Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 8
8
MORGU N BIAÐIÐ
' Þriðjudagur 16. nóv. 1965
/i V fj Cji tiTcTC
Sexföldun fasteignamats nær
aðeins til kaupstaða og kauptúna
IJtlán tíl íbúðabygginga hafa
aukizt um 280% frá 1958
í GÆR var íramhaldið uimrseð-
um um HúsnæðismálastoÆrmn
ríkisins í efri deild. Lauik um-
ræðum, en atkvæðagreiðslu var
frestað.
KaTl Kristjánsson (F) sagði
að búast mætti við því að endur
skoðun hiúsaleigulaganna tæki
langan trma og
ætti því ekki að
afnema núgild-
andi lög fyrr
en önnur væru
f yrir hendL Á
þeim tíma sem
engin lög um
hámark húsa-
leigu stæði gæti
orðið til margir
óþurftarsamningar á þessu sviði
sem væntanleg lög mundu ekki
ná tiL
Eggert G. Þorsteinsson félags-
málaráðherra, taldi að þær breyt
ingatillögur sem Karl Kristjáns-
í son hefur flutt
i við fru'mvarpið
í gætu stuðlað að
! seinkun á setn-
jj ingu nýrra húsa-
j leigulaga. Ef hús
eigendum væri
j heimilt að leigja
út húsnæði á
sanngjörnu
verði gæti það
stuðlað að því að fleiri réðust í
að 'byggja leiguhús. Eins og er
væru lögin þv-erbrotin og aðeins
notuð við síbattaiframtal leigu-
sala. Með afnámi laganna rnundi
þess vegna engin sikriða fara af
stað, því hún faefði þegar fallið.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, sagðist vilja taka undir
orð félagsmáiaráðherra varðandi
skattaframtal leigusala. Leigu-
sali gæti aðeins leyfilega há-
marksleigu upp til skatts, þrátt
fyrir svo og svo mikla leigu.
Ætti það sinn þitt í því að leigu-
kaupi þyrfti oft á tíðum að greiða
mikið fyrirfram og fengi auk
þess ekki að gefa upp nema
hluta af leigunni. Væri af þessu
nauðsyn þess að fella þessi lög
úr gildi augljós. Hefði uppruna-
lega verið ákveðið að tekna
skyldi aflað með eignaskatti og
um það hefði ekki orðið deilur.
Sexföldun fasteignamats næði
aðeins til eigna í kaupstöðum og
kauptúnum og væri það ekki
nema sanngjamt þar sem verið
væri að afla fjár til húsbyg.ginga
á þessum stöðum. Það væri rétt
að erfitt væri að áætla nákvæm-
lega hver upphæð sikattsins yrði,
og ætti það sér víða hliðstæðu,
þegar tekjur ríkissjóðs væru
áætlaðar.
Ólafur Jóhannesson (F) sagði
að í samningum við verkalýðs-
félögin væri
' enginn stafur um
það að finna, að
\ , framlag ríkis-
1 sjóðs til Hús-
næðismálastofn
unarinnar yrði
aukið og hefði
það verið 40
milljónir kr.
