Morgunblaðið - 28.12.1965, Síða 15
Þriðjudagur 28. des. 1965 MORGUNBLAÐIÐ
Halldór Laxness:
Stríð er holdsveiki mannssálarinnar
( Fyrra hluba þessa mánaðar
f fór Halldór Laxness til Belgíu
i og heimsótti Friðarháskóla
I Domenique Pire, sem 1958
I hlaut friðarverðlaun Nóbels
| fyrir líknar- og mannúðar
I störf. Ástæðan til þess að Hall-
dór Laxness heimsótti skólann
er sú, að faðir Domenique hef-
i ur valið 10 Nóbelsverðlauna-
hafa til þess að standa að stofn
; uninni með sér, og eru þeir úr
1 ýmsum greinum. Halldór Lax-
ness er annar tveggja rithöf-
unda í þessum hópi, hinn er
ítalska skáldið Salvatore Quas-
imodo frá Ítalíu. Hinir Nóbels-
í mennirnir eru John Boyd Orr
1 frá Bretlandi, sem hlaut frið-
arverðlaunin 1949, prófessor
Corneille Heymans frá Belgíu,
sem hlaut Nóbelsverðlaunin í
læknisfræði 1938, prófessor
Jaroslav Heyrovsky frá Tékkó-
slóvakíu, sem hlaut Nóbelsverð
laun fyrir efnafræði 1959,
Philip Noel-Baker frá Bret-
landi, sem hlaut friðarverð-
laun Nóbels 1959, Cecil F.
Powell frá Hretlandi, sem
hlaut Nóbelsverðlaun fyrir
eðlisfræði 1950, dr. Albert
Szent-Györgyi frá Bandaríkj-
unum, sem hlaut Nóbelsverð-
laun fyrir læknisfræði 1937,
prófessor Arne Tiselius frá
Svíþjóð, sem hlaut Nóbels-
verðlaun fyrir efnafræði 1948,
og Albert Schweitzer, sem
hlaut friðarverðlaun Nóbels
1959, en nú er nýlátinn eins og
kunnugt er.
Öllum ber saman um að
Friðarháskóli föður Domeni-
que sé hinn merkasti og á-
rangurinn af starfi hans gefi
góðir vonir. Engum blandast
hugur um að sjaldan eða aldrei
hefur verið jafn mikil þörf á
því og einmitt nú að efla friðar-
viðleitni í heiminum og hefur
starfsemi föður Domenique not-
ið samúðar allra þeirra sem
hugsa alvarlega um þá háska-
legu tíma sem við nú lifum.
Halldór Laxness flutti ávarp
á fundi stofnenda Friðarskól-
ans í Huy hinn 11. desember
siðastliðinn, og fer það hér á
eftir í þýðingu skáldsins:
★
TÍÐINDI af því er Domenique
Pire og samstarfsmenn hans
settu skóla til að kenna frið
munu einkum vekja ánægju
þeim mönnum víðsvegar um
heim sem ekki láta'sér vanda-
mál mannlegs sambýlis með
öllu í léttu rúmi liggja. Ég
heilsa þessari hugmynd ekkisvo
mjög af því ég haldi að akadem-
íur og vísindi séu lokatakmark
nokkurs hlutar, heldur af þeim
rökum að vísindi hafa um sinn
átt drjúgan þátt í sigursælli at-
för að tveim af þrem bölvöldum
sem mest hafa íþýngt mann-
kyninu frá ómunatíð: drepsótt-
um og hallærum. Menn ættu
ekki að láta sér úr minni líða
hvern þátt læknisfræði vorra
daga hefur átt í því að lina sjúk
dóma og uppræta pestir. Hlut-
kend stofnun sem meir er risin
á viðurkenníngu staðreynda en
tilfinníngasemi, FAO, Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Samein-
uðu þjóðanna, á hér ekki óskil-
ið mál; en sú stofnun hefur á
þessum síðustu misserum boðið
út leiðaungrum undir vísinda-
legri handleiðslu, til að frelsa
heiminn af húngri sem vofir
yfir þorra mannkynsins. Þá
víkur sögunni að þriðjil plág-
unni og hinni verstu þeirra sem
þjaka mannkyninu, og aldrei
meir en nú, en það eru styrj-
aldir. Útrýmíngu þessarar
höfuðplágu hefur því miður
ekki sem skyldi verið gaumur
gefinn af vísindum.
