Morgunblaðið - 05.01.1966, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. ianúar 1966
Nýbýlastofnanir
hafa fyllilega bætt upp það
sem fallið hefur úr byggð
r Morgunblaðið hefir átt tal við
Pálma Einarsson landnámsstjóra
og spurzt fyrir um byggingu ný-
■býla. Hann sagði að á s.l. ári
hefðu 42 nýbýli verið stofnuð og
skiptast þau í eftirtalda flokka:
| HSTýbýlí fyrir búrekstur 12, end-
t urbyggðar eyðijarðir 6, iðnaðar-
I býli 6 og garðyrkjubýli 4. Þá
hefir verið stofnað til félags-
rekstrar á 14 jörðum, þar sem
| ungar fjölskyldur hafa gengið
inn í rekstur með foreldrum eða
venzlamönnum eftir föstu formi
Átjdn tonnn bíll
rennur út of vegi
á grundvelli félagsrekstrarsamn
inga. Þá hefir verið veitt fjár-
hagsaðstoð til ibúðarhúsabygg-
inga á 119 jörðum á s.l. ári.
Landnámsstjóri sagði enn-
fremur:
— Ég tel að nýbýlastofnanir
og félagsrekstraruppbygging
hafi á síðastliðnu ári fyllilega
bætt upp það sem fallið hefir
úr byggð af jörðum. Það sem
af er vetri er lítið um að ræða
sölur á jörðum og sama og ekk-
ert hefir verið leitað til Land-
náms ríkisins um fyrirgreiðslu í
þeim efnum, sem þó er alltítt.
Hins vegar munu nú fram komn
ar fleiri umsóknir um nýbýli og
félagsrekstrarform en var á
sama tíma í fyrra.
•v
»
IJM klukkan hálfsex í gær
kvöldi slitnaði átján tonna gáiga
bíll aftan úr bíl, sem hann var
lestur í, á Suðurlandsvegi á móts
við Nýbýlaveg. Rann hann út af
veginum og ofan í skurð. Maður,
sem sat í bílnum, gat stokkið út
úr honum áður, Og varð ekkert
slys af óhappi þessu. Bíllinn
mun eitthvað skemmdur, en ekki
var vitað í gærkvöldi, hve
mikið.
Frú Eloise
Stover Iútin
FRÉTTIR bárust um það í
byrjun ársins, að frú Eloise
Stover, eiginkona Raymond
Stovers, fyrrum forstöðumanns
Upplýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna hér á landi, hafði andazt
í Washington D.C., s.l. sunnu-
dag.
Frú Stover hafði átt við
margra mánaða vanheilsu að
stríða og verið rúmföst í sjúkra-
húsi um nokkurra vikna skeið,
þegar hún lézt.
Þegar Stoverhjónin fluttnst af
landi brott í árslok 1964, sett-
ust þau að í Arlington í Virg-
iniu, einni af útborgum Wash-
ington, því að við komuna vest-
ur um haf var Raymond Stov-
er gerður yfirmaður Evrópu-
deildar útvarpsstöðvarinnar Vo-
ice of America.
Þau hjón voru búsett hér á
landi um meira en fimm ára
bil, og eignuðust fjölda vina á
því tímabili. Frú Stover starf-
aði með ýmsum kvennasamtök-
um og kynntist við það fjölda
fólks, sem starfaði að svipuðum
áhugamálum. Munu hinir
mörgu vinir hennar trega and-
lát hennar, en einkum mun þeir
minnast glaðlyndis hennar og
gamansemi. Þótt hún gengi ekki
heil til skógar síðustu tvö árin,
sem hún bjó hér á landi, lét
hún veikindi sín aldrei hafa á-
hrif á viðmót sitt í garð þeirra,
sem hún umgekkst. Þar ríkti allt
af bjartsýni og lífsánægja.
Frú Stover og manni hennar
varð tveggja sona auðið. Er
annar, Robert, liðsforingi í flug-
her Bandaríkjanna en hinn,
Mike, er við háskólanám í Tex-
as, en í því fylki átti hún fjölda
ættingja.
SUm kl. 13.40 í gær var
slökkviliðinu tilkynnt, að
kviknað væri í húsinu nr. 4
við Spítalastíg. Þetta er
gamalt timburhús, og býr
enginn í því lengur. Eldurinn
var slökktur, og er ekki talið,
að um teljandi tjón hafi verið
að ræða. Eldsupptök voru
ókunn í gær.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
grein í Evrópu og Austurlönd-
um. Hún var mjög tíðkuð hjá
Japönum og Kínverjum, og í
Evrópu meðal Grikkja og Róm-
verja. Nú standa Frakkar fremst
í þessari list. Sumir íslendingar
hafa vafalaust séð hina frábæru
látbragðsþætti Jean-Louis Barr-
aults í kvikmyndinni „Parísar-
börn“ og allir þekkja Charlie
Chaplin, sem oft hefur heillað
með látbragðsleik. Frægasti lát-
bragðsleikarinn í dag er vafa-
laust Marcel Marceau, sem hef-
ur hrifið áhorfendur með list
sinni um víða veröld, í Suður-
Ameríku, New York, Ástralíu,
London o.s.frv. Og kemur nú til
Reykjavíkur í fyrsta skipti í vor.
