Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. des. 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjárnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgréiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FRIÐARHORFUR
Ctyrjöldin í Vietnam hefur
^ harðnað með mánuði
hverjum og loftárásir Banda-
ríkjamanna og Suður-Viet-
namherja á hernaðarlega mik
ilvægar stöðvar í Norður-
Vietnam hafa vaxið að sama
skapi. Þrátt fyrir þá auknu
hörku, sem færzt hefur í Viet
nam styrjöldina, urðu þó
styrjaldaraðilar ásáttir um að
gera vopnahlé um jólin, sem
stóð í þrjátíu klukkustundir
og var yfirleitt haldið, ef und-
an eru skildir nokkrir her-
flokkar kommúnista, sem lík-
lega hafa ekki fengið boð um
vopnahléð.
Á undanförnum mánuðum
hafa við og við borizt fregnir
þess efnis, að kommúnista-
stjórnin í Hanoi væri nú
reiðubúin að setjast að samn-
ingaborðinu án nokkurra skil
yrða, en jafnan þegar reynt
hefur verið að staðreyna þær
fregnir, hafa kommúnistar í
Hanoi ákaft borið á móti
þeim.
Þótt lítil ástæða sé því til
aukinnar bjartsýni um frið-
arhorfur í Vietnam, verður þó
að segja, að vopnahléð, sem
þar var gert um jólin, er það
jákvæðasta sem gerzt hefur í
þessari hörmulegu styrjöld
um langt skeið, og þrátt fyrir
allt hljóta menn um heim all-
an að vona, að það verði
fyrsta skrefið í áttina til víð-
tækari samningaviðræðna
milli styrjaldaraðila um frið
í þessu landi, sem hefur verið
stöðugt bitbein stríðandi afla
allt frá lokum heimsstyrjald-
arinnar síðari.
Það er einnig alveg ljóst, að
á því ári, sem nú er að líða,
hún engum í hag nema kín-
verskum kommúnistum.
Ekki er ólíklegt, að þessar
tvær staðreyndir, hin versn-
andi vígstaða kommúnistaher
deilda Viet Kong og hinn
djúpstæði skoðanaágreining-
ur meðal kommúnistaland-
anna um þetta árásarstríð,
verði á endanum til þess að
kommúnistar sjá sér þann
kost vænstan, að taka þeim
friðarsamningum, sem þeim
bjóðast.
ÞRÓUNARLÖND-
IN OG FRIÐAR-
SVEITIR
Okömmu fyrir jól birtust tvö
^ viðtöl hér í Morgunblað-
inu við Jónas Haralz, hag-
fræðing, um ferðir hans til
Venezúela og Ghana á vegum
Alþjóðabankans, en hann var
fenginn til þess að veita for-
mennsku sendinefndum Al-
þjóðabankans til þessara
ríkja, sem höfðu það verkefni
að aðstoða þau við gerð fram-
kvæmdaáætlana og úrlausn
annarra efnahagsvandamála.
Hér er auðvitað um mikla
viðurkenningu að ræða fyrir
íslenzkan sérfræðing, og leið-
ir hugann að því, að í ýmsum
efnum getum við íslending-
ar veitt þróunarlöndunum
í Asíu, Afríku og Suður-
Ameríku tæknilega aðstoð,
sem þeim kemur að góðum
notum þótt við ekki getum
veitt þeim fjárstuðning svo
heitið geti.
Margir eru þeirrar skoðun-
ar, að verkefnin séu svo mikil
y&ij
UTAN UR HEIMI
Herhvöt til seskulýðsins
í baráttunni við hungrið
Áætlunarbúskapur tengir
Austur- og Vestur-Evrópu
Freistandi er að draga þá
ályktun, að þrátt fyrir and-
stæð félagsleg kerfi muni
Austur- og Vestur-Evrópa
smám saman nálgast hvor
aðra í leit sinni að jafnvægi
milli markaðsaflanna og áætl-
unarbúskaparins. R e y n s 1 a
Júgóslava bendir auk þess til,
að þegar hin bundnu efna-
hagskerfi taka að nálgast
slikt jafnvægi, muni þau
standa andspænis ýmsum
þeirra verðbólguvandamála,
sem íbúar VesturEvrópu hafa
orðið að kljást við án telj-
andi atvinnuleysis.
