Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1965, Blaðsíða 32
Lang stærsia og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreidaara en nokkurt annað íslenzkt blað Eldhnöttur með Ijósan hala sást á himni í GÆRMORGUN laust fyrir kl. 7 svo ug um 7 leytið í fyrrakvöid. sást kynlegt fyriibrigði á himni yfir Jandinu. Virtist þetta vera eldhnöttur með lýsandi hala, sem fór mjög hratt yíir himinhvolfi'ð. Sáu menn í Reykjavík, Keflavík, Breiðdal og Akureyri og víðar, þetta fyrirbrigði. Starfsmenn í flugturninum á Kefiavikurflugvelli, sem voru á vakt í gærmorgun sáu kl. 6,49 Ijós, sem kom frá NV og fór með miklum hraða um himin- hvolfið í SA átt. Virtist það vera stór eldhnöttur með langan eld- haia aftur úr, svipað og aftur- brennari úr þotu, nema hvað þetta ljós var hvítt. Ennfremur voru mörg smáljós í kring og á eftir stóra ljósinu Fór þetta með jniklum hraða yfir hvolfið og tók 2—3 mínútur að fara yfir sjóndeildarhringinn, sem er nxargfaldur hraði gerfitunglanna sem fara hér yfir. Þetta sást víðar að af Suður- nesjum. T.d. sá fólk, sem var á leið til vinnu og statt skammt fyrir sunnan tollskvlið á Kefla- víkurflugvelli, þetta, og fór út úr bíl til að horfa á það. Starfsmenn í flugturninum í Reykjavík kváðust ekki sjálfir hafa séð þetta, en bæði í fyrra- kvöld og í gærmorgun hefðu margir hringt til þeirra, og skýrt frá því. Kvaðst einn maður hafa horft á þetta í 7 mínútur í fyrra kvöld og annar sagðist hafa horft á þaö í sjónauka og hefði það verið líkast blævæng í laginu. Ekki er vitáð hvað þetta hefur verið. Sumir hafa látið sér detta í hug loftsteinai', sem voru að koma inn í gufuhvolfið og eyðast, en þá er skrýtið a'ð þeir komu tvisvar með svo stuttu millibili. Þá gæti verið um gerfitungl að ræða, en gerfihnötturinn Berg- mál II, er áberandi á næturhimn inum í ár. Hann fer iwnhverfis jörðu á 1 klst. 48 mín. og liggur braut hans 8 gráður frá heim- skautunum og stefnir hann því annaðhvort í suðurátt e’ða norð ur, er hann fer yfir ísiand. En þeir sm sáu fyiirbrigðið telja það hafa farið hraðar en gexfi- tunslin. Fyrir einu ári, 16. nóvember, sáu 4 menn á Seltjarnarnesi kyn- legt fyrirbrigði á himninum, riss uffu þaff upp hver í sínu lagi, báru saman og einn þeirra Falk Konráff Kinsky málaði þessa mynd af fyrirbrigffinu, sem kem ur nákvæmlega heim viff lýs- ingu á fyrirbrigðinu, sem sást í gær á himninum. Loffleiðaflugvélinni flogið vesfur á 3 hreyflum FLUGVÉL Loftleiða, sem hiekkt ist á í fyrri viku á Keflavíkur- flugveiii, var fiogfð vestur um haf í gærmorgun á 3 hreyflum. Höxðu tveir hreyfianna skemmst, en aðeins einn varahreyfill var til á staðnum. Ónýti hreyfillinn verður seudur vestur, þar sem hann verður xannsakaður með tilliti til þess að komast að því hvort hann kunni að hafa bilað. Ekki er enn vitnð hversu miklu tjónið nexnur, en skipta þarf um tvo mótora í flugvélinni. Nýir mótorar kosta um 250 þús. doll- ara, en hins vegar eru siikir mótorar venjulega gerðir upp. Um heigina voru hér tveir menix frá Canadair verksmiðjun um, sem framleiddu flugvélina, einn frá Rolls Royce og einn frá Lockheed. Þeir eru farnir. Einnig var /neð þeim mr Dans frá ís- lenzka loftferðaefitirlitinu. Mbi. spurði Sigurð Jónsson hjá Loftferðaeftirlitinu hvort þeir hefðu nokkuis orðið visari um hvað fyrir flugvélina kom, en hann sagði of snemmt að segja neitt um það. Mótorinn ætti eftir að fara í