Morgunblaðið - 16.11.1965, Síða 28
28
MORGU N BLAÐIÐ
ÞriSjudagur 16. nóv. 1965
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
Hún óð áfram: — Þér getið
ekki hugsað yður, hvað ég hef
séð marga fraega leikara og leik
konur fara hér inn um dyrnar
— og svo bílarnir, sem þeir
skilja eftir hér fyrir utan ....
ég er mest hissa á, að nágrann-
arnir skuli ekki vera búnir að
kaera þetta fyrr löngu, því að
bílarnir þeirra komast hvergi
fyrir, þegar hann er að halda
þessi boð sín! En það er eins
og þeim sé alveg sama, því að
þeim er öllum svo vel til hans,
skiljið þér.
Ég leit til Saunders, hann var
önnum kafinn að láta teskeiðina
vega salt á bollabarminum.
Hann var sýnilega orðinn hund-
leiður á þessu, því að snögglega
gerðist það undarlega, að hann
gat ekki orða bundizt:
— Eru ekki veggirnir og loft-
in hér nokkuð þunn?
— Jú, þetta er gamalt hús,
skiljið þér og breytingarnar á
því hafa ekki tekizt sérlega vel.
Það hefði aldrei átt að breyta
því í margar íbúðir. Það er hægt
að heyra nál detta, hvar sem er
í húsinu.
— Og þegar fólk er að rífast
í næstu íbúð, til dæmis? Nú
hafði hann bitið saman tönnun-
um.
— Já, og stundum er þetta
dálítið leiðinlegt. Hjónin niðri
rífast eins og grimmr kettir.
— En hr. Dane. Hafið þér
nokkurntíma heyrt hann rífast?
Áhrifin af þessari spumingu á
frú Bates voru í rauninni eftir-
tektarverð. Hún starði fyrst á
hann sem snöggvast, beit síðan
á vörina með áhyggjusvip, og
setti svo frá sér bollann, hugsi.
Jafnvel páfagaukurinn hreifði
sig, eins og í eftirvæntingu.
— Jú, hann getur stundum
verið dálítið þrætugjarn........
vitanlega ekki við mig, en ég
hef stundum heyrt til hans.
— Og hvern rífst hann við?
nauðaði Saunders og glotti til
mín.
— Mér finnst, sagði konan og
nú var kominn á hana hálf-
gerður vandræðasvipur, — að
svona spurningum eigi David
sjálfur að svara. Ég er hvort
sem er ekki nema nágranni
hans.
— Þér gætuð nú engu að síð-
ur orðið okkur að miklu liði,
frú Bates, sagði ég. — Hr. Dane
er að heiman, eins og er, og
svona hlutir þola ekki alltaf
mikla bið.
— Það skil ég vel. Hún hikaði
andartak, en sagði svo varlega:
Þau virtust þurfa talsvert að
rífast, verð ég nú að segja.
— Hver? Hr. Dane og stúlk-
an? Hún kinkaði kolli. — Út
af hverju? Vitið þér það?
— Nei, nei, ég hef aldrei heyrt
nein orðaskil til þeirra, heldur
bara, að þau brýndu raustina,
skiljið þér. Og svo, í vikunni,
sem leið .... Hún þagnaði aft
ur og það var hræðsla í augna-
ráðinu.
— Já, ýtti ég undir hana.
— Ég ætti áreiðanlega ekki að
vera að segja yður þetta. En
honum lenti hræðilega saman
við annan mann, og hún var þar
viðstödd. Ég sá þau fara út sam-
an á eftir. Ó, guð minn.........
Hún neri lófana með bögglaðri
pappírsservíettu og virtist al-
veg frá sér, en hélt svo áfram,
eins og í varnartón: — Þér verð
ið að athuga, að ég hef aldrei
sagzt vera hrifin af ungfrú
Twist, veslingnum. Hún * var
hálfgerð fluga, fannst mér allt-
af . . . bæði hvernig hún klæddi
sig, svo áberandi, skiljið þér.
Hún var ein þessara stúlkna,
sem má sjá á kápunum á tíma-
ritunum. Og alltaf var hún með
einhvern nýjan mann í togi.
Mér líkar ekki slíkt framferði.
Fyrst hélt ég, að hún væri sú
tilvonandi hans Davids, en það
held ég ekki hún hafi verið.
— Nei, tók ég undir, dálítið
þurrlega það held ég heldur
ekki. — En .... þessi hinn
maður, munið þér, hvernig hann
leit út?
Hún kipraði saman augun, eins
og til að hugsa sig um. — Hann
var dökkhærður, minnir mig.
— Stór?
— Já, frekar stór. Ég sá hann
nú annars ekki svo vel.
— Hvenær var þetta rifrildi?
Munið þér það?
