Morgunblaðið - 05.01.1966, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.01.1966, Qupperneq 11
Miðvikudagur 6. Januar 1966 MORCU NBLAÐIÐ 11 Tómas Böðvarsson Stokkseyri — Minning TÓMAS Böðvarsson var faeddur 23. júlí 1917 að Battholti í Stok'kseyrarhrepp, foreldrar hans eru merkishjónin Ingibjörg Jóns- d'óttir frá Geldingalaek og Böðv- ar Tómasson frá Reyðarvatni, Tómas var því kominn af kunn- um og merkum ættucm í Rangár- þinrgi. • Tiil 10 ára aldurs var hann hjá öromu sinni og afa á Reyðarvaitni, og orf't dvaldi hann þar síðar. IHann var því alinn upp við að stunda jöfnum höndum sveitar- og sjávanstörf, því að á fyrstu ár- um föður hans á Stokkseyri rak liann búgkap, áður en hann gerð ist útgerðarmaður. Einn vetur dvaldi Tómas við nám á Héraðs- ekólanum á Laugarvatni. En meginlhluta ævi sinnar var Tóm as sjómaður. Hann var ekki margar vertíðir til sjós á Stoklkis- eyri en um lengri tíma háseti á togurum úr Reykjavík. Var hann mörg hin síðari ár, hjá hinum kunna dugnaðar og afla skip stjóra Asgeiri Gí.slasyni. Tómas var harðdugilegur sjómaður, ósér Ihlífiinn og röskur til verka. Fyrir rúmum mánuði varð Tómas fyrir áfalli ,er „Marzinn" var á leið til Þýzlkalands, var hann um tíma á ejúkrahúsi í Þýzkalandi, en ikomst síðan heim, og andaðisit á annan dag jóla á sjúkrahúsi Reykjavík, eftir_stutta en erfiða sj úkdómslegu.‘* Ásgeir skiþs'tjóri var í leyfi meðan Tómas var á sjúkrahiúsi, sýndi hann honum pá miiklu ræktarsemi að heim sækja hann daglega á sjúkrahús- ið, eftir að hann fór út á sjó, þá tfylgdist fjölskylda hans rneð líð an hans til hinzita dags. Tómas var vel gefinn, unni góðum bókum, var víðlesinn og tfróður, trygglyndur og vin.afast ur. Hann fór ekki troðnar Slóðir, hafði sjáltfstæðar skoðanir á imönnum og málefnum. Hann var etunduim misskilinn af þeim er okiki þekikitu hann gjörla. En það háði honuim nokkuð, að frá þvi Ihann var drengur, þá hafði hann ekki fulla heyrn og dapra sjón Tómais var félagslyndur, starf- aði á yngri árum í Ungmenna tfélaginu á Stoklkseyri, keppti mokkrum sinnum fyrir félagið glímu. í Taflfélagj Stok'kseyrar var hann virkur þátttakandi enda mjög snj.aill skiákmaður. Keppti hann oft á mótum fyrir tfélagið, hygg ég að hann hafi oftast farið með sigur atf hólmi, var honum metnaður að halda Iheiðri Stokkiseyrar, hvort sem var í keppni, eða daglegum störfum, en eins og kunnugt er, þá hafa Stotokseyringar átt o.g eiga marga dugmikla sijómenn. Tómas verður jarðsunginn í dag frá Stokkseyrarkirkj'U. Ég vobta foreldrum hans og bræðrum samúð. mína. Ég þakka þér Tómas fyrir góð kynni, vin- ébtu og tryggð. Blessuð sé minn- ing þín. Helgi ólafsson. HANN Tómas á Garði er dá- inn, þessi fregn barst okkur Stokkseyringum á annan dag jóla. Okkur vini hans óg kunn- ingja setti hljóða, að þessi mikli þrek- og atorkumaður, var allt í einu kallaður burt úr hópn- um á bezta skeiði lífsins. Tómas var fæddur að Bratts- holti í Stokkseyrarhreppi, 23. júlí 1017, sonur hjónanna Ingi- bjargar Jónsdóttur, og Böðvars TómaSsonar, sem þar bjuggu. Á þriðja ári var Tómas tekinn í fóstur, af afa sínum, Tómasi Böðvarssyni á Reyðarvatni á Rangárvöllum, vegna vanheilsu móður sinnar, ólst hann síðan upp á Reyðarvatni, við mikla kærleika afa síns og ömmu, til tólf ára alurs, að hann sneri aftur heim til föðurhúsanna, sem þá voru orðin á Stokkseyri. Til merkis um kærleik þeirra nafna fylgdi afi hans honum inn að altari á