rannsókn. í TILEFNI af 90 ára af- mæli Thorvaldsensfélagsins 19. nóvember n.k. gefur fé- iagið út sérstaka minningár- örk með jólafrímerki sínu í bláum lit, en hið almenna merki er rautt í ár. Örkina selur félagið á kr. 25. Upp- lagið er mjög takmarkað. Eftirleitir í þyrlu Síffastliffinn laugardag fóru þrír bændur úr Borgarfirði í eftirleitir í þyrlu landhelgis- gæzlunnar og fundu tvö lömb og tóku þau með sér í þyrlunni. Horfin rjúpnaskytta fannst örend AÐFARANÓTT mánudags var hafin leit að rjúpnaskyttu, sem ekki hafði komið fram, og fannst maðurinn iátinn um ki. 4 um nóttina, hafði iagt sig og fengið hjartaslag. Hann hét Halldór Magnússon, lyfjafræðingur, Ból- staðahlíð 25. Halldór heitinn vár 65 áxa að aldri og hefur lengi starfað í Ingólfsapóteki. Hann var einnig kunnur golfmaður, og hefur átt sæti í stjórn Golf- klúbbs Reykjavikur. Halldór hafði farið á rjúpna- veiðar ásamt tveimur öðrum mönnum snemma á sunnudag, austur að Kárastöðum. Er Hall- dór kom ekki fram við bíl sinn, var hringt til aðstandenda hans frá Kárastóðum. Var Slysavarna félagið beðið um ‘ að leita og fóru leiarmenn frá þeim ásamt hjálparsveit skáta o.fl. austur og hófu leitina um miðnætti. Voru um 40 manns í leitarflokknum og voru þeir í fylgd með Guð- birni bónda á Kárastöðum. Farin einn ieitarmanna lík Hall- dórs í svokölluðum Lákabrekk- um og virtist hann hafa lagt sig þar, en ekki vaknað aftur. OíElinn ónýtur - stúlkurnar sluppu BORGARNESI, 15. nóv. — Á sunnudag valt Volkswagen-bíll á veginum fyrir ncðan Bifröst. — Stakkst hann á nefið niður í hraungrjót og má furðulegt telja að stúlkurnar þrjár, sem í hon- um voru, skyidu sleppa ómeidd- ar. Bíllinn er mjög mikið skemmdur. — Hörður. Seldu ung- lingum áfengan bjór Á SUNNUDAGSKVÖLD tók lög reglan tvo unga menn, 18 og 20 ára gamla, sem staðnir voru að því að selja unglingum í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar áfengan bjór. Höfðu þeir selt tvær flöskur af Polarbjór, er þeir voru hand- tekr.ir en voru með heilan kassa j sem þeir sögðust hafa keypt af einhverjum manni við höfnina. Kunn verzlun í Bandaríkjunum setur listmuni frá Glit á markaðinn. i í GÆRKVÖLDI varð maður fyrir bíl á gatnamótum Höfða- túns og Skúlagötu. H'ann heitir Óskar Guðmundsson og var á reiðhjóli. Var hann fluttur á slysavarðstofuna. HRAUNKERAMIK — mwnir frá Glit h.f. virðast vera um það bil að komast inn á hinn stóra markað í Bandaríkjun- um. Hin þekikta verzlana- keðja Woodward & Lothrop hefur tekið að sér að selja muni frá Glit og setti þá á markaðinn 8. nóvemlber í verzlunarhúsi sínú í Washing- ton. Verzlun þessi er ein kunnasta húsgagna og list- munabúð þar um slóðir. Um þetta leyti á Glit enn- fremur 6 sýningargripi á stórri keramiksýningu í Smithsonian-safningu í Was- hington, sem Kiln-klúlbburinai bauð fyrirtækinu að taka þátt í. Mbl. spurði Einar Blíasson, sölustjóra hjá Glit um þetta. Hann staðfesti að þetta væri rétt, en kvaðst lítið hafa frétt af þessu enn. Woodward & Lothorp hefðu verið búnir að tilkynna að hafin yrði sala á Glit mununum mánudaginn 8. nóvemiber. Mundi þeim verða komið fyrir á 6. hæð í verzl- uninni, þar sem væri svo- kölluð „World Accents Shop“ fyrir erlendan listvarning og nútima húsgagnasýning. Væri ákveðið að bjóða sendi- herra íslands í Washington og fleiri gestum til hádegisverð- ar í tilefni af þessu og sýna þeim munina. Er áformað að hafa Glit