Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 10. des. 1965 JlfoqjtutMftfrtfc Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. UNDIRB ÚNING UR AL ÚMÍNSAMNINGA Camningarnir um byggingu ^ alúmínverksmiðju í Straumsvík fyrir sunnan Hafnarfjörð eru nú að kom- ast á lokastig, og hefur Jó- hann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, unnið að samnings- gerð fyrir íslands hönd, á- samt öðrum samningamönn- um og innlendum og erlend- um sérfræðingum. Jafnframt „ hefur starfað nefnd þing- manna, sem í eiga sæti full- trúar frá öllum þingflokkun- um, og hefur nefndinni jafn- harðan verið gerð grein fyrir framvindu mála. Þar að auki var á síðasta þingi'gefin skýrsla um málið og útbýtt ítarlegum greinar- gerðum og upplýsingum um allt, sem í þessu stórmáli hafði gerzt til þess tíma. Jó- hann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra fór síðan ásamt þing mannaríefndinni utan, bæði til Noregs og Sviss, til þess að menn gætu sem bezt kynnt sér rekstur sem þennan og fengið tækifæri til að ræða við ráðamenn þess fyrirtækis, sem við íslendingar semjum nú við. Allt sem í þessu máli hefur gerzt hefur því verið kunn- gert þingmönnum, jafnt úr stjórnarandstöðu sem stjórn- arflokkunum, og þannig má segja að allt hafi verið fyrir opnum tjöldum. Fullyrðingar um það, að einhver leynd hafi hvílt yfir þessari samninga- gerð eða óþingleg meðferð, eru því eins fáránlegar og nokkuð getur verið. Gagnstætt slíkum fullyrð- ingum mætti e.t.v. segja að nokkuð hæpið væri að birta greinargerðir sérfræðinga okkar, þannig að viðsemjend- ur okkar fengju þær í hendur, en þetta var þó talið nauðsyn- legt til að girða fyrir alla tor- tryggni, ög sem betur fer hef- ur samningum miðað áfram með eðlilegum hætti, enda hafa íslenzkir samningamenn, bæði ráðherra og aðrir, haldið eins vel á málum og frekast verður á kosið. En af eðli málsins leiðir það að sjálfsögðu, að ganga verð- ur frá samningsuppkasti áður en málið kemur til endanlegr- ar afgreiðslu á Alþingi. Hér 'er um samninga að ræða, en ekki löggjöf í venjulegum skilningi. Eðlilega takast samningsaðilar á um ýmis at- riði, og samkomulagi verður að ná, sem síðan er borið und- ir Alþingi til samþykkis eða synjunar. Enga aðferð aðra er hægt að hafa við slíka samnings- gerð, því að naumast dettur nokkrum manni í hug að í ís- lenzku samninganefndinni eigi að vera allir alþingis- menn, 60 að tölu. Þess vegna brosa landsmenn líka að til- burðum kommúnista til að gagnrýna meðferð þessa máls. STÓRIÐJAN OG VINNUAFLIÐ ■JVFaumast verður um það ^' deilt að batnandi lífskjör víða um heim byggjast á tækniframförum og hagnýt- ingu stórvirkra véla og tækja á framleiðslusviðinu. Einnig hér á landi byggjast batnandi lífskjör á því að okkur hefur tekizt að hagnýta stöðugt stórvirkari tæki og fullkomna tækni á ýmsum sviðum at- vinnulífs. í sjávarútvegi hafa framfar irnar þó orðið mestar og eru athyglisverðar upplýsingar sjávarútvegsmálaráðherra í þessu efni. Hann upplýsti, að á síðastliðnum 6 áratugum hefði afli á hvern fiskimann aukizt úr 4,5 tonnum í hvorki meira né minna en 165 tonn á síðastliðnu ári, og frá árinu 1960 til 1965 hafi aflinn auk- izt úr 97 tonnum í 165 tonn. Af þessum tölum sjá menn glöggt hverju tækniframfarir fá áorkað, einkum þegar þess er gætt, að síðastliðna 6 ára- tugi hefur íslenzkum fiski- mönnum fækkað um nær helming, þrátt fyrir þessa gíf- urlegu aukningu aflans. En auðvitað er ekki nægilegt að koma við fyllstu tækni á sviði fiskveiða, heldur þarf að gera það einnig á öðrum sviðum, ekki sízt þegar það er haft í huga að sjávarafli getur brugð izt meira og minna einstök ár, og jafnvel um nokkurt árabil. Þess vegna eru hugsandi menn yfirleitt