Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. des. 1965 MOHCU N BLAÐIÐ 11 Elín Steindórsdóttir Briem húsfreyja í Oddgeirshólum FRÁ æskuárum eru mér sérstak- lega hugljúfar minningarnar um Elínu í Oddgeirshólum. Þær eru jafnt merlaSar ljóma ævintýr- anna, og bess bezta er ég fann og reyndi hjá óvandabundnum. Ég var ekki gamall, er ég fyrst tók eftir frásögnum hennar af fólkinu, ættfólki hennar, er bjó í Oddgeirshólum löngu fyrir henn- ar daga. Örlög þess og atgervi varð svo ljóst og skírt af töfrum Ihinnar látlausu frásagnar henn- ar. Hún kunni manna bezt að segja frá. Mál hennar var lát- iaust, frásagnarstíllinn ljós, sag- an lifandi og fræðandi — en fyrst og fremst — vekjandi og örvandi til sagna og fróðleiks. Elín var óvenjulega fróð, kunni afbragðs vel að segja sögu. Orðaval henn- ar var látlaust, eins og framkoma hennar ávallt, aldrei hversdags- legt, aldrei málskrúð eða skraut- yrði, en á stundum fornyrt, en ávallt úr alþýðumáli og meitlað af talsháttum og kjarnyrðum úr daglegu lífi. Slík frásögn vakti ávallt óskerta athygli, varð ljós og lifandi, mild og hrífandi, svo allir vildu hlýða á hana, allir vildu fá að heyra meira. Ef til vill er hverfleiki líðandinnar frá skilinn meginsjónarmiði hennar til þess horfna. En hvað um það. En í minningum minum er því öðruvísi varið. Elín í Oddgeirshólum var bók- elsk og kunni vel að meta, vel að njóta góðra bóka. í Oddgeirs- hólum var mikið til af gömlum og góðum bókum. Sumar hafði hún erft, en aðrar voru keyptar. ■— Hún hlaut gott uppeldi á mennta- og myndarheimili, og kunni kvenna bezt að notfæra sér menntun sína og þekkingu, sérstaklega öðrum til heilla og menningar. Á heimili hennar ríkti ávalt friður, friður starfsins, sem var sjálfsagður og mótaður af hinum mikla og ó- venjulega persónuleik hennar í stjórnsemi og mildi í húsfreyju- starfinu. Á kvöldvökum í kyrrð og næði við störf, voru iðkaðar menntir sagna og fróðleiks, jafnt með bóklestri og frásögnum. Hún var sjálf í slíkum menntum þátt- takandi, fræðandi, skemmtileg og ráðgefandi, Þess vegna varð Odd geirshólaheimilið öðrum fremur skóli mörgum æskumanni, hoilur 6kóli, jafnt í sönnum menntum endans og í þjálfun starsfins. Elín í Oddgeirshólum hlaut mikinn arf menntaðra og gáfaðra forfeðra. Lífsmót hennar og lífs- skoðanir voru mótaðar af fastri gerð. Þær voru henni runnar í merg og blóð. Ævi hennar og ævistarf varð eftir hugsjónum feðra hennar. Þess vegna er ekki hægt að skilja það, án þess að þekkja hugsjónir þeirra og lífs- stefnu- Henni tókst að gera hug- sjónir þeirra að veruleika í ævi- starfi sínu. Sagan af því er lík- sri ævintýri en veruleika. Hér verða ekki raktir nema nokkrir þættir þeirrar sögu. En þegar augnablik og aldir hafa feykt á braut mörgu af því, sem er rík- ara í minnum á líðandi stund, verður lífsviðhorf hennar metið meira í frásögnum og arfsögnum ikynslóðanna. Svo getur lífsstarf bóndakonunnar orðið í raun. En fátitt er það. Þó fslendingar séu mikil sögu- þjóð að fornu og nýju og minn- ugir á sagnir og fastheldnir á arf teknar venjur og hugsjónir, jafnt í lífsbaráttunni sjálfri og sam- félagsháttum, er það samt fá- gætt, að minni frá miklum ætl- unum, er urðu ekki nema til hálfs, endurnýist í raunsæi eft- ir rúma öld af sama hugsjónar- eldinum og í fyrstu. Þetta varð samt að veruleika í ævistarfi Elínar í Oddgeirshólum, þrátt fyrir það, að allar lífsvenjur í landinu væru gjörbreyttar frá því, er forfeður hennar kveiktu hugsjónareldinn og hófu ætlun- ina miklu. En ævi sumra er mótuð af sterkum krafti, krafti, er býr í erfð ættarinnar. Landnámsjörðin Oddgeirshólar í Flóa er þekkt frá fyrstu sögu, sem kosbýli höfðingja og fyrir- manna í sunnlenzkum sveitum. Bærinn stendur fallega undir sérkennilegum ísaldarklettum, rétt fyrir neðan Hvítá í Árnes- þingi. Bæjarstæðið er fagurt og tilkomumikið, jafnt í næsta um- hverfi og í landgæðum, er blasa við til sjónar af hlaði um blóma- tíma lífgrasa búandmanna. Eins