fermingardaginn, og sat þar hjá honum á meðan á ferm- ingunni stóð, og hefur slíkt aldrei sést fyrr eða síðar í Stokks eyrarkirkju. Tómas var tvo vet- ur við nám í héraðsskólanum að Laugarvatni, þar sem hann kynnt ist mörgum sínum beztu vinum. Síðan stundaði hann alla al- menna vinnu, einkum þó síma- vinnu á sumrum, en sjómennsku á vetrum og öll hin síðari ár. Hann gat sér einstaklega gott orð við öll sín störf, fyrir dugn- að og harðfylgi, og var þekktur um allan togaraflotann meðan fiskað var í salt, einhver mesti hausari þar um borð. Tómas var víðlesinn maður og fáa vissi ég betur heima í ís- lendingasögunum og fornbók- menntum okkar en hann, þó var Njála honum altaf hugþekkust og held að hann hafi kunnað hana mikið til utanað, og oft var það þegar hann kom í land að hann dreif sig austur á Rangár- velli á sögustaði hennar, til að rifja upp margra alda gömul at- vik sögunnar. Hann var mikill áhugamaður í skák og var afar fljótur að fá vinning út úr tafli enda var hann einhver bezti taflmaður í Taflfélagi Stokks- eyrar um ára bil. Tómas var að mörgu leyti dulur maður og lét ekki tilfinningar sínar í Ijós við hvern sem var, en glöggt mátti sjá hans innri mann á því hvað hann var góður við börn og alla sem bágt áttu, og margar eru þær brúðurnar og bílarnir, sem hann er búinn að færa í fang barna hér á Stokkseyri og víð- ar, eftir hverja siglingu. En þó að börnin gleymi, þá munum við sem eldri erum, eftir góðum og tryggum dreng, þar sem hann Tommi var. Foreldrum hans, sem bæði eru nú farin að heilsu vil ég votta mína dýpstu samúð, eins bræðrum hans og fóstur- systkinum, ásamt venzlafólki. Og að lokum þetta, vertu sæll Tommi minn og þakka þér fyr- ir allar ánægjustundirnar, og þína tryggu vináttu. Guð blessi Þig. Vinur. Surtsey á hvíta syst- ur og andfætling Jarðfræðingar telja mynd Osvaldar beztu eldgosamynd til þessa DAGÁNA 24. nóv. til 4. des. sl. var haldinn á Nýja-Sjálandi al- þjóðafundur um eldfjallafræði, International Symposium on Vol- canology. Dr. Guðmundur Sig- valdason jarðefnafræðingur, sat fundinn af íslands hálfu og að nokkru í boði alþjóðasamtaka jarðeðlisfræðinga, IUGG. Hann flutti þar erindi um efnasamsetn- ingu hveravatns og hveralofts á íslandi, og sý-ndi Surtseyjarkvik- mynd Osvaldar Knudsens, sem fékk þann dóm að þetta væri bezta kvikmynd, sem nokkurn tíma hefði verið gerð um eldgos. Mbl. hafði tal af Guðmundi og spurðl hann nánar um þennan al- þjóðiega eldfjallafund og ferðina til Nýja-Sjálands. Guðmundur ferðaðist til Nýja- Sjálands yfir Ameríku og hafði viðkomu á Hawaii, til að skoða rannsóknarstöð, sem þarna er á tindi eldfjallsins Kilauea. Á Hawaii var gos fyrr á árinu og höfðu eldfjallasérfræðingar á Hawaii getað sagt til um gosið með klukkustundar fyrirvara. Þá fóru þeir út að gosstaðnum og gosið hófst rétt á eftir. — Þeir nota tvenns konar aðferðir til að segja fyrir um gos, segir Guð- mundur. í fyrsta lagi svokallað „tiltmetri", sem felst í því að mæla hvernig fjallið belgist upp fyrir gosið. Og í öðru lagi mjög nákvæmar lengdarmælingar á sprungunni, þar sem gosin verða. Þeir mæla hvernig víkkunin verður á sprungunni fyrir gos. Auk þess er fylgzt með tíðni jarðskjálfta. Eitt þessara atriða getur nægt til að segja til um gos fyrirfram. Heita vatnið lífshættulegt Frá Hawaii fór Guðmundur til Nýja-Sjálands, þar sem hinn al- þjóðlegi fundur um eldfjalla- fræði var haldinn. Hann sóttu um 130 útlendingar og um 