Morgunblaðið - 12.12.1965, Síða 30

Morgunblaðið - 12.12.1965, Síða 30
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1965 VOLGA MEÐ 5'^ BIESELVÉL Leigubílstjórar VOLGA er nú fáanleg með enskri Rover diselvél samsettur í Belgíu, verð til leigubílstjóra ca. 208 þúsund krónur. Sýningarbíll á staðnum mánudag og þriðjudag n.k. Bifreiðar & landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14. — Hannes Jónsson Framhald af bls. 25. búnaður hjónalífsins eigi eftir að gjörbreytast á þessum sviðum með þeirri breytingu á þjóð- félagsstöðu hennar, sem gáfur hennar, hsefileikar og stóraukin sérþjálfun og • æðri menntun munu óhjákvæmilega hafa í för með sér. Það leiðir t. d. beint af auk- inni þátttöku konunnar á vinnu- aflsmarkaðinum, að dagleg barna gæzla og umsýslan með börnum breytist eitthvað í þá átt, að hún fari æ minna fram á hinum einstöku hjúskaparfjölskyldu- heimilum, nema þá allra fyrstu árin, en SB meira á sérstökum uppeldisheimilum, þar sem há- menntaðar konur og sérþjálfað aðstoðarfólk þeirra stendur fyrir daglegum rekstri, en á kvöldin hafi foreldrarnir börnin hjá sér og annist félagsmótun þeirra í frístundum. Sama má vafalítið segja um skólana. Þegar skóla- aldurinn tekur við verða það skólarnir, sem taka að sér að sjá fyrir fræðsluþörfum og skipu- lagningu á tíma barna og unglinga meginhluta dagsins. Og þetta skólastarf verður vafalítið æ meira í höndum konunnar. Skólaárið 1964/65 voru samtals 1711 kennarar hér á landi, þar af 1155 karlar en 556 konur. Nú eru hins vegar fleiri stúlkur en Ekki of sterk...Ekki of létt... VICEROY geíur bragðið rétt % 111 # / mmum Reykiö allar helztu filter tegundirnar og þe'r muniö •finna, aösumar eru of sterkar og bragöast eins og enginn filter se—aörar eru of léttar, því allt bragö síast ur reyknum og eyöileggur anægju yBar—En Viceroy, meö sínum djúpofna-filter, gefur yöur re'tta bragðið. Bragöiö sem mílljónir manna lofa-kemur frá VICEROYsIze ' >1005 BROVVN éc WILLIAMSON TOBACCO COHPOHATION LOUI8V1L1.& KKNTUCKY. UAA- piltar í Kennaraskólanum. Við eigum því e. t. v. eftir að sjá þá tíð að hlutföll karla og kvenrfa við kennslu eigi eftir að snúast við, þannig að % kennara velrði konur en aðeins % karlar. Vinnuhagræðing og heimilisrekstur framtíðarinnnr En aukin hlutdeild konunnar á vinnuaflsmarkaðinum mundi líka hafa í för með sér mikla breytingu á heimilisrekstrinum. Nú á dögum er Það svo, að hvert heimili er rekið sem eins konar matstofa í smáum stíl, fataviðgerðarstofa í smáum stíl, þvottahús í smáum stíl, fata- sauma- og prjónastofa í smáum stíl — auk alls annars — og í slíkum störfum, að ógleymdu uppvaskinu, eru konur bundnar, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Engin sérhæfing, fram- leiðslusérgreining og framleiðni- aukning getur átt sér stað við þessar aðstæður. Heimilisrekstur- inn er þar af leiðandi og verður óhagkvæmur og dýr. Öll þekkjum við nú á dögum hagræðið af verkaskiptingu og vinnusérgreiningu, en Adam Smith benti m.a. á kosti hennar í bók sinni Þjóðaauðurinn, sem út kom árið 1776, og nefndi m.a. dæmi um það, að títuprjónafram- leiðsla hefði 24-faldazt eftir að verkaskiptingu og vinnusérgrein- ingu var við komið við