Morgunblaðið - 05.12.1965, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.12.1965, Qupperneq 4
4 MORGU N RLADIÐ Sunnudagur 5. 'des. 1965 Ályktanir Bandalags kvenna EFTIRFARANI>I tillögur voru samþykktar á aðalfundi Banda- lags kvenna 8.—9. nóvember sl. Tryggingamál. I. Fundurinn fagnar því, að við síðustu endurskoðun trygg- ingalaganna voru tekin upp ým- is atriði, sem Bandalag kvenna hefir bent á í ályktunum sínum undanfarin ár, meðal annars, að nú hefir verið viðurkenndur réttur húsmæðra tii sjúkradag- peninga, þótt sú upphæð, sem miðað er við, sé of lág. Jafnframt leyfir fundurinn sér að vekja eftirtekt á eftirfarandi atriðum, sem hann telur, að þurfi breytinga við: a. 16. gr. 4 málsgr. orðist þann ig: Greiða skal ekki allt að full- um barnalífeyri. Skal það einnig ná til annarra feðra, sem einir hafa börn á framfæri sínu. b. Barnalífeyrir vegna munað- arlausra barna sé greiddur tvö- faldur. í stað heimildar komi fullur réttur. c. Heimilt sé að greiða lífeyri með ófeðruðum börnum, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, sem tryggingarráð viðurikennir. d. Stefnt sé að því, að elli- tryggingum sé breytt í það kerfi, að komið sé á lífeyrissjóðs tryggingum fyrir alla þegna þjóðfélagsins. e. Heimilt sé að láta rétt til ellilífeyris haldast við sjúkra- hússvist allt að 26 vikum á ári. f. Fundurinn telur, að upphæð sú, sem sjúkradagpeningar hús- fnæðra er miðuð við, sem sé líf- eyrisupphæð elli- og örorkulíf- eyrisþega, sé of lág. g. Fundurinn telur sjálfsagt og eðlilegt, að bótagreiðslur trygg- inganna verði verðtryggðar í samræmi við samninga, sem ríkisstjórnin hefir gert við Al- þýðusamband Islands. II. Fundurinn leggur áherzlu á, að fram fari athugun á því, hvort ekki sé unnt að taka tann- viðgerðir inn í hinar almennu sjúkratryggingar. III. Fundurinn álýtur það rang látt, að ellilífeyrir hjóna skuli vera minni en einstaklinga, og gerir þá kröfu, að hjónalífeyrir verði jafn og tveggja einstakl- inga. Verðlags- og verzlunarmál. 1. Fundurinn fagnar þeim ár- angri, sem náðzt hefir með heil- brigðiseftirliti í borginni, en skor ar um leið á bbrgarlækni að herða á eftirliti með því, að sett- um reglum um heilbrigðismál sé framfylgt. Jafnframt beinir fund urinn þeirri áskorun til hús- mæðra, að þær taki höndum sam an um eftirlit hreinlætis í mat- vöruverzlunum og láti heilbrigð- iseftirlitið vita, ef þeim finnst úrbóta þörf. 2. Fundurinn skorar á seljend- ur sláturafurða (S.í.S. og S.S.) að gangast fyrir þvi, að fram- vegls verði sala haustafurða á mörgum stöðum í borginni, svo að húsmæður eigi hægara með að ná í þennan holla mat á hóf- legu verði. Núverandi sölumáti sláturafurða er algerlega óvið- unandi. 3. Fundurinn skorar á forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnað- arins að hlutast til um það, að kartöflur verði einnig seldar í 2—2 Yz kg. pokum, því að 5 kg. skamnítur er allt of stór fyrir lítil heimili. 4. Fundurinn skorar á Sölu- félag garðyrkjumanna og Græn metisverzlun landbúnaðarins að koma á grænmetismarkaði í borginni. 5. Fundurinn skorar á Neyt- endasamtökin og Kaupmannasam tök íslands, að hlutast til um það að neytendur fái í hendur allar upplýsingar, sem fylgja vörunum frá framleiðendum. 6. Fundurinn tekur undir kröf- ur Neytendasamtakanna um, að sett verði reglugerð um vöru- merkinu og skorar á viðskipta- málaráðherra að hraða fram- kvæmdum þessa máils. 7. Fundurinn skorar á verð- lagsstjóra að herða á eftirliti með verðlagi á vorum og. þjón- ustu, að sjá um, að framfylgt sé reglugerðinni um verðmerkingar í verzlunum og að láta herða á viðurlögum við brotum. KOSTAR AÐEINS KR. 12906.00 Útborgun kr. 2.906,00. — Eftirstöðvar má greiða á tíu mánuðum. HANSA-BÚÐIN Laugavcgi 69. — Símar 1-16-16 og 21-800. 