Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ I Föstudagur 10. des. 1965 Stór borhola virkjuð í Bullaugum næsta vor VATNSVEITA Reykjavtkur læt- ur nú vinna að borun nýrrar holu í svonefndum Bullaugum í Graf- arholtslandi. Er ætlunin að virkja holuna naesta vor, en hún er um 59 sentimetrar í þvermál. Þóroddur Th. Sigurðsson, vatns veitustjóri, skýrði Morgunblað- inu svo frá í gær, að vatnsveitan væri búin að fullvissa sig um, svæði. Það hefði komið í ljós með tilraunaborunum. Vatnsveitustjóri sagði, að gert væri ráð fyrir að bora þyrfti niður um 40 metra og væri það reiknað út frá reynslunni af til- raunaborununum. Hann sagði, að í hina nýju borholu þyrfti að setja dælu og væri miðað við að fá 100 sekúndu Mýtt afrek í rannsókn- um á eðli frum- eindanna lítra vatns úr holunni og yrði reynslan að skera úr um, hvort þetta reyndist unnt. Kvað hann reiknað með að fjórar borholur yrðu virkjaðar á þessu svæði í framtíðinni. Vatnið frá fyrstu borholunni verður leitt með 35' sentimetra pípu og tengt við dreifingarkerf- ið í Árbæjar- og Seláshverfi. Yfirlýsiitgf frá for- Neytendasamt. Hamborg, 9. des. — (NTB) — TILKYNNT hcfur verið, að nokkrir vestur-þýzkir og bandarískir vísindamenn hafi unnið nýtt afrek á sviði rann- i sókna á eðli frumeindanna. — Tókst vísindamönnum við Elektron-Synchrotom stofnun- inni í Hamborg í fyrsta sinn í gærkveldi að framleiða svo- kallaðar „anti prótónur" með því að beina Ijósi á prótónur. Færðu þeir þar með sönnur á tuttugu ára gamla vísinda- kenningu, sem verið hefur mjög umdeild. Prótónan er hluti kjarna frumeindarinnar, en anti pró tðnan er ögn, sem hefur raf- hleðslu gagnstæða þeirri er prótónan hefur. Þegar anti- prótóna rekst á prótónu losn- ar úr læðingi geysimikil orka, en um leið hverfa báðar agn- irnar. Peter Stahelin, sem hefur haft forystu fyrir þessum rannsóknum, skýrði svo frá í dag, að vísindamönnunum hefði tekizt að framleiða 30 slíkar agnir. Væri það að vísu harla lítið, en spor í rétta átt. NTB hefur eftir ónafn- greindum bandarískum vís- indamanni, að tilraun þessi muni vart hafa nokkurt hag- nýtt gildi — að svo miklu leyti sem hann sjái. — Á hinn bóg- inn sé þetta nýtt skref fram á við I rannsóknum manna á eðli náttúrunnar. FYRIR mörg undanfarin jól hef- ur það tíðkazt að gefa út aug- lýsingablöð, sem borin hafa ver- ið í hús óbeðið og ókeypis. Þegar hefur eitt slíkt, Borgarblaðið, heilsað upp á fólk í höfuðstaðn- um. Útgefandi er Handbækur hf. Undirritaður var beðinn um grein í blaðið, og varð fúslega við þeirri ósk, enda myndi vart af veita til að vega upp á móti varhugaverðum áhrifum á neyt- endur af öðru efni í blaðinu. Hér sikal á engan hátt amazt við útgáfu slíkra blaða. Miðað við svo margt annað, sem gerist í þessum myrkasta mánuði árs- ins, er þetta meinlaus jólabóla, en aftur á móti ágætlega tákn- ræn. Einnig ber að meta það, að grein minni var sá sómi sýndur að vera birt tvídálka á forsíðu, reyndar við hliðina á 3ja dálka auglýsingu um barnakojur. (Hlaðrúm henta alls staðar, og tekur aðeins um tvær mínútur að setja þau saman eða taka í sund- ur.) Fyrir ofan efri kojuna er svo nafn blaðsins í bláum fleti: Borgarblaðið. Og fyrir ofan það stendur: Vikulegt Neytendablað. Hægra megin, og öllu efst, kem- ur svo fyrirsögnin á grein minni: „Leiðbeiningar frá Neytenda- samtökunum.