keramikmunina til sýnis til áramóta, og verða gluggasýningar á þeim o.fl. Einar sagði að Glit hefði áður selt muni til ýmissa landa, svo sem Danmerkur, Svíþjóðar, Belgíu, Þýzka- lands, Englands og Banda- ríkjanna, en ekki í stórum stíl. Mestur slægur virtíst bandaríska markaðinum. Og nú hefði Woodward & Lot- hrop ákveðið að kaupa af Glit og selja varning þess. Hefði verzlunin beðið um sýnishorn af nær öllu, sem Glit hefur á boðstólum, og vilja kanna markaðinn fyrst um sinn, hversu miki/1 eftirspum verð- ur og þá eftir hverjxx. Vekja athygli vegna hrauns- ins, litar og forms. Sýningin í Smithsonian- safninu, sagði Einar, að væri ek'ki í neinium tengslum við þessa sölu. Hefði Glit sýnt þarna áður, árið 1961, og feng- ið m.jög góða dóma, einkum munir eftir Steinunni Mart- einsdóttur og Ragrnar Kjart- ansson í Washington Post. Undanfarin 3—4 ár hefur Glit verið að vinna að því að komast með var.ning sinn inn á erlendan markað. Og hefur fyrirtækið sýnt víða hraun- muni sína á erlendum listiðn- aðarsýningum. Til dærnds voru 15 munir eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Hring Jó- hannesson og Ragnar Kjart- ans.son á alþjóðlegri sýningu í Genf, sem nefnist „Les Emaux dans la Ceramique Actuelle“. Stóð sú sýnihg 15. júní til 15. september sl., og var megintilgangur hennar að sýna áferð gleruuga í kera- mik. Hraunkeramik Glits vek- ur mesta athygli erlendis fyr- ir efnið, sem er hraun, fonm- ið og litina, sem þykja sér- kennilegir. Eftir siíkar sýn- ingar koma jafnan fyrirspurn- ir víða að og beiðni um upp- lýisingar um framleiðslu og verð. T.d. hefði nýlega komið beiðni um sýnisíhorn írá Nýja- Sjálandi. Er fréttamaður Mbl. hafði tal af Magnúsi Kristjánssyni oddvita í Norðtungu, sagði hann að hann hefði áður flogið yfir afréttir í þyrlunni, þótt hann hefði ekki verið með að þessu sinni, og leizt honum vel á að reyna þyrl- una við eftirleitir. Kom hann að máli við Pétur Sigurðsson, er brást vel við beiðni hans og léði honum vélina, en flugmað- ur í þessari ferð var Björn Jóns- son. Kveðst Magnús hafa verið uggandi um að veðrið mundi bregðast þeim, en þegar til kom var afbragðsgott veður og ekki föl á jörðu. Lömbin voru hin spökustu í þyrlunni og má til gamans geta þess, að fjárhund- ur var með í ferðinni, sem að- stoðaði við leitina, og er þyrlan lenti í Norðtungu vildi hann ekki yfirgefa hana og þegar loks hafði tekist að fjarlægja hann stökk hann tvisvar upp í þyrl- una áður en hún fór aftur til Reykjavikur. IHanns saknað f GÆRKVÖLDI var auglýsl eftir Einari Sigurðssyni, Vestu g. 50, sem ekki hafði spurzt txl síðan kvöldið áður. Einar er 61 árs, méðalmaður á hæð, gráhærður, klæddur gráum tíglóttum fötum, í dökkum frakka, með derhúfu og sennilega gleraugu. Hafði hann rýnilega komið heim í fyrra da,g áður en kona hans kom úr vinnu, en síðan ekki til hans spui-zt, þrátt fyrir auglýsinguna í útvarpinu í gær. Tveir togarar stöðvast í viðbót f GÆR komu tveir togarar úr sölufer'ð, til Reykjavíkur, og stöðvuðust þar vegna verkfalls yfirmanna á togurum. Þetta voru Bjarni Ólafsson og Askur, sem bættust í hóp þeirra f jögurra sem fyrir voru í Reykjavíkurhöfn, en það eni Jón forseti, Egill Skallagrímsson, Hallveig Fróða- dóttir og Haukur. Engir samningafundir voru um helgina í vinnudeilunni, en sátta semjari hefur boðað fund með deiluaðilum í dag kl. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.