Morgunblaðið - 16.11.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 16.11.1965, Síða 16
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. nóv. 1965 Ö'tgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðs^a: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. NATO 1969 lll'iklar umræður fara nú fram innan aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, um starfsemi bandalagsins og skipulag eftir 1969, en svo er ákveðið í sáttmála bandalags ríkjanna, að hvert um sig geti með árs fyrirvara sagt sig úr því 1969. Þess vegna er ekki óeðlilegt, þótt nú hafi hafizt umræður um það, hvort nauð synlegt sé að breyta að ein- hverju leyti skipulagi At- lantshafsbandalagsins, þar sem ný viðhorf hafa skapazt frá því sem var þegar það var stofnað 1949. Hernaðarstyrkur Atlants- hafsbandalagsins hefur alger- lega stöðvað frekari framsókn Sovétríkjanna í Evrópu, og með nokkrum rökum má segja, að „kaldur friður“ hafi skapazt í þessum heimshluta, en kalda stríðið færzt til ann- arra heimsálfa, sérstaklega Asíu. Nauðsynlegt er að ná sam- komulagi á næstu árum innan Atlantshafsbandalagsins um nokkur mál sem nú er um deilt meðal aðildarríkja þess, sérstaklega af hálfu Frakka. Þar er um að ræða m.a. á- kvörðunarvald um beitingu kjarnorkuvópna, sem nú er að mestu í höndum Banda- ríkjamanna. Ýmsar hugmynd ir hafa verið uppi um sam- eiginlegan kjarnorkuher At- lantshafsbandalagsins, en eng in þeirra hugmynda, sem fram hafa komið í þeim efn- um, hafa náð almennu fylgi. Einnig verður að hafa í huga hin sérstöku vandamál Þjóðverja. Sameining Þýzka- lands er þeirra aðalmál, og þeim er af skiljanlegum ástæðum annt um að starfi bandalagsins og stefnu verði hagað á þann veg, að hags- munir þeirra verði ekki fyrir borð bornir. Inn í þessa mynd koma svo almennt þau nýju viðhorf, sem skapazt hafa með sífellt nánara samstarfi Evrópuríkj- anna í efnahagslegum og stjórnmálalegum efnum, og hvert samband þeirra við Bandaríkin á að vera miðað við nýjar aðstæður. Allt eru þetta mál, sem samkomulag þarf að nást um á næstu árum. En greinilegt er, að Atlantshafsbandalagið hefur fyllilega náð tilgangi sínum. Því hefur tekizt að stöðva framsókn kommún- ismans í Evrópu. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta, að víki Atlantshafsrík- in af verðinum, grípa komm- únistar jafnskjótt tækifærið til þess að styrkja aðstöðu sína á meginlandi Evrópu. Þess vegna er nauðsynlegt, að hin hernaðarlega samvinna Evrópuríkjanna, sem tekizt hefur innan Atlantshafsbanda lagsins, haldi áfram, en jafn nauðsynlegt er einnig, að starfsemi þess og skipulag verði mótuð og markist af þeim nýju viðhorfum, sem skapazt hafa í Evrópu í stjórn málalegum og efnahagslegum efnum. Þær umræður, sem fram fara um þessi mál í Atlantshafs- bandalagsríkjunum eru mik- ilvægar og gagnlegar, og verða vonandi til þess að starfsemi bandalagsins eflist í samræmi við nýjar aðstæð- ur. HITAVEITAN OG ÞINGVALLAVATN Fhregn Mbl. sl. sunnudag um * framtíðaráform hitaveit- unnar til þess að sjá höfuð- borginni fyrir nægilegu heitu vatni í framtíðinni, hefur að vonum vakið talsverða at- hygli. Fæstir hafa sjálfsagt búizt við því að til þess