Hún hristi höfuðið, eins og í
vafa. — Það var einhverntima í
vikunni, sem leið . . . ég man
það ekki svo nákvæmlega ....
mánudag eða þriðjudag . . . það
var snemma í vikunni.
— Og þér heyrðuð ekkert af
því, sem sagt var?
— Þessi maður var alltaf að
æpa David, eða ungfrú Twist...
það gekk þannig nokkra stund,
og svo var rétt eins og þarna
væru áflog . . . Hún þagnaði
aftur og leit örvæntingaraugum
á okkur á víxl, en við veittum
henni enga hjálp, heldur sátum
við þarna bara eins og tveir
Gestapomenn að bíða eftir, að
eitthvað kæmi í ljós. Hún hélt
áfram: — Og svo æpti stúlkan
. . . og . . . og. . .
— Já?
— Þér haldið auðvitað, að ég
sé vitlaus, en þá heyrði ég eitt-
hvað sem líktist mest byssuskoti.
Náttúrlega hlýtur mér að hafa
misheyrzt. . . . enda þótt ....
hún leit á okkur uppglenntum
augum.........þegar maður hef-
ur í huga, hvað kom fyrir ung-
frú Twist, þá............Haldið?
þér, að það hafi getað verið
byssa?
Ég yppti öxlum. — Ef það
hefur verið byssa, virðist það
að minnsta kosti ekki hafa kom
ið neitt að sök. Haldð þér, að
þér þekktuð þennan mann, ef
þér sæjuð hann aftur?
— Það gæti verið, en það veit
ég nú samt ekki.
Ég sýndi henni myndina af
Albert Hall. Það var eins og ég
hefði aldrei eignazt neina aðra
ljósmynd.
Hún starði á hana og hristi
höfuðið. — Nei, ekki held ég
það sé hann .... hann sýndist
vera stærri maður, einkum
breiðari . . . . þó að það hafi
náttúrlega getað verið frakk-
inn, sem hann var í . . . . þér
vitið .... einn af þessum duff
elsfrökkum með hettu á.
Ég leit til Saunders, ljóm-
andi á svipinn. Þetta var eins
og að koma út úr dimmurn jarð-
göngum.
— Hafið þér nokkurt gagn af
þessu? spurði hún, er hún sá,
að við litum hvor á annan.
□------------------------□
28
□------------------------D
— Já, frú Bates, ég tel trú-
legt, að svo sé. Og svo síðasta
spurningin: Hafið þér nokkurn
tíma talað við hr. Dane um ung-
frú Twist?
Hún leit sem snöggvast út á
götuna og sagði síðan: — Hann
hefur nefnt hana á nafn við
mig, nokkrum sinnum. Hún var
mjög hrifin af Snooky, og þeg-
ar hann var úti allan daginn að
æfa eða leika, þótti henni gam-
an að líta til með hundinum.
Annars hef ég hann hjá mér
hérna, enda er hann mér ta!s-
vert til afþreyingar. En ég man
eftir, að hann sagði einusinni,
að hann vildi heldur, að ég liti
eftir hundinum, afþví að hann
teldi sig ekki geta reitt sig á
ungfrú Twist — það var einmitt
orðið, sem hann notaði.............
sagði, að hún væri veik...........
það var eitthvað ólæknandi,
skildist mér, hann sagði mér nú
ekki hvað það væri, en mér
fannst hann hafa litla samúð
með henni; og það var skr.'tið,
at því að hann var svo tiilits-
samur við alla aðra.
— Við yður, eigið þér við?
— Já, líklega á ég við það.
Enskir kjó!ar
Ullarkjólar — Siðdegiskjólar
— Samkvæmiskjólar.
MARKAÐURINN
Laugavegi 89.
(TALSKAR
LEÐURTÖSKUR
IMÝTT IJRVAL
Austurstræti 10.
99
Featherwate64 Búðarkerrur
Fisléttar (1360 grömm) — Þægirlegar — Vandaðar.
Hina rúmgóðu og fallegu tösku má losa frá grind-
inni og nota á venjulegan hátt.
^ea^iH^aenf
símar 13336 — 38775.
Hafnarstræti 21 — Suðurlandsbraut 32.
4ra herb. ibúð
um 100 ferm. við Bogahlíð til sölu 1 stofa, 3 svefn-
herb., eldhús og hol, svalir. Eitt íbúðarherb. fylgir
í kjallara og sér geymsla, þvottahús í sameign með
«
vélum. Teppi fylgja.
Nýja fasteignasalan
Laugavegi 12"— Sími 24300
kl. 7,30—8,30 — Sími 18546.
T I L S Ö L U
á Melunum
Skemmtileg 3 herb. jarðhæð. Sér inngangur. Sér hiti.
Góð íbúð. Laus eftir samkomulagi.
Einar Sigurðsson hdl.
Ingólfsstræti 4 — Sími 16767
á kvöldin sími 35993.