“ „Ég myndi segja, að byggð hafi verið þetta frá 8 til 10 hús á ári, og að jafn- aði eru um 10—15 hús í smíð- iim árlega.“ „Bolungavík er í örum vexti. Þrátt fyrir það, að margar fjölskyldur hafi á seinni árum flutzt burtu úr Bolungavík hefur samt fólksfjölgunin ver- ið meiri. Ég býst við, að í Bolungavík sé meira byggt miðað við íbúafjölda heldur en nokkurs staðar á landinu. Við höfum á undanförnum ár- um rifið gömlu húsin, gömlu verbúðirnar, sem stóðu á kambinum. í þeirra stað höf- um við byggt ný íbúðarhús fyrir fólkið. Og það sem meira er, að sjómennirnir hafa byggt sér nýjar verbúðir. íshúsfélag Bolungavíkur hf hefur lokið byggingu frysti- húss síns, sem raunar er und- irstaða alls atvinnulífs í Bol- ungavík. Við erum langt kom- in með að byggja skólahús yfir barnaskóla og unglinga- skóla, til þess að borgar- ar Bolungavíkur þurfi sem minnst að sækja út úr byggð- arlaginu til að mennta börn sín. Auk þess má segja að gamli Brimbrjóturinn sé nú fullbyggður, og svo vel byggð- ur, að það þyrfti mikið og stórt brim að hreyfa hann héð anaf. Við innri brjótinn hefur ekkert verið unnið í sumar, en það biður síns tíma. Nú stendur fyrir dyrum hjá okkur að hefja malbikun gatna, og verður þá sjálfsagt byrjað á Hafnargötu og Aðal- stræti, en þetta eru aðalum- ferðaræðar hjá okkur. Eins og kunnugt er, er starf- rækt í Bolungavík síldarverk- smiðja, og hefur hún unnið úr síld, sem Dagstjarnan hefur flutt af miðunum til okkar. Þetta er auðvitað mikið atriði fyrir okkur vestra." „Hvað viltu svo segja okk- ur að lokum, Jón Friðgeir?" „Ekki annað en það, að við Bolvíkingar erum bjartsýnir á framtíðina, og hyggjum gott til að eyða ævinni á þessum blómlega stað.“ Fr. S. Endurminnínqar Hfaríu IViarkan komnar út FELAGSHEIMIU í kvöld KYnningarkvöld fyj ii nýja félagsmenn Miðvikudagskvöld; Opið hús Fjölmennið í félagsheimilið HEIMDALLAR I ___ _ KOMNAR eru út hjá Setbergi „Endurminningar Maríu Mark- an“, sem skráðar eru af frú Sigríði Xhorlacius. Bókin er 173 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda mynda. Kópavogur SJÁLFST/EÐISFÉLAG Kópa- vogs heldur aðalfund sinn annað kvöld, miðvikudag, og hefst hann kl. 20,30 e.h. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Axel Jóns son, alþm. ræða bæjarmál. Á kápusíðu segir m. a.-: „María Markan er brautryðj- andinn meðal íslenzkra kvenna á erlendum vettvangi. Hún stund- aði söngnám í Berlín og vakti þar athygli þegar á námsárum sínum. María Markan er fyrsta íslenzka söngkonan, sem sungið hefur í óperum og haldið tónleika í þrem heimsálfum og hlotið mikla frægð af. Hún starfáði við frægustu söngleikahús, svo sem Glyndebourneóperuna í Bret- landi og Metropolitanóperuna í New York og fór hljómleikaferð- ir um Ástralíu á vegum ástralska útvarpsins. Frá því hún fyrst hélt hljómleika á íslandi hefur María Markan skipað sérstakan sess í hugum íslendinga. í þessari bók segir María Markan frá æskuárum sínum í Laugarnesi, söngnámi og starfi við erlend söngleikahús, von- brigðum sínum og sigrum.