Morgunblaðið - 05.01.1966, Side 12

Morgunblaðið - 05.01.1966, Side 12
MORCU N BLAÐIÐ Miðvlkudagur 8. janiSar 1968 1* Sigtún: KLEPPUR - Refja i tveim leibum FYRIRTÆKI sem nefnir sig Borgarrevían hf. hefur sýnt það lofsverða framtak að hleypa af stokkunum glænýrri refju eftir ónafngreinda höfunda, og var hún frumsýnd í Sigtúni á sunnu- dagskvöldið við glasaklið og góð- ar undirtektir viðstaddra. Refjan ber heitið „Kleppur — hraðferð“ og er „í tveim leiðum", eins og það er orðað í leikskránni, sem jafnframt getur um '„umferðár- stjórann" Sigurð Karlsson, hvert sem hlutverk hans nú er.' Hins vegar hefur láðst að geta höfunda og leikstjóra, hvernig sem á því stendur. Skæðar tungur hvísla, — Stóriðjustefna Framhald af bls. 6 döllurum á smálest eftir að fram- leiðslan nær lokastigi, 60 þús. smál., og gildir í 15 ár frá því hún nam 30 þús. smál., en tvihækkar síðan. 35 dollara gjald er greitt fyrir framlengingartímann, þeg- ar 15 ár eru liðin frá upphafi lokastigsins (60 þús. smál.). Sé aðeins reiknað með 20 doll- urum nemur gjaldið af ársút- flutningi á 60 þús. smál. alls 1,2 millj. dollurum, eða um 52 millj. króna á ári. Ríkissjóður fær þetta gjald og sveitarfélög að ein- hverju leyti. Til hverra þarfa ætti fé ríkis- sjóðs að réttu lagi að notast? Fyrsý og fremst til að kaupa (hluti í Isal og hlýtur ríkisstjórn- in að geta hermt upp á sviss- neska félagið slíka heimild (sbr. áðurnefnda skýrslu, bls. 3). Þessu næst til að mynda stór- iðjusjóð, til þess að undirbúa framtíðarverkefni í stóriðju, svo sem með stofnun tilrauna- og rannsóknastofnunar í efnaiðnaði með raforku, og á annan hátt. Þegar ríki og einstaklingar eru orðnir eigendur fsals og jafnvel mun fyrr, ætti hin nýja stóriðju- stefna að vera komin í öruggan, íslenzkan farveg. Ásgeir Þorsteinsson, verkfræðingur. að höfundarnir séu þeir kunnu háðfuglar Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson, en Benedikt Árnason leikstjórinn, og sel ég það ekki dýrara en ég keypti. Hvað sem því líður er full ástæða til að þakka þeim, sem sömdu og settu á svið þetta nýjastá grín, fyrir ánægjulega kvöldstund og nokkrar hressandi hláturrokur. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi sýninguna á sunnudags- kvöldið voru snjallir söngtextar við mjög áheyrileg lög eftir ó- nafngreinda höfunda og áferðar- góð sviðssetning þar sem megin- áherzla var lögð á hraða, fjör og plastískan þokka. Á hinn bóginn voru nokkrir leikenda svo illa heima í textanum, að það olli víða hiki og sums staðar bein- línis ruglingi. Hefðu allir aðiljar grætt á því að fresta frumsýn- ingunni um svo sem tvær vikur til að tryggja öruggari meðferð textans. Er engu líkara en hálf- æfðar sýningar séu að konfast í tízku í Reykjavík! Án þess ég muni svo langt að geta rifjað upp „blómaskeið" refjunnar á fslandi, þykist ég mega slá því föstu að „Kleppur — hraðferð" sé með samfelldara og fágaðra yfirbragði en venja er til um refjur hérlendis, og á sviðs setningin ekki hvað minnstan þátl í því: hún er bæði fjörleg og fagmannleg, þannig að fátt er um ládeyður eða leiðinlega hnökra. Eins og títt er um verk af þessu tagi fléttast ádeila á samtíðina inn í græskulaust gaman um vín- menningu íslendinga. Er víða vikið að kunnum fyrirbærum úr þjóðlífinu, ekki sízt braski og fjármálahneykslum, enda af nógu að taka á íslandi. Ádeilan er yfir- leitt í vægasta lagi, þannig að hún er stundum ofurliði borin af gríni og galsa, en hitt fór ekki milli mála, að mörg skeyti hæfðu í mark hjá áheyrendum, og hefðu orðið enn meiri brögð að því, ef betur hefði verið æft og meiri alúð lögð við að koma öllum HRAÐFERÐ textanum til skila. Mörg gull- korn féllu að því er virtist mátt- laus á hlustir tilheyrenda. Leikurinn gerist allur á bar í höfuðstaðnum, svonefndum Milla bar, þar sem ræður ríkjum Brúsi barmenni, útsmoginn einkafram- takspostuli sem græðir á smygl- uðum vínföngum. Meðal gesta