Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 31
Föstudagur 10- des. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Viefnam Framhald af bls. 1. hjá Kosygin en í viðræðum hans og brezka utanríkisráðherrann, Michaels Stewarts í Moskvu fyrir skömmu. • Brezka stjórnin beindi í dag þeim tilmælum til Sovét- stjórnarinnar, að þaer sendi sam- eiginlega orðsendingu til stjórn- arinnar í Hanoi þar seni hún sé hvött til þess að fallast á við- ræður um friðsamlega lausn Vietnam málsins. í or'ðsendingu brezku stjórnar- innar er mælzt til þess að Sovét- stjórnin taki þátt í að semja og dreifa fyrrgreindum tilmælum til Hanoi stórnarinnar meðal þeirra níu ríkja, er tóku þátt í ráðstefnunni um Indó-Kína á sín um tíma. Brezka stjórnin sakar Hanoi stjórnina um að hafa aukið íhlutun sína í stríðinu í Vietnam og hvetur til þess að hún bindi enda á tilgangslausar og hættulegar tilraunir til þess að- vinna herrtáðarlegan sigur í S-Vietnam“ eins og komizt er að orði í orðsendingunni. Orðsending Bretanna er svar við svipaðri orðsendingu Sovét- stjórnarinnar fyrir skömmu, þar sem hvatt var til fordæmingar á stefnu Bandaríkjanna og því „brjálæðisstriði“, sem hún héldi uppi í Vietnam. ★ • ★ Sem fyrr segir var Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkj anna, hinn harðorðasti í ræðu sinni í dag. Einkum ræddi hann um Vestur-Þýzkaland og lagði á það áherzju, að Bonnstjórnin hefði aldrei starfáð í samvinnu við þá, er vildu efla frið í heiminum. Sagði Gromyko, að reyndu V- Þjóð-verjar að framkvæma út- þenslustefnu sína á landamærum Austur-Þýzkalands, Tékkósló- vakíu eða Póllands mundi litið á það sem árás á Sovétríkin. Utanríkisráðherrann sag’ði Lud- wig Erhard, kanzlara V-Þýzka- lands, hafa gengið sýnu lengra í því en Adenauer, að skapa spennu í alþjóðamálum, en ítrekaði að V-Þjóðverjar ættu engar kröfur á hendúr öðrum þjóðum. Sfður en svo, — þeir mættu minnast þess að reikning- arnir frá heimsstyrjöldinni síðari yrðu aldrei gerðir upp — V-Þjóð verar ættu mörgum skuld að gjalda, ekki sízt Sovétríkjunum, fyrir framkomu sína á styrjald- arárunum. Gromyko réðist á Bandaríkja- stjórn og sagði ýmsa a'ðila innan hennar reiðubúna að gefa hern- aðarsinnum í V-Þýzkalandi eftir kröfur þeirra smám saman og reyndu þeir eftir megni að bæla niður ótta þjóðanna við að V- Þjó’ðverjar fengjú kjarnorkuvopn í hendur. Kvaðst Gromyko vona, að Bandaríkjastjórn tæki upp raunsærri stefnu gagnvart V- Þýzkalandi — gerði hún það ekki yrðu Sovétríkin og vinaríki þeirra að grípa til þeirra ráð- stafana, sem þau teldu nauðsyn- leg til tryggingar valdajafnvægi og friði í heiminum. — Lecanuet boðar Framh. af bls. 1 hann fór í framboð til þess að draga til sín töluvert fylgi frá róttækum og Gaullistum. Lét hann svo ummælt í dag, að flokk urinn ætti að ná til allra þeirra, sem kærðu sig ekki um óréttláta íhaldsstefnu eða gagnslausar bylt ingar, heldur óskuðu að byggja upp nýtízkulegt þjóðfélag í Frakklandi. Þær fregnir berast nú frá París, að de Gaulle, forseti, sé nú ekki jafn sigurviss og stór- látur og fyrir kosningarnar á sunnudag. Segir, að hann hafi nú ákveðið að nota allan þann tíma, sem honum er ætlaður fyr- ir kosningarnar 19. des., bæði í útvarpi og sjónvarpi. Jafnframt hafa stuðningsmenn hans boðað, að haldnir verði u.þ.b. 40 fund- ir næstu viku víðsvegar um landið. Neytendablaðið: Réttindi cvg skyldur kcGiHpando og seljanda NEYTENDASAMTÖKIN hafa ákveðið að leggja sérstaka áherzlu á það næstu viku að vekja atliygli fólks á réttindum og skyldum kaupenda og selj- enda. Mætti jafnvel kalla það herferð gegn vankunnáttu í þeim efnum, en hún er því miður mjög almenn, og á það jafnt við um seljendur sem neytendur. Þekkja Neytendasamtökin það vel eftir langa reynslu af því að veita neytendum leiðbeiningar og að- stoð, ef þeir telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna kaupa á vörum og þjónustu. Næsta tölublað NeytendaMaðs- ins er sérstaklega helgað þessu verkefni. 