“ SUKSTfliAR „Sir Gibbs" Sjaldgæft er, að menin auglýsl tornæmi sitt með flennistórum fyrirsögnum, en af því hefur Xíminn sérstakt yndi. Ximamenn virðast greinilega eiga töluvert erfitt með að læra ýmsa hluti, og jafnvel þótt þeim hafi verið bent á mistok sín endurtaka þeir þau aftur og aftur, sérstaklega í stórum fyrirsögnum. Við þessu er víst lítið að gera, sérstaklega þegar um pólitísk málefni er að ræða, þvi í þeim tilvikum taka Tímamenn engum rökum. En skelfing væri nú ánægjulegrt, ef ritstjórar Tímans vildu taka vtn- samlegum ábendingum og læra einm einfaldan hlut. 1 fyrirsögn í Tímamun sl. sunnudag stóð „Sir Gibbs neitar að hlýðnast Ian Smith“. Tímamönnum hefur áður verið bent á, að þeir kunna ekki að fara með titilinn „Sir“, en þeir hafa ekki látið sér segj- ast. í þessari fyrirsögn var um það að ræða, að Sir Humphrey Gibbs, lanidstjórí Breta í Ródes- íu, hafði neitað að hlýðnast Ian Smith, forsætisráðherra Ródes- íu. Þegar um er að ræða nöfn manna, sem bera titilinn „Sir“, ber að nefna þá, eins og í þessu tilfelli, annaðhvort Sir Humphrey Gibbs eða Sir Humphrey, en alls ekki „Sir Gibbs“. Timinn er ein- staklega skæður í að misfara með þennan titil, og misþyrma málvenju í enskri tungu. Þetta fer í taugarnar á lesendum blaðs ins og væri gaman ef ritstjórar þess vildu sjá til þess að svo afkáraleg mistök eigi sér ekki stað í framtíðinmi. Annars hefur Tíminn haldið þessari venju í mörg ár, og er kannski borin von að láta sér detta í hug, að ein- hver breyting verði á því. F ramhaldsaðalf undui Síðastliðimn laugardag birtist lítil og yfirlætislaus klausa á baksiðu Framsóknarmálgagnsins. Hún bar fyrirsögnina „Fram- haldsaðalfundur FUF“, og hljóð- aði svo: „Félag ungra Framsókn- armanna í Reykjavík heldur fnambaldsaðalfund sinn miðviku- daginn 17. nóvember nk. kiukkan 20.30 í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg, uppi. Dagskrá L Framhald aðalfundarstarfa — II. lagabreytingar. Stjórnin. Klausa þessi lætur lítið yfir sér, en þó markar hún lok harð- vitugra átaka, sem farið bafa fram innan Framsóknarflokksins í margar vikur um yfirráðin í umglingasamtökum Framsóknar- manna í Reykjavík. Sannleikur- inn er nefnilega sá, að aðalfund- ur félags þessa var haldinn fyrir mörgum vikum, í byrjun október, og ekki annað vitað en aðalfund- | arstörfum hafi þar verið lokið, ! stjóm kjörin og fulltrúar í full- trúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík, o.-s. frv. Þessa aðal- fundar hefur hinsvegar ekki ver- ið getið í Tímanum til þessa, og er það vissulega ekki venju sam- kvæmt. En eins og menn muna urðu þar mjög hörð átök milli tveggja arma flokksins, sem lykt- aði með því, að vinstri armur flokksins náði með bolabrögðum undirtökunum í þessu félagi, en hinn aðilinn kærði til flokks- stjórnar. Nú gerizt það sem sé skymdilega, að „framhaldsaðal- fundur“ er boðaður, þótt aðal- fundarstörfum hafi verið lokið, og verður fróðlegt að sjá, hvort niðurstöðum hins raunverulega aðalfundar verður breytt á þess- um „framhaldsaðalfundi", og hvor aðilinn hefur borið sigur úr býtum í þeim hörðu innanflokks- átökum, sem fram hafa farið nú undanfarniar vikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.