Morgunblaðið - 16.11.1965, Qupperneq 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. nóv. 1965
Eldsvoði
á hafinu
— lýsing þeirra sem björguð
ust af „Yarmouth Castla46
MIKILL, óviðráðanlegur
eldur brauzt út í farþega-
skipinu „Yarmouth
Castle“, snemma á laugar-
dagsmorgun, er skipið var
statt um 170 km austur af
Miami-strönd á Florida.
550 manns, farþegar og
áhöfn, voru um borð í skip
inu, er eldsins varð vart.
Tókst að bjarga 460, en 90
manns fórust. Er hér um
að ræða eitt meiriháttar sjó
slysa af völdum eldsvoða,
á síðari árum.
Ekkert er enn ljóst um
upptök eldsins, sem breidd
ist út með gífurhraða. Hef-
ur slysið, svo og allar að-
stæður um borð í „Yar-
mouth Castle“, vakið mikið
umtal.
Vitað er nú, að ekkert
björgunarkall barst frá
skipinu, og þykja frásagnir
farþega, sem af komust,
benda til þess, að mjög hafi
skort á, að öryggisútbúnað-
ur hafi verið í lagi.
Er eldurinn kom upp,
voru tvö skip nærstödd,
bandaríska farþegaskipið
„Bahama Star“, og finnska
skipið „Finnpulp". — Mun
það vera því að þakka, og
skjótum viðbrögðum björg
unarliðs frá Miami, að af-
leiðingar slyssins urðu ekki
enn hörmulegri, en raun
ber vitni.
Bygfft 1927
„Yarmouth Castle" Var
50000 tonn að stærð, byggt
1927, af félaginu W. Cramp &
Sons í Fíladelfíu, Pensylvan-
íu, fyrir Nova Scotia gufu-
skipafélagið. Um skeið var
skipið í förum milli Boston
Massachusetts, og Nova Scotia
Kanada. Á styrjaldarárunum
var það i herflutningum.
1954 var skipið endurskírt
„Queen of Nassau“, en þrem-
ur árum síðar fékk skipið aft
ur sitt gamla nafn, „Yarmouth
Castle".
Fyrir ári keypti skipafélagið
Yarmouth Cruise Lines skip-
ið, en það félag gerir skip sín
út frá Panama.
Skipið sökk á fjórum tímum.
Eldsins varð fyrst vart um
kl. 6 á laugardagsmorgun, eft
ir ísl. tíma. Einn farþega,
Dominick Cosentino, 58 ára
gamall New York-búi, lýsir
eldsupptökum þannig:
„Ég vaknaði við mikinn
hávaða á þiljum uppi, en hélt
í fyrstu, að þar væru einhverj
ir farþega að leik. í»á heyrði
ég, að inhver kallaði, að eld-
ur væri uppi. Ég greip buxur
mínar og skó, og hljóp út úr
káetunni. Gangurýin var þá
fullur af reyk, en ég komst
upp á þilfar, og í einn björgun
arbátanna. >á hafði eldurinn
þegar náð að bátnum, og ég
varð að yfirgefa hann. Ég
komst yfir borðstokkinn, og
í annan bát, sem sjósettur
hafði verið“.
Annar farþegi, ungfrú El-
iseusen, frá Missouri, segir, að
hún hafi reynt að komast úr
káetu sinni, er hún heyrði
kallað, að eldur væri laus.
Ég komst að borðstokknum,
inn, því að þar var svo mikill
reykur", segir hún.. „Hins
vegar tókst mér að brjóta
rúðu, og skríða út um glugga.
Ég komst að borðstokknum,
og renndi mér niður á kaðli.
Síðan var mér bjargað upp í
björgunarbát".
Thompson, öldungardeildar
þingmaður frá Nassau, og dótt
ir hans, hafa bæði lýst því yfir
að þeim hafi ekki verið gert
viðvart. Hafi þau komizt í
björgunarbáta af eigin ramm
leik, en þá hafi brennt fólk
legið á þilfarinu.
„Hneyksli".
Mörgum farþeganna, sem
fréttamenn hafa rætt við, ber
saman um, að öryggisútbúnað
ur hafi verið í ólagi. Mun
neyðarbjöllum m.a. ekki hafa
verið hringt, er eldsins varð
vart.
Gerald McDonnell, frá Sil-
ver Spring, Maryland, sem
bjargaðist naumlega, segir:
„Skipinu var illa stjórnað.
þetta er hneyksli. Engin björg
unarvesti voru í káetunum.
Reipin höfðu verið máluð, og
því var erfitt eða ómögulegt
að sjósetja suma bátana. Eng
in björgunaræfing hafði farið
fram.
Okkur var ekki gert viðvart
Neyðaribjöllunum var ekki
hringt, og slökkvitækin voru
í ólagi“.
McDonnell segir, að hann,
móðir hans og bróðir, hafi
komizt um borð í björgunar-
bát, en ómögulegt hafi verið
að sjósetja hann. „Við sátum
föst í nokkrar mínútur“, seg-
ir hann. „Meðan við biðum í
bátnum, féll kona ofan af
efsta þilfari, á borðstokk
björgunarbátsins, og rakst um
leið í móður mína. Svo féll
konan í sjóinn. Einn úr áhöfn
inni stökk fyrir borð, og
bjargaði henni".