Á þetta er lögð áherzla í
útdrætti ýtarlegri greinargerð
ar, sem nýlega var birt af
Efnahagsnefnd SÞ fyrir Evr-
ópu (ECE) undir nafninu
„Economic Planning in Eur-
ope“.
Birting þessarar greinar-
gerðar vekur talsverða at-
hygþ, þar sem Sovétríkin
hafa nýverið skýrt frá víð-
tækum endurbótum á áætl-
unaraðferðum sínum, og önn-
ur Evrópulönd bæði í austri
og vestri — þeirra á meðal
Frakkland, Júgóslavía og
Tékkóslóvakía — hafa á
þessu ári tekið upp eða til-
kynnt mikilvægar nýjungar
í áætlunarkerfum sínum.
Svo virðist sem aukinn
sparnaður og hvatning til
sparnaðar í þágu efnahags-
vaxtarins sé ekki lengur neitt
J meginvandamál fyrir þá sem
gera áætlanir í flestum Evr-
ópulöndum, segir ennfremur
í útdrætti greinargerðarinnar.
í Austur-Evrópu verða menn
bæði að glíma við hagræð-
ingu og endurbætur áætlun-
arkerfanna, þar sem lögð
1 verði meiri áherzla á skyn-
samlega hagnýtingu auðlinda
og mannafla en á lista yfir
það hvaða vörur eigi að sitja
í fyrirrúmi, og eins verða
þeir að stefna að meiri af-
köstum í áætlunum sínum
með því að draga ákvörðun-
arvaldið úr höndum einnar
allsherjarstjórnar og dreifa
því víðar.
í Vestur-Evrópu v e r ð a
menn að endurbæta undir-
búning og framkvæmd áætl-
ana á sviðum, þar sem mark-
aðstæknin veitir enga raun-
hæfa leiðbeiningu. Á það m.a.
við um fjárfestingu í grund-
vallariðnaði og til heilbrigðis-
og skólamála.
Friðarverölaunahafinn
aðstoðar yfir 100 lönd
Barnahjálp Sameinuðu þjóð
anna (UNICEF), sem hlaut
friðarverklaun Nóbels fyrir
árið 1965, starfar samkvæmt
þeirri meginreglu í stofnskrá
S.þ., að ríki heimsins eigi að
vinna saman að því að bæta
efnahagsleg og félagsleg kjör
í heiminum og fjarlægja þann
ig orsakir styrjalda og
árekstra.
Barnahjálpin hefur náð veru
legum, raunhæfum árangri í
starfi sínu. Með fé úr sjóði
hennar hafa yfir 100 millj.
manna verið rannsakaðar, og
41 millj. hefur verið undir
læknishendi vegna húðsjúk-
dómsins yaws, sem Oft leggst
á börn í vanþróuðum lönd-
um. Aðeins á árinu 1964 voru
45 millj. manna í 28 löndum
verndaðar gegn mýrarköldu
með úðun hættulegra svæða,
sem kostuð var að nokkru af
Barnahjálpinni. Hún hefur
einnig átt þátt í að þúa 8.610
sjúkrastöðvar og 21.000 sjúkra
skýli nauðsynlegum tækjum
til skyndilækninga. Hún hef-
ur einnig lagt fram tæki til
nálega 200 þurrmjólkurbúa
og átt þátt í að mennta og
þjálfa þúsundir hjúkrunar-
kvenna, ljósmæðra, næringar
sérfræðinga, kennara og fé-
lagsmálaráðgjafa.
Á yfirstandandi ári leggja
121 land og svæði fram fé
til starfsemi Barnahjálpar-
innar, sem nú hefur sérstök
verkefni í 118 löndum og
landsvæðum. Árstekjurnar
nema kringum 33 milljónum
doliara, og koma 80 af hundr-
aði þess fjár' frá ríkisstjórn-
um, en afgangurinn safnast
með frjálsum samskotum, sölu
jólakorta o.s.frv.