kæmi, að Þingvallavatn kæmi okk- ur að notum við upphitun húsa í Reykjavík, en þó er það svo, eins og fram kom í viðtali við hitaveitustjóra hér í blaðinu, að allar líkur benda nú til þess að vatn úr Þingvallavatni verði hitað með varmaorku frá Nesja- völlum, og leitt með aðveitu- æð til Reykjavíkur. Stórkostlegt átak hefur ver- ið gert í hitaveitumálunum á síðustu fjórum árum, átak, sem hefur lækkað mjög hit- unarkostnað í höfuðborginni. En borgin stækkar og fyrir heitavatnsþörfum nýrra íbúð- arhverfa þarf að sjá. Þess vegna er ánægjulegt, að Hita- veitan hefur þegar hafið at- huganir og undirbúning að því, hvernig fyrir þeim þörf- um verði bezt séð. VANDAMÁL LITLU BÁTANNA Q j ávarútvegsmálaráðherra ^ hefur nú skipað nefnd fimm þingmanna til þess að athuga hag og rekstrarhorfur báta, að stærð 45 til 120 rúm- lestir. Hér er vissulega um þarft framtak að ræða. Þessi stærð báta hefur átt við vax- andi erfiðleika að etja síðustu árin. Síldveiðarnar eru stund aðar aðallega á hinum nýju, stóru fiskiskipum, sem eru allt að á fjórða hundrað tonn að stærð, útbúin fullkomnum tækjum og sem geta sótt á fjarlægari mið en litlu bát- arnir. Hins vegar er til í landinu Njósnarar segja frá Birtar endurminningar njósnaranna Olegs Penkovsky og Gordons Lonsdales UM ÞESSAR mundir eru að koma á markað í Evrópu tvær bækur, sem víst er að vekja muni heimsathygli. Eru það frá- sagnir tveggja nafntog- aðra njósnara, sem mjög komu við sögu í heims- fréttunum ekki alls fyrir Gordon Lonsdale, alias Kon. n Molody. löngu. Annar þeirra er sovézki ofurstinn Oleg Penkovsky, sem tekinn var af lífi í Sovétríkjun- um vorið 1963, fyrir njósn ir í þágu Vesturveldanna. Hinn er Gordon Lonsdale, sovézki njósnarinn, sem starfað hafði á Vesturlönd um í u.þ.b. tuttugu ár, áð- ur en upp um hann komst í Bretlandi. Hann var dæmdur í áratuga fanga- vist, en var síðan afhent- ur Sovétstjórninni í skipt- um fyrir brezka kaupsýslu manninn Greville Wynne, sem var milligöngumaður milli Penkovskys og stjórna Vesturveldanna. ★ Segir þar mest frá fimm ára starfi hans sem njósnara í Bandaríkjunum, m.a. frá því hvernig honum tókst að afla upplýsinga um eld- flaugasmíoi Bandaríkja- manna. Bók Lonsdales, — sem reyndar heitir réttu nafni Konon Trofimovich Molody er þegar komin út og nefn- ist „SPY“. En bók Penk- ovskys, sem er væntanleg þá og þegar nefnist ,,The Penk- ovsky Papers“. Ástæðan til þess, að Penk- ovsky tók að njósna fyrir Vesturveldin var sú, að hann missti gersamlega trúna á hið kommúníska þjóðfélagskerfi var gagntekinn ótta við, að kjarnorkustyrjöld brytist út milli Austurs og Vesturs og auk þess bar hann óslökkv- andi hatur til Nikita Krús- jeffs, þáverandi forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Eftir því sem segir í endurminn- ingum hans, setti hann sig oftar en einu sinni í sam- band við stjórnir Vesturveld- anna, áður en þær fengust til þess að trúa því, að hann vildi og gæti gert þeim gagn sem njósnari. Fór þó svo á þeim sextán mánuðum, sem hann starfaði fyrir þær, að hann reyndist einhver bezti og ómetanlegasti njósnari er þær hafa haft í sinni þjón- ustu. Hann hafði aðgang að alls kyns leyniskjölum og hafði