Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. des. 1965 MOHGUNBLAÐID 9 hann megi trúa móður sinni fyr- ir hjálpsemi hennar. „Hvað átti hann við?“ hugsar •þessi maedda kennslukona. Duld- ist einhver broddur í þessum einlægnislegu orðum?“ Samtal þeirra er ekki rakiB ibeint, heldur magnað upp i huga (þessarar einmana sálar, sem er svo virðingarverð og áhugasöm um uppeldismál út á við, en svo fátæk og einskisnýt inn á við. — ★ — Á bókarkápu er upplýst, að Jakobína Sigurðardóttir sé fædd ó Hornströndum og búsett í Mý- vatnssveit. Hún lýsir því höfuð- staðarlífinu úr nokkurri fjar- lægð. Ef til vill er þar að leita skýr- ingar á því að hún útmálar til- finningar sögupersóna sinna bet- ur en framkomu þeirra. Því hjörtu mannanna eru víst eins, hvort heldur þeir búa norðan eða sunn- an Dyngjufjalla. En framkoman — er hún ekki harla svipuð, einnig? Eru ekki talshættir íslendinga áþekkir, hvar sem þeir eiga heima á iandinu, hvort semlþeir erufrægir í blöðum eða allsendis óþekktir? Eru endurfundir gamalla elsk- enda ekki svipaðir, hvort sem þeir eru staddir hátt eða lágt yfir sjávarmál? Er ekki hugsan- legt, að gamlar, borgaralegar skáldsögur hafi örlítið villt um fyrir Jakobínu með hliðsjón af samtölunum í sögu hennar? Ekki verður reynt að svara því hér, aðeins staðhæft, að sagan er í mörgum greinum frumleg, þó svo kunni að vera. Rita mætti langt mál, ef rekja ætti kosti og galla Dægurvísu. En að bókinni lesinni eru það ekki kostirnir eða gallarnir, sem eftir verða í huga lesandans, heldur lífsgleði, lífstrú og feimn- islaus einurð skáldkonunnar. Dægurvisa er þess ko'nar skáld- saga, að enginn má láta hana fram hjá sér fara, sá sem á ann- að borð vill fylgjast með þróun íslenzkra bókmennta. Og Jakobína ætti ekki síður að valda því, sem stendur henni nær, úr því hún sleppur svona þokkalega frá Reykjavíkursögu. Það er ánægjulegt, að Jak- obína tekur nú upp þráðinn fyr- ir Þingeyinga, þar sem þeir hurfu frá, Þorgils gjallandi og Guðmundur á Sandi. Erlendur Jónsson. BORGARLfF Ingimar Erlentdur SigurSsson: BORGARLÍF, skáldsaga. 350 bls. Helgafell. Reykjavík 1065. ÐORGARLÍF Xngimars Erlends Sigurðssonar er skáldsaga, skrif- uð af talsverðri kunnáttu. Ingi- mar er ótvíræður stílisti. Það er hans sterka hlið. Bezt tekst hon- um upp í líkingasmíð, en lakar í samtölum. Sízt tekst honum að predika í skáldsögu. Borgarlíf er skrifað af andríki og tilfinningahita. Hins vegar hefur höfundur ekki gætt hófs í boðskap sínum; fer langt út fyrir þann ramma, sem skáld- söguform þolir með 'góðu móti í þeim efnum. Borgarlíf er því saga margra kosta og augljósra galla. Og ein- hvern veginn er hún ekki jafn- hugnæm sem hún er vel skrifuð. Sá mun líka vera tilgangur höf- undarins: að vekja hroll fremur en segja sögu. Borgarlíf gerist á dagblaði og fjallar um nútímablaðamennsku. Langmest fer fyrir aðalpersón- unni, Loga. Þessi ungi maður er bæði spekingur og predikari. Auk þess eru honum ásköpuð sín einkenni, sem gera hann eftir- tektarverðan. En honum er gerður sá baga- legi grikkur, að flestir, sem á vegi hans verða, eru látnir vera þursar — ótrúlega grunnfærir þursar. Speki Loga verður að reyk andspænis svo óljósum og ómennskum verum. Hann er hinn mikli Sókrates meðal Aþeninga. Það reynir ekki á speki hans að marki. Hún er eins og loftsýn; grunnflötinn vantar. Ijogi þessi hefur oftast orðið, kveður alla í kútinn, jafnt ritstjóra, blaðamenn, símastelpur sem kosningasmala. Allt verður þetta fólk að gjalti fyrir dulræð- um skeytum hans. Þar við bæt- ist, að Logi er gæddur svo mikl- um persónutöfrum og kyntöfrum, oð kveniþjóðin gengur á eftir honum með grasið í skónum. Logi verður Því leiðin- legur, þegar fram í sækir. Sam- ræður hans við aðra menn nálg- ast oft eintal, því það er hann einn, sem veit. Andsvör hinna eru ekki til annars en undir- strika þá ímynduðu vizku, sem hann grýtir frá sér í formi kaldr- ar hótfyndni. Ekkf er hægt að verjast þeirri tilgátu, að Logi eigi að túlka skoðanir — eða öllu heldur tilfinningar höfundar. Og þá verður manni á að spyrja: hvert er skeytunum beint? Er þeim beint gegn samtíðinni, þjóðfélag- inu, blaðamennskunni? Eða er Iþeim einfaldlega beint gegnt mannlífinu, yfirleitt? Þeirri spurningu er ekki auð- velt að svara. Þær mörgu orð- ræður, sem lagðar eru í munn Loga leysa ekki þá gátu. Mað- urinn er hvort tveggja: óbil- gjarn og tilfinningasamur. Hann er haldinn lífshrolli í aðra rönd- ina. Hins vegar er hann síleitandi að einhverju útópísku lífsgildi. Vitund hans er ofurseld lífs- 'áfergju og lífsrotnun í senn. Hann er strax í upphafi mót- snúinn, allt að fjandsamlegur blaðinu, sem hann starfar við. Hver er orsökin? Verður hann fyrir vonbrigðum, þegar á fyrsta andartaki? Er hann að berjast fyrir ímynduðum eða aðfengnum hugsjónum? Er hann að verja eigin tilfinningar, sem eru, fyrir sjónum hans, hinn mikli sann- leikur? Lesandinn kynni að geta sér margs til, ef ekki leystist að nokkru úr þeirri gátu, áður en lýkur. 