Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. janúar 1964 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. I LEIT AÐ LÍFS- HAMINGJU ¥ ávarpi Bjarna Benedikts- ■*- sonar, forsætisráðherra, til þjóðárinnar á gamlárskvöld, vék hann m.a. að þeim rödd- um, sem upp hafa komið um svokallaða „lífsþæginda- græðgi“ þjóðarinnar. Um þetta sagði forsætisráðherra: „Frá fornu fari hafa fáir getið sér meiri virðingu en þeir, sem afneitað hafa heims- ins gæðum, lífsþægindum, ef menn vilja taka svo til orða. En þeir, sem eru af þessum heimi og í honum lifa, verða að viðurkenna þá staðreynd, að þeir eru sárafáir, sem svona líta á. Hvort sem sið- bótarmönnum þykir ljúft eða leitt, eru aukin lífsþægindi, bætt lífskjör, á meðal þess, sem fjöldanum þykir eftir- sóknarverðast. Allra sízt ætt- um við, sem í okkar þjóðfé- lagi, þar sem stétta- og auð- legðarmunur er þó minni en annars staðar, höfum notið þeirrar gæfu, ekki einungis að hafa ætíð nóg að bíta og brenna, heldur og fengið að læra utanlands og innan það, sem okkur lysti, að hneyksl- ast á „lífsþægindagræðgi“ •annarra, á meðan mikill f jöldi landa okkar verður að vinna myrkranna á milli til þess að hafa í sig og á, og nýtur naum ast nema á stórhátíðum svo sjálfsagðra lífsþæginda, sem að fá að vera með fjölskyldu sinni, konu og börnum“. Og síðar sagði Bjarni Bene- diktsson: „Bætt lífskjör, lífsþægindin ein, tryggja engum manni lífshamingju, en það er há- mark hræsninnar, þegar heir, sem sjálfir slá ekki hendi á móti þægindum lífsins láta eins og aðrir væru betur -komnir án þeirra. Spurningin er ekki um það, hvort „lífs- þægindi“ séu málefni, sem ber að sinna, heldur hvernig þau verði tryggð sem allra flestum“. Undir þessi orð forsætisráð- herra munu vafalaust flestir landsmenn taka. Þótt íslend- ingar hafi sem aðrar þjóðir, lagt mikið kapp á að bæta lífskjör sín á undanförnum árum og búa betur að sér og sínum en áður var hægt, mega menn ekki ætla, að það sé vottur þess, að þjóðin sæk- fst nú eftir þægindunum ein- um. Hin stórbættu lífskjör hafa einungis orðið að veru- leika vegna mikillar vinnu þjóðarinnar, og óhætt er að fullyrða, að hér vinna menn úr öllum stéttum almennt jafn mikið og líklega tölu- vert meira, heldur en hjá ná- grannaþjóðum okkar. Hætt er líka við, að það verði svo að vera, ef lítil þjóð vill halda til jafns við aðrar og stærri, sem betri aðstöðu hafa, í bættum lífskjörum á komandi árum. En sízt skyldu menn fordæma þá viðleitni annarra að búa vel í haginn fyrir fjölskyldur sínar. Það er hin eðlilega ósk hvers manns, og á ekkert skylt við „lífsþægindagræðgi“ eða úr- kynjun. ÁRANGURSLAUS- AR FRIÐAR- UMLEITANIR A ð undanförnu hefur Banda- ** ríkjastjórn haft uppi víð- tækar tilraunir til þess að koma á friði í Víetnam. Ýms- ir sendimenn Bandaríkja- stjórnar, þar á meðal Hump- hrey varaforseti, hafa verið á ferðalögum víða um heim og rætt við ráðamenn í mörgum löndum um leiðir til þess að stöðva styrjöldina í Víetnam. Hingað til hefur þessi friðar- viðleitni engan árangur bor- ið, eingöngu vegna þess, að kommúnistastjórnin í Hanoi hefur hafnað öllum tillögum um, að teknar verði upp samn ingaviðræður um Víetnam- málið. Ekki verður Bandaríkja- stjórn sökuð um, að hún vilji halda styrjöldinni í Víetnam áfram, heldur er alveg ljóst, að allar friðarumleitanir hafa strandað á kommúnistum í Asíu. Styrjöldin í Víetnam hefur magnazt mjög undanfarna mánuði, og er nú talið, að a. m.k. 15 herfylki frá Norður- Víetnam séu til staðar í Suð- ur-Víetnam. Frekari vitna þarf ekki við um þátttöku Norður-Víetnam í þessari styrjöld, og er alveg ljóst hvers eðlis hún er, þótt Norð- ur-Víetnam hafi ekki lýst op- inberlega yfir styrjöld á hend ur Suður-Víetnam. Þótt friðarumleitanir hafi hingað til strandað á komm- únistum í Asíu, gera menn sér þó nokkrar vonir um, að að takast megi að koma á samningaviðræðum milli hinna stríðandi aðila, ekki sízt þar sem vitað er, að Sovétrík- in vilja gjarna stöðva þessa styrjöld, og er ekki ólíklegt, að þau hafi einmitt sterkasta aðstöðu til þess nú að koma á samningaumleitunum. Væri það vissulega vel farið, ef Bandaríkjamenn og Sovét- menn, sem allt frá stríðslok- um hafa átt í hörðum átökum um víða veröld, taki nú hönd- Silfurjoðíð-reykmyndunartækjum varpað í skýjið. Efst t.v.: tækjunum varpað; e.t.h.: 9 mínút-1 um síðar; n.t.v.: 19 mínútum síðar; n.t.h.: 38 mínútum siðar. 