Hið illkynjaðasta allra mann-
legra meina, stríð, virðist enn
njóta virðíngar af því tagi sem
niðurfallssýki naut í fornöld og
enn er skylt að auðsýna „helg-
um“ sjúkdómum meðal villi-
manna. Austræn trúarbrögð
hafa laungum boðað heilagt
stríð, og styrjaldir eru frammá
íþennan dag taldar svo ginn-
heilagar í kristnum löndum
ýmsum, að sá heitir hvers
manns níðíngur og er talinn
heldræpur, sem reynir að mæla
í gegn þessum óímunnberanleg-
um viðbjóði.
Hver sá maður sem vill út-
rýma styrjöldum mun skjótt
rekast Óþyrmilega á hjátrú sem
hefur að því skapi meiri for-
gángsrétt sem hún er siðspilt-
ari en aðrar skoðanir, að styrj-
aldir séu eiginlegleiki innbor-
inn mannkyninu og verði ekki
aðgreindur frá mannlegu eðli.
Margir stríðsháskólar, hernað-
arakademíur, og aðrar vísinda-
stofnanir leggja nótt við dag að
finna ráð til að gera styrjaldir
æ hættulegri, þó einkum og
sérílagi sem allra lífshættuleg-
astar friðmönnum, því fólki
sem er kyrt heima hjá sér.
Hetjuskap í styrjöldum er nú
á dögum einkum stefnt gegn
þeim sem ekki taka þátt í bar-
dögum Og eiga þess aungvan
kost að bera hönd fyrir höfuð
sér, enda sanna vísitölur að ein-
úngis lítið brot fellur af bar-
dagamönnum hjá því sem ferst
Halldór Laxness
af börnum, konum og örvasa-
mönnum í nútímastyrjöld. Þó
hefur hvergi verið til stofnun
né akademía svo ég viti, sem
hafi gert það markmið sitt að
stöðva styrjaldir fyren nú, að
„friðarháskóli" hefur verið
stofnaður hér. Bróðir Domeni-
que, ég veit að þetta er aðeins
mjór vísir, jafnvel ekki annað
en tákn, en svo gæti farið að
sá hópur sem kann yður þakkir
fyrir þetta frumkvæði yðar í
þágu mannlegs lífs yrði fjöl-
mennari einhvern dag en hinir
sem bera stríðsakademíur fyrir
brjósti.
Það er altítt þegar höfuðrök
styrjaldarmanna hafa brostið
andspænis staðreyndum og heil
brigðri skynsemi, þá taka læri-
feður, sem áður kölluðu stríð
nauðsyn manneðlisins, að venda
kvæði sínu í kross og byrja nú
siðaprédikanir upptendraðir af
einhverju háspekilegu eða guð-
dómlegu réttlæti sem þeir segj-
ast hafa uppgötvað: nú telja
þeir nauðsyn til bera að kenna
okkur hinum að gera greinar-
mun á illum og góðum styrjöld-
um.
Reglan er sú að hverjum þeim
sem rekinn er í stríð, honum er
kent að hann sé að heya rétt-
látt strið og andstæðíngurinn
sé sá sem einn heyir ránglátt
stríð. Einginn hefur nokkru
sinni farið í stríð nema á sið-
ferðilegum grundvelli. Áður en
menn eru sendir í stríð er skyn-
semin þvegin úr heila þeirra
líkt Og uppúr alkóhóli. Sjálfs-
réttlætið, gortið og hetjuskap-
urinn er komið í staðinn fyrir
skynsemi. Holdsveikur maður
hefur upp sára limi sína stolt-
ur andspænis öðrum mönnum.
Eins er hver drukkinn aumíngi
sannfærður um að það sé gott
rétt glæsilegt skemtilegt og
siðferðilegt að drekka sig frá
viti og rænu: hann er stórhetja
og mikilmenni.
Málsvarar styrjalda vilja
koma inn hjá okkur þeirri
kenníngu að lækníng við styrj-
öldum liggi fyrir utan vé sem
vísindum eru mörkuð. Á mið-
öldum í Evrópu voru háspeki-
leg rök mjög uppi höfð af for-
stjórum skoðanamyndunar til
að sætta mannfólkið við þá
tvo bölvalda sem ég áður
nefndi. Á þessum tímum voru
bæði drepsóttir og húngurs-
neyðir haldnar góðar og rétt-
ar. en þó einkum og sérílagi
guðdómlegar og af himnum
sendar fólki til viðvörunar út-
af einhverju ellegar í refsíng-
arskyni fyrir eitthvað. Af sam-
svarandi aðiljum er okkur enn
í dag fortalið að stríð sé sið-
ferðilega fagurt, og skylda til
að heya það sé af æðri upp-
runa, ofar mönnum. Sumir
halda að þeir séu friðarvinir
af því þeir prédika réttlátt
stríð; það er mikill barnaskap-
ur. Sígilt frumdæmi stríðs er
það þegar fátækir menn, kyn-
flokkar þjóðir eða stéttir herja
á þá sem búa við alsnægtir,
í fyrsta lagi af því að þeir eru
soltnir, og í öðru lagi af því
þeir öfunda þá sem yfrið hafa.
