Morgunblaðið - 12.12.1965, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.12.1965, Qupperneq 29
Sunnudagur 12. des. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 I>ess vegna þurfi hún ekki ann an undirbúning undir lífið en J>ann, sem geri henni mögulegt að gegna hlutverki sínu sæmi- lega sem húsmóður. En við getum örfað þróun þjóðfélagsstöðu konunnar til meira frelsis, jafnréttis og meiri og ábyrgari þátttöku á vinnu- aflsmarkaðinum í mikilvægum ábyrgðarstöðum, með því að gera okkur grein fyrir því, að jafnframt því að ganga í hjóna- •band, ala börn og hugsa um að byggja fjölskyldu sinni fagurt heimili, þá getur konan nú á tímum og í framtíðinni gegnt öðrum mikilvægum ábyrgðar- stöðum á vissu æviskeiði, ef Ihenni er í æsku haldið sem mest til mennta, hún búin þannig undir lífið, að hún fái tækifæri til þess að þroska hæfileika sína sem bezt og leggja í hvert það sérnám, sem hæfileikar hennar og áhugi beinist að. 1 þessu sambandi megum við aldrei g'leyma þeirri staðreynd, að það er margsannað á vísinda legan hátt, að konan er að upp- lagi a.m.k. eins gáfuð og maður- inn og að ýmsu leyti fullkomn- ari en hann, þótt sum störf henti henni ekki eins vel og honum. í*ess vegna hvílir sú sérstaka skylda á nútímaforeldrum, sem vilja örva þjóðfélagsþróun’ kon- unnar til raunverulegs jafn- réttis, að tryggja dætrum sín- um a.m.k. eins mikla og góða menntun og sérþjálfun til starfa og drengjum sínum, þannig að framtíðarkonan verði hlutgeng- ari til ábyrgðarstarfa innan rík- isins og á vinnumarkaðinum yfirleitt en fortíðarkonan var. í>að er sem sé ekki það, að kon- una skorti hæfileika eða þjóð- félagslegan rétt að lögum í ís- enzku þjóðfélagi í dag, heldur hitt að hún fær óvenjulegri cg lélegri undirbúning undir líf og starf en pilturinn, sem stendur í vegi fyrir mikilvægari þátt- töku hennar á vinnuaflsmarkaði þjóðarinnar. Foreldrar hennar hafa ekki gefið henni sömu tæki færin og drengjunum til þess að undirbúa sig undir mikilvægari störf ríkisins og ríkið hefur enn ekki búið henni tækifæri til þess að gegna slíkum störfum, jafnframt því að lifa eðlilegu ástarlífi og fjölskyldu- og heimilislífi. Margt bendir þó til þess, að á þessu sé að verða breyting. Æ fleiri foreldrar átta sig nú á því, að bezti heimamundur dótturinnar er góð menntun, og ýmislegt bendir til þess að for- ystumenn ríkisins og atvinnu- veganna séu að átta sig á þeirri sórkostlegu sóun, sem felst í því að gefa ekki konunni tækifæri til þess að láta hæfileika sina njóta sín í mikilvægum athöfn- um og störfum. Á meðal áttavitanna fyrir for- eldrana og ríkið í þessum efn- um eru m.a. hin mikla hækkun meðalaldurs konunnar og vax- andi fjöldi lögskilnaða og tala ekkjustands með þjóðinni. Þrír áttavitar um aukna menntun konunnar. Ef við hugleiðum fyrst hækk- un meðalaldurs konunnar, .þá blasir sú staðreynd við okkur, að nútímakonan er búin að ala upp sín börn um fertugt og á þá eftir að lifa að meðaltali í 35 ár ennþá, jafnvel lengur. Hafi hún á yngri árum sérmenntað sig til starfs sem hún hefur áhuga á og hæfileika til að gegna, getur hún sjálfri sér til ánægju og uppbyggingar, þjóðfélaginu og atvinnuvegunum til hagræðis og heimilinu til búbótar, tekið til við sitt upphaflega starf á þeim aldrei. sem langamma hennar var að ljúka sínu æviskeiði, og gegnt þessu starfi a.m.k. hluta úr degi í 25—30 ár eða til 65—70 ára aldursins, ef hugurinn stend ur til þess og heilsa leyfir. — Starfsorka, gáfur og hinn stór- aukni athafnatími konunnar, eftir að börnin stofna sína eigin hjúskaparfjölskyldu, valda því að athafnaþrá konunnar færir hana í æ ríkari mæli inn á vinnuaflsmarkaðinn á þessum árum. Og því meiri skilning sem foreldrar hennar hafa haft á þjóðfélagsþróuninni að þessu leyti, því betur hafa þau búið hana undir þetta æviskeið og því mikilvægari störfum kemur hún til