Hór væri um að
ræða hreina tekjuöflun fyrir
ríkissjóð og væri sama hversu
mikið inn kæmi Húsnæðismála-
stjém fengi ekki nema 40 milljón
ir króna til yfirráða.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, sagði að enginn hefði
haldið því fram að sexföidun
fasteignamatsins væri til komin
vegna samninga við verkalýðs-
féiögin í sumair. Það hefði verið
tekið skýrt fram, að þessar ráð-
stafanir væru til komnar vegna
samkomulagsins í fyrra þar sem
kveðið hefði verið á um viðtoótar-
láu til faanda þeim er höfðu feng
ið lán áður. Enginn fjárveiting
væri í fjárlögum til að mæta
þessari útgja'ldaaukningu ríkis-
sjóðs nema í lögunum um Hús-
næðismálasitjórn. Grunnmunur
væri á fasteignaskatti og eigna-
skatti. Eignaskatturiran væri mið
aður við nettóeignir en í fast-
eignaskatti reiknuðust allar eign
ir, sama favort á þeim hvíldu
skuldir eða eikki. Greinilegt væri
að þreföldun fasteignamats næði
ekki til að afla þeirra 40 millj-
óna er ákvæði væru um að veita
Húsnæðismálastjórn, en hins-
vegar miklar líkur til þess að
það tækist með sexföldun fasit-
eignamatsins
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
tók fyrir og gagnrýndi nokkur
atriði í ræðu Ólafs Jóhannesson-
ar. Sagði hann
að taka mætti
undir það eir
fjárrraálaráð-
faerra sagði að
í þessu tilfelli
sem mörgum
öðrum væri erf-
itt að áætla upp
á krónu hvað
tekjustofnar riik
isins gæfu af sér. Menn yrðu að
skilja það, að á undanförraum
árum hefði verið gert stórátak i
húsnæðismálum með því að efla
byggingasjóð ríkisins með því að
afla honum tekjiustofraa og hefði
þetta tekizt m.a. í samvinnu við
verkalýðsfélögin. Mætti í þessu
sambandi benda á, að á tíma-
bilinu 1. okt. 1058 til 1. okt.
1065 hefði byggingarvísitalan
faækkað um 133 stig eða 09,3%,
en á sama tíma hefðu íbúðalán-
in hækkað úr 100 þúsundum kr.
í_ 280 þúsund kr. eða um 280%.
Á þessu ári mundi Húsnæðismála
stjórn koma til með að úthluta
310—320 milljóraum króna, en
árið 1958 hefði upphæðin hins-
vegar numið 40—50 milljónum
króna.
Reiðingstímabilið er Karl Krist
jánsson hefði drepið á í ræðu
sirani væri liðið, þótt svo virtist
á tíðum, að Framsó'knanneran
hrærðust enn í þvL
Guðjón Kr. Hjörleifsson
múrarameisfari - Kveðja
Fæddur 29. júní 1919.
Dáinn 8. nóvember 1965.
OFT VERBUM við þess áþreif-
anlega vör, mannanna börn, hve
,,örskammt er bil milli blíðu og
éls“, í okkar daglega lífi. En
aldrei verður sú reynsla þó eins
átakanlega sár, eins og þegar
— Laugagerðisskóli
Framhald af bls. 6.
ar gat þess í ræðu sinni að eng-
inn árekstur hefði orðið milli
manna í framkvæmd þessa verks
og væri það að sínum dómi lík-
lega einsdæmi þegar um svo
mikla smíði væri að ræða. Erfið-
asta málið var þó að lokum að
fá rafmagn til skólans. Var um
tvær leiðir að ræða, önnur sú að
fá díselvélar sem myndu hafa
kostað offjár eða reyna að ná
línu úr aðaltaug frá rafveitum
rikisins, en framkvæmdum í raf-
væðingu sunnan fjalla á Snæ-
fellsnesi hefur seinkað það að
ekki voru horfur á að næstu 3
árin myndi verða leitt rafmagn
þangað frá héraðsveitum. Tókst
því samvinna við rafmagnsveitur
ríkisins um síðari lausnina og
daginn fyrir vígsluna eða sl.
föstudag komu svo ljósin í skól-
ann.
Byggingarkostnaður skólans
mun verða um 18 milljónir. —
Ríkið hefur þegar lagt til krónur
9.743.000.00 og fyrir velvild
menntamálaráðherra fengust
greiddar 2 millj. kr. sem ekki
voru þá gjaldfallnar. Úr gisti-
húsasjóði fengust 200 þúsund
krónur en hugmyndin er að nota
skóiann sem greiðasölu og gisti-
stað fyrir ferðafólk að sumri til
og mun það mælast vel fyrir,
enda skólahúsið teiknað einnig
með það fyrir augum. Sýslusjóð-
ur hefur greitt 120 þúsund til
byggingarinnar. Skipting kostn-
aðar milli hreppa er þannig:
Kolbeinsstaðahreppur 22%, Eyja
hreppur 11.5%, Miklaholtshrepp-
ur 31.5%, Breiðuvikurhrepp-
ur 20.5% og Skógarstrandar-
hreppur 14.5%.