auk þess bæði kunn- áttu og hæfileika til þess að meta gildi þeirra upplýsinga, sem hann gat komizt yfir. Enda var hann lærisveinn margra hinna hörðustu og færustu Rússa, þeirra á með- al stórnjósnarans Ivans Ser- ovs og Sergei Varentsovs, sem hafði yfirumsjón með eldflaugasmíðum. Sjálfur var Penkovsky ofursti að tign, sem fyrr segir og starf- aði í leyniþjónustu hersins. Meðal upplýsinga, sem Penkovsky veitti Vesturveld- unum voru ýmsar mjög mik- ilvægar varðandi Berlín og Kúbu. Sagði hann frá fyrir- ætlunum kommúnista um að reisa ,Berlínarmúrinn, en stjórnir Vesturveldanna virð- ast ekki hafa trúað honum þá. Síðar sagði hann frá eld- flaugastöðvum Rússa á Kúbu og byggði Kennedy, þá verandi Bandaríkjaforseti að- gerðir sínar verulega á þeim upplýsingum, er honum bár- ust frá Penk’ovsky. Greville Wynne, milligöngu- maðurinn brezki, sem hand- tekinn var í Rússlandi, sagði á fundi með blaðamönnum fyrir helgina, er frá útkomu bókarinnar var sagt, að hann hefði þá trú að Penkovský hefði tvívegis komið í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Wynne sagði, að Penkovsky hefði skrifað bók sína í laumi á kvöldin og nóttunni og handritinu hefði verið laum- að úr landi eftir sömu leið- um og handritum að ritverk- um þeirra Abram Tertz og Boris Pasternaks. Hefðu stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna fengið það í hend- ur, látið þýða það og annazt útgáfuna. Auk þess að fjalla um helztu mál, þar sem njósnastarfsemi hans kom við sögu segir Penkovsky þar frá lifnaðarháttum sov- ézkra ráðamanna, svalli og ólifnaði og gefur lýsingar á drykkjuveizlum í Kreml. Greville Wynne kvaðst þess fullviss, að ástæðan til þess að Sovétstjórnin féllst á að hafa skipti á honum og Lonsdale hafi verið sú fyrst og fremst, að henni hefði borizt til eyrna, að unnið væri að þýðingu og útgáfu á handriti Penkovskys — og hefði viljað geta gefið út end urminningar Lonsdales, til þess að vega upp á móti áhrif unum. Sumir fréttamenn, brezkir, eru hinsvegar þeirr- ar skoðunar, að Vesturveldin hafi þá fyrst ákveðið að géfa út bók Penkovskys er frétt- ist, að fyrir dyrum stæði að gefa út bók eftir Lonsdale. Hversu svö sem því hefur verið háttað, eru báðar líkleg ar til þess að vekja mikla athygli. í báðum bókunum munu tilgreind nöfn ýmissa manna, sem höfundar segja hafa starfað sem njósnara, þar á meðal ýmissa, sem starfa í utanríkisþjónustum beggja aðila. Er talið, að það eigi eftir að valda stjórnunum í Washington London og Moskvu nokkrum heilabrot- um að finna út hverjum megi treysta og hverjum ekki. Á hinn bóginn munu ekki ýfeja miklar upplýsing- ar um það hverra upplýsinga njósnararnir öfluðu. Mynd þessi er hin síðasta sem birtist af Oleg Penkovsky. Var hún tekin í Moskvu er hann hlýddi á uppkvaðningu dauðadóms yfir sér vorið 1963. mikill fjöldi af þessum minni bátum, sem eru í góðu lagi, en erfitt virðist hafa verið að finna nægileg verkefni fyrír að undanförnu. Er þess að vænta, að nefnd sú, sem sjávarútvegsmálaráð- herra hefur skipað, finni ein- hverja lausn á vandamálum þessara báta, og hægt verði að nýta þá betur þjóðarbúinu í hag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.