Morgunblaðið - 05.01.1966, Qupperneq 4
4
MORGU NBLADID
Miðvikudagur G. janúar 1966
Atvinna óskast
Bifreiðastjóri óskar eftir
atvinnu sem fyrst. Vanur
leiguakstri. Uppl. í síma
22597 e. kl. 18.00.
Unglingspiltur
óskast á sveitaheimili norð-
ur í landi. Upplýsingar í
síma 36137.
Gítarkennsla
Get bætt við nemendum.
Ásta Sveinsdóttir
Sími 15306.
Keflavík
Stúlka vön skrifstofustörf-
um óskar eftir atvinnu nú
þegar. Hringið í síma 1928
á milli 4 og 6 í dag.
Mötuneyti
Vön matreiðslukona óskar
eftir að taka að sér mötu-
neyti á komandi vertíð. —
Uppl. í síma 19026 daglega
og næstu daga.
Barnlaus ekkja
óskar eftir ráðskonustöðu.
Gott húsnæði áskilið. Tilb.
sendist Mbl. fyrir 10. þ. m.,
merkt: „Faxaflói — 8162“.
Notaður miðstöðvarketill
2%—3 ferm. óskast keypt-
ur. Uppl. í síma 16370
milli kl. 8—12 og 13—18 á
daginn.
Volkswagen, árgerð 1963
til sölu, vel útlítandi og í
góðu standi. Uppl. í síma
34178.
Smíða skápa
í svefnherbergi. Allar við-
artegundir. — Sími 41587.
Eins til tveggja herb. íbúð
óskast, má vera aðgangur
að eldhúsi. Uppl. í síma
31045.
Húsainnréttingar
Smíðum eldhús og svefn-
herbergisinnréttingar. —
Sími 32252.
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verk-
efnum. Tilboð leggist inn
á afgreiðslu blaðsins fyrir
10. þ. m., merkt: „Verk —
8157“.
Kennaraskólanemi
vill taka að sér að lesa
íslenzku og reikning með
nemendum á unglingastig-
inu. Uppl. Öldugötu 57,
4. hæð eftir kl. 8.
Keflavík — Njarðvík
3ja herb. íbúð óskast til
leigu. Uppl. í síma 51970.
ATHUGIÐ
að borjð saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
• Morgunbtaðmu en öðium
biöðum.
IJr íslendingasögunum
HALLFREÐUR VANDRÆÐASKÁLD
„Þá var Hallfreðr nær fertugum manni, er hann ætlaði til
íslands at sækja fé sitt. Hallfreðr, sonr hans, var þá með
honum. Þeir höfðu útivist harða. Hallfreðr jós at sinum hlut
ok var þá sjúkr mjök. Ok einn dag, er hann gékk frá austri,
settist hann niðr á ásinn, ok í því laust áfall hann niðr í
skipit ok ásinn ofan á hann þá mælti Þorvaldr: „Er þér bróðir,
erfitt við orðit?“ Þá kvað Hallfreðr vísu. Þeir þóttust sjá sótt
á honum ok leiddu hann aftr eftir skipinu ok bjuggu um
hann ok spurðu hversu honum ok segði hugr um sik. Hann
kvað vísu. . . . Þá sá þeir konu ganga eftir skipinu. Hon var
mikil ok í brynju. Hon gekk á bylgjum sem á landi. Hallfreðr
leit til ok sá, at þar var fylgikona hans.“ — (Hallfreðar saga).
Nýlega voru gefin saman i
hjónaband í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði af séra Kristni Stefáns-
syni ungfrú Ingunn Elísabet
Victorsdóttir, Vífilsgötu og Sig-
urður Ólafsson húsasmiður Sel-
vogsgötu 18, Hafnarfirði. Ljós-
myndastofa Hafnarfjarðar,
Strandgötu 35C).
Á gamlársdag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Kristín Briem,
stud. jur., Sigtúni 39 og Sigur-
jón H. Ólafsson, stud. odont,
Stóragerði 23.
Á gamlárskvöld opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Halldís
Gunnarsdóttir, húsmæðrakenn-
ari, Varmalandi, Borgarfirði og
Sigvaldi Arason, Sæunnargötu 4,
Borgarnesi.
Á gamlárskvöld opinberuðu
trúlöfun sína ungfrú Anna M.
Pétursdóttir, Sólheimum, Sel
tjarnarnesi og Eiríkur Haralds-
son, fré Gröf, Breiðuvíkurhreppi,
Snæfellsnesi.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Hafnarfjarðakirkju
af séra Garðari Þorsteinssyni,
ungfrú Jónína M. Ólafsdóttir og
Sigvaldi Ragnarsson, rafvéla-
virki. Heimili þeirra er að Álfa-
skeið 36, Hafnarfirði. (Ljós
myndastofa Hafnarfjarðar
Strandgötu 35).
GAMALT og gott
Guðmundur Dúllari mun ekki
hafa fengist mikið við visnagerð,
en eitt sinn, er hann var gest-
komandi á Reykjum í Lundar-
reykjardal, mælti hann fram
þessa vísu við Ingunni húsfreyju:
Sjöunda júní sagt er mér, að sé
ég fæddur,
nokkuð miklum gáfum gæddur,
en gat ei orðið vel upp fræddur.
Verið því ávalt vakandi og biðj-
andi, til þess að þér megnið »0 um- j
flýja allt þetta, sem fram mun koma '
(Lúk. 21, 36).
í dag er miðvikudagur 5. janúar og
er það 5. dagur ársins 1965.
Eftir lifa 360 dagar. /
Árdegisháflæði kl. 3.47.