Ellegar þeir feitu leggja á stað
að fyrra bragði að berja á
þeim soltnu sem þeir halda að
rouni stela frá þeim matnum;
þeir sem vel eru skæddir fara
að skólausum mönnum af því
þeir halda að annars muni ber
fætlíngar færa þá úr skónum,
taka hús á þeim. spilla trú
þeirra, stjórnarfyrirkomulagi
osfrv., osfrv. Á hvorugum mun
standa að prédika siðferði.
Hvor í sínu lagi mun sanna að
hann sé að heya réttlátt stríð.
Stríð milli tveggja velfeitra
keppenda er hinsvegar sjaldan
til þess lagað að tekið sé roark
á því að ráði og stendur oft
stutt. Styrjöld sem ekki er
hlegið að finnur vanalega sann
gilt form sitt mjög skjótt. Öllu
dæmigerðari frummynd stríðs
er varla til en fángabúðir þar
sem feitir menn kosta öllu til
að vinna á horuðum mönnum
og sjúkum með vísindalegum
tækjum og aðferðum; þetta
munstur endurtekur sig upp
aftur og aftur af velgjufullu
tilbreytíngarleysi í öllum stríð-
um nú á dögum. Þó ólík-
legt sé fer ósjaldan þannig að
húngurlýður fángabúðanna
eða samsvarandi plássa ber sig
ur af hólmi um það er lýkur.
Hinir feitu eru þá leiddir út
og festir upp einsog gert var
i lok síðustu heimsstyrjaldar.
En þegar bæði er búið að gas-
kæfa þá horuðu og heingja þá
feitu kemur uppúr dúrnum að
ekkert vandamál hefur verið
leyst; því stríð hefur aldrei
leyst neinn vanda og mun
aldrei gera. Stríð er aðeins
holdsveiki mannssálarinnar.
Hvernig var holdsveiki upp-
rætt í Evrópu? Með því að
stúdéra holdsveikina og hina
holdsveiku. Siðferðilegur eða
guðfræðilegur greinarmunur á
réttlátu og ránglátu stríði
skiftir ekki máli frá sjónar-
miði vísindanna. Vísindin varð
ar ekki um réttláta eða ráng-
láta holdsveiki, jafnvel ekki
um holdsveiki sem táknar guð-
lega viðvörun, heldur um það
eitt að lækna holdsveiki eins
og hún kemur fyrir. Vísindi
eru elrki að fást við rétt eða
rángt krabbamein, heldur
krabbamein. FAO var ekki
sett til að gera greinarmun á
siðferðilega réttu og siðferði-
lega raungu hallæri, jafnvel
ekki því hallæn sem er af
himnum sent, heldur til þess
að stöðva húngur. Vísindaleg-
ur andi „þegir staðlausu stafi“
einsog hlægilegu karpi um
réttlátt og ránglátt stríð, en
ástundar að finna ráð til að
ónýta orsakir styrjalda hverju
nafni sem þær nefnast.
Halldór Laxness.
Sérljós fyrir
fiskiskip
með herpinót og kraftblökk
ÞAÐ er kunnara en frá þurfi
að segja, að árekstrar hafa orð-
ið alltíðir undanfarið á síldar-
miðunum, einkanlega austan-
lands, milli íslenzkra og er-
lendra síldveiðiskipa.
í samráði við sjávarútvegs-
málaráðherra og sjómenn hefir
á þessu ári verið unnið að því
að fá alþjóðlega viðurkenningu
á sérljósum fyrir íslenzk veiði-
skip roeð herpinót og kraft-
blökk.
í maí í vor var af íslands
hálfu á fundi í öryggisnefnd
Siglingamálastofunar Samein-
uðu Þjóðanna (IMCO) lögð
fram tillaga um slík sérljós.
Skýrði ég á þessum fundi frá
íslenzkum sjónarmiðum í þessu
máli, og að talið væri óhjá-
kvæmilegt til að forðast á-
rekstra eins og frekast er unt
við þessar veiðar á hafi úti,
að slík skip verði búin auðkenni
legum sérljósum, þegar nótin er
í sjó.