1 blaðinu eru raktar þær meginreglur, sem gilda lög- ui-. samkvæmt um almenn kaup, og hver ábyrgur neytandi þarf að kunna skil á, hvað þá seljandi. Þá hefur þótt full ástæða til að taka sérstaklega til meðferðar ábyrgð og ábyrgðarskírteini. Sennilega er aldrei keypt meira af varanlegum, dýrum neyzlu- vörum en í desember, svo sem af heimilistækjum og húsbúnaði sem menn ætlast til, að þeir geti búið lengi að. Þó er enginn mán- uður ólíklegri til vandaðs vöru- vals en sá. Það mikið er í húfi við val á slíkum hlutum, bæði áriægju- og fjárhagslega séð, að menn skyldu ekki láta hjá líðæ að afla sér auðfenginnar þekk- ingar, áður en kaup eru gerð. Vænta Neytendasamtö'kin þess, að þúsundir neytenda kynni sér vel efni umrædds Neytendablaðs næstu daga. Auk þess getur norska og ameríska leiðbeininga- bókin, en þær fást á skrifstofu Neytendasamtakanna, komið rnörgum að góðu haldi. Neytendablaðið er póstsent öllum félagsmönnum samtak- anna, en að þessu sinni gefst utanfé'lagsmönnum einnig ko-stur á að fá það keypt. Á föstudags- morgun, 10. des., verður það ti'l sölu í eftirtöldum bókaverzlun- um: bókav. Braga Brynjólfsson- ar og Norðra, Hafnarstræti, og bókav. ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. Nýir félagsmenn fá það einnig afhent þar við innritun og fá síðan jafnframt póstsend eldri ttbl. Neytendablaðsins ,en mjög er nú gengið á upplag þeirra. Hinir ungu neytendur. f Neytendablaðinu er eirrnig grein sem nefnist: „Hinir ungu neytendur", og á hún ekki aðeins erindi til þeirra og foreldra þeirna, heldur er þar einnig ábending til skóla um að taka upþ neytendafræðslu. Mætti nota blað þetta sem eins konar kennslublað. 1 blaðinu er einnig listi yfir verð rúml. 200 vöru- tegnuda, miðað við 1. des. 1965. í ofannefndri grein segir m.a.: „Innan skamms verður listi yfir verð nauðsynjavara, eins og sá, sem birtur er í þessu blaði, skrá yfir hluta af daglegum útgjöldum núverandi nemenda, eins og hann er í dag fyrir foreldra þeirra. Mikil og mörg vandamál bíða á næsta leiti. Það varðar mikiu að búa hina ungu neyt- endur undir þau. Ekki aðeins fyrir þá sem einstaklinga, hakiur og þjóðina í heild, þjóðarhag“. Ársgjald Neytendasamtakanna er kr. 100, en þessa blaðs kr. 25. (Frá Neytendasamtökunum.) — Yfirlýsing Framhald af bls. 2- blaðinu er „leiðari“ undir fyrir- sögninni: . Neytendablab. Þetta skýringarheiti á Borgarblaðinu er svo fráleitt, að ég vil aðeins heimifæra það undir barnaskap, en ekki blekkingartilgang, þar þar sem hér er um hreint selj- endablað að ræða. Efni þess er — fyrir utan grein mína — ein- vörðungu auglýsingar og viðtöl við seljendur sem eru mj<>g ham- ingjusamir og vilja, að aðrir verði það líka gegn hóflegu gjaldi. Ég vil því vinsamlegast beina þvi til aðstandenda Handbóka h.f., að þeir kenni ekki auglýs- ingablað sitt við þá, sem freista á. Það er ómaklegt. Neytenda- blaðið, gefið út af Neytendasam- tökunum, er dæmigert neytenda blað að öllu efni, og það er mér óbærileg hugsun, að því yrði rug.lað saman við andstæðu sína. Sveinn Ásgeirsson. IMýr mynda- biekliaigur umn Efeykjavák í "ig LITBRÁ hf. hefur sent frá sér nýjan myndabækling, sem nefn- ist „Reykjavík í dag“. Er hann einnig gefinn út með enskum texta. Myndirnar eru teknar af Kristni Sigurjónssyni, Rafni Hafnfjörð og Guðmundi Hannes- syni. Textinn er eftir Valdimar Kristinsson, en teikningar og upp. setning eftir Torfa Jónsson. Myndirnar eru allar í litum og flestar nýjar. Prentun hefur tek- izt mjög vel og mun mynd frá Tjörninni líklegast vekja einna mesta athygli. Myndabæklingurinn er ails 20 síður að stærð. Eíld og fiskm Akranesi, 9. desember. SEX línubátar voru héðan á sjó í gær og fiskuðu frá 3,5 til 6 tonn á bát. Næst var Rán. Þilfarstrill- an Andey fékk 2 þúsund kg. Höfrungur III. kom í morgun með 2 þúsund tunnur síldar af Austfjarðamiðum. Sumt af síld- inni er hraðfryst og sumt saltað, svolítið fer í bræðslu. — Oddur. Hinii' vinsælu stignu barnabílar komnir aftur. — Þrjár stærðir. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. * Avaxlðbúðin Óðinsgötu 5 - Sími 14268 - (við Óðinstorg) Landsleikir í handknattleik ISLAIMD RIÍSSLAIMD Landsleikir í handknattleik fara fram í íþróttahúsinu í Laugardal sunnudaginn 12. desember kl. 17 og mánudaginn 13. desember kl. 20,15. Dómari: HANS CARLSSON frá Svíþjóð. Aðgöngumiðasala hefst í dag og verða miðar seldir í Bókaverzlunum Lárusar Blöndal í Vesturveri og við Skólavörðu stíg. Á sunnudag veröa miðar seldir í íþróttahúsinu frá kl. 14 og á mánudag frá kl. 19. Verð aðgöngumiða krónur 125,00. Lúðrasveit Rcykjavíkur leikur á sunnudag frá kl. 16,30 og á mánud. frá kl. 7.45. Koupið miðu límunlegu - Forðist biðruðir Handknattleikssamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.