hans er Jökull Long farmenni, sem kominn er í land með væn- an slatta af áfengi handa Brúsa, og flytur hann smygjið á hinn frumlegasta hátt innan klæða. Annar tíður gestur er Jenka Bar- geir, kona Jóns Bargeirs fjár- málamanns sem missti af strætis- vagninum og situr inni þessa stundina, en hefur annars matað krókinn á okri, smygli, braski með setuliðsgóss_og yfirleitt öllu því sem nýríkum mönnum á ís- landi hefur reynzt gróðavænleg- ast. Loks koma við sögu tveir táningar sem mynda eins konar mótvægi við eldri kynslóðina og túlka önnur lífsviðhorf, sem að vísu eru ekki sérstaklega nýstár- leg, en mættu kannski kallast „heilbrigð“. Um leikendur er það að segja, að Lárus Ingólfsscn var í essinu sínu og dró upp skoplega en furðu raunsanna mynd af Jökli Long smyglara og barflugu, fór víða skemmtilega með textann en hefði mátt kunna hann betur. Ásamt Lárusi setti annar tán- ingurinn, leikinn af Alla Rúts, sterkastan svip á sýninguna. Alli Rúts virðist vera skapaður í refjuhlutverk, f mrmikill, skýr í framsögn, lagviss og aðsópsmik- ill. Var þáttur hans í sýningunni á sunnudagskvöl'dið meiri en hlutverkið gefur í sjálfu sér til- efni til. Við hlið hans stóð Nína Björk sem gerði sínu hlutverki heldur daufleg ,kil og átti mjög erfitt með að koma textanum til áheyrenda. Bragurinn um táning- ana (trúarjátning þeirra?) var langbezt fluttur hjá henni, en hefði sennilega orðið áhrifasterk- ari með tilþrifameiri framsögn — eða þá ennþá meira hlutleysi! Emilía Jónasdóttir lék Jenku Bargeir af alkunnri röggsemi, en sýndi annars hvérgi óvænta túlk- un á þrautreyndu hlutverki pils- vargsins, og var það skaði, því hlutverkið gefur tilefni til skemmtilegra blæbrigða. Loks fór Hjálmtýr Hjálmtýs- son með hlutv.erk Brúsa bar- mennis og gtrði margt mjög lag- lega, enda gæddur fallegri tenór- rödd, en leikur hans var með köflum dálítið þvingaður og fram sögnin viðvaningsleg og óskýr. Hitt kæmi mér ekki á óvart, að Hjálmtýr væri efni í góðan refju- leikara. Þó „Kleppur — hraðferð** marki sennilega ekki tímamót í leikhúslífi Reykjavíkur, er refj- an vel þess virði að sjá hana og satt að segja einkar kærkomin uppbót á fábreytilegan kost síð- ustu mánaða. Hafi allir þökk sem að henni unnu. Sigurður A. Magnússon. Fð07sfjóm og hagræðí^^: Sorgarrevían hf Leikendurnir fimm, frá vinstri: Hjálmtýr Hjálmtýsson, Emilía Jó nasdóttir, Alll Rúts, Lárus Ing- óifsson og Nína Björk. Að baki gítarleikari. Farþegi slasast um borð í m.s. Esju í HÆSTARÉTTI -var fyrir nokkru kveðinn upp dómur í skaðabótamáli, sem reis út af því, að farþegi um borð í m.s. Esju hrasaði niður stiga og hlaut a/ því nokkurn áverka. Fyrir Hæstarétti voru þær kröfur gerð ar, að eigandi skipsins, Skipaút gerð ríkisins greiddi kr. 201.936.15 í skaðabætur vegna slyssins. Málavextir eru sem hér grein- ir: Þ. 10. febrúar 1962 varð Ingi- björg Jónsdóttir Suðureyri, Súg- andáfirði fyrir slysi og hefur hún lýst aðdraganda slyssins á eftir- farandi hátt: Hún hafði verið farþegi um borð í m.s. Esju til- greindan dag og hrasað niður stiga, sem lá af bátadekki niður á aðalþilfar, með þeim afleið- ingum, að hún skarst á vinstri augabrún og fékk áverka á hné. Stiginn hafði verið glerháll af ísingu og ekki hafi verið skeytt um að bera salt á stigann fyrr en eftir slysið. Handrið stigans vinstra megin hafi verið málm- pípa það gild, að tæplega hafi verið hægt að ná utan um hana góðu taki nema fyrir handstóra menn, en hægra megin hafi ekkert handrið verið. Taldi konan að útgerð m.s. Esju bæri fulla ábyrgð á slysinu sökum vanbúnaðar. hirðuleysis og skorts á nauðsynlegum öryggis- ráðstöfunum, miðað við þá hættu fyrir farþega, er ísingin í stiga- þrepunum gæti valdið. Taldi konan að henni yrði á engan hátt um slysið kennt þar eð hún hafi haldið um það eina handrið sem fyrir var og farið sér að engu óðslega. Örorka konunnar vegna slyssins var metið 10%. Skipaútgerð ríksinis