Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 5. des. 1965 Kristmanii Guðmundsson skrifar um: Ritsafn Steen Steensen Blicher 3MNSKA Gyldendal hefur gefið út, í tveim bindum, kvæði og smásdgur, („Digte og Novel'ier“). Raunar er þarna mestmegnis um smásögur sskáldsins að ræða, þótt noklkur Ikvæði séu tekin með, svo sem til bragðlbætis. En icvæðin hafa annars feomið út í sérstakxi bók, ekki alls fyrir löngu. Þetta er mjög vönduð útgáfa, með fróðlegum formála eftir Johs. Nörvig, en hann hefur séð um tilbögun xitsafnsins, með að- stoð Carl S. Petersen. Steen Steensen Blicher (1782- 1848) var stónmerfkilegt skáld og sérstæður persónuleiki. Hann var prestssonur, og óx upp á Vium prestsetri allskammt frá Vi- iborg. Föðurkyn hans var frá jóskum bændum runnið, en móð- irin var af aðalsættum, í bernsku hafði hann náin kynni af jósku sveitafólki, og iærði mál þess til blitar. Hann gekk menntaveginn og nam guðfræði, en þótti ekkert skólaltjós. Stundaði hann skemmt anir aiiLfasit, en þó einkum skáld- skap, þýddi m.a. Ossían, sem hann var ákaiflega hugfanginn af. Árið 1809 náði hann embættis- prófi, gerðist kennari við latínu- skólann í Randens, og giftist ekkju föðurbróður síns, sem var aðeins seytján ára gömul, en sterkefnuð. Tíu árum síðax var hann vigður til Lysgárd- og Tom ing þinga, skammt frá æsku- stöðvum hans, en síðar filuttist hann til Spentrup, nálægt Randers. „Skáld heiðanna“ og „Himmel bjergpresturinn“ var hann nefndur, og enda þótt hann sé nú talinn fyrsta og eitt mesta skáld Jótlands, og frægð hans enn vaxandi, var hann mjög um- deildur maður í lifanda láfi. Að vísu gátu gagnrýnendur samtíð- ar hans ekki neitað þvá að hann hefði skáldgáfu, en eigi að sdður var þeim illa við að viðurkenna hana og ýmsum persónulegum göllum hans var mjög haldið á lofti, honum til hnjóðs, og þátit- taka hans í stjómmálum notuð gegn honum af miklum dugnaði. Þegar í æsku varð hann fyrir margskonar mótlæti. Móðir hans varð geðveik, er hann var táu ára gamall, og var honum þá komið fyrir á herragarðimum AunSbjerg, hjá gamalli frænlku hans, er var illræmd fiyrir hroka og hörku Gætir viða í sögum Bilichers minninganna frá þess- um herragarði, og því fólki er hann kyxmtisit þar, úikynjuðum persónum, stóltum af mikilleik horfinna feðra, en ósjaldan harla broslegum sökum síns andlega vesaldóms. En þarna komst hann einnig í kynni við þjónustufiólk- ið, og þótti honum snöggtum skemmtilegra að vera með því en hinum stérlátu ættiragjum sín- um. Hann fór með veiðimanni staðarins um heiðar og óbyggðir, og gerðist kunningi hinna blá- fátæku bœnda heiðalandsins. Þótti skáldefninu unga þeir mikiu girnilegri til fróðleiks en höfðingjarnir, og hlustaði hug- fanginn á sögur þeirra og sagn- ir uim ótrúllega og dularfuiia hiuti. Festi hann því ungur ást á heiðunum og fólkinu þar. Gerð ist hann svo síðar veiðimaður mikill og náttúruskoðaxi, fiór ein förum um auðnir og skóga, og undi sér ætíð 'bezt meðai alþýðu fiólksins. Hann var virtur og elskaður af sóknarbörnum sín- um, er hann jafnan reyndi að efla til andlegra og verklegra déða. En í einkaláfi sánu átti hann við mikla örðugleika að stríða. Hjónaband hans var ðham ingjusamt, fjárhagurinn þröngur, einkum þegar fram í sótti, og barnaián -lítið. Hneigðist hann til drykkju með aldrinum, og skapið þyngdist, þótt alltaf væri hann gamansamur maður öðrum þræði. Blicher sótti yrkisefni sín til jóskrar alþýðu, presta, embættis- manna, aðals og flökkulýðs. í sögum hans birtist hin sérstæða fegurð heiðanna og vesturstrand arinnar, á fynsta sinn í dönskum ibókmenntum. Hann skiloir Jót- ana, iþekkix þá út og inn, og nær jafnan mestum listrænum ár- angri, þegar þeir eru yrkisefnið. Eru ýmsar af hinum jósku per- sónum hans ógleymantegar, t.d. Cecilia í „Umferðasalanum“, og Ma-lbs í „Hátíðakvöldunum þremur.