“ Af þessu hefur hlotizt sá voða- legi misskilningur, að Neytenda- samtökin standi að þessari út- gáfustarfsemi. Er og von á því, þegar þar við bætist, að inni í Framhald af bls. 31 Bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssyni við uppdrætti sína, en þeir hlutu 2. verðlaun. Samkeppni lokiö um ný;- an skéla í Breiöholti Örnólfur Hall hlaut 1. verðlaun 1 GÆR voru tilkynnt úrslit í samkeppni, sem borgarstjórn Reykjavíkur efndi til um upp- drætti að barna- og unglinga- skóla í Breiðholtshverfi, en sá skóli verður staðsettur í nýju 5500 manna hverfi, sem á að rísa áður en langt um líður. Frú Auð ur Auðuns, formaður dómnefntl- ar, tilkynnti úrslitin, að viðstödd um bogarstjóra, borgarráði, fræðslumálastjóra o.fl. 1. verðlaun, 120 þús. kr., hlaut Örnólfur Hall, arkitekt. 2. verð- laun, 75 þús. kr., hlutu arkitekt- arnir Helgi og Vilhjálmur Hjálm- arssynir. 3. verðlaun, 50 þús. kr., lilutu arkitektarnir Sigurjón Sveinsson og Þorvaldur Krist- mundsson. Auk þess ákvað dóm- nefnd að kaupa fyrir 10 þús. kr. tillögu arkitektanna Jörundar Pálssonar og Þorvaldar S. Þor- valdssonar. 20 arkitektar sóttu út boðslýsingu, en 10 úrlausnir bár- ust, og eru þær til sýnis í húsa- kynnum Arkitektafélags Islands á Laugavegi 26. í útboðslýsingu er gert ráð fyr- ir að í Breiðholtsskóla verði fyrir Frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, Geir allgrimsson, borgarstjóri, og Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri með Örnólfi Hall, sem hlaut fyrstu verðlaun í Breiðho.ltsskóla samkeppninni. Þau standa framan við uppdrætti hans. London, 9. des. NTB. f GÆR fórst brezk herflug- vél af gerðinni „Shackleton‘% skammt undan strönd Norður Skotlands. Sjö menn voru í vélinni og hefur enginn þeirra fundizt, þrátt fyrir ýtarlega leit. Austlæg átt er um allt land og hiti nálægt frostmarki. En í horfur eru á að vindur snú- ,isi nær norðri og kólni í veðri. Djúpa lægðin yfir Skot- landi olli foraðsveðri á Eng- landi, vestan stormi og úrhell isrigningu. Illviðri þetta náði suður um Frakkland og barst austur yfir Norðursjó. 36 skip 39.950 meö mál GOTT veður var á síldarmiðun- um á miðvikudag og aðfaranótt fimmtudags og góð veiði á svip- uðum slóðum og áður. Samtals fengu 36 skip 39.950 mál og tunnur. Dalatangi. Engey RE 1500 tn, Sólfari AK 1100, Faxi GK 1700, Jón Garðar GK 2800, Víðir II GK 1200, Gúðm. Þórðarson RE 300, Akraborg EA 1250 mál, Sæ- hrímir KE 600, Hrafn Sveinbj. III GK 1200, Ásþór RE 1100, Súlan EA 1250, Siglfirðingur SI 1300, Björg NK 950, Hugrún IS 1000, Ólafur bekkur OF 500, Jörundur II RE 1000, Fróðaklett- ur GK 1150, Keflvíkingur KE 1000, Dagfari ÞH 1200, Jón Finns son GK 1200, Ól. Magnússon EA 1000, Kristján Valgeir GK 700, Margrét SI 1000, Þorbjörn II GK 1000, Loftur Baldvinsson EA 600, Arnarnes GK 800, Sigurfari GK 1200, Ól. Sigurðsson AK 1500, Krossanes SU 1200, Guðbjörg GK 1100, Bára SU 1200, Helga RE 1100, Björgúlfur EA 700, Björg- vin EA 1000, Guðrún Guðleifsd. 