Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 17
T>riðjudagur 28. des. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 Magnús Jónsson, Aldarminníng bæjarfógeti til miðnættis, við samning dóma og bréfaskriftir varðandi em- bættið og bæjarmálefni. Gekk þetta svo til nær allan ársins MEGINHLUTI ævistarfs Magnús ar Jónssonar bæjarfógeta í Hafn arfirði og sýslumanns Gull- bringu- og Kjósarsýslu var svo nátengdur Hafnarfirði og Hafn- firðingum, að mér finnst ekki mega hjá líða, að hans sé minnzt nú er öld er liðin frá fæðingu ihans. Það eru nú rúm 42 ár síð- an ég var kosinn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og mun því vera elzt ur þeirra er sátu bæjarstjórnar- fundi þar með Magnúsi í for- sæti. Hafði ég auk þess náin kynni af honum og embættisferli hans í tæpa 2 áratugi og tel mér því skylt að minnast þessa mæta yfirvalds okkar Hafnfirðinga. Magnús var fæddur að Lauga- hóli í Nauteyrarhreppi í ísafjarð- arsýslu 27. des. 1865. Foréldrar hans voru merkishjónin, er þar bjuggu rausnarbúi, Jón bóndi Halldórsson af Arnardalsætt og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Gegndi Jón hreppstjóraembætti þar í fjölda ára og var mikils- virtur héraðshöfðingi. Hann fékk á sínum tíma verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX fyrir dugnað við búnað og bátaformað ur var hann í áratugi. — Magnús dnnritaðist í Latínuskólann 16 ára gamall, en stúdentsprófi lauk hann 6 árum síðar, árið 1887. — Voru þeir 20 er þá útskrifuðust ©g margir þeirra miklir gáfu- inenn, sem áttu eftir að vinna landi og þjóð n.ikið gagn í fé- lagslegu og embættisstarfi. Má þar t.d. nefna læknana Guð- mund Björnsson, landlækni og Guðm. Hannesson prófessor, Guðm. Guðmundsson prest og síðar ritstjóra, Eggert Briem hæstaréttardómara og Geir Sæmundsson vígslubiskup, svo nokkrir séu nefndir. Að stúdents- prófi loknu, sigldi Magnús til há- skólans í Kaupmannahöfn og Jauk þar embættisprófi í lög- fræði í febrúar .1894. Að námi loknu vann hann fyrst um sinn á skrifstofu lands- höfðingja og á amtmannsskrif- Stofunni í Reykjavík. Jafnframt var hann fulltrúi bæjarfógeta þar, en stundaði líka málfærslu- störf. Hann var skipaður sýslu- maður í Vestmannaeyjum árið 1896 og gengdi því embætti þar til er hann var skipaður sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og bæjarfógeti í Hafnar- firði árið 1909. Gegndi hann því embætti í rúman aldarfjórðung, eða til 16. nóv. 1934. Fékk hann þá lausn frá embætti nær 69 ára eð aldri. Jafnframt sýslumanns- og bæjarfógetaembættinu gegndi hann störfum bæjarstjóra í Hafn arfjarðarkaupstað í rúm 20 ár (frá 1909—1930), en Hafnarfjörð- ur hafði hlotið kaupstaðarrétt- indi árinu áður en Magnús flutti hingað. Skömmu eftir að Magnús hafði fengið lausn frá embætti sínu, flutti hann til Reykjavíkur og þar varð hann bráðkvaddur á heimili sínu að kvöldi 82. af- mælisdags síns. Magnús var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Kirstin Sylvia, dóttir Lárusar E. Sveinbjörnsens háyfirdómara. Giftust þau 18. júní 1897, en hún andaðist 10? epríl 1898, eftir að hafa fætt honum son, Lárus E. Sveinbjörns sen, er dó um fertugt. Miðkona Magnúsar var Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir Guðmundsen prests í Vestmannaeyjum. Gift- ust þau 7. okt. 1901 og eignuðust þau 3 börn: Guðrúnu (f. 16/9 1902) ekkju Carls D. Tulinius tryggingarforstjóra í Reykjavík; Oddgeir, er dó 4 ára gamall 1907 og Jón (f. 28/3 1906) skipstjóri í Reykjavík. Jóhanna lézt 17. nóv. 1906. — 21. ágúst 1908 kvæntist Magnús svo í þriðja sinn Guðrúnu Sigríði Oddgeirs- dóttur mágkonu sinni, og er hún enn á lífi. Eignuðust þau 5 börn: Anna, dó rúmlega tveggja mán- aða gömul árið 1909, Oddgeir (f. 21/8 1910) cand. jur., dáin fyrir nokkrum árum, Baldur cand. jur. (f. 2/3 1912, d. 21/5 1928), Anna (f. 23/6 1913) gift Njáli Guðmundssyni, skólastjóra á Akranesi og Jóhanna, er lézt 12. apríl 1918, fjögra mánaða göm- ul. — Þetta er í stórum dráttum æfi- ferill Magnúsar bæjarfógeta og vík ég þá að starfs- og embættis- ferli hans. Eftir áreiðanlegum heimildum, sem ég hefi aflað mér frá Vest- mannaeyjum, var Magnús ágætt yfirvald þar og vinsæll maður. Hann var brautryðjandi þar í ýmsu því, er til framfara horfði. Hann var aðalhvatamaður að stofnun ísfélags Vestmannaeyja árið 1901. Hinn forystumaður þessarar félagsstofnunar var Árni Filippsson. Magnús var svo ýmist í stjórn eða varastjórn fé- lagsins unz hann fluttist úr Eyj- um. Magnús hafði forgöngu um það, að fátækt lestrarfélag nokk- urra .áhugamanna var gert að sýslubókasafni, en það bætti all- verulega aðstöðu þess. Magnús var mjög áhugasamur um það, að verja fiskimið Eyjamanna fyrir ágangi útlendra. Þorsteinn í Laufási segir í minningum sín- um að Magnús hafi verið mjög skyldurækinn embættismaður, en of góðlyndur og ótortrygginn til þess að standa í stórræðum, svo sem töku ófyrirleitinna veiði þjófa erlendra. Magnús virðist hafa verið áhugamaður um út- gerð. Hann keypti með öðrum fyrsta bátinn með færeysku lagi til Eyja og reyndist hann sérlega vel; þá átti hann hlut í mótor- bát eftir að þeir komu til sög- unnar og einnig átti hann hlut að því, að þilskip, kútter, var keypt- ur til Eyja, en sú tilraun mis- tókst. Þegar Magnús flyzt hingað til Hafnarfjarðar, tekur hann að sér réttarvörzlu og tollgæzlu í einu fjölmennasta og víðlendasta sýslufélagi landsins. fbúar í báð- um sýslunum og Hafnarfirði voru 1910 5995; aðeins Eyjafjarð- arsýsla með Akureyri og Árnes- sýsla voru fjölmennari, sú fyrri með 7450 íbúa og hin síðarnefnda ,með 6072. Yfirferðin var ærin, ofan frá Hvalfjarðarbotni um all- an Reykjanesskagann að lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur frátöldu. Alls voru þetta 13 hreppar auk Hafnarfjarðarkaupstaðar. Bíl- vegir voru af skornum skammti. Árið 1912, er ég settist að í Hafn- arfirði, var það sumar í fyrsta sinn bílfært til Grindavíkur og ekki lengra út á skagann en til Keflavíkur. Upp á Kjalarnes var þá bílfært að Kollafirði, lengra ekki. Það var því ærði tímafrekt að sinna þessu víðlenda svæði, bæði í þingaferðum, við rann- sókn mála og uppboðshöld. At- hafnalíf var töluvert í verstöðv- unum á Suðurnesjum, þó mest væri náttúrlega um að vera í Hafnarfirði og Keflavík, en líka mikið í Viðey (Milljónafélagið). Að vísu hafði hann ætíð skrif- ara, sem hann varð að launa sjálfur af embættislaunum sínum, og gat hann falið honum ýms minni háttar störf, sem auðvitað Voru unnin á hans sjálfs ábyrgð. Starfsdagurinn var því lika oft ærið langur. Skrifstofan var op- in frá því kl. 9 að morgni til kl. 7 að kvöldi. Lokað var þó um hádegið í matartímanum, en samt brást Magnús reiður við