Á móti hverum dollar sem
Barnahjálpin leggur fram til
verkefna sinna leggja mót-
tökulöndin fram kringum
2,50 dollara að jafnaði.
Upphafleg verkefni Barna-
hjálparinnar voru barátta
éfegn sjúkdóroum, matgjafir,
umönnun mæðra og barna, en
á seinni árum hafa bætzt við
þau menntun og fagþjálfun.
Barnahjálpin stuðlar enn-
fremur að auknum skilningi
þjóða á milli með þeim
söfnunum og upplýsingaher-
ferðum sem hún stendur að í
hinum ýmsu löndum, þar sem
innlendar nefndir eru starf-
ræktar. Búizt er við, að um
45 milljónir af hinum list-
rænu kortum Barnahjálpar-
innar muni seljast í rúmlega
100 löndum og þjóna þeim
tvöfalda tilgangi að af!a
starfseminni tekna (í fyrra
voru nettótekjur af kortun-
um 2,5 milljónir dollara) og
brefða út vitneskjuna um
neyð barnanna um heim allan.
Það er ekki sízt verk hins
nýlátna forstjóra Barnahjálp-
arinnar, Maurice Pate, að hún
hefur orðið meginformælandi
þeirrar hugsunar, að nauðstatt
barn, hvar sem það er niður-
koinfð, eigi kröfu á hjálp
okkar — án tillits til kyn-
þáttar, trúarbragða, pólitískar
sannfæringar eða ríkisfangs
foreldranna eða barnsins
sjálfs.
Hjálpræðisherinn heiðraði
U Thant framkvæmdastjóra
S.Þ. við hátíðlega athöfn ný-
lega í tilefni af 100 ára afmæli
hersins. Yfirmaður hans,
Frederick Coutss, afhenti U
Thant tvo innrammáða heið-
urspeninga ásamt málmstungu
þar sem framkvæmdastjóran-
um var þökkuð friðarviðleitni
hans. U Thant lofaði í þakkar-
ræðu sinni Hjálpræðisherinn
fyrir mannúðarstarf hans um
heim allan.
hefur taflastaðan í Vietnam
breytzt mjög í vil Suður-Viet
nambúum og Bandaríkja-
mönnum, sem veitt hafa þeim
mikilvæga aðstoð til varnar
ofbeldi hinna kommúnísku
árásarafla. Hin aukna og vax-
andi þátttaka mesta herveldis
heims er nú greinilega farin
að segja til sín, og þær komm-
únistaherdeildir Viet Kong,
sem á síðustu árum hafa jafn-
an verið í sókn í þessu landi,
eru nú greinilega komnar í
vörn.
Frjálsir menn um heim
allan geta því að þessu leyti
fagnað þeirri þróun, sem orðið
hefur í styrjöldinni í Viet
Nam á þessu ári, og væntan-
lega er kommúnistum nú orð-
ið ljóst, að árásarstefnu þeirra
verður svarað, hvort sem hún
kemur fram í Berlín, Kúbu
eða Viet Nam. Greinilegt er
einnig, að í hinum kommún-
íska heimi er mikill skoðana-
ágreíningur um styrjöldina í
Viet Nam, og ljóst, að Rússar
vilja ekkert fremur en að
styrjöldinni þar ljúki, enda er
hér á landi, að það væri að
bera í bakkafullann lækinn
að dreifa þeim starfskröftum,
sem við höfum yfir að ráða
til starfa í þágu annarra þjóða,
og vera má að mikið sé til í
því.
Hitt er ljóst, að þær þjóðir
heims, sem búa við nokkuð
almenna velmegun og lengst
eru komnar á sviði tækni og
vísinda, eiga vissum skyldum
að gegna gagnvart öðrum
þjóðum, sem enn búa við fá-
tækt og fáfræði. Þar hlýtur
hver að leggja það að mörk-
um, sem hann getur, og í
þeim efnum höfum við íslend
ingar yfir að ráða tækniþekk-
ingu á takmörkuðu sviði, sem
komið getur þróunarlöndun-
um svonefndu að miklu gagni.