70 Ný- sjálendingar. Fundurinn var á fjórum stöðum, hófst í Oakland og fluttist síðan til Rotorua, sem er bær á mjög miklu jarðhita- svæði. Jarðhitinn er þar lítið not- aður nema í sambandi við böð, segir Guðmundur, en áform eru um að hita upp húsin með sama hætti og við gerum hér í Reykja- vík. Hafa Nýsjálendingar mikinn áhuga á okkar hitaveitufram- kvæmdum. En vatnið þeirra er verra en okkar. Það inniþ^ldur svo mikið af uppleystum efnum, Rán em a sjo Akranesi, 3. jan. RÁN er ein á sjó í dag. Réri í gærkvöldi. M.s. Goðafoss kom í morgun og lestar um 100 tonn af dýrafóðri. Vélbáturinn Ólaf- ur Sigurðsson fór kl. 6 í gær- austur til síldveiða. Byggðasofninu í Görðum ó flkra- nesi bernst skemmtilegnr gjnfir Akranesi, 4. janúar. BYGGÐASAFNIÐ í Görðum á tilveru sína mest . að þakka áhuga, listfengi og skipulagsgáfu séra Jóns M. Guðjónssonar. Ný- lega hafa safninu borizt tveir ágætir hlutir. Annar er manntafl. gert úr hvaltönnum, og er það gjöf frá Lofti Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Hvals hf. í Hval- firði, til minningar irm starf- semi Hvalstöðvarinnar. Einar B. Vestmann, járnsmfðameistari, gerði taflmennina, en taflborðið gerði Yngvi Þórðarson. Hinn gripurinn er líkan af áttæringi Björns Ólafssonar, formanns á Akranesi (1857 — 1890). Hét skipið Rjúpan (með Engeyjar- lagi). Björn Ólafsson, fyrrver- andi ráðherra, gaf safninu líkan- ið og sendi bygg'ðasafninu rétt fyrir jólin, en hann er heitinn eftir Birni formanni, er var föð- urbróðir hans, og líkani'ð af átt- æingnum er gefið til minningar um hann. Líkanið gerði Helgi Eyjólfsson frá Litla- Bakka (Bræðratungu). Þessir hlutir báðir eru mjög vel ger'ðir, og gjafir þessar eru til mikils sóma gefendum. Þeir eru til sýnis í glugga hjá Þjóðleifi Gunn laugssyni, Skólabraut 21. Guðmundur Sigvaldason að þeir verða að nota forhitun, til að geta hagnýtt sér það. Auk þess er svo mikið af brennisteins- vetni í heita vatninu, að af því hafa hlotizt nokkur banaslys. Brennisteinsvetni hefur safnazt svo mikið fyrir í sundlaugum innanhúss og losnað í andrúms- loftið. Auk þess hafa hreinsunar- menn í skolpræsum orðið fyrir því. Frá Rotorua fóru fundarmenn til Wairkei. Þar er mjög mikið jarðhitasvæði og jarðhitinn virkj aður til rafmagnsframleiðslu. Þar hefur verið byggt orkuver, sem framleiðir 175 þús. kw, en það er næstum tvöfaldur fyrsti áfangi Búrfells. Þetta er annað raforku- verið, sem byggt er á jarðhita í heiminum. Hitt er á Ítalíu. Fund- unum lauk svo í Wellington og á eftir var farið í ferðir til að skoða nýsjálenzk eldfjöll og jarð- hitasvæði. Hægt að segja fyrir um eldgos — Hver voru helztu viðfangs- efni ráðstefnunnar? — Hún fjallaði fyrst og fremst um tvo þætti, jarðhita og súrar bergtegundir. Þarna bar líka mjög margt annað á goma, svo sem eldgos á Tall í Indonesíu. í sambandi við það spunnust um- ræður um möguleika á því að segja fyrir eldgos. Menn virð- •* ast nú á einu máli um að slíkt sé mögulegt, að því tilskildu að tæki og sérkunnátta séu til stað- ar. Sérstakt kvikmyndakvöld var skipulagt á ráðstefnunni, þar sem sýndar voru kvikmyndir af eld- gosum á Tristan da Cuhna og á Hawaii og nokkrar myndir frá Afríku, sem Tasieff hafði tekið. Surtseyjarmyndin bar alveg af þessum myndum, og töldu menn að þetta væri bezta kvikmyndin, sem nokkurn tíma hefði verið gerð um eldgos. Fór Tasieff sér- stökum viðurkenningarorðum um hana sem slíka. Bæði þykir ein- stakt að