1S 1250, Ásbjörn RE 1000. Fagna Skarðsbók FUNDUR í Kvenstúdenta féiagi fslands haldinn í Þjóðleikhús- kjallaranum miðvikudaginn 8. desemiber, lýsir ánægju sinni yfir að hið gamla og dýrmæta handrit Skarðsibók, shuli vera komin aft- ur í hendur íslenzku þjóðarinnar. Fundurinn þakkar öllum þeim aðilum sem hér áttu hlut að máli ag þá fyrst og fremst forráða- mönnum íslenzku ban,kan,na. (Fréttatitkynning frá Kven- stúdentafélagi ísiands). bólklegt nám m.a. 12 kennslu- stofur fyrir barnaskóla ag 8 fyrir unglingaskóla, handavinniustofur verði fyrir verklegt nám, svo og samkomu- og íþróttasaiur ag fleira sem tilheyrir hverjum skóla. Var einkum ætlazt til að þátt'takendur leituðust við að leysa bygginguna á einfaldan ag ódýran hátt, án þess að sl'íkt rýrði gildi skóla til kennsiu eða uppeldis æskufólks. Dómnefnd var skiþuð 5 manns, frá Reykjavíkurborg voru frú Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar, Gísli Halldórsson, arki- tekt, Ragnar Georgsson skóla- full'trúi og frá Akitektafélagi ís- lands akitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Siiiarphéð- inn Jóhannsson. Dómnefnd var ekki ánægð mgð árangur sam- keppninnar í heild, telur tillögur gallaðar og fljótfærnislega leyst- ar og kveður flesta af höfundum hafa sniðgengið aðaltilgang keppninnar, þ.e. að fá fram til- lögur um skóla, sem sé einfaldur að gerð og ódýr í byggingu. Full- nægi engin tiUagan þessum kröf- um. Verðlaunatillagan einföld í sniðum Þá tillöguna, sem hlaut fyrstu verðlaun, gerði Örnólfur HaLl, arkitekt, ungur Reykvíkingur, menntaður í Stuttgart. Hann starfar hjá Aarkiitektanefnd Stjórnarráðsins. Tillögu ah,ans kveður dóm- nefnd einfalda í sniðum ag aðal skóLahúsið vel af hendi leyst. Telur þó ekki hægt að mæla með tillögunni óbreyttri tii útfærslu. í dómnefndaráliti segir einni'g um þessa tillögu, að rúmmál sé báflegt, byggingarkostnaður sennilega nokkuð hagstæður, nýt ing lóðar góð, afstaða skólans til umhverfis og útisvæða góð, svo og innbyrðis afstaða hinna ein- stöku skóladeilda. Fjarlægð milii kenslustofuálma er talin of lít- il, skólastjórn vel leyst ag eftir- lit, auðvelt, áfangaskipting góð, staðsetning heiisugæzlu bóka- safns og íiþrótta- ug samkomusal- ar vel leyst, en innbyrðis sam- band vistarvera við íiþróittasal er illa leyst. Útlit er gott. Um uppdrátt bræðranna Helga og ViiljáLms Hjálmarssonia, segir m.a. Höfundar þessarar tillögu hafa að mörgu Leyti leyst verk- efnið vel, en þó ekki gætt þess, sem er höfuðmarkmið keppninnar að gera skólann ódýran og ein- faldan í byggingu. Erfitt reyndist að ákvarða tillögu þeirra Sigur- jóns Sveinssonar og Þorvaldar Kristmundssonar gaLlaniinnsta. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.