Það er almenn skoðun, að
friðarsveitir þær, sem Kenne-
dy Bandaríkjaforseti setti á
stofn við upphaf hins stutta
forsetaferils síns, hafi gert
mikið gagn, ekki aðeins fyrir
þær þjóðir, sem notið hafa
starfskrafta þeirra, heldur
einnig fyrir hina ungu og upp
vaxandi kynslóð Bandaríkja-
manna, sem farið hefur til
starfa í öðrum löndum. Eng-
inn vafi er á því, að fyrir ungt
fólk, sem býr við velmegun
tækniþjóðfélagsins er það
þroskandi verkefni, að kynn-
ast þeim umfangsmiklu vanda
málum, sem margar þjóðir
heims eiga við að etja og fá
tækifæri til að leggja nokkuð
af sinni eigin þekkingu af
mörkum til hjálpar þessum
þjóðum. Þótt við þurfum
sjálfir á að halda öllum þeim
mannafla, sem við höfum yfir
að ráða, er ekki ólíklegt, að
það myndi verða hinni ungu
kynslóð íslendinga, sem er að
vaxa úr grasi, mjög gagnlegt,
ef einhverjir úr hennar hópi
fengju tækifæri til þess að
kynnast öðrum lifnaðarhátt-
um og erfiðari en þeim, sem
velsældarþjóðfélag íslendinga
hefur upp á að bjóða.
íslenzk æskulýðssamtök
hafa nú riðið á vaðið með
skipulagsbundna aðstoð til
þróunarlandanna og það ætti
að verða þeim íhugunarefni
og athugunar, hvort ekki sé
ástæða til enn frekari átaka
á þessu sviði, sem komið get-
ur okkur sjálfum að gagni,
ekki síður en þeim sem hjálp-
ar eru þurfi.
Róm. 23. des. NTB.
PÁLL páfi bað um frið í
jólaboðskap sínum og Jýsti
því yfir, að enginn ætti að
hika við réttláta og heiðar-
lega samninga. Hann nefndi
ekki Vietnamstyrjöldina, en
ávarp hans var samt skýrt
með tilliti til áskorunar hans
fyrra sunnudag, þar sem
hann mælti með vopnahléi
um jólin og að friðarumleit-
anir fylgdi í kjölfar þess. •
Vér biðjum um frið. ekki
aðeins vegna þess að friður-
inn sé eftirsóknarverður í
sjálfu sér heldur og vegna
þess að hann er í mikilli
hættu í heiminum í dag,
sagði páfinn í ræðu sinni.
Mont, Dore, Frakklandi, 26.
des NT3-
SEX manns létu lífið og
ellefu aðrir slösúðust í slysi,
sem varð í Sancý í Mið-
Frakklandi á jóladag.
Einn af lyftuklefunum I
skíðalyftunni frá Mont Dora
varð fyrir óhappi rétt áður,
en hún átti að fara inn á
stöðina við Sancy. Hvasst var
og lyftuklefinn sveiflaðist og
rakst á einn stauranna, sem
bar lyftuna uppi ,svo að einn
veggurinn í lyftuklefanum
brast. Fimmtán farþegar
féllu niður úr lyftuklefanum
og lentu á snæviþöktu fjall-
inu fyrir neðan.
París, 24. des. NTB.
De Gaulle forseti gaf í gær
fyrirskipun um að 168
manns sem setið hafa í fang-
elsi fyrir skemmdarstarfsemi,
yrðu látnir lausir. Mesti hluti
þessara manna hafði hlotið
fangelsisdóma fyrir þátttöku
sína í leynihreyfingunni OAS
sem allt' til enda barðist gegn
því að Alsír slitnaði úr
tengslum við Frakkland.
Á meðal þeirra, sem hlutu
náðun, er fyrrverandi hers-
höfðingi, Jean-Louis Nicot,
sem var yfirmaður flughers-
ins í uppreisn þeirri, sem
varð í Alsír í apríl 1961. Nic-
ot afplánaði 12 ára fangeis-
isdóm.