McDonell segist ekki hafa
lent í neinum deilum við
menn úr áhöfninni, enda hafi
flestir þeirra komið fram af
hugprýði, og sumir gefið far-
þegum, sem engin björgunar
vesti höfðu, sín vesti.
George Brown, frá Deer-
field Beach, Florida, er einn
þeirra, sem gagnrýnt hefur
harðlega allan öryggisútbún-
að. Hann segir, að hann, og
kona hans, hafi komizt að
einum björgunarbátanna, en
ómögulegt hafi verið að sjó-
setja hann. „Loks var farið
með okkur að öðrum bát“,
segir hann. „Honum var hægt
að koma út, en þá kom í ljós,
að engir kefar voru í honum.
Við urðum að róa bátnum
eins og eintrjáningi.
>á virtist ekkert vatn vera
fyrir hendi, sem hægt var að
nota við slökkvistarfið, og
brunaslöngurnar lágu ónot-
hæfar á dekkinu.“
lando, Florida, lýsir björgun
sinni þannig: „Við heyrðum
mikinn hávaða, og opnuðum
hurðina. >á mætti okkur mik-
ill reykur. Okkur tókst ekki
að komast að björgunarbét-
unum, en þeir voru allir of-
hlaðnir. Við komust loks niður
stiga, og um borð í björgunar
bát frá „Bahama Star“. Við
höfðum engin björgunarbelti,
og við héldum, að við mynd-
um farast. Við vorum ofsa-
hrædd".
Donald D’Ellia, frá Irving-
ton, New Jersey, og kona hans
segjast hafa verið uppi við,
er eldsins var fyrst vart. „Við
sáum fólk koma hlaupandi úr
káetum sínum“, segir D‘Ellia,
„og sumt var illa brennt. Unga
konu sáum við, sem var svo
skaðbrennd, að ég er viss um,
að hún hefur látizt“.
D’Ellia, og kona hans,
stukku fyrir borð, og syntu
að björgunarbát.
Ekkert neyðarkall.
Björgunarsveitir á Miami,
sem eru meðal þeirra bezt
búnu í heimi, segja, að ekkert
neyðarkall hafi borizt frá
„Yarmouth Castle“. í landi er
hlustað eftir neyðarmerkjum
allan sólarhringinn. Fyrsta
tilkynningin, sem barst, kom
írá finnska skipinu „Finnpulp“
Hefur enn engin skýring á
því fengizt, hvers vegna neyð
arkall var ekki sent frá
„Yarmouth Castle“.
Farþegaskipið „Bahama
Star“ var svo nærri „Yarmo-
uth Castle", er eldurinn kom
upp, að vel sást milli skip-
anna. „Bahama Star1* bjargaði
250 farþegum, og 110 úr áhöfn
sem einnig var nærstatt, bjarg
aði 90, en þyrlur bandaríska
björgunarliðsins komu von
bráðar á vettvang, og fluttu
þá, sem verst voru brenndir,
til sjúkrahúsa í landi.
Kl. 11.45 á laugardagsmorg
un, tæpum sex stundum eftir
að eldurinn braust út, til-
kynnti „Bahama Star“, að það
hefði bjargað alls 360 manns,
en víðtæk leit á slysstaðnum
(>á var „Yarmouth Castle"
sokkið fyrir tæpum þremur
stundarfjórðungum) hefði
ekki gefið árangur. Væri víst,
að aðrir hefðu farizt.
Kall „Finnpulp” barst kl.
6.20, aðeins um stundarfjórð-
ungi eftir, að eldsins varð
vart. í tilkynningu finnska
skipsins sagði, að skipið væri
alelda, allt niðuí að sjávar-
máli.
„Hryllileg sj.»n“.
Einn flugmanna bandaríska
björgunarsveitanna, W. R.
Cooper, sem flaug með þrjá
skaðbrennda farþega til
Nassau, segir: „>að var hrylli
legt að sjá skipið. Eldtungurn
ar náðu 1200 metra í loft upp.
Annar flugmaður, Hugh
Kuleatt, segir, að hitinn af
brennandi skipinu hafi verið
svo mikill, að ekki hafi verið
hægt að fljúga nær því en 60
m. „Sjórinn var þakinn í björg
unarbeltum, og björgunarbát
um, hlöðnum fólki“.
Bæði björgunarskipin
„Bahama Star“-og ,,Finnpulp“
héldu rakleiðis til hafnar, er
ljóst varð, að frekari leit
myndi ekki bera árangur.
Er talið, að þeir, sem ekki
tókst að bjarga, 90 talsins,
hafi annað hvort drukknað,
brunnið inni í skipinu, eða
sokkið með því.
Fréttamenn, sem flugu yf-
ir slysstaðinn á laugardag og
sunnudag, segja, að mikið
brak fljóti á sjórium. Komu
þeir m.a. auga á fjóra björg-
unarbáta. Enginn var í þeim,
og þrír þeirra voru á hvolfi.
Hafin er rannsókn á orsök-
um slyssins, og stjórnar henni
V.G. Niebergall, forstöðumað
ur öryggisdeildar kaupskipa-
flotans.
rX
William R. Elder, frá Or-
Einn farþeganna, sem bjargað var úr brennandi skipinu.