með að gegna. En ef við lítum nú jafnframt á hluta fráskildra kvenna og ekkna í íbúafjöldanum, þá sjá- um við að samkvæmt manntal- inu 1950 voru 112 ekkjur og 21 fráskilin kona af hverjum 1000 íslenzkum konum yfir tvítugt. Möguleikar þessara kvenna til að sjá sér og börnum sínum myndarlega farborða og skapa sér og þeim bjartari framtíð, verður' því meiri þeim mun bet ur sem þær hafa verið búnar undir lífið með góðri menntun eða sérþjálfun til starfa. Við vitum ekki hverjar þær verða þessar konur í framtíð- inni, sem fylla flokk 13,3% kvenna 20 ára og eldri, sem við þó vitum að verða ekkjur eða fráskildar í íbúafjöldanum, en á meðal þeirra gætu verið dæt- ur hvers okkar sem er. Okkur þykir sjálfsagt að kaupa okkur ýmiss konar trygg- ingar fyrir margvíslegustu skakkaföllum. En því skyldum við ekki kaupa dætrum okkar þá þjóðfélagslegu tryggingu, sem felst í góðri menntun þeirra er sérþjálfun til starfa í sam- ræmi við hæfileika þeirra, ef þær yrðu fyrir skakkafalli ekkjustands eða fráskilnaðar? Með vaxandi skilningi á þess- um atriðum eigum við vafalaust eftir að sjá stórkostlega breyt- ingu á þátttöku konunnar í æðri s'kólum landsins og þeim störf- um þjóðfélagsins, sem krefjast rneiri menntunar og sérþjálfun- ar. Má þá vera að t.d. um eða yfir helmingur lækna, lögfræð- inga, kennara o.fl. í framtíð- inni verði konur, og hluti kvenna á vinnuaflsmarkaðiaum fari stöðugt vaxandi. Barnauppeldi og skóli fmmtíðárinnar En hvað verður þá um ástina, heimilisreksturinn og bamaupp- eldið við meiri þátttöku konunn- ar á vinnuaflsmarkaðinum Og í mikilvægari störfum þjóðfélags- ins? kynni einhver að spyrja. Að sjálfsögðu verður ástin grundvöllur hjónabandsins í framtíðinni í eins ríkum mæli og nú enda er ekki kunnugt um neitt dæmi þess, að þátttaka mannsins á vinnuaflsmarkaðin- um hafi gert hann óhæfari til ásta, og hvers vegna skyldi vinn- an utan heimilisins þá hafa önn- ur áhrif á konuna að þessu leyti en á karlinn? Öðru máli gegnir um barna- uppeldi og hemilisrekstur. Margt bendir til þess að þáttur og um- Framhald á bls. 26 Jólagjafir fyrir frímerkjasafnara Linder albúm Stender albúm Innstungubækur Fyrstadagsalbúm Albúm fyrir myntsafnara Verðlistar Stækkunargler með Ijósi FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN SF Týsgötu 1 sími 2-11-70. BIFREIÐIR FRA checker MOTORS CORPORATION U.S.A. A — 11 Leigubifreið Meira magn af þessari heimsfrægu leigubifreið fæst nú til útflutnings. Checker leigubifreiðin er byggð með þægindi, endingu og hagsýni fyrir augum. Þetta er leigubifreið í orðsins fyllstu merkingu, sérstaklega rúmgóð allt að 30% meira rými en í venjulegum fólksbifreið- um. Hægt er að fá bifreiðina fyrir 5 farþega og með tveim aukastólum, þá fyrir 7 farþega. Ryðvarinn frá verksmiðju og læst mismunadrif sem eykur öryggi og stöðugleika í hálku og snjó. Verð frá 270.000,00 til leigubifreiðastjóra. Tvöföld grind í öllum Checker bifreiðum, sem eykur öryggi og stöðugleika A — 12 W 6. — Flugvalla- hópferðabifreið 9 til 12 farþega flugvalla og hópferðabifreið. Hin heimsfræga flugvallabifreið frá Checker Motors er sérstaklega sterkbyggð enda algjör nýjung. Hún er þægileg og ódýr í rekstri og hentug fyrir fyrirtæki, stofnanir og jafnvel stórar fjölskyldur. Framleiðsla þessarar bif- reiðar var hafin vegna mikillar eftirspurnar eftir ökutæki sem sameinar kosti ódýrrar leigu- bifreiðar, þægindi einkabifreiðar og styrkleika langferðabifreiðar. Er þetta eina bifreiðin sem gerð hefur verið til að flyja 9 til 12 farþega styttri og lengri leiðir á þægilegan, öruggan og ódýran hátt. Innifalið í verði Power stýri, Power bremsur V8 185 h.ö. vél. Læst mismunadrif, ryðvarinn frá verksmiðju. — Verð frá kr. 360.000,00. Upplýsingar veittar alla daga milli kl. 3—7. — Sími 1-85-84. KR. STEINDÓRSS0N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.