Morgunblaðið - 05.01.1966, Síða 3
Ifiðvikudagur 6. janúar 1966
MORCUNBLAÐIÐ
3
I
eöaís, eldur og hraun
Veitingastaðurinn Ice-
land Food Centre hefir nú
starfað í London frá því
nokkrum dögum fyrir jól
og starfsemin gengið allvel.
Eins og fram hefir komið
í viðtali við forstjórann er
frágangur allur hinn snotr-
asti á veitingastaðnum og
útlit hans rómáð fyrir
smekkvísi.
Myndirnar sem hér birtast
gefa lítillega til kynna hvern-
ig staðurinn lítur út, en þó
skortir mjög á að ekki skuli
sjást litirnir, sem í höfuð-
dráttum eru þrír, hvítt, rautt
og svart. hiljur eru úr mjög
ljósum harðviði, básar og
börð úr ljósum og svörtum
harðviði en áklæði rautt. Loft
rimlar eru hvítir og svartir
en loftið að baki rautt og um
gjörð um grill hamraður kop-
ar. Gólfteppi eru rauð en Ijós-
ker hvít og þannig úr garði
gerð að ljós fellur ekki beint
út úr þeim heldur með endur
kasti og því verður birta mild
ari. Fallegum myndum hefur
verið komið fyrir á tveim)
stöðum í salnum. Eru þær báð
ar frá Surtsey, ljósmyndir
teknar af hraungosi á nætur
þeli í eðlilegum litum, sem
aðallega eru rautt og svart.
Myndirnar eru gagnsæjar
(diapositívar) og eru staðsett
ar í ljóskössum, þannig að
ijós fellur út gegnum þær.
Myndir þessar tók Hjálmar R.
Bárðarson skipaskoðunarstj.
Nú um jólahátíðirnar var
gluggi stofnunarinnar fagur-
lega skreyttur með jóla-
skrauti og setti það jólasvip
á veitingastaðinn.
Allt útlit Iceland Food
Centre hefur Jón Haraldsson
arkitekt annast.
Myndir þær, sem hér fylgja
sýna veitingastaðinn hið
innra, önnur séð inn eftir hon
um en hin út. í>á sýnir þriðja
myndin staðinn séð utan frá
með jólaskrauti í glugga.
f GÆR var vaxandi austanátt
hér á landi. Enn var frost
nyrðra, en sunnanlands og
stig kl. 14 og komin rigning.
vestan var hiti þrjú til sex
Að öllum líkindum verður
þíðviðri næstu daga um allt
land.
Veðurútlit í dag:
SV-land, SV-mið, Faxaflóa-
mið og Breiðafjarðarmið: All-
hvass SA og skúrir.
Faxaflói, Breiðafj. og Vestf.:
SA-stinningskaldi og smáskúr-
ir.
Vestfjarðamið: A-rok, snjó-
koma eða slydda og síðar rign
ing.
N-land, NA-land, Austfirð-
ir, N-mið og NA-mið: A- eða
SA-hvassviðri og rigning, en
síðan lygnir og léttir til.
SA-land, Austfjarðamið, SA
mið og Austurdjúp: SA-hvass-
viðri eða stormur. Þokuloft og
rigning.
Veðurhorfur á fimmtudag:
Suðaupstlæg átt og þíðviðri
um allt land. Dálítil rigning
sunnan til, en bjartviðri fyrir
norðan.
>
STAKSTFIMAR
Öhappaferill
Framsóknar
Á liðnu ári gekk stjórnmála-
þróunin mjög í óhag Framsóknar
flokknum. Flokkurinn gerði
ítrekaðar tilraunir tii þess að
notfæra sér þrjú stdr vandamál,
sem upp komu á liðnu sumri og
hausti, til árása á ríkisstjórnina,
en öll þessi mál snerust í hendi
Framsóknarforingjanna og hittu
þá sjálfa að lokum. Tilraunir
þeirra til þess að spilla fyrir
kjarasamniingunum í sumar mis-
tókust með öllu. Ofsafenginn áróð
ur þeirra í síldveiðideilunni, sem
upp kom á miðju sumri, ofbauð
mönnum svo, að líklega hefur
hann fremur stuðlað að skjótum
samningum, og tilraunir þeirra
í haust til þess að magna upp
óánægju meðal bænda vegna
ákvörðunar búvöruverðs fundu
engan hljómgrunn mcðal bænda
stéttarinnar í landiniu, sem Fram
sóknarmenn hafa þó jafnan tal-
ið sitt sterkasta vígi. Þótt ekki
hefði verið nema vegna þessa
óhappaferils hefði árið 1965 orð-
ið slæmt ár fyrir Framsóknar-
flokkinn.
Máttvana flokkur
En liðið ár sýndi einnig glögg-
lega að iangvarandi stjórnar-
andstaða hefur dregið mjög
máttinn úr þessum stjórnmála-
flokki, sem að mati erlendra
manna hagar sér eins og flokkur,
sem telur sig rétt borinn til þess
að stjóma. Og raunar er ekki
að undra, að langvarandi stjórn
arandstaða sé farin að segja til
sín innan Framsóknarflokksins
og gagnvart foringjum hans, sem
hafa átt því að venjast að sitja
við stjórnarvölinn, meira og
minna óslitið í þrjá áratugi.
Greinilegt var á siftosta ári, að
mjög var farið að draga af Fram
sóknarfiokkn.um í stjórnarand-
stöðunni, og almennt eru menn
sammála um, að vesaldómur
hans í stjómarandstöðunni sé
orðinn slíkur, að erfitt verði
fyrir hann að komast miklu
nteðar.
Deilurnai blossa upp
Allt hefur þetta haft þau
áhrif, að miklar deiiur hafa
blossað upp innan Framsóknar-
flokksins síðustu mánuði. I
október urðu átök innan ungliða-
samtaka Framsóknarmanna, sem
tóku á sig afkáralegar myndir og
lauk með því, að flokksformað-
urinn kvað upp hinn stóra dóm
í þeim ágreiningsmálum, sem
þar var um að ræða. Þessi átök,
sem raunar eru .aðeins afleiðing
meiri og iangvarandi deilna inn-
an samtaka untgra Framsóknar-
manna hafa lamað þau að miklu
leyti. í desember urðu svo geysi-
harðar deilur innan þingflokks
Framsóknarflokksins um afstöð-
una til alúmínmálsins, og þar
barði Eysteinn Jónsson í gegn
hina afturhaldssömu afstöðu
flokksins til þess máls, þrátt fyr-
ir eindregna andstöðu nokkurra
þingmanna, sem síðan hafa ekki
látið til sín heyra. Allt þetta
sýnir, að liðið ár hefur verið
Fmmsókmarflokknum slæmt ár,
og þær deilur, sem urðu í flokkn
um síðari hluta ársins og urðu
meira og minna opinberar, eru
aðeins upphafið að miklu víð-
tækari átökum, sem þar munu
verða á næstu mánuðum og
árum a.m.k. meðan Eysteinn
Jónsson situr þar enn við völd.