Þessu máli var vel tekið af
nokkrum fulltrúum öryggis-
nefndar IMCO en aðrir fulltrú-
ar voru meira hikandi. Fulltrú-
ar Rússa, Norðmanna og Frakka
féllust á íslenzku tillögurnar um
sérljós, en ekki fékk tillagan þó
nægilegt fylgi þá til að hún
gæti hlotið alþjóðlegt samþykki.
I sumar var svo leitað formlegs
samþykkis Rússa og Norðmanna
gegn um utanrikisráðuneytið á
þessum íslenzku sérljósum, og
hafa þessar þjóðir nú báðar
staðfest, að þær muni virða
þessi ljós á íslenzkum hring-
nótaskipum.
Þann 12. nóvember s.l. undir-
ritaði Forseti Islands og sjáv-
arútvegsmálaráðherra tilskipun
um reglur um sérstök ljósmerki
fyrir fiskiskip að veiðum með
herpinót og kraftblökk. Tilskip-
un þessi er sett samkvæmt 13.
grein alþjóða-siglingareglnanna,
og efni þessarar nýju tilskipun-
ar er sem hér segir:
Vélknúið. skip að fiskveiðum
með herpinót og kraftblökk má
hafa tvö rafgul ljós hvort þráð-
beint upp af öðru á þaki stýris-
hússins. Neðra ljósið á að vera
minnst 5 fetum og efra ljósið
minnst 8 fetum ofar en hlið-
arljósin, enn fremur skulu þau
sjást, hvaðan sem litið er 2
sjómílur álengdar að minnsta
kosti. Ljós þessi skulu þannig
gerð, að þau tendrist og slökkni
á víxl með um það bil einnar
sekúndu millibili, þannig að efra
ljósið tendrist, þegar slökknar á
því neðra og öfugt.
Þessi ljós má aðeins sýna með
an veiðarfærið er í sjó og eiga
þau að vara önnur skip við að
fara of nærri.
Vil ég eindregið hvetja alla
þá skipstjóra, sem halda áfram
síldveiðum nú eftir áramótin, að
láta setja upp þessi sérljós áð-
ur en þeir halda aftur á veiðar
eftir hátíðarnar. Þau fiskiskip,
sem áður hafa haft svonefnd
„Andanesljós“ á stýrishúsinu,
geta látið breyta þeim þannig,
að nota sömu ljósastæðin, en
breyta hæð og fjarlægð ijós-
anna eins og þarf og setja í ljósa
stæðin rafgular perur eða gler.
Útbúnað til að tendra og
slökkva ljósin á víxl má gera
á ýrosan hátt, en einfalt er að
nota lítinn rafmótor tengdan gír
festa við hann hakaskífu, sem
verkar á tvo platínurofa, þannig
að hvort ljós tendrast í eina
sekúndu á víxl.
Sérprentun af tilskipuninni
má fá hjá skipaskoðun ríkisins
í Reykjavík og verður send eft-
irlitsmönnum utan Reykjavíkur.
Þess skal getið, að þessar nýju
íslenzku reglur hafa verið af-
hentar Siglingamálastofnun Sam
einuðu Þjóðanna (IMCO), og
hún hefir þegar sent þær öllum
siglingaþjóðum.
Þótt hér sé ekki um alþjóða-
reglur að ræða, þá er þó mikil-
vægt fyrir okkur, að Rússar og
Norðmenn hafa þegar samþykkt
að virða notkun þeirra á íslenzlc
um skipum, og Norðmenn hafa
nú ákveðið að taka þessi ljós
upp á sínum eigin síldveiðiskip-
um líka.
Eins og fyrr segir, vil ég ein-
dregið hvetja íslenzka skip-
stjóra sem fara á síldveiðar upp
úr áramótunum, að koma þess-
um sérljósum á skip sín áður.
Reykjavíík 27. desember 1965,
Hjálmar R. Bárðarson.
Skipaskoðunarstjóri.
Johnson City, Texas 26. de,
NTB.
YNGRI dóttir Johnsons for
seta, hin 18 ára gamla Luci
Baines Johnson, mun ganga í
hjónaband næsta sumar.
Brúðguminn tilvonandi er
hinn 22 ára gamli Patnck
John Nugent, sem nú gegn-
ir herþjónustu í bandaríska
flughernum. Hjónaefnin op-
inberuðu trúlofun sína í jóla-
samkvæmi á búgarði John-
son forseta í grennd við John
son City í Texas.