Morgunblaðið - 12.12.1965, Side 20
V
MORCU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 12. des. I96t
sgs&
Segðu það börnum
Ný útgáfa barnakvæða
Stefáns Jónssonar
ÚT ER komin kvæðabók fyrirl Jónsson, og ber hán nafnið
börn á öllum aldri eftir Stefán1 „Segðu það börnum — segðu
það góðum bömum“. Útgefandi
er bókaútgáfa Þórhalls Bjarna-
sonar, Reykjavík. Bókin er
prentuð í Víkingsprenti, 103 bls.
að stærð.
í „Segðu það bömuim“ eru
mörg gamalkunn barnaljóð, sem
bæði eldri og yngri þekikja og
eru elztu ljóðin um 30 ára göm-
ui. í bókinni eru kvæði úr þrem-
ur litlum bókum, sem Þórhallur
Bjamason hefur áður gefið út
nokkrum sinnum, en þær bækur
hétu „Sagan af Gutta“, .Hjónin
á Hbfi“ og „Það er gaman að
syngja“. Auk þessu eru í „Segðu
það börnum“ tvö kvæði sitt úr
hvorri bók, sem svipaðar voru
að gerð og hinar, og að auki eitt
kvæði, sem ekki hefur birzt í
bók áður.
Kvæðin í „Segðu það börnum“
eru alls 30 talsins. Af landlfleyg-
um kvæðum má nefna Gutta-
kvæði, Aravísur, Mattavisur,
Bréf frá frænku Óla Skans,
Hænsnadans o.fl.
„Segðu það börnum" er mynd-
skreytt, og gerði flestar mynd-
irnar Tryggvi Magnússon, teikn-
ari, en að auki eru í bókinni
myndir eftir Þórdísi, dóttur hans,
og Eggert Sigurðsson.
Rowentet
Verzl. ÞÖLL, Veltusundi.
LONDON, Austurstræti.
Einkaumboð:
VALUR PÁLSSON & CO.
INNISKÓFATNADUR
Inniskóiatnaður lyrir börn,
unglinga, kvenfólk eg
karlmenn
Stórglæsilegt úrval
Nýjar sendingar
Skóbúð Austurbæjar — Skókaup Kjörgarði
Laugavegi 100. Laugavegi 59.
Skóval Austurst. 10
Eymundssonark j all a r a
BA-prófs kenn-
arar óánægðir
MBL. hefur borizt svchiljóðandi
fréttatilkynning frá Félagi B. A.
prófs manna.
Fundur í Félagi B. A. prófs
manna haldinn 3. desember 1965
samþykkir svofellda áiyktun
vegna nýfallins kjaradóms:
í hinum nýja launastiga er
kennurum við framhaldsskóla,
sem lokið hafa B. A. prófi, ætl-
aður sess 2—3 launaflokkum
neðar en öðrum háskólamenntuð-
um starfsmönnum með sama próf
e'ðá svipaða námslengd að baki.
Er þar með staðfest vanmat frá
síðustu samningum og kennarar
með B. A. próf eru einu háskóla-
menntuðu starfsmennirnir, sem
skipað er neðan við það tiltölu-
lega mikla bil, sem er milli 18.
og 19. launaflokks, enda þótt
námstími til B. A. prófs hafi
le'ngzt. Vfð þetta bætist, að laun
barnakennara með og án réttinda
til kennslu eru hækkuð um einn
flokk og laun framhaldsskóla-
kennara, annarra en þeirra, er
lokið hafa háskólaprófi eru
hækkuð um einn til tvo flokka
frá síðustu samningsgerð. Hækk-
unin nær einungis til kennara án
réttinda til kennslu og þeirra,
sem hafa mun skemmra nám að
baki en krafist er til B. A. prófs.
Með hinni nýju launaflokka-
skipun verður áðeins eins flokks
munur á þeim framhaldsskóla-
kennurum, sem koma í starf án
tilskilins undirbúnings fyrir
kennslu í bóklegum greinum, og
þeim, sem lúka B. A. prófi að
viðbættu prófi í uppeldisfræðum.
Staðfest er af Háskóla íslands,
að það nám tók 4 ár fyrir ný-
skipan þess og aukningu í haust.
Eins árs framhaldsnám barna-
kennara veitir hins vegar
hækkun um einn launaflokk.
Með þessari nýju skipan er
beinlínis hvatt til þess, að verð-
andi kennarar við framhalds-
skóla ljúki ekki tilskildum og
æskilegum undirbúningi fyrir
starf sitt, og hún grefur undan
möguleikum á því, að nýskipan
náms í heimspekideild Háskólans
nái tilgangi sínum. Fúskið verð-
ur áfram í fyrirrúmi. Afleiðing-
ar þessa fyrir starfið í skólunum
eru augljósar. Grundvöllurinn,
sem byggja verður á við endur-
skoðun fræðslukerfisins er, að
nóg sé til af vel menntuðum
kennurum. Mun því óhætt að
sleppa öllum bollaleggingum um
endurbætur á starfi framhalds-
skólanna um sinn.
Spor hefur verið stigið aftur á
bak og sáralítið tillit tekið til
menntunar og réttinda. Raunhæf
og réttlát skipan þessara mála
er nú fjarlægari en áður. Þótt
menntamálaráðherra hafi lýst
því yfir að í framtfðinni skuli
að því stefnt, að allir bóknáms-
kennarar við framhaldsskóla
ljúki háskólaprófum, kemur
ekkert frá samninganefnd ríkis-
stjórnarinnar, sem verða mætti
til, að sú hugsjón fái byr. Kjara-
ráð B.S.R.B. gerði kröfu um, að
næstum allir framhaldsskóla-
kennarar skipúðu sama Iauna-
flokk. Afleiðingarnar liggja nú
ljóst fyrir. Kjaradómur hefur
brugðist ábyrgðarmiklu hlut-
verki sínu.
Fundurinn telur niðurstöðu
Kjaradóms óviðunandi fyrir
B. A. prófsmenn og raunar alla
háskólamenntaða starfsmenn og
leggur áherzlu á nauðsyn þess,
að lögin um samningsrétt opin-
berra starfsmanna ver'ði þegar
endurskoðuð. Fundurinn heitir á
háskólamenntaða menn að berj-
ast með öllum tiltækum ráðum
fyrir því, að Bandalag Háskóla-
manna fái samningsrétt en segja
skilið við þáu félög e'ða félaga-
samtök, er aðild eiga að Banda-
lagi starfsmanna ríkis og bæjar.
XjéWjG^Mfc
KARLMÁNNAFÖT
— bezt úrval —
Vetrarfrakkar,
verð kr, 2.450,00.
Terylene frakkar,
svampfóðraðir 2.200,00
Rykfrakkar frá 1.525,00
Zlltima
Ford station 1963
Til sölu 1963 Ford station til sýnis í Vökuporti.
Selst í því ásigkomulagi sem hann er. Tilboð óskast
sent í sendiráð Bandaríkjanna Laufásvegi 21 í síð-
asta lagi miðvikudaginn 15. désember.
Parket gólfdúkur
Mikið úrval.
Parket línoleum
gólfflísar
Stærð 10x90 cm
Glæsilegir litir.
wsæw-'-r,
)LITAVCf?Sf
byggingavörur
GRENSÁSVEG 22-24IHORNI MIKLUBRAUTAR] SIMAR 30280 & 32262