framleiðsl una. í beinu framhaldi af þessari vitneskju er sprottin sú grein hag- og verkfræði, sem nefnd hefur verið vinnuhagræðing og framleiðnitækni og Bandaríkja- mennirnir Gilbert og Taylor eru upphafsmenn að fyrir um það bil 60 árum. Hafa vinnuhagræðing- arsérfræðingar nútímans sýnt undraverðan árangur við fram- leiðniaukningu með betra skipu- lagningu vihnu og fjármagns. T. d. tóku þeir að sér að endur- skipuleggja framleiðsluna fyrir norsku framleiðendur Atlas-ís- skápanna með þeim árangri, að eftir endurskipulagninguna fram leiddi fyrirtækið 40.000 ísskápa á ári í stað 8.000 áður með sama mannskap, sama vélakosti og í sama húsnæði og áður en vinnu- hagræðingartækninni var beitt. Áhrif þessarar nýju tækni- og vísinda-greinar, vinnuhagræð- ingar og framleiðnitækni, á vafa- lítið eftir að gæta æ meira í fram tíðinni og á mjög mörgum svið- um mannlífsins. Og þar sem heimilisreksturinn lýtux ekki öðr um efnahagslögmálum en t. d. títuprjónaframleiðslan, sem Ad- am Smith hefur lýst svo vel fyrir okkur, eða ísskápaframleiðslan, sem forstjóri Atlas-fyrirtækisins getur verið svo hreykiiwn af að lýsa, þá er ekki fjarri lagi að álykta, að hin unga vísindagrein framleiðnitækninnar eigi eftir að hafa nokkur áhrif í þá átt, að gera heimilisreksturinn í senn hagkvæmari og frelsa konuna jafnframt að einhverju leyti und- an bindingu heimilisrekstursins. I stað þess, að hvert heimili verði þvottahús í smáum stíl, eiga vafalítið eftir að rísa upp, e. t. v. fyrir atbeina konunnar sjálfrar eða kvennasamtaka, stór- kostleg þvottahús, sem rekin verða í svo stórum stíl og á svo hagkvæmum grundvelli undir umsjón sérmenntaðra kvenna, að framtíðarkonunni dettur vafalítið ekki í hug að skola svo mikið sem úr sokk hvað þá heldur að þvö stórþvott. — Þvottadagarnir hljóta sem sé að hverfa úr heim- ilisrekstri frá’mtíðarinnar fyrir atbeina þeirra afla, sem móta mannfélaggþróunina. Sama er að segja um fatasaum og fataviðgerðir. Allt nema það allra minnsta, eða það sem gert er af sköpunargleði við prjónles o. fl. þ. h., kemur að líkindum til með að hverfa af heimilum framtíðarinnar og færast yfir á hagkvæmari rekstur í stærri stil, •þar sem sénþjálfuðu fólki og vélakrafti er beitt í samræmi við vitneskjuna um mesta möguleika framleiðni. Og sjálf eldamennskan, sem fram að þessu hefur tekið svo mikið af tíma konunnar, á vafa- lítið eftir að hverfa að verulegu leyti. Ekki þó svo að skilja, að fólk hætti að matast á heimilunum. Eftir sem áður borðar það morg- unverð og aðalmáltíð dagsins, kvöldmáltíðina, saman á heimili sínu. En allur matartilbúningur- inn verður með allt öðrum hætti en kokkamennskan í dag og í gær. Matvælaframleiðslan er á miklum timamótum og bendir allt til þess, að í stað þess að kjöt- og fiskfrystihúsin leggja nú áherzlu á að útbúa og frysta hrá* efni til matar, þá muni í stað þeirra rísa upp stórar mat- vinnslustöðvar, sem fullmatreiða en frysta svo tilbúna rétti í pökkum fyrir t. d. 2, 3, 4, eða 10 manns, en þessar tilbúnu mál- tíðir kaupir svo húsbóndinn eða húsfreyjan í matvörubúðinni, og 2—3 mínútum fyrir kvöldmatar- tíma er matarpökkunum stungið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.