sammála um nauðsyn þess að renna fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnu líf og einheita kröftunum að því að koma upp stórfram- leiðslu á sviði iðnaðar, þar sem fáir menn framleiða mikil auðævi. Þetta er þetm mun nauð- synlegra sem vinnuaflsskort- ur er, því að þá er eina leiðin til að auka afköstin sú, að láta vélarnar og tæknina vinna. En það er einmitt ein- kenni stóriðjunnar að þar þarf fáa menn til að framleiða mik ið. — Þrátt fyrir vinnuaflsskort hljótum við íslendingar að efla atvinnulífið af öllum mætti. Þess vegna er það öfug mæli að halda því fram að vegna vinnuaflsskortsins sé hæpið að hefja stóriðju. — Miklu fremur væri ástæða til UTAN ÚR HEIMI Efnahags „framfarir" í Sovét- ríkjunum að tjaldabaki — eftir Arthur Cannmg SOVÉZKA skopblaðið Kroko- dil skýrði frá því i aðsendu bréfi 20. ágúst 1965, að árið 1957 hefðu íbúar fjögurra stórra fjölbýlishúsa í Kharkov skrifað borgarstjórninni þar og óskað eftir því, að vatn yrði leitt í húsin, sem þeir bjuggu í. Tveim árum siðar, þ. e. 1959, svaraði borgarstjórnin, að þetta mundi verða gert jafn- skjótt og nægt pípulagningar- efni yrði fyrir hendi. Árið 1963 voru vatnsleiðslurnar loks lagðar í húsin, en úr þeim kom ekkert vatn! Öllum óskum um vatn var svarað með einu orði: „Bíð- ið“! í ofangreindu bréfi er þess getið, að í tvö ár hafi íbúar húsanna beðið eftir vatni, og loks er spurt: „Eig- um við að bíða í tvö ár til við- bótar og þá kannske ....?“ Izvestia, blað sovézku stjórnarinnar, gat þess 16. maí 1965, að í annarri sovézkri stórborg hefði það komið fyr- ir, að vatnsleiðslur sprungu í fjölbýlishúsi, svo að flóð varð í herbergjum á neðstu hæð. Hjálparbeiðnir til ýmissa deilda borgaryfirvaldanna báru engan árangur. Hver um sig taldi, að einhver önnur bæri ábyrgð á því, að viðgerð færi fram. Að síðustu, sagði blaðið, var bent á „óbrigðula“ aðferð: „Skjótið málinu skrif- lega til borgarstjórnarinnar, sem mun fela vatnsveitu- og holræsadeild aðgerðir í njál- inu. Sá aðili mun skipa nefnd, sem mun rannsaka málið og senda deildinni viðeigandi til- lögur. Deildin mun um leið senda ábendingar sínar til borgarstjórnar, sem hefur úr- slitavald í málinu“. Blaðið gat þess ekki, hvort nokkru sinni hefði verið gert- við leiðslurnar. Það eru sífelld vandræði af þessu tagi, sem blöðin í höfuð borginni og úti um landið segja frá í þúsundatali, og er að nokkru skýririg á þeirri á- kvörðun stjórnarvalda í Moskvu að hefja enn eina end urskipulagningu á efnahags- kerfi landsins. Því að það eru ekki aðeins nauðsynjavörur eins og vatns- leiðslur, sem skortur er á í landinu, heldur ber efnahags- líf þess allt ummerki sóunar, ódugnaðar og mistaka vegna ofstjórnar skriffinnskunnar. Þetta kom fram í ræðu, sem forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Aleksei Kosygin, hélt á fundi miðstjórnar Kommún- istaflokksins, þegar hann til- kynnti henni, að tekin yrði upp ný stefna í efnahagsmál- um. Þessi sovézki leiðtogi benti á minnkandi hagyöxt og fram- leiðni; vaxandi atvinnuleysi vegna lélegrar nýtingar vinnu aflsins, vanmátt margra iðn- greina á sviði neyzluvarnings til að uppfylla framleiðsluá- ætlanir, svo að lífsskilyrði færu versnandi, og að land- búnaðurinn væri langt á eftir eins og jafnan áður. í ræðu sinni gat Kosygin einkum um léleg afköst í mat- vælaframleiðslu og efnaiðnað- inum, svo og á sviði fram- leiðslu á trefjaefnum, pappír Aleksei Kosygin og byggingarefnum — en allt eru þetta nauðsynlegar neyzlu vöruri. Hann gat þess sem dæmis, að efnaverksmiðja, sem tekið hefði til starfa árið 1963, hefði aðeins verið starf- rækt með sjöttungi fullra af- kasta — 17 af hundraði. í sumum hlutum landsins, einkum smáborgum í vestur- héruðum