ef utan bæjarmann bar að garði á þeim tíma og hann beðinn að koma síðar. Störfum sínum hagaði hann jafnaðarlega þannig, að hann vann á skrifstofunni til hádegis; lagði sig eftir matinn í %—1 tíma. J afnaðarlega eftir það, fram að kaffi, vann hann að lestri og samningu dómskjala og síðan var aftur unnið á skrifstofunni til kl. 7 að lokað var. Ef ekki voru bæjarstjórnarfundir eða nefndarfundir, vann hann eftir matinn á skrifstofunni, vanalega hring, jafnt helgidaga sem rúm- helga daga. Heyrði ég sagt frá því að kona hans hafi á stór- hátíðum ekki látið leggja í ofn- inn í skrifstofunni, en þá voru kolaofnar notaðir; en Magnús lét sig þá ekki muna um að leggja sjálfur í ofninn ef honum fannst hann ekki hafa lokið því sem fyrir hendi var. Slík var starfs- orka hans, skyldurækni og vinnu gleði. Ekki var mikið um það, að hann tæki sér frí frá störfum. Finnbogi F. Arndal, sem var skrifari hans um rúmlega 16 ára skeið, minnist þess ekki að hann hafi tekið sér frí þann tíma nema tvisvar sinnum og þá 2—3 daga í einu og Jón'sonur hans hefur tjáð mér að lítil skemmtun hafi verið að því að vera með hon- um í slíku ferðalagi. Hann hafði enga eirð í sér fyrr en hann var aftur kominn á skrifstofuna sína. Finnbogi hefur einnig tjáð mér að hann hafi verið með afbrigð- Magnús Jónsson um góður húsbóndi, dagfarsprúð- ur og þótt hann væri í eðli sínu frekar skapbráður, þá minnist hann aldrei þess að styggðaryrði hafi hrotið í sinn garð ÖU þau ár, er hann vann hjá honum. Alla hans embættistíð hér, unnu hjá honum aðeins tveir skrifarar, Sigurður Kristjánsson í 9 ár og Finnbogi F. Arndal í hálft sautj- ánda ár. Segir þetta sína sögu. Á embættisárum sínum átti Magnús um skeið sæti í lands- dómi, tók þátt í störfum lands- yfirréttar og síðar hæstaréttar. Fáir embættismenn utan Reykja víkur munu hafa kveðið upp fleiri dóma í héraði en Magnús. Dómar hans einkenndust af rétt- sýni og mannúð, vel rökstuddir og heyrði ég þess ekki getið, að þeim hafi verið vísað frá vegna ónógs undirbúnings eða þeim hrundið er þeir komu fyrir hærri dómstóla. Því fór samt víðs fjarri að hann sæktist eftir að dæma sakborninginn. í mörgum mál- um eyddi hann miklum tíma til að ná sáttmn og tókst það oft með ágætum. Ef um skuldamál var að ræða, samdi hann um greiðslu og gekk jafnvel oft í ábyrgð fyrir skuldarann, sérstak- lega ef um fátækan fjölskyldu- mann var að ræða og hætta var á sveitarflutningi. Var þá borin von, hvort skuldarinn var þess megnugur að standa í skilum. Sveitarflutningar, sem voru ekki svo fátíðir fyrstu embættisár hans hér, voru honum mjög hvimleiðir. Áttum við oft samtal um þessa ómannúðlegu löggjöf og oft bakaði hann sér um tíma óvild sumra fram á manna í sveitarstjórn innan sýslnanna er þeir sökuðu hann um andvara- leysi og linkind í framkvæmd þessara laga. Slík óvild átti sér samt aldrei djúpar rætur, enda áttu slíkir sveitarflutningar sér alltaf færri og færri formælend- ur. Þrátt fyrir feikilegt starf í sýslumanns- og bæjarfógeta- embættinu, tók hann strax að sér bæjarstjórastarfið í hinu ný- stofnaða bæjarfélagi. Hygg ég að þar hafi miklu um ráðið, að hann hafi álitið, að hann hefði ekki ráð á að hafna þeim laun- um, sem voru tengd því starfi og treysti þar jafnframt á óvenju lega starfsorku sína. Störf bæjarstjóra voru í því fólgin, að hann átti að