krafðist sýknu í málinu og byggði sýknu kröfu sína fyrst og fremst á því, að stefnandi, Ingibjörg Jónsdótt- ir, finnist hvorki á farþegaskrá né í farmiðabókum á þeím tíma, sem slysið varð, þrátt fyrir það að panta beri far með skipinu sex dögum fyrir brottför þess. Var því mótmælt sem röngu og ósönn uðu, að konan hefði verið far- þegi raeð m.s.Esju umrædda ferð í öðru lagi kvað Skipaútgerðin þilfar og stiga hafa verið hreins- að af snjó og klaka morguninn 10. febr. 1962. Þá var hríðarveð- ur og snjókoma og því væri það óviðráðanlegar ástæður, það er veðrið, sem valdið hefðu hálk- unni ef um hálku hefði verið að ræða. f þriðja lagi benti Skipa- útgerðin á, að um hefði verið að ræða aðra leið innanhúss á miili umrædda þilfara, og óviðkom- andi ættu ekkert erindi út í skip ið og gæti útgerðin ekki borið ábyrgð á ferðum þeirra á skips- fjöl. Þá benti útgerðin enn á, að stigar milli þilja á skipum væru venjulega mjög brattir, en sá stigi, sem um ræðir í máli þessu væri ekki mjög brattur, og sé traust handrið öðrum megin en veggur hinum megin, og allir, sem ferðist með skipum, viti það, að ætíð skuli ganga aftur á bak niður skipsstiga, sem svo eru gerðir, sem hér um ræðir. Héraðsdómur taldi sannað með framburði vitna í málinu, að Ingibjörg hefði verið farþegi með skipinu umrædda ferð og hratt því sýknukröfu stefnda af þeim ástæðum. Þá taldi dómurinn, að öryggisútbúnaði umrædds stiga væri áfátt að því leyti, að ekkert handriði væri hægra megin við stigann. Þá taldi dómurinn, að eins og veðri var háttað þann dag, sem umrætt slys átti sér stað, og með tilliti til þess, að skipið var í þann veginn að leggja úr höfn í Reykjavík og búast mátti því við mikilli umferð farþega um það, hefði ekki verið gætt þess öryggis af hálfu útgerðarinnar, sem ætlast yrði til.undir þessum kringumstæðum; þar sem hvorki voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að hálka mynd- aðist í stiganum, né heldur hafð- ur maður við hann til þess að hjálpa farþegum sem fara þyrftu um hann. Þá taldi dómurinn með skirskotun til vitnisburðar skips stjóra. m.s. Esju, að stefnandi 'hefði ekki farið óeðlilega leið í umrætt skipti niður á neðra þil- far skipsins, enda þótt Um fleiri leiðir væri að ræða. Hinsvegar leit dómurinn svo á, að Ingibjörg hefði heldiw eigi gætt þeirrar varúðar, sem henni bar til að tryggja öryggi sitt. Þótti einkum athugavert að hún hélt áfram niður stigann án þess EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur látið gera fallegt alma- nak og barst blaðinu það í gær. Það vakti athygli er Eimskip gaf ekki út almanak í fyrra, og þetta nýja virðist ekki gefa eftir Eimskipafélags-almanök- um sem menn þekkja frá fyrri árum. Það er prentað í litum, með ljósmyndaúrvali frá ýms- um stöðum á landinu úx byggð að leita sér aðstoðar, enda þótt hún fyndi þegar í^fyrsta þrepi, að hann væri flugháll, og enn- fremur að hún skyldi ekki hafa fótfestu og auk þess betra tak gengið aftur á bak niður stigann en þá hefði hún fengið betri á handriðinu. Af þessum ástæð- um taldi héraðsdómurinn rétt, að Ingibjörg bæri hluta skaðar- innar sjálf og þótti hæfilegt að skipta sök þannig, að útgerðin bæri % hluta hennar, en Ingi- björg Ys. Hæstiréttur staðfesti dóm hér- aðsdóms að öðru leyti en því, að hluti útgerðarinnar í slysinu var metinn % hlutar en hlutur Ingi- bjargar Yi. Samkvæmt því var Skipaútgerð ríkisins dæmd til að greiða Ingibjörgu Jónsdóttur kr. 130.339.50 ásamt vöxtum og máls kostnaði í héraði og fyrir Hæsta- rétti kr. 44.000.00. og óbyggðum og frá hinum nýj- asta hluta af íslandi, frá Surts- ey. Myndir eiga að þessu sinni Rafn Hafnfjörð, Gunnar Hannes son, Hreiðar Marteinsson, dr. Sigurður Þórarinsson, Mats Wibe Lund jr. (Norðmaður), Magnús Jóhannsson og Ásgeir Long. Almanakið er prentað í prent- smiðju Kassagerðarinnar. Aknanak frá Eimskip

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.