langt og auga lætur að litum hinnar lífgefandj náttúru, er land allt þakið gróðri. En lengra í bláma fjarlægðarinnar, tekur við litadýrð fjalla, í austri og vestri. Umhverfi hið næsta við bæinn er ekki síður fagurt. Fögur og lang- ræktuð tún teygja sig upp og inn á milli klettanna fyrjr ofan hann. En við tekur af töðugresi blómjurtir og annar gróður í brekkum til eggja. Oddgeirshólar eru því af land- kostum, stærð og hlunnindum, kjörið höfðingjasetur, og ekki sízt vegna þess, að jörðin er mið- svæðis í blómlegasta landbúnað- arhéraði landsins. Fyrr á öldum var búseta valdsmanna og eign- arhald á jörðinni áhrifamikið í héraði. En þegar sú saga hefst, sem hér er til örlaga, hófst lengsta eignarhald jarðarinnar, sem um er vitað. Með því er líka hafin samfelld saga blómlegs bú- skapar, er varð til mikilla áhrifa til framfara í sunnlenzkum sveit- um. Það er löngum vani í fræðum á íslandi að gera lítið úr hug- sjónum og gerðum 18. aldar manna. En þetta er mikill mis- skilningur. Einmitt þá, urðu til hugsjónir, er hollar hafa reynzt, og eru í raun kynslóðanna und- irstaða velmegunar líðandi stund ar. Margir lögðu þar hönd á plóginn, svo að hinn ósnortni ak- ur yrði til arðs, en engir eins og þremenningarnir: Jón Eiríksson, dr. Finnur Jónsson, biskup, og sonur hans, dr. Hannes biskup. Hugsjónir þeirra í hagrænum efnum urðu þjóðinni til mikill- ar uppskeru, þegar stundir liðu. Hið úrelta kerfi jarðeigna og jarðarnytja í landinu var komið að falli. Boðskapur þeirra leysti nýjan kraft úr læðingi, er varð hei'lladrýgstur í raun með sölu stóls og konungsjarða. Bændur eignuðust margir ábýlisjarðir sín ar og sýndu í raun, að þeir færðu þjóðinni meiri arð en nokkru sinni áður. Steindór Finnsson, sonur Finns biskups í Skálholti, fékk Árnes- sýslu 12. febrúar 1772. Fyrstu ár- in tvö var hann í Skálholti. En vorið 1774 fékk hann Stóra Hraun á Eyrum til ábúðar, og bjó þar til 1780. 14. desember 1778 keypti hann Oddgeirshólana á- samt hjáleigum af Jóni sýslu- manni Eggertssyni á Hvítárvöll- um og galt fyrir þá Skáney og Skáneyjarkot, alls 60 hundruð stór. Steindór sýslumaður var gagn- tekinn af hinum nýju hugsjón- um föður síns og bróður í hag- rænum efnum. Eftir að sala Skál- holtsjarða hófst, hvatti hann bændur mjög til að kaupa ábúð- arjarðir sínar og notfæra sér lánin til kaupanna út í æsar. Margir sunnlenzkir bændur fóru að ráðum sýslumanns. Urðu þeir allir vel búandi og framsæknir flestir í nútímalegri búnaðarhátt um. Ég tel hiklaust, að enginn valdsmaður hafi haft eins góð og holl áhrif í landbúnaðarmál- um árneskra bænda og hann. Hann sýndi líka í verki í búskap sínum í Oddgeirshólum, að ís- lenzkur landbúnaður átti mikla framtíð, ef rétt var að staðið. Myndarskapur hans og framfarir urðu mörgum hvatning, og þang- að sóttu bændur fyrirmyndir að mörgu. Steindór sýslumaður bjó til æviloka í Oddgeirshólum. Árið 1813 lét hann aí sýslumannsem- bætti. Um bað leyti fékk hann systurdóttur sinni, Guðríði Magn úsdóttur frá Meðalfelli í Kjós, og manni hennar, Stefáni Páls- Framhald á bls. 16 Baðherfaergisskápar iNyisom joiagjoií r 1 r • L LUDVIG STORR ‘ 1 k Á símar 1-33-33 1-96-35 Nýkomið fjölbreytt ú r v a 1 af fallegum og nýtízkulegum baðskápum Einnig BAÐSPEGLAR og forstöfu- S P E G L A R í miklu úrvali. NIJTIIVflA DRENGJA- BOK Bók um flug og tœknilega leyndar- dóma FLUGBÓKIN . LEYIXIIFLIJGSTÖDIIM Þetta er nýjasta bókin um flugævintýri HAUKSFLUGKAPPA Fyrri bækurnar í sama flokki: ★ Fífldjarfir flugræningjar ★ Kjarnorkuflugstöðin ★ Smyglaraflugvélin eru á þrotum hjá útgefanda. HÖRPUÚTGÁFAN l\lý læknaskáldsaga eftir IVflay Somerset HLJOMUR HJARTANS Þessi læknasaga um ungu, ensku hjúkrunarkonuna, sem byrjaði nýtt líf í Ástralíu, er spennandi og hríf andi ástarsaga. — Þetta er bók um lífið og starfið í sjúkrahúsinu, sorgir og gleði, ástir og afbrýði, lækna og lijúkrunarkonur. Þetta er sannkölluð jólabók. HÖRPUÚTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.