fram- kvæma þær ákvarðanir, sem bæj arstjórnin gerði, og bæjarmálefni yfirleitt. Hann skyldi tilkynna dagskrá fyrir fundina, stjórna umræðum á þeim, sjá um að ályktanir væru rétt bókaðar og vera hollur ráðgjafi bæjarstjórn- arinnar. Af Magnús hafi tekið þetta starf sitt alvarlega má m.a. marka af því, að hann lét sér ekki nægja að stjórna bæjar- stjórnarfundum og vera þar holl ur ráðgjafi, heldur sat hann a.m. k. fyrstu árin, alla nefndarfundi innan bæjarstjórnarinnar, og var meira að segja oft fundaritari. Miklar bréfaskriftir voru tengd- ar bæjarstjórastarfinu, sérstak- lega í fátækramálunum. Loks skal þess getið að á árunum 1911—1913 keypti bærinn megin ið af núverandi bæjarlandi sínu. Alla samninga þessu viðvíkjandi gerði Magnús fyrir bæjarins hönd og mun ekki hafa borið eyrisvirði úr býtum fyrir það starf, enda mun hann hafa álitið slíkt og þvílíkt einn lið i starfi sínu sem bæjarstjóri. Ég minnist þess hve Magnús stjórnaði fundum bæjarstjórnar af mikilli röggsemi og réttsýni. Hann sýndi ætíð fullkomið hlut- leysi og lét sér mjög annt um að fundir færu skipulega fram og ályktanir allar gætu staðizt. Þurfti hann oft að sýna mikla festu og lagni, sérstaklega eftir að flokkaskiptingin náði tökum innan bæjarstjórnarinnar. Þegar öll þessi margvíslegu störf Magnúsar eru höfð í huga, þá virðist manni það með ólík- indum hve miklu hann fékk af- kastað lengst af með hjálp eins skrifara. Að vísu naut hann hin síðari árin aðstoðar barna sinna eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg, og eftir að hann lét af bæjarstjórastarfinu 1930, varð starf hans eðlilega miklu umsvifa minna, en þá er þess að gæta að íbúatála sýslunnar og Hafnar- fjarðar hafði stóraukizt, úr tæp- um 6 þús. 1910 upp í tæp 9 þús. (8.884) þegar hér var komið 20 árum síðar. Maður getur samt ekki varizt þeirri skoðun, að hann hafi haft lítinn tíma til að sinna sínum einkamálum, heimilinu og uppeldi barnanna, en hann átti því láni að fagna að eiga góða og með afbrigðum heimiliskæra konu, sem gaf sig óskipt að stjórn heimilisins og uppeldi barnanna. Sá hún um að góður heimilisbragur ríkti á heimilinu og gagnkvæm aðstoð og hugul- semi foreldra og barna væri þar alls ráðandi. Magnús átti ætíð, a.m.k. á meðan hann dvaldi hér, við örðugan fjárhag að.stríða. Eins að áður er getið voru föst laun hans 3 þús. kr. á ári og af þess- um launum átti hann að kosta starfsmenn sína, skrifara og síðar innheimtumann. Sérstaklega var afkoman erfið á fyrri stríðsárun- um. Aukatekjur voru þá litlar, engin útlend fiskiskip, sem gáfu drjúgar tekjur fyrir heimsstyrj- öldina. Á styrjaldarárunum lögð- ust skipakomur til Hafnarfjarðar að mestu niður. Vörur fluttust beina leið frá útlöndum til Reykjavíkur og voru tollaðar þar. Lífsnauðsynjar hækkuðu þrefalt í verði, en sérstaklega var kolaverðið tilfinnanlegt. Hefi ég það eftir honum sjálfum að veturinn 1917—1918 (frostavet- urinn), hafi hann orðið að greiða 2.500 kr. til kolakaupa, en þá voru árslaun hans 3.000 kr. eins og áður er sagt. Það sem mun hafa bjargað honum þá, var að hann átti nokkurn hlut í út- gerð, sem gaf þá sæmilegan arð, en eftir stríðið keyrði allt um þverbak hvað útgerð snerti og varð hann fyrir miklum fjárút- látum eins og fleiri er fengust við útgerð. Börnin urðu að fá þá menntun, sem hugur þeirra stóð til og margir voru þeir er áttu þar hauk í horni, þar sem þau hjón voru, er sultur og heilsu- leysi barði að dyrum. Enn má geta þess að það varð honum mikill tekjumissir er hann varð að láta af bæjarstjórastarfinu. Alla þessa tíð eða til 1929, var engin breyting á fastalaunum Magnúsar, þá hækkuðu þau lítils háttar, en það er ekki fyrr en 1933, eða rétt áður en hann lætur af embætti að launin verða sóma samleg, en þá fyrst er með lög- um áætlað kr. 11.500,00 til rekst- urs embættisins. Var Magnús því um það leyti töluvert skuldug- ur. Úr þessu rættist þó giftu- samlega og var það sumpart að þakka óvenjulegum vinsældum hans og sumpart því, að ríkis- stjórnin sá loks hvílíks misræm- is hafði gætt í mörg ár á launa- greiðslum til embættisins og störfum þeim er hið opinbera krafðist að innt væri af hendi. • Þegar Magnús varð sextugur, gengu Hafnfirðingar fylktu íiði að heimili hans, hylltu hann og færðu honum silfurbikar, ásamt nokkurri fjárhæð. Varð slíkt harla óvenjulegt og bar vott uia óvenjulegar vinsældir hans. Er hann lét af bæjarstjóra- embættinu færði bæjarstjórnin honum fagurt málverk, ásamt þakklæti fyrir vel unnið starf. Eftir 25 ára starf sem bæjar- fógeti og sýslumaður var honum sýndur margvíslegur þakklætis- vottur. Skeyti barst honum frá sýslunefnd Kjósarsýslu er „flyt- ur honum fyrir hönd sýslubúa allra beztu þakkir fyrir ágætt og prýðilega unnið starf í þágu hér- aðsbúa“ -og fylgdu því skeyti nokkur peningaupphæð. Frá Dómsmálaráðuneytinu fékk hann svohljóðandi skeyti: „Þegar þér nú hafið gengt þessu embætti í 25 ár, sendir ráðuneytið yður kærar kveðjur og færir yður beztu þakkir fyrir embættisstörf yðar, svo ágætt, að eigi verður betur á kosið“. Og frá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar fékk hann svohljóðandi skeyti: „Um leið og bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendir yður hugheilar heillaóskir með daginn, vill hún nota tækifærið ti að þakka yður öll hin vel unnu störf í þágu bæjarbúa, þakka yður alla alúð, velvild og dreng- skap síðastliðinn aldarfjórðung". Árið 1935 var svo Magnús sæmd- ur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir embættisstörf. Magnús var örlyndur en þó jafnlyndur hversdagslega ogvarð maður ekki var þreytumerkja hjá honum eftir langan og lýjandi vinnudag. Ætíð broshýr og alúð- legur er maður átti tal við ran, en að jafnaði alvörugefinn. Hann hafði mjög virðulega framkomu, hávaxinn og beinvaxinn, kvikur í hreyfingum og duldist engum er leit hann að þar fór virðu- legur vörður laga og réttar. Al- gjör bindindismaður var hann a.m.k. þann tíma sem hann átti hér heima. Þau 12 ár, sem Magnús dvaldi í Reykjavík eftir að hafa látið af embætti, lifði hann sama reglu bundna lífinu sem hann var áður vanur. Fór snemma á fætur og tók sér daglega góðan göngu- túr, hvernig sem viðraði. Lítil- lega fékkst hann við málflutning fyrir gamla vini og .kunningja. Heilsa hans virtist hin bezta og líka þennan afmælisdag er hann lifði síðastan, en að kvöldi var hann ailur. Útför hans fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík á þrett- ándanum 1948 og var jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Góður drengur, réttsýnn dóm- ari og skyldurækinn embættis- maður hafði lokið hérvistardög- um sínum. Bjarni Snæbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.