1 veizlu hjá aðalritstjór- anum kemur upp úr kafinu, að Logi þykist eiga harma að hefna. Eftir þá uppljóstrun virðist höfur.dinn renna grun í, að hann sé búinn að segja of mikið. Sögu- hetjan þarf á hugsjónavottorðum að halda. Æskuvinkona Loga er látin gefa honum eitt þeirra: „Þú ert ekki eins kaldlyndur og þú Þykist vera,“ segir hún. Höfundur tekur nú að predika meir en áður, og verða sumar ræðurnar fullhversdagslegar í skáldverki gem þessu, svo sem fyr irlesturinn um börnin og gamla fólkið. Einn kafli aftan til í bók- inni er og lítið annað en ritgerð, sem ætti heima í ritgerðasafni fremur en ákáldsögu. En ádeila höfundar, sem er með köflum allorðhvöss, endar að lokum far- sællega í sósíal-realískum eld- húsreyfara. Predikunin spillir tvímælalaust heildarsvip Borgarlífs. Það er brotalöm í verkinu, að höfundur skuli troða sér þannig á milli lesandans og Loga, einkum þar eð honum er að öðru leyti lýst sem innhverfri persónu, sem les- andanum þykir, í upphafi, lítt hæf til að flytja langorðaðan boðskap. Af þeim sökum fellur spennan jafnt og þétt eftir því, sem á söguna líður. Borgarlíf er verk innri um- brota, sálarstríðs. Höfundurinn er eins og hver annar ungur maður, sem finnur hjá sér hvöt til að hella úr skálum reiði sinn- ar. Veðrin, sem geisa í bókinni, eiga upptök og endi í hugar- fylgsnum hans sjálfs. Tilfinning- ar hans brjótast út í boðskap og ádeilu, svo nærri lætur, að sögu- þráðurinn hverfi með köflum. Jón frá Pálmholti: ORGELSMIÐJAN, saga. 160 bls. Helgafell. Reykjavík 1965. „SAGAN gerist öll á einum degi, meðan aðalpersónan liggur með- vitundarlaus í pyntingarklefan- um. Undirvitundin starfar í sam- ræmi við pyntingarnar." Þannig er gerð grein fyrir efni Orgelsmiðjunnar í kápuauglýs- ingu. Til viðbótar má geta þess, að aðalsöguhetjan er ungur, at- hafnalaus maður, sem er tekinn fastur vegna vangoldinna skatta og skáldhneigðar og kvalinn heilan dag af þeim sökum. Ekki verður hér gizkað á, hvort efnið gæti treinzt einhverjum höfundi í heila skáldsögu. Ekki er heldur unnt að átta sig á, hvað vakað hefur fyrir höfundi Orgelsmiðjunnar, þegar hann tók að færa í letur þessa „sögu“. Sjálfsagt hafa hrærzt með hon- um einhverjar hugrenningar, sem hann hefur langað að koma á blað. En það hefur þá hreint ekki tekizt. Svo virðist sem einhvers konar ádeila vaki fyrir höfundinum. En sú ádeila missir algerlega marks, því deiluefni þau, sem höfundur víkur að, eru flest úr sögunni fyrir löngu. Ætli sé ekki t. d. liðinn aldar- fjórðungur eða meir, síðan Hall- dór Laxness tók til bæna list- Umhverfið eða sögusrviðið er til- búið sem skotmark handa ádeil- unni, en sagan fyrir boðskapinn eða útrás tilfinninganna. Vonandi getur höfundur hér með snúið sér að raunhæfari verkefnum, fyrst hann er búinn að létta á sér og ryðja úr sér þessum ósköpum. Prentvillur eru í Borgarlífi firna margar. Erlendur Jónsson. fúskara, sem máluðu eftir póst- kortum. Jón frá Pálmholti virðist halda, að það mál sé enn á baugi og þarfnist síns liðsinnis. Er þá aðeins tiltekið eitt dæmi af mörg um áþekkum í bók hans. Verst er þó, að meginhluti þessarar „sögu“ er ekki annað en samhengislaust rugl, ger- sneytt skáldiegum tilþriifum, þar á ofan klaufalega samsett. Hér skal tilfært sýnishorn, tek- ið af handahófi: „Eldstúngurnar teygja sig uppí himnaríki. Sleikja blágrænu hvolfsins og stíga blóðdans í vestursólinni. Snarkandi jötna- raus. Jórtrandi glaumbæjarroll- ur. Slagsmálaglamur yfirborðs- ins. Píp.“ Þetta er aðeins sýnishorn, sem mun teljast hvorki betra né verra en annað efni Orgelsmiðjunnar. Það er furðulegt dómgreindar- leysi að láta slíkan samsetning frá sér fara. Erlendur Jónsson. VIO ÓÐIIMSTORG S í M I 2 0 4 9 0 Þvottavélar fyrir fjölbýlishús til sölu. Upplýsingar í dag í síma 10909. DAUFIR TÓNAR Látið S.K.R. viðarþiljur prýða heimilið PALISANDER — TEAK — EIK — ÁLMUR O. M. FL. Leitið nánari upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.