Síðdegisháflæði kl. 16:07.
Upplýsingar um tæknaþjon-
ostu í borginni gefnar í sím-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Símin er 18888.
Slysavarðstolac $ Heilsuvrrnd-
arstöðinni. — Opin allan soltr-
hringinn — sími 2-12-30.
Helgidagsvörður. Nýársdagur.
Lyfjabúðin Iðunn. Næturvörð-
ur vikuna 1/1—8/1 Reykjavíkur-
apótek.
Næturvörður vikuna 24. des.
til 31. des. er í Vesturbæjar-
apóteki.
Næturlæknir í Keflavík 30/12—
31/12 Arnbjörn Ólafsson sími
1840, 1/1—2/1 Guðjón Klemens-
son sími 1567. 3/1 Jón K. Jó-
hannsson sími 1800, 4/1 Kjartan
Ólafsson sími 1700, 5/1 Arnbjörn
Ólafsson sími 1840.
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 6. janúar er Kristján
Jóhannesson sími 50056.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga
frá kl. 13—16.
Framvegis vcrVur tekið á mótl þeim,
er gefa vilja bióð t Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frA
kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11
f-h. Sérstök athygll skal vakin á mið-
vikudögum, vegna kvöldtímans.
Holtsopótek, Garðsapótek, Soga
veg 108, Laugarnesapótek og
Apótek Keflavikur eru opin alla
virka daga kl. 9. — 7., nema
laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi
daga frá kl. 1 — 4.
Upplýsingaþjónusta AA samtak
anna, Hverfisg. 116, sími 16373.
Opin alla virka daga frá kl. 6-7
Orð lífsins svarar 1 sima 19000.
RMR-5-1-20-VS-MT-I-A-HT.
I.O.O.F. -9 = 147158)4 =
I.O.O.F. 7 = 147158)4 =
Á jóladag voru gefin saman í
Dómkirkjunni af séra Jóni Auð-
uns ungfrú Elín Ragnarsdóttir
og Haukur Hallsson. Hólmgarði
19. (Studio Guðmundar Garða-
stræti 8 sími 20900).
Á jóladag voru gefin saman í
Hábæjarkirkju af séra_ Sveini
ögmundssyni ungfrú Ágústína
Ólafsdóttir, Vatnskoti, Þykkva-
bæ og Ágúst Karl Sigmundsson,
Gnoðavog 40, Reykjavík. Heimili
(Studio Guðmundar Garðastræti)
>f Gengið >f
Reykjavík 4. janúar 1966.
1 Sterlingspund .....120,58 120,68
1 Banaar doilar ...._... 42,95 43.0«
1 Kanadadollar = 39.92 40.03
10<' Danskar krónur 623,70 625,30
100 Norskar krónur 601,18 602,72
100 Sænskar krónur .... 830.40 832,55
100 Finnsk mörk =....= 1.335.20 1.338.72
100 Fr. frankar ... 876,18 878,42
100 Belg. frankar ......- 86.47 86,69
100 Svissn. franlcar 994.86 997,40
100 Gyllini..... 1.189,34 1.192,40
100 Tékkn. krónur _____ 596.40 598.00
100 V-þýzk mörk .... 1.073,20 1.075.96
100 Lirur ................ 6.88 6.90
100 Austurr. sch.... 166.46 166.88
Gegnum kýraugað
Er það ekki furðulegt, hvað
seint unglingum lærist að
virða almenna mannasiði i
kvikmyndahúsum?
Segja má, að það sé útilokað
að koma með börn sín á svo-
kallaðar barnasýningar án
þess að eiga það á hættu að
heyrn þeirra spillist af orgi,
sem enga hliðstæðu á sér, eða
þá núna um áramótin af kín-
verja og púðurkelingaspreng
ingum.
Á nýársdag brugðu sér
tvenn hjón á bíó, myndin átti
að vera bönnuð börnum, en
þarna var mikill meiri hluti
áhorfenda undir 12 ára, og
lætin í þeim voru eins og hjá
óargadýrum, og einhverjir
ósvífnir prakkarar hentu kin-
verjum í allar áttir, en af slíku
athæfi í svona fjölmenni get-
ur stafað mkiil hætta.
Ekki varð séð að nokkrir
eftirlitsmenn reyndu til að
hafa upp á þessum pörupilt-
um, og einhvernveginn finnst
okkur, sem kvikmyndahús
sækjum, að það sé skylda
eigenda þessara húsa, að gera
ráðstafanir til að útiloka
þennan skepnuskap, og ef
kvikmyndahúsin sjálf treysta
sér ekki til að halda uppi
reglu í kvikmyndahúsinu, að
þau leiti þá til lögreglunnar
um aðstoð.
Hvernig væri að hætta sýn-
ingu, og skýra frá því, að
sýning hæfist ekki aftur fyrri
en öll ólæti væru hætt?
Eitthvað hlýtur að mega
reyna. Skyldu foreldrar al-
mennt vita hvernig sum börn
láta á þessum sýningum?
Máski væri bezt að snúa
sér til unglinganna sjálfra og-
segja: „Hættið þessum skríls-
látum, krakkar mínir. Þau eru
ykkur og heimilum ykkar til
skammar!“
sá HÆSJ bezti
Stúlka nokkur varaði unnusta sinn við að reykja og sagði að það
stytti aldur manna.
Unnusti hennar sagði þá:
„Faðir þinn reykir þó, og er hann orðinn sjötugur."
„Já“, svaraði stúlkan. „En ef hann hefði ekki reykt, þá væri
hann kannske orðinn áttræður.“