“ En kannske er snilld hans ótviræðust þegar hann lœt- ur persónurnar tala á þeirra eig- in máli, jóskunni. „Prjónastof- an“ („E bindstou-w“) er t.d. af- bragðs skemmtileg, en það er samfellt safn af sögum og kvæð- um á tungu Jóta. Vel má minnast þess að Blich- ex var mjög vinveittur fslending um, en á hans tímum áttum við fiáa fiormælendur í Danmörku. Kvæðið „Snorraey“ („Snorrö") lýsir einlægri velvild hans til íslands: Höjt op imod Norden $er ligger et land, omlbeltet av brusende bölger, med bjerge bekrandset; den skovlöse strand bag is og bag sne sig fiordölger. Men under det dække av is og av sne der uimer dem nægtigste flamme: den lönlige ild du heel crfte vii se at bryde den stenhárde ramrrae. Blandt Nordpolens storme, blandt bölgernes larm der lyde de lifligeste sarage, og Brage med harpen ved svulmende barm har hjem i de skovlöse vange. í ritsafini þessu em 2i9 sögur og kvæði. Em sumar sögurnar mikil sniiidarverk, svo sem „Dag bók djáknans", en efni hennar sækir skáldið í fyrstu ár prests- skapar síns í lélegu brauði; „Ræn ingjahreiðrið“, en í þeirri sögu, er iþá var mjög nýstárleg að efni og fiormi, vili hann, að haras eig- in sögn, sýna „det mennesfcelige Hjertes hemmelige Folder," lýsa manneskjunum eins og þær eru raunverulega; „Umfexðasalinn“, 'þar sem einföld aiþýðukona lýsir vonbrigðum sínum og iifsleiða — meistaraleg mynd af ævikjör- um og hugSunarhætti heiðaibænd anna; „Presturinn í Vejlby“, sem Gunnar Gunnarsson hefur útlagt snilldarlega á íslenzku. og „Þorp araiáf“. í hinni síðast raefndu sögiu, er líkist nokikuð „Ræn- ingjahreiðrinu“, vil skáldið sýna að hreinar og ómengaðar ástir og heimilishamingju sé eingöragu sð finna meða'l þeirra sem liifa ut- an við þjóðfélagið, þvi að þeir einir séu óbundnir af borgaraleg- um vana og skyldum. Þessi kenn ing hans skýtur þó allmjög sbökku við þá boðun, er kemur fram í einni ritgerð skáldsins, að réttast sé að útrýma algjörl ega flöbkulýðnum, er í sögum Blich- ers var honum tákn þess ham- ingjudraums um algjört frjáls- ræði, er hann ætíð bar í sinni. — Þessi tvískipting -hugarfarsins kemur raunar víða fram í verk- um hans. Hann prédikar um nauðsyn borgaraiegra dyggða og stra-nga, þjóðfélagsiega nauðsyn laganna, samtímis sem hann gef- ur í skyn að hamingjuna sé aðeins að finna meðal þeirra er standa utan við lögin. í Skáld- skapnum eiga ræningjar, upp- reisnarmenn og flökkulýður sam úð hans, en í blaðagreinum og ræðum réðist hann ósjaldan á þetta sama fólk af mikilli hörku. Steen Steensen Biicher var aldrei sjálifum sér samkvaamur. Gætti þess bæði í lífi hans og skriíum, og mótstöðumenn hans notuð-u sér það óspart. Tókst þeim og, að nokkru 1-eyti, að varna því að hann hiyti þá frægð er hann átti skilið, meðan hann ■lifði. En það hefur a-Utaf sýnt sig að ebki er hægt að koma gcðum skáildskap fyrir ka-ttarnef, enda 'þótt samtíma menntamenn skáldis geri sitt ýtrasta til þess. Þeim tekst ef tii viil að gera skáld inu lífið erfitt, meðan það tórir. En að lokum munu þeir „hvíla smáðir fyrir ómerk orð,“ eins og meistari Ómar kemst að orði. að hefur einnig orðið hlutskipti þeirra sem níddu Steen Steen- sen Blicher. „Menningarvitarnir deyja, en skáldið lifir. talastore Stærðir 45—265 cm. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. S. 13879 -17172. VINDUTJÖLD í öllum stærðum Framleiddar eftir máli. Kristján Siggeirss. hf. Laugavegi 13. Sími 13879. MADE IN U.S.A. „Camel stund er ánægju stund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af gæðatóbaki, mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TQBAKIÖ GEFUR BEZTA REYKINN Eigið fcamel stund fstrax í dag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.