25 reykmyndunartækjum, af þeirri gerð, sem sést í miðju, var varpað. Verður unnt að breyta veðrinu? FYRIR eigi lömgu stjórnaði kona að nafni Joanne S. Simp- son sókn sex flugvéla gegn bólisturslkýi, sem myndazt ihaifði yfir Karibdska hafinu við Ameríku. Þetta var þó ekki skemimtiflug, því að Jo- anne Siimpson er þekktur veðurfræðingur vestan hafs, og tilgangurinn með þessari ,sókn“ gegn skýinu var að sprengja það, svo að það stækkaði og yrði langliífara. Með þessu var líka verið að safna gögnum um hegðun sikýja við ýmis skilyrði. PróÆessor Simpson er meðal margra bandarískra vísinda- manna, sem starfa ötulilega að athugun á því, hverniig mönn- um verði unnt að hafa nokk- ur áhrif á veðurfarið. Eru það veðunsfofa Bandaríkjanna og bandaríski flotinn, sem hafa veg og vanda af þessum merku athugunum. Bólsturský sjá jörðinni fyrir megninu af því regmi, sem til jarðar fellur, og vatnsbirgð- um þeim, sem jarðargróða eru nauðsynlegar, en einkum á þetta þó við um hitabeltið. En þau eru einnig driiffjöður stór viðra og hvirfilvinda. Bólsturskýi er markað sevi- skeið eins og manninum. Fæð ing, líf og dauði getur staðið aðeins tíu mínútur, þegar um Mtið Ský er að ræða, eða það getur orðið allt að klukku- stundar gamalt, þegar uim stóra skúraflóka er að ræða. Bóilisturský, sem myndas't yfir sjó í hitabeltinu, getur í þurru lofti náð um 8000 metra hæð, en þar uppi er oft fyrir þurrt Xoftlag ,er hindrar frekari vöxt þess. Það, sem prófessor Simpson og aðstoðarmenn hennar gerðu, var að auka vaxtar- mátt síkýja, svo að þau „sprungu" gegnuim þurra loft- lagið og náði talsvert hærri al'dri en venjulega. Þetta var gert með því að varpa 25 silif- ur joðíð-reykmyndunartæfcj - um úr flugvél í skýið. Raki skýsins dróst að silifurjoðíð- ögnunum og fraus á þeim. Um leið og þessi raki fraus og varð að ís, losnaði hiti í hon- um úr læðingi, eins og gert hafði verið ráð fyrir. um saman um að leysa hörm- ungar þessarar styrjaldar í suðaustur Asíu. FAGNAÐAREFNI t gær hófust í Sovétríkjun- um viðræður milli Ayub Khan, forseta Pakistan, og Shastri, forsætisráðherra Ind- lands, um Kasmírdeiluna. Þessir tveir Asíuleiðtogar eru komnir til Sovétríkjanna í boði Kosygins forsætisráð- herra, til þess að ræða þessa deilu. Ástæða er til að fagna við- leitni Sovétstjórnarinnar til þess að koma á samningum um Kasmírmálið, sem verið hefur deiluefni Indlands og Pakistans á annan áratug. Sérstök ástæða er til þess að fagna þessari viðleitni Sovét- ríkjanna vegna þess, að þau hafa allt fram á síðustu ár Bftir fáainar mínúitur haifði hitinn í skýinu hœikkað um eifct stig á Celsíus, sem var að vísu ekiki mikil breyting en nægði þó til þess að skýið sprengdi af sér venjuleg tak- mörk sán. Það tvöfaldaði hæð sína — teygðist upp í 14.000 mesitra hæð — breiddi auik þess úr sér, svo að rúmtak þess ferfaidaðist. Skýið, sem verð- ur fyrir slíkri meðferð getur jafnvel einnig „lifað“ tvö- falt lengur en önnur ský á sömu Slóðuim, sem silfur joðíði hefir verið sáldrað á. Eftir Robert Stevens Flugvélar búnar' alls konar mælitælkjuim fljúga inn í ský- in fyrir og eftir „meðferð“ til að fylgjast með breytingium á þeim. Á fjögurra daga tíma- bil'i fylgdiust starfsmenn Simp sons prófeseors með ellefu skýjum, og var silfurjoðíði sáldrað yifir sex þeirra. Fjögur af þeim skýjium „sprungu" végna þessa, en hin tvö, sem Simpson sagði, að sáldrað hefði verið yfir með ófullnægj andi hætti áttu sér aðeins „venjulega ævi“, og skýin fimm, sem ekki var sáldrað yfir, sprungu ekki, og „dóu eðlilegum dauða“ slí'kra skýja. Vísindamenn á sviði veður- fræðinnar eru ekki lengur Framh. á bls. 20 verið það afl í heiminum, sem egnt hefur til ófriðar og hald- ið uppi stöðugri árásarstefnu gagnvart frjálsum þjóðum heims. Þau hafa nú tekið sér fyrir hendur að reyna að koma á samningum í viðkvæmri deilu, og er það væntanlega fyrsta skrefið í þá átt, að stór- veldin, Bandaríkin og Sovét- ríkin beiti sameiginlegu afli til friðar í heiminum í fram- tíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.