hafa náð svo mörgum þáttum þessa merkilega goss og svo þykir myndin bæði frábær- lega vel tekin og frá henni geng- ið svo af ber, bæði hvað klipp- ingu snertir og hljómlist. — Þið skoðuðuð jarðhitasvæði og eldfjöll á Nýja-Sjálandi/ Er ekki þetta land nokkuð líkt ís- landi? — Jarðhitasvæðin eru að vissu leyti svipuð, bæði gufuhvera- svæði og vatnshverasvæðL En eldfjöllin eru allmörg frábrugð- in, einkum vegna þess, að þar er aðalefnið sem upp hefur komið með seinni eldgosum, liparít og liparítaska. Gosin hafa því verið svipuð öskjugosinu 1875. Þau eru samt öll eldri en landnám, Og engin stór eldgos hafa órðið þar síðan landnám hófst á Nýja- Sjálandi. Að vísu hefur þar myndast ein eyja í sjó. Hún nefn- ist Hvítey, svo Surtsey á sér hvítan andfætling. Eyjan er úr súru bergi og því ijós. Annars hafa Nýsjálendingar mjög mikinn áhuga á Islandi og þjóðirnar eru að mörgu leyti mjög líkar. Þarna búa 2 millj. íbúa og þjóðfélagskerfið er mjög líkt okkar. Það er furðulegt að bera bækur sínar saman við þá og ræða um tryggingarkerfi, kaupgjald, ofþenslu og fjárfest- ingaræði. Það er alveg sama sag- an á báðum stöðum. Loftslag er auðvitað annað á Nýja-Sjálandi, en fólkið er vingjarnlegt og frjálslegt. Guðríður Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 1893 — Dáin 1965 í DAG er til moldar borin Guðríður Guðmundsdóttir hús- freyja og kennari frá Sleðbrjóts- seli í Hlíðarhreppi. Hjá henni hlaut undirritaður að mestu sína barnaskólafræðslu, í farkennslu, þrjá mánuði á ári. Það mundi ekki þykja löng skólaganga hér í þéttbýlinu. Samt efast ég um að þessir þrír mánuðir hjá Guð- ríði hefir verið óhollari fyrir barnssálina en hin langa skóla- seta. Eitt áttum við að minnsta kosti krakkarnir í Hlíðinni, við áttum tilhlökkun og eftirvænt- mgu, þegar skólinn byrjaði að fara í skóla var okkur sannar- legt gleðiefni. — Á þessari stund skilnaðar hljóta að koma í hug- ann ótal myndir frá liðnum ár- um. Myndir af skammarstrikum og skemmtilegheitum en fyrst og síðast hygg ég af við, sem nutum handleiðslu Guðríðar, munum geyma óbrothætta mynd af umburðarlyndri konu, sem af fremsta megni reyndi að veita okkur þá þekkingu, sen» góð og greind alþýðukona getur í té látið; — einmitt það vegar- nesti, sem drýgst reynist, þegar út i lífið er komið. Guðríður Guðmundsdóttir var fædd 31. desember 1893 að Ás- um í Gnúpverjahreppi en ólst upp hjá Finni Gíslasyni skip- stjóra í Hafnarfirði og konu hans Sólveigu Sveinsdóttur. Og frá Flensborgarskólanum tók hún gagnfræðapróf 1908. Kenn- araprófi lauk Guðríður 1914. Á árinu 1914-18 var hún kennari við barnaskólann í Hafnarfirði. 1919 giftist hún eftirlifandi manni síniyn, Birni Guðmunds- syni bónda að Sleðbrjótsseli í Hlíðarhreppi. Frá 1943 annaðist hún kennslu, sem áður segir, í Jökulsárhlíð. Þau Guðríður og Björn eign- uðust þrjú mannvænleg börn: Svavar fæddan 1931, Sólveigu fædda 1934 og Sigríði Ásu fædda 1940. Segja má að Sleðbrjótssel hafi verið fyrir margra hluta sakir miðpunktur sveitarinnar. Þar bjó greindur og ráðhollur bóndi, sem fyrir utan hin venjulegu störf, var líka hreppstjóri byggð arlagsins. Guðríður var hinsveg ar driffjöðrin í félagsstarfi kvennanna. Nú hin síðari ár mun Guðríður hafa átt við all- mikla vanheilsu að stríða. Ég vil svo enda þessa kveðju með innilegum samúðar óskum til eiginmanns Guðríðar Guðmunds dóttur og barna hennar. Hilmar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.