Að lokum þakkaði Gunraar
ríkisstjórn, þingmönnum Vestur-
landskjördæmis og hreppsnefnd-
um sem að skólanum standa fyr-
ir sérstakan stuðning og fyrir-
greiðslu, svo og öllum sem hér
hafa lagt hönd að verki.
í héraði því sem að þessum
skóla stendur eru um 700 íbúar
og er hluti þeirra í skólabygg-
ingunni um 5 milljónir svo þess-
ir hreppar leggja mikið á sig
fyrir þetta skólahús og var það
að seinustu ósk Gunnar að þau
andlegu verðmæti sem ættu eft-
ir að skapast við þennan skóla
yrði þjóðinni heilladrjúgt og þá '
væri umbun fyrir erfiði næg.
Skólastjóri verður Sigurður
Helgason sem áður var skóla-
stjóri í Stykkishólmi en skóla-
nefndarformaður er séra Árni
Pálsson og afhenti formaður
byggingarnefndar honum við
þetta tækifæri skólann til um-
sjónar.
í skólanum eru skráðir 106
nemendur og 11 úr Helgafelis-
sveit.
Kennsla hefst mánudaginn 15.
nóv.Verða þá nemendur 53 í 4
barnadeildum og einnig verður
starfandi unglingadeild við skól-
ann og svo er fyrirhugað aö 8
ára börn verði þar á námskeiði.
Skólastjóraíbúð er í húsinu og
er hún glæsileg og vönduð i alla
staði. Sömuleiðis er þar kennara-
íbúð og svo tvær íbúðir fyrir
einhleypa kennara, en í þær íbúð
ir vantar nú tilfinnanlega kenn-
ara. >á er rúmgóður matsalur í
skólanum, herbergi fyrir nemend
ur og vistlegar kennarastofur. —
Kennarar auk skólastjóra eru
ráðnir Gísli Kristjánsson og Rósa
Björk Þorbjarnardóttir, prests-
frú í Söðulsholti.
Á eftir ræðu Gunnars Guð-
bjartssonar tóku til máls mennta-
málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, sem færði skólanum árnað-
aróskir ríkisstjómarinnar. Aðrir
ræðumenn voru fræðslumála-
stjóri, Helgi Elíasson, Hörður
Bjarnason, húsameistari rikis-
ins, Stefán Jónsson, fyrrum nám-
stjóri, frú Rósa B. Þorbjarnar-
dóttir, séra Þorgrimur Sigurðs-
son prófastur, frú Guðrún Krist-
jánsdóttir, Skógarnesi, sem færði
skólanum 30 þúsund kr. til orgel-
kaupa frá Kvenfélaginu Liljan í
Miklaholtshreppi, Halldór Sig-
urðsson, alþm., Guðlaugur Jóns-
son, lögregluþjónn, Guðmundur
Guðjónsson frá Saurum, dr.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra, og séra Árni Pálsson i
Söðulsholti.
Árnuðu þeir allir skólanum
gæfu og gengis um leið og þeir
glöddust yfir þessu glæsilega
framtaki.
Sigurður Helgason hélt að lok-
um ræðu og lýsti tilhögun náms
og gat um byrjunarörðugleika í
starfinu. Talaði hann um sam-
starf skóla og heimilanna og
lagði áherzlu á að kennslan ein
væri til lítils og menntun öll ef
manndómur fylgdi ekki í kjölfar-
ið. Manngildið væri sá auður
sem íslendingum lyfti hæst og að
vexti þess yrðu skólarnir að
stefna. Mér er sjálfum ljóst,
sagði Sigurður að lokum, að mér
er vandi á herðum að móta þenn
an skóla og með styrk frá höf-
undi lífsins er lagt á þessa braut
og ég vil gera það að mínum
seinustu orðum hér að orð skálds
ins mættu rætast: Sú gjöf mér
yrði gleðilegust send, að góður
vinnudagur fari í hönd.
Síðan sungu allir viðstaddir: fs
land ögrum skorið.
Hátt á annað hundrað manna
voru við vígsluna og þágu ágætis
veitingar og var öll þessi vígslu-
hátíð þeim sem að henni stóðu
til sóma.