Úkraínu og Hvíta- Rússlands, auk nokkurra hér- aða í Kákasus og Síberíu, sagði Kosygin, að fyrir hendi væri „talsvert varavinnuafl“, en það er fínt orð fyrir at- vinnuleysi. Blaðakostur Sovét- ríkjanna hefur áætlað, að at- vinnuleysi í Sovétríkjunum hafi numið frá sex af hundr- aði í sumum hinna stærri borga til 25 af hundraði í sum- um smáborgum Síberíu. Forsætisráðherrann kvart- aði einnig yfir lélegum gæðum allskonar varnings, sem hann kvað stafa af löngun verk- smiðjustjórna til að uppfylla framleiðsluáætlanir, án þess að hirða um gæði vörunnar eða söluhæfni hennar. Kæmi það oft fyrir, að vörur væru svo lélegar, að þær seldust alls ekki, og bakaði þetta stjórninni aukið tjón. Tveim dögum eftir ræðu Kosygins, forsætisráðherra, skýrði ritari Kommúnista- flokksins, Leonid Brezhnev, miðstjórninni frá fleiri dæm- um um léleg vinnubrögð í iðnaðinum. Hann gat þess, að ýmsar verksmiðjur fram- leiddu dráttarvélar, vörubíla og fólksbíla með sama burðar- magni, en þó svo frábrugðnar, að ekki væri hægt að notast við sömu varahluti í þessi nauðsynlegu tæki. Brezhnev gat þess sem dæmis, að tíu verkfræðistofn- anir, sem ynnu í þágu mis- munandi stjórnardeilda, hefðu yfirstjórn á smíði dráttarbáta. Fyrir bragðið væri ekki hægt að skipta á varahlutum inn- byrðis, þótt dráttarbátarnir væru allir jafnstórir. Það tók verkfræðinga, sagði hann, heilt ár að verða sam- mála um þörfina á að fram- leiða tæki, sem mundu bæði spara tíma og vinnu við olíu- bora. Framleiðsla er hins veg- ar ekki hafin enn í dag, af því að áætlun um þetta hefur ekki hlotið samþykki og uppáskrift 15 fulltrúa mismunandi ríkis- stofnana. Þá nefndi hann, að í öðru tilfelli væri þörf 30 uppáskrifta til þess að sam- komulag yrði um svar við einni spurriingu. Slík vinnubrögð hafa Ieitt til skorts á eins algengum neytendavarningi og nöglum, saumnálum og búsáhöldum. En gæðin hafa oft verið þannig, að þótt sovétborgarar hafi getað aflað sér skófatn- aðar og fata, hefir hvort tveggja orðið ónýtt á skömm- um tíma, þar sem efni hefir verið lélegt og viðgerðarþjón- usta ekki verið fáanleg. Áður fyrr gortaði sovét- stjórnin mjög af væntanleg- um afrekum sínum á sviði efnahagsmála,, en nú lætur hún nægja að segja ,eins og Kosygin hefir orðað það, að „við verðum að kippa þessu í lag á næstu árum.“ Stefnan, sem nú er fylgt, virðist benda til þess, að meira raunsæi sé ríkjandi og kemur það meðal fram í því, að tak- markað kerfi taps og gróða hefir verið tekið upp, svo og er meiri ábyrgð lögð á stjórn endur fyrirtækja. Nýja efna- hafsstefnan hefir í rauninni vestrænar starfsaðferðir að undirstöðu. Margir eru þó á þeirri skoð un í lýðræðisríkjunum, að æskilegur árangur náist ekki með efnahagslegum aðgerðum einum — til þess þurfi að losa nokkuð um hið pólitíska taum hald, sem Kommúnistaflokkur inn hefir haft á öllum hlut- að einbeita sér að vinnuafls- frekum atvinnugreinum, ef atvinnuleysi væri. En þegar útlit er fyrir mikla atvinnu er frumskilyrðið að láta fjár- magnið vinna. Því er auðvitað ekki að leyna að allmikið vinnuafl þarf um nokkurt árabil tll að reisa Búrfellsvirkjun og alú- mínbræðslu, og einkum þó við virkjunarframkvæmdirnar. — En menn verða að hafa það hugfast, að rafmagn verðum við að fá, og jafnvel þótt ekki yrði unnt að ráðast í virkjun Þjórsár, vegna þess að ekki væri nægur markaður fyrir raforku, hlytum við að verða að virkja smærri virkjanir, sem bæði útheimtu hlutfalls- lega meira vinnuafl og fjár- magn og yrðu í alla staði ó- hagkvæmari. Það væri því sannarlega mikil skammsýni að nota ekki það stórvægilega tæki- færi, sem nú býðst, til að hrinda af stað stórvirkjunum og stóriðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.