8. Vegna þeirrar dýrtíðar, sem myndazt hefir á undanförnum árum og eðlilega kemur mjög við heimilin í landinu, skorar fund- urinn á stjóm og löggjafarþing að aflétta að verulegu leyti verð- tolli og söluskatti af brýnustu nauðsynjum. ■0. Fundurinn mótmælir af- námi ákvæða um hámarksálagn- ingu verzlana á ýmsum nauð- synjavörum, s.s. búsáhöldum, leirvöru, bama- og kvenskófatn- aði, heimilisvélum, bygginga- vörum og öllum fatnaðarvörum og krefst þess, að aftur verði sett ákvæði um hámarksálagningu á þessar vörur. 10. Fundurinn beinir því til stjórnarvaldanna að gera þegar i stað ráðstafanir til þess að tryggja það, að landbúnaðar- framleiðslan verði sem fjölbreytt ust O'g í sem mestu samræmi við neyzlu íslendinga sjálfra, svo að stórfelldir neyzlustyrkir til er- lendra þjóða verði ekki til þess að magna verðbólguma í land- inu. Greinargerð: íslenzkar land- búnaðarvörur hafa hækkað gíf- urlega í verði á undanförnum ár- um. Útflutningsframleiðsla á bú- vörum veldur verulegum, al- mennum verðhækkunum. — Um þessar mundir eru í landinu árs- birgðir af smjöri, yfir 200 millj- ón króna virði að framleiðslu- verðmætum. Verði sá vandi leystur með útflutningi á mjólk- urafurðum, munu aðeins fást 40 milljónir króna fyrir þetta magn. Mismuninn eða fjóra fimmtu af verðmætinu greiða neytendur með söluskatti og þar með hærra verði á öðrum nauðsynjum. Svip uðu máli gegnir með útflutning á kindakjöti, fyrir útflutning á því fást aðeins rúmlega tveir fimmtu af framleiðsluverðmæt- inu, en afganginn greiða neytend ur með söluskatti á öðrum vör- um. Ætla mætti, að heppilegra sé að selja eitthvað af þessari umfram-framleiðslu á lægra verði til íslenzkra neytenda. 11. Fundurinn leggur áherzlu á, að leitað verði allra tiltækra leiða til þess að lœikka húsnæðis kostnað, sem er mjög verulegur hluti af útgjöldum fólks og fer sífellt hækkandi, og fagnar því, að borgarstjórn hefir hafið bygg- ingu leiguhúsnæðis fyrir gamait fólk og einstæðar mæður, en væntir þess, að hraðað verði eins og mögulegt er að ljúka þessum aðkallandi framkvæmdum. — Jafnframt verði haldið áfram byggingu leiguhúsnæðis, sem ætlað er öldruðu fólki, einstæð- um mæðrum og einnig ungu fólki sem er að byrja_ búskap. Greinargerð: Óhóflegur gróði er tekinn af sölu húsa og sézt það gleggst á því, að rúmmeter í sam- býlishúsi kostar samkvæmt út- reikningi Hagstofu íslands kr. 2.478.84, en algengt er, að rúm- meter í slíkum húsum sé seldur á miUi þrjú og fjögur þúsund krónur — eða með ca. 20—60% gróða. Þetta brask veldur síhækk andi húsaleigu. 12. Fundurinn fagnar tillögu til þingsályktunar um setningu húsaleigulaga, sem fram er kom. in á Alþingi, og skorar á borgar- stjóra að láta fara fram athugun á því, hvort ekki sé hægt að setja á fót stofnun, sem hafi milli- göngu með sölu og leigu húsnæðis í borginni til þess að fyrirbyggja húsabrask og okur. Jafnframt skiorar fundurinn á Alþingi og borgarstjórn að stuðla að því, að byggingarsamvinnufélögum verði gert kleift að annast byggingu verulegs hluta þess ’ húsnæðis, sem byggja þarf, og tryggja, að íbúðir, sem þannig verða byggð- ar, lendi ekki í braski, en verði seldar eða leigðar á kostnaðar- verði. 13. Fundurinn fagnar samkomu lagi verklýðsfélaganna og rikis- stjómarinnar frá S'L vori um byiggingu 250 íbúa árlega næstu fimm árin, (þ.e. 1250 íbúða alis), þar sem 80% af verðmæti íbúð- anna er lánað með lágum vöxt- um til 33 ára og tilraun gerð til þess að laekka byggingarkostnað inn með fjöldaframleiðslu og nýj um tækniaðferðum. Fundurinn i vill skora á rikisatjórn, borgar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.