Að lokum þakkaði Gunnar
Guðbjartsson mönnum komuna
og bauð öllum að skoða skóla-
bygginguna.
kær vinur er hrifinn burt úr
tölu lifenda fyrirvaralaust og
svo að segja á augabragði.
En bjartar minningar geymast
um góðan og göfugan dreng.
Þær lifa, ylja og lýsa, þótt lík-
aminn hyljist moldu.
Einn þeirra, sem lætur eftir
sig slíkar minningar er Guðjón
Kristinn Hjörleifsson, múrara-
meistari. Hann fæddist að Rauf-
arfelli í Austur-Eyjafjalla-
hreppi. Foreldrar hans voru
hjónin Hjörleifur Guðjónsson og
Soffía Runólfsdóttir. Þau eru
bæði á lífi, búsett í Keflavík.
Guðjón var næstelztur 9 syst-
kina. Af þeim eru nú aðeins 4 á
lífí. Elzt er Gróa húsfrú í
Keflavík, Ingibjörg, húsfrú í
Ytri-Njarðvík, Gísli Ágúst og
Ingi, báðir búsettir í Keflavík.
Guðjón ólst upp hjá foreldr-
um sínum og fluttist með þeim
til Vestmannaeyja 7 ára að
aldri. Þar dvaldist hann fram á
fullorðinsár og nam múraraiðn
við Iðnskólann í Vestmanna-
eyjum.
Árið 1045 fluttist Guðjón til
Keflavíkur ásamt foreldrum sín
um. Á þeim árum var Keflavik
urkaupstaður í sem örastri upp
byggingu, og fékk Guðjón þar
mörg stór verkefni til að fást
við. Og allt, sem hann tók að
sér var svo vel af hendi leyst,
sem framast varð ákosið.
Guðjón var félagi í Rotary.
klúbbi Keflavíkur, og sýnir það
eitt útaf fyrir sig álit manna á
honum og hvert traust menn
báru til hans, að hann <"kyidi
valinn sem fulltrúi sinnar stétt
ar í þann félagsskap. í Rotary-
klúbbnum reyndist hann jafnan
drengilegur félagi, starfsfús og
traustur.
Árið 1953 var Karlakór Kefla
víkur stofnaður. Fljótt gerðist
Guðjón einn af félögum hatis.
og er þar skemmst frá að segja,
að hann var upp frá því ein
styrkasta stoð kórsins. Hann
var afburða söngmaður, röddin
bæði mikil og hljómfögur enda
var hann um langt skeið einn af
aðal einsöngvurum kórsins.
Kona Guðjóns er Sigríður Þor
valdsdóttir, ættuð úr Ytri-Njarð
vík. Þau hófu búskap í Kefla-
vik, en fluttu til Hafnarfjarðar
árið 1960.
Þau eiga tvær litlar dætur,
Soffíu Hjördísi og Stefaníu
Rósu. Einnig ólust tvö börn Sig
ríðar frá fyrra hjónabandi henn-
ar, Guðmunda Margrét og Þor-
valdur, upp hjá þeim, og reynd-
ist Guðjón þeim eigi síður en
sínum eigin börnum.
Guðjón var góður eiginmaður
og heimilisfaðir, og ástríkur fað
ir barnanna sinna. Þau voru
samhent í því hjónin, að skapa
sér hlýtt og vistlegt heimili, þar
sem hamingjan átti æðsta sætið.
Og enga ósk átti Guðjón heitari
en þá, að honum mætti auðnast
að skapa fjölskyldu sinni svo
trausta og óbrotgjarna farsæld,
sem í mannlegu valdi stendur.
Að því marki stefndi hann,
ótrauður, allt til hinzta dags.
Foreldrum sínum reyndist
Guðjón frábærlega góður son-
ur. Og fáa hefi ég heyrt tala af
meiri virðingu og einlægari
hlýju um móður sína en hann.
Guðjón Hjörleifsson var einn
þeirra manna er ég kynntist
fyrst, er ég kom til Keflavíkur,
og tel ég mér það mikið happ
að hafa átt hann að vini. Hann
Framhald á bls. 31