Áður fyrr hafði Marceau jafn-
an með sér hóp leikara sér til
aðstoðar, en nú er hann einn á
sviðinu og bregður þar upp frá-
sögnum af atburðum, án þess að
nota nokkurt orð og er' í líki
persóna sinna, klæddur sínu
gamalkunna gerfi hvítum fötum
og röndóttum bol og með hvita
grímu fyrir andlitinu. Er með ólík
indum hvernig honum tekst að
koma því sem hann hefur fram
að færa til áhorfenda með þess-
um hætti og hrífa þá.
í síðasta hefti af Birtingi skrif
ar Thor Vilhjálmsson grein, er
hann nefnir Ofurlítið um Marcel
Marceau og mimuleik.
Grengur iyrir bíl
FIMMTÁN ára drengur varð
fyrir bíl á mótum Háaleitisbraut-
ar og Miklubrautar kl. rúml. lí
í gær. Hann skarst á enni og
var fluttur í Slysavarðstofuna.
Reyk leggur um blokk
Marcel Marcean i hinu gamla
kunna gerfi sínu.
ið í París, þar sem Marceau sit-
ur venjulega á vissum tíma og
skýrt honum frá málavöxtum.
Eftir góðar undirtektir hefði
hann skrifað listamanninum í
haust og fengið jákvætt svar. Og
nú hefði verið gengið frá samn-
ingum.
Látbragðsleikur er Islending-
um lítt kunnur, en er forn list-
Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason varð níræður á nýársdag eins og
flestum mun kunnugt. Séra Sigurbjörn er enn þjónandi prest-
ur á Elliheimilinu Grund. Myn din hér að ofan er tekin á
nýársdag í kapellu Elliheimil isins. Sr. Sigurbjörn er í predik-
unarstól. — Ljósm. Árni LárusSon).
vegna elds ■ kjallara
RÉTT fyrir kl. 21 á mánudags-
kvöld var slökkviliðið kvatt að
húsinu Ljósheimum 16—18, sem
er stór, átta hæða íbúðabygging.
Ilúsið er í smíöum, en nokkrar
fjölskyldur hafa þegar flutt í
það. Eldur hafði komið upp í
einangrunarefni, sem lá í hrúgu
á kjallaragólfi, og er talið senni-
legt, að börn hafi kveikt í því.
Mikil reykjarsvæla myndaðist
við eldinn, og lagði hana upp
um loftræstigöng, sem ekki hefur
verið gengið frá. Fylltust sumar
íbúðirnar á néðstu hæð af reyk,
og einnig komst reykur ofar um
húsið með einangrun, allt upp á
þriðju hæð sums staðar. Eldur
komst hvergi upp úr kjallaran-
um.
Mikil hræðsla greip ýmsa íbúa
hússins, enda fylltust nokkrar
íbúðir alveg af reykjarbrælu.
Konur fóru með börn sín út á
svalir, sem eru enn handriða-
lausar, en ekkert óhapp kom
fyrir. Slökkviliðsmenn voru
fljótir að slökkva í, en voru
þarna að störfum um eina
klukkustund, og voru síðan tveir
brunaverðir skildir eftir. Litlar
skemmdir urðu beint af völdum
eldsins, en allmiklar af reyk og
nokkrar af vatni.
Kogstæður vöru
skiptujöfnuður
í növsmber
Vöruskiptajöfnuðurinn í nóv-
embermánuði s.l. varð hagstæð-
ur um 2.4 milljónir króna. Út
voru fluttar vörur fyrir 518.7
milljónir, en inn fyrir 516.3 millj
ónir króna.
1 nóvembermánuði 1964 var
vöruskiptajöfnuðurinn hagstæð-
ur um 117.5 milljónir króna.
Þá voru fluttar út vörur fyrir
508.9 milljónir, en inn fyrir
391.4 milljónir.
Á tímabilinu janúar-nóvem-
ber 1965 varð vöruskiptajöfnuð-
urinn óhagstæður um 445.4 millj
ónir króna. Þá voru fluttar út
vörur fyrir 4.723.5 milljónir
króna, en inn fyrir 5.168.9 millj-
ónir króna, þar af skip og flug-
vélar fyrir 468 milljónir. '
Á sama tímabili 1964 varð
vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð
ur um 467.1 milljón. Þá voru
fluttar út vörur fyrir 4.294.7
milljónir króna, en inn fyrir
4.761.7 milljónir, þar af skip
fyrir 580.8 milljónir króna.
Látbragðsleikar-
inn mikli, Marceau
sýnir í Þjóðlcikhúsinu í vor
LÁTBRAGÐSLEIKARINN mikli
Marcel Marceau, kemur til
Reykjavíkur í júní næstkomandi
og mun hafa sýniingu á sviði
Þjóðleikhússins. Hefur leikhúsið
nýlega samið við hann um kom-
uira hingað, að því er Guðlaugur
Rósinkranz tjáði Mbl. Marceau
verður á Norðurlöndum í vor og
fer síðan til London, en þar sýn-
ir hann nær árlega í margar vik
ur eða mánuði fyrir fullu húsi.
Frá London kemur hann til ís-
lands. Með honum eru þrír að-
stoðarmenn.
Þjóðleikhússtjbri kvaðst í mörg
ár vera búinn að reyna að fá
listamanninn gegnum opinbera
aðila, en hefði svo hitt danskan
vin